Morgunblaðið - 31.03.1989, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.03.1989, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 31. MARZ 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Mikilvægur stuðn- ingur frá sj ávarútvegsráð- herranum í Bonn Hagsýni í he brigðisþj ónust Iumræðum um Evrópubanda- lagið (EB) og valdahlutföll innan þess er gjaman sagt, að við mat á framgangi mála á vettvangi bandalagsins geti menn stuðst við þá þumalfing- ursreglu, að séu Vestur-Þjóð- verjar andvígir því að eitthvert mál nái fram að ganga þýði lítið að reyna að þoka því áfram. Ríkidæmi og efnahagslegur styrkur Vestur-Þjóðveija er svo mikill og þeir eru þvílíkur burð- arás í bandalaginu, að mikið þarf að vera í húfí til að samað- ilar þeirra að EB gangi þvert á vilja þeirra og samþykki eitt- hvað, sem þeim er beinlínis á móti skapi. Með þetta í huga er sérstök ástæða til að fagna hreinskilni og eindrægni dr. Wolfgang von Geldem, sjávarútvegsráðherra Vestur-Þýskalands í Bonn, í Morgunblaðssamtali sem birtist hinn 22. mars síðastliðinn. Þar iýsti hann meðal annars afstöðu þýsku ríkisstjómarinnar til þeirrar stefnu EB, að leita skuli eftir veiðiheimildum í lögsögu annarra ríkja, ef þessi ríki óska eftir aðgangi að EB-markaðin- um með sjávarafurðir. Ráð- herrann segir, að Vestur-Þjóð- veijar séu ákveðnustu málsvar- ar þess í sjávarútvegsnefnd EB, að íslendingar fái að flytja fisk inn til bandalagsins með lágum tollum þrátt fyrir að veiðiheim- ildir komi ekki í staðinn. „Þetta hefur verið stefna okkar í þau sex ár sem ég hef setið í ráð- herranefndinni og ég verð að segja að það hefur ekki alltaf verið auðvelt að koma henni í gegn. Bretar og Danir hafa helst verið á okkar bandi en hin bandalagsríkin, sérstaklega hin suðrænu, era hörð á því að fá veiðiheimildir fyrir aðgang að mörkuðum. Auðvitað vildum við gjaman fá að veiða í íslenskri fiskveiðilögsögu en markaðirnir í Bremerhaven og Cuxhaven þurfa á íslenskum físki að halda hvort sem við fáum að veiða hann eða ekki og þess vegna tökum við þessa afstöðu,“ segir von Geldem í Morgunblaðssam- talinu og bætir síðar við, að málstaður hans hafí átt erfiðara uppdráttar eftir að Spánveijar og Portúgalir gengu í Evrópu- bandalagið. Þótt embættismenn EB í Brassel séu margir og valdam- iklir starfa þeir í umboði ríkis- stjórna aðildarlandanna. Af ummælum þýska sjávarútvegs- ráðherrans er ljóst, að ekki er pólitískur vilji til þess hjá full- trúum að minnsta kosti þriggja aðildarlanda: Danmerkur, Bret- lands og Vestur-Þýskalands, að setja íslendingum nokkra afar- kosti varðandi fískveiðiheimild- ir. Má vafalaust bæta að minnsta kosti Lúxemborguram, Hollendingum og Belgum í þennan hóp. Frakkar fara gjaman sínar eigin leiðir og er oft erfitt að átta sig á því, hvað fyrir þeim vakir. Þýski ráð- herrann talar um „suðræn“ EB-ríki og nefnir síðan sérstak- lega Spán og Portúgal, þegar kröfur um veiðiheimildir ber á góma. Ætti utanríkisráðherra að leggja sérstaka áherslu á að kynna þessum gamalgrónu við- skiptaþjóðum okkar, hve fráleit- ar kröfur þeirra um veiðiheim- ildir fyrir aðgang að mörkuðum era. Mætti til dæmis benda þeim á, að í okkar augum jafngildi þær því, að við vildum ekki kaupa vín frá þessum löndum nema geta sjálfír farið út á vínakra þeirra og fá okkar skerf af uppskeranni til eigin ráðstöf- unar. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefur nú þegið boð frá Wolfgang von Geldem um að sækja hann heim, ræða um sameiginleg hagsmunamál og skiptast á skoðunum um það sem hæst ber. Halldór fer í skugga hvaladeilunnar við þýska grænfriðunga, sem hafa spillt fyrir sölu á íslensku lag- meti í Vestur-Þýskalandi. Það virðist borin von, að hann geti að óbreyttri stefnu náð nokkr- um sáttum við grænfriðunga. Á hinn bóginn er ljóst af Morgun- blaðsviðtalinu, að þýsk stjóm- völd skilja meginstefnu íslend- inga í hvalamálinu, þótt von Geldem segi, að hann hefði staðið á annan hátt að fram- kvæmd hennar. Þess er að vænta að viðræður sjávarútvegsráðherra Vestur- Þýskalands og íslands eigi eftir að treysta enn frekar bönd þjóð- anna á sviði fiskveiða og við- skipta með fisk. Er óhætt að fullyrða að fáir erlendir stjóm- málamenn hafi talað af meiri skilningi um hagsmuni Islend- inga í sjávarútvegsmálum en dr. Wolfgang von Geldern. eftir ÓlafÓlafsson ísland er eitt af auðugustu lönd- um veraldar ef tekið er mið af meðaltekjum. Hvað varðar kaup- mátt erum við fimmtu í röðinni í Evrópu. í ofanálag er ekki her- skylda hér á landi en nágrannaþjóð- ir veija 10—15% af þjóðartekjum til þeirra mála. Auk þess greiðum við hlutfallslega allt að helmingi minna í ellilífeyri af vergum þjóðar- tekjum en nágrannaþjóðir vegna þes að hlutfall eldra fólks er lægra hér á landi en þar. Af þessu má ráða að við ættum að vera vel bjarg- álna og geta séð sómasamlega fyr- ir sjúku fólki. 1. Hlutfallslega færri starfa við heilbrigðisþjónustu en í ná- grannalöndum: Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun vörðu íslendingar 7,6% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála 1985 en aðrar Norðurlandaþjóðir svipaðri upphæð eða hærri. Hér á landi starfa hlut- fallslega íærri starfsmenn (að læknum frátöldum) í heilbrigðis- þjónustu en á öðrum Norðurlönd- um. Sjá töflur. Meðallegutími á lyf- og skurðlækningadeildum er svip- aður hér á landi og í nágrannalönd- um. Aðgengi fólks að heilbrigðis- þjónustu er góð á íslandi miðað við nágrannalönd. Könnun á vegum landlæknisembættisins fyrir nokkr- um árum leiddi í ljós að næstum undantekningarlaust nær fólk fundi lækna samdægurs. Enn fremur ber að taka fram að á íslandi hefur lengi ríkt meira jafnræði með stétt- um hvað varðar aðgengi að læknum og sjúkrastofnunum en gerist í mörgum nágrannaiöndum. Um árangur læknisaðgerða verður hver að dæma fyrir sig. Höfundur þess- arar greinar fletti í gegnum eintök Læknablaðsins frá 1960—1980 og fann að árangur við aðgerðir hér á landi var svipaður og gerist í ná- grannalöndum. Ég gæti nefnt mörg dæmi þessu til sönnunar en það yrði of langt mál í stuttri grein. Þessi árangur hefúr náðst m.a. vegna þess að menntun lækna er alþjóðleg og henni er í sífellu haldið við. Af framangreindu eftír ÓlafOddsson Nýlega var í Morgunblaðinu sagt frá herferð gegn málvillum, blóts- yrðum og enskuslettum í Flataskóla í Garðabæ. Ýmislegt athyglisvert kemur fram í viðtali við skólastjór- ann, Sigrúnu Gísladóttur. Hún seg- ir m.a.: „Yngstu börnin, 6-7 ára, nota mjög oft enskuslettur þegar þau leika sér. Sem dæmi um það má nefna, að þau voru fyrir skömmu að leika sér með ýmsa plastkarla, sem eru eftirmyndir teiknimyndahetja. Þá var erfitt að greina hvort börnin voru að tala íslensku eða ensku, svo blandað var mál þeirra.“ — Og Olga G. Snorra- dóttir, kennari við skólann, segir um þetta efni: „Það sem vakti mesta athygli mína var að nemendur gerðu sér ekki alltaf grein fyrir hvort orð sem þau notuðu væri enskteða íslenskt." (Mbl. 16.3. ’89.) Þar sem hér er sagt um mál bamanna er einkar athyglisvert en má ráða að við veitum svipaða þjónustu og aðrir en fyrir minni tilkostnað í mannafla. 2. Laun heilbrigðisstarfs- fólks: Mjög er rætt um laun og ber þar hæst laun lækna. Allflestir læknar hafa góð laun og takmarkaður hóp- ur mjög há laun. Orsökin er meðal annars langur vinnutími, oft 60—70 stundir á viku, en þess utan vaktir. En í vissum tilfellum virðast samn- ingar um taxtagreiðslur hafa farið úr böndunum. Þar kemur tvennt til: 1. Erfitt getur verið að segja fyrir um þróun aðsóknar og rann- sóknartíðni fram í tímann. 2. Viðsemjendur lækna virðast stundum ekki þekkja nægilega vel „myrkviði" taxtagreiðslna. Á annan hátt er ekki hægt að túlka samning sem gefur einstökum læknum 8-tölustafa laun á ári. Þessu verður vitaskuld að kippa í lag, annars verður krafan um „föst laun“ æ háværari. Þegar rætt er um laun lækna og annarra heil- brigðisstarfsmanna gleymist gjarn- an að: 1. Ævitekjur lækna eru lægri en margra stétta þar eð allflestir sérfræðingar koma ekki til starfa fyrr en vel á fertugs aldri vegna sérfræðiáms erlendis. 2. Verulegur hluti starfa er unn- inn á síðkvöldum, nóttum og helg- um. Skyldu menn t.d. almennt átta sig á því að allt að 70% umferðar- slysa á Slysadeild Borgarspítalans koma til aðgerða á tímabilinu frá kl. 16.00 á föstudögum til mánu- dagsmorguns. Allflestir læknar í héruðum og á stofnunum sinna tví—þrískiptum vöktum og heilsu- gæslulæknar í einmenningshéruð- um eru á vakt allan sólarhringinn. Mjög langur vinnutími er hvorki sjúklingum né læknum til góðs. Laun margra lækna í einmennings- héruðum eru svipuð og iðnaðar- manna sem fengnir eru úr Reykjavík til þess að sinna ákveðn- um verkum. Um laun annars heil- brigðisstarfsfólks er minna fjallað. Nýlega var þess getið á fundi með heilbrigðisstéttum að ekki væri hægt að bæta laun hjúkrunarfræð- inga því að heildarlaun þeirra væru því miður einnig uggvænlegt. Ef börnin verða tvítyngd þarf ekki að spyija að leikslokum. Það er ánægjulegt að kennarar í þessum skóla skuli hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli og víða hafa kenn- arar unnið ágætt starf á þessu sviði. — Ég hef áður á opinberum vettvangi greint frá viðhorfum mínum í þessum efnum og því hvaða hagsmunir séu hér í húfi, og mun reyndar einnig gera því efni annars staðar nokkur skil. Það mál mun því ekki gert að umræðuefni hér. En hvernig ætli samfélagið meti það starf kennara er hér var frá greint? Hvemig skyldi aðbúnað- ur vera og hver skyldu vera byijun- arlaun kennaranna? Það væri fróð- legt að vita. Ég hygg að þau séu afar lág. Stundum er rætt um mikilvægi íslenskukennslunnar á erfiðum tímum og nauðsyn þess að nemend- ur fái hæfa kennara. En skyldi hugur fylgja máli? HVersu mikil- nokkuð hærri en heildarlaun skrif- stofufólks. Þess var ekki getið að verulegur hluti vinnutíma hjúk- runarfræðinga er á síðkvöldum og á nóttunni!! Konur sinna æ fleiri störfum í heilbrigðisþjón- ustunni. Þær fóru út á vinnumark- aðinn meðal annars vegna lágra eða engra launa við heimilisstörf en nú sækja þær t.d. í æ minni mæli inn í skóla heilbrigðisstétta meðal ann- ars vegna lélegra launa, vinnuálags og vakta svo að til stórvandræða horfír. Þess skal getið að nú á tímum jafnréttis er mestur tekju- munur milli kvenna og karla á íslandi miðað við önnur Norður: lönd. Um 9 af hveijum 10 útivinn- andi konum og þá sérstaklega þær er vinna í heilbrigðisþjónustu hafa mun lægri heildartekjur en meðal- laun karla. Of mikill munur er á launum hjúkrunarfræðinga og margra sérfræðingsstétta borið saman við heildarlaun lækna. 3. Sparnaður — niðurskurð- ur: Mikið er rætt um spamað og hagræðingu og fer heilbrigðisþjón- ustan ekki varhluta af þeirri um- ræðu enda eðlilegt. Mér er þó til efs að meiri faglegur agi og eftirlit ríki á öðrum stofnunum en heil- væg eru þessi störf talin í raun? Hver er stefnan í þessum málum? Hún birtist að minni hyggju einkum í þeim aðbúnaði, sem er í skólum, og þeim kjörum sem ungum kenn- urum em boðin til að laða þá til starfa. Aðbúnaði er sums staðar mjög ábótavant og dæmi eru um að hann sé fyrir neðan allar hellur. Um þetta efni eru til skýrslur opin- berra eftirlitsaðila. Sá sem þetta ritar hefur alloft tekið að sér að ósk kennara í HÍ að leiðbeina ungum mönnum sem ætla að verða kennarar. Þeir hafa háskólapróf í íslensku (BA) en leggja stund á uppeldis- og kennslu- fræði. Nýlega var hjá mér um skeið einkar áhugasamur kennaranemi. Hann náði brátt góðum tökum á því að útskýra fyrir nemendum ís- lendingasögur og verk Öndvegis- skálda frá síðari tímum og glæða áhuga þeirra á þessum verkum. Ýmsir segja að þetta sé mikilvægt, en hvernig er þetta metið í raun? Hversu mikilvæg eru störf kennara?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.