Morgunblaðið - 31.03.1989, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.03.1989, Qupperneq 25
'Jt H5ÍA1A Ifc ífUOAŒJTRO'? QlQAJaWUDJíOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 Málþing um byggðasögu Sagnfræðingafélag íslands stendur fyrir almennu málþingi um byggðasögu í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla íslands, laugardaginn 1. apríl. Á málþinginu verða haldin er- indi um ákveðna þætti í ritun byggðasögu og að því búnu verða umræður og fyrirspum- um svarað. Málþingið hefst klukkan 14. Ásgeir Ásgeirsson, sem ritar sögu Stykkishólms, flytur erindið: Helstu einkenni byggðasögu síðustu ára. Eiríkur Guðmundsson, einn af höfundum „Sjávarbyggð ■ undir Jökli, Saga Fróðárhrepps 1“ talar um samspil þjóðarsögu og byggða- sögu. Hrefna Róbertsdóttir, sem vinn- ur fyrir Árbæjarsafn, talar um þróun íbúðabyggðar í Skólavörðu- holti. Halldór Bjarnason, höfundur skrifa um fólksfjöldaþróun í Reykjavík ræðir um byggðasögu, manntöl og kirkjubækur, Þórhall- ur Vilmundarson, forstöðumaður Ömefnastofnunar flytur erindi, sem nefnist: Hver er þáttur öm- efna í byggðasögu? og Friðrik G. Olgeirsson, sem ritar sögu Ólafs- fjarðar, ræðir um, hvort markviss- ir verksamningar geti tryggt betri byggðasögu? Aukasýning- ar á Brestum Leikritið Brestir eftir Valgeir SkagQörð er komið aftur á Litla svið Þjóðleikhússins og verða aukasýningar á föstudags- og laugardagskvöld. Leikendur em Egill Ólafsson og Pálmi Gestsson. Leikstjóri er Pétur Einarsson, höfundur tónlistar og áhrifahljóða er Pétur Hjaltested, leikmynd og búninga teiknaði Gunnar Bjamason og lýsingu hannaði Ásmundur Karlsson. Sigurvegari Söngvakeppni Sjónvarpsins: Gaman að vinna, en höfum fulla stj órn á sigurgleðinni „Það er alltaf gaman að vinna en við höfum fiilla stjóm á sigur- gleðinni," sagði tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson, en í gær- kvöld sigraði hann í Söngvakeppni Sjónvarpsins í annað sinn með laginu „Það sem enginn sér.“ Nítján ára nemandi úr Menntaskól- anum í Reykjavík og söngvari hljómsveitarinnar Nýdönsk, Daníel A. Haraldsson syngur lagið. Þeir félagar verða fulltrúar íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin verður í Sviss þann 6. maí næstkomandi. Valgeir og Daníel sögðust vart vera búnir að átta sig á sigrinum og allar ákvarðanir um endanlega útsetningu lagsins biðu betri tíma. „Ég átti ekkert frekar von á sigri. Líkumar vora 20% og ég reiknaði alveg eins með hinum 80 prósent- unum. Það var miklu meira um- stang í kringum keppnina í fyrra skiptið, mér fannst fara full lítið fyrir henni núna. Fólk hefur gam- an af keppninni og núna vantar stemmninguna. Með því að fá menn út í bæ til að semja lögin missir keppnin alþýðublæinn, en það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Valgeir. Hann var fulltrúi íslands í keppninni fyrir tveimur árum, sem þá fór fram í Belgíu. Aðspurður sagði Valgeir að sú reynsla kæmi sér lítt til góða, en hann byggist við að farið yrði rólegar í sakimar en í fyrra skiptið. Og jakkafötin belgísku, sem hann hefði keypt sér fyrir keppnina í fyrra sinnið, yrðu væntanlega látin duga. Dan- íel, sem tekur þátt í keppninni í fyrsta sinn segir gott að hafa vanan mann sér til fulltingis og hann sé hvergi smeykur. „Fyrst ég stend í þessum sporum, verð ég að stíga skréfið til fulls. Þegar ég samþykkti að syngja lagið, leiddi ég hugann ekki að því hverj- ar afleiðingar gætu orðið. Ég á að taka stúdentspróf frá MR á sama tíma og keppnin er og ég veit ekki hvemig það fer.“ Lagið segist Valgeir hafa samið áður en þátttaka hans í keppninni kom til og það sé því alls ekki samið með hana í huga. „En ég var ánægður með lagið og fékk Daníel til að syngja það. Ég valdi hann fyrst og fremst vegna þess að hann er góður söngvari en svo er keppni sem þessi auðvitað kjör- inn vettvangur til að koma nýju fólki á framfæri." Fjögur önnur lög tóku þátt í forkeppninni að þessu sinni. Það voru lögin „Þú leiddir mig í ljós“ eftir Sverri Stormsker, í flutningi Jóhönnu Linnet, „Línudans" eftir Magnús Eiríksson, flutt af Ellen Krisljánsdóttur og hljómsveitinni Mannakom, „Sóley", eftir Gunnar Þórðarson og Toby Herman, í flutningi Björgvins Halldórssonar og Kötlu Maríu og „Alpatwist" eftir Geirmund Valtýsson og Hjálmar Jónsson, í flutningi Bítla- vinafélagsins. Borgar- nes ísa- fjörður Sauöár- krókur Akur- eyri Egils- staðir Hvols- völlur Hafnar- fjörður Reykja- vík Samtals Röð 1. „Það sem enginn sér“ Hðf.: Valgeir Guðjónss. Fl.: Daníel Ágúst Haraldsson 12 4 6 6 12 6 8 12 66 1 2. „Þú leiddir mig í ljós“ Höf.: Sverrir Stormskei Fl.: J óhanna Linnet 2 2 2 8 4 4 2 6 30 5 3. „Línudans“ Hðf.: Magnús Eiriksson Fl.: Ellen Kristjánsdóttii og Mannakorn 00 6 4 12 00 12 6 2 58 2-3 4. „Sóley“ Hðf.: Gunnar Þórðarson og Toby Herman Fl.: Björgvin Halldórs- son og Katla Maria 4 00 8 2 2 8 4 8 44 4 5. „Alpatwist" Höf.: Geirmundur Valtýsson og Hjálmar Jónsson Fl.: Bítiavinafélagið 6 12 12 4 6 2 12 4 58 2-3 t Fiskverð á uppboðsmörkuðum 30. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 49,00 44,50 45,52 89,537 4.075.677 Þorskur(ósl-) 41,00 39,00 39,79 8,878 353.268 Ýsa 70,00 48,00 50,83 37,539 1.908.132 Ýsa(ósl.) 31,00 31,00 31,00 0,025 775 Karfi 24,00 20,00 23,08 56,944 1.314.338 Ufsi 20,50 17,00 20,48 4,962 101.647 Langa 24,00 21,00 23,04 1,993 45.929 Lúða 205,00 90,00 149,39 0,396 59.225 Keila(óst) 14,00 14,00 14,00 0,990 13.860 Hrogn 150,00 140,00 144,79 2,533 366.780 Samtals 40,45 204,070 8.254.445 Selt var aðallega úr Víði HF. I dag verður meðal annars selt óákveðiö magn, aðallega af þorski, úr Stakkavík ÁR. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 46,00 43,00 44,85 26,212 1.130.868 Þorsk(ósl.l.bl.) 38,00 38,00 38,00 0,149 5.662 Þorsk(ósl.1n.) 45,00 37,00 40,06 4,082 163.533 Ýsa 45,00 33,00 38,51 36,530 1.406.852 Ýsa(ósL) 60,00 52,00 59,73 1,906 113.848 Karfi 21,00 19,00 19,98 25,215 503.865 Ufsi 20,00 20,00 20,00 3,211 64.220 Blálanga 26,00 18,00 20,06 7,043 141.258 Lifur 25,00 25,00 25,00 0,015 375 Hrogn 50,00 50,00 50,00 0,009 450 Samtals 34,97 105,340 3.683.230 Selt var úr Jóni Vídalín ÁR og bátum. i dag verður selt frá Heimaskaga, úr Fönix og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 58,50 40,00 44,15 22,530 994.645 Ýsa 65,00 30,00 45,92 14,956 686.772 Karfi 22,50 12,00 20,84 7,495 156.246 Ufsi 20,50 15,00 19,29 18,458 356.078 Langa 9,00 9,00 9,00 0,102 918 Lúöa 210,00 1Q0.00 124,44 0,064 6.720 Steinbítur 9,00 5,00 8,23 0,146 ■ 1.202 Skarkoli 40,00 29,00 33,69 1,052 35.440 Keila 10,00 10,00 10,00 0,600 6.000 Rauðmagi 61,00 6 i,00 61,00 0,061 3.721 Samtals 34,30 65,627 2.250.696 Selt var aðall. úr Hörpu GK, Eldeyjar-Boða GK, Sæljóni RE og Margréti HF.-Í dag verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. Grænmetisverð á uppboðsmörkuðum 30. mars. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 121,00 1,240 150.040 Smágúrkur 125,00 0,010 1.250 Steinselja 38,00 900búnt 34.200 Grænkál 39,00 170búnt 6.630 Baunaspírur 70,67 216bakk. 15.264 Samtals 207.384 BHMR: Ólögmætt að greiða ekki laun fyrirfram HÉR BIRTIST í heild fréttatilkynning Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna vegna þeirrar ákvörðunar Qármálaráðherra að greiða ekki laun fyrirfram til þeirra félaga sem boðað hafa verkfiill nema til þess dags að verkfell hefst. Hinn 26. október 1984 hefur í>jóð- viljinn eftir Svavari Gestssyni um starfshætti ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar í samningamálum BSBR: „[Ríkisstjórnin] hefur klúðrað öll- um möguleikum til samkomulags fram að þessum tíma — og geng- ið enn lengra með ruddaskap eins og löglausum launasviptingum og fádæma óbilgimi í garð opin- berra starfsmanna." (Undirstrik- un BHMR.) Hinn 29. mars 1989 kveður fjár- málaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, sér hljóðs og segir sér skylt að svipta launum þá félags- menn BHMR sem áforma verkfall í apríl 1989 hafi samningar ekki tek- ist. Árið 1984 var þessi launasvipt- ing dæmd lögmætt frávik frá megin- skyldu ríkisins að greiða full mánað- arlaun fyrirfram. Nú hefur lögum verið breytt þannig að slíkt frávik er ólögmætt. Röksemdir fjármálaráðherra fyrir launasviptingunni voru þrjár: (1) Dómur Bæjarþings 1984 hafí staðfest hliðstæða aðgerð þáverandi fjármálaráðherra; . (2) Venja á almennum vinnu- markaði að greiða ekki laun fyrir- fram þegar verkfall er yfirvofandi; (3) Fulltrúar BHMR hafi ekki hreyft andmælum við hugmynd ráðherra um launasviptingu. Þetta eru falsrök: í fyrsta lagi byggðist dómurinn í málinu frá 1984 á lagaforsendum sem nú era ekki fyrir hendi. Fulltrúar BHMR gengu út frá því að ráðherra hefði kynnt sér lagarök og dómsforsendur frá 1984 og gerðu ekki athugasemdir við þessar röksemdir ráðherra á fundi með honum. Athugun BHMR eftir fund með ráðherra sýnir að ráðherra er skylt að greiða launin fyrirfram. Fullyrðingar hans um hið gagnstæða eiga sér ekki stoð í lög- um. í öðru lagi er ekki venja að greiða laun fyrirfram á almennum markaði, hvorki í verkfalli eða á öðram tíma. í þriðja lagi gengu full- trúar BHMR út frá því að fjármála- ráðherra færi að lögum en skv. 1. mgr. 20. greinar laga nr. 38/1954 er fjármálaráðherra skylt að greiða föst laun starfsmanna fyrirfram. BHMR mótmælir þess vegna með sérstökum áherslum „fádæma óbil- girni“ fjármálaráðherra og „löglaus- um launasviptingum“. Stutt greinargerð: Skv 20. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954 ber að greiða föst laun fyr- irfram mánaðarlega fyrsta starfsdag hvers mánaðar. I verkfalli BSRB í október 1984 ákvað fjármálaráð- herra að greiða einungis laun fyrir fyrstu daga októbermánaðar áður en boðað verkfall skyldi hefjast. Höfðað var mál fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur gegn fjármálaráðherra til að hnekkja þessari ákvörðun. Niðurstaða dómsins var synjun á þessari kröfu og byggðist hún á túlk- un á 14. gr. laga nr. 29/1976 er þá gilti um kjarasamninga BSRB. Þar stóð: „Nú rennur lqarasamningur út vegna uppsagnar og skal þó eftir honum farið uns nýr kjarasamn- ingur hefur verið gerður eða vinnustöðvun hefst.“ Dómurinn byggði á þvi að „yfir- gnæfandi líkur" væru á að verkfall skylli á 4. október 1984 og sam- kvæmt 14. gr. næði greiðsluskylda ríkisins ekki lengur en til þess dags. í þessum dómi sagði jafnframt að fjármálaráðherra hefði verið heimilt að greiða laun til þeirra starfsmanna sem boðað höfðu verkfall í október- mánuði 1984. 31. desember 1986 tóku ný lög gildi um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lög nr. 94/1986, og féllu þá áðumefnd lög frá 1976 .úr gildi. í 12. gr. þessara laga segir: „Nú rennur kjarasamningur út vegna uppsagnar og skai þó eftir honum farið uns nýr kjarasamn- ingur hefur verið gerður." Samkvæmt gildandi lagaákvæði eru þess vegna ekki lengur fyrir hendi þær forsendur sem dæmt var-. eftir 1984. Reylqavík, 30. mars 1989.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.