Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 30 Minning: Sjöfh A. Ólafs- son, Patreksfírði Fædd 4. nóvember 1929 Dáin 23. mars 1989 Systumar í Valhöll. En hve þetta minnir mig á indælu bemskuárin vestur á Patreksfírði, þegar alltaf var sólskin og birta, og gott fólk í plássinu. Þær áttu heima í næsta húsi við okkur, systumar í Gamla bakaríinu, og vom okkar æskuvinkonur. Og nú er ein þeirra, Sjöfn, sem var vinkona mín, látin. Eg var stödd í sumarbústað í Borgarfírði, þegar ég heyrði andlátsfregnina og fannst mér erfítt að trúa þessu, hún sem var svo lifandi og hress. Ein af annarri komu þær fram í huga mér minningamar: Hvað ég öfundaði hana að vera orðin 12 ára, þegar leikritið Miklabæjar- Sólveig, var leikið heima í Skjald- borg, og allir, sem ekki voru orðnir 12 ára urðu að fara út af sýning- unni og máttu ekki horfa á síðasta þáttinn, því atriðið þótti of drama- tískt fjrir okkur yngri bömin. Fermingardaginn hennar, vorið 1943, hvað ég fann til með henni, því hún hafði misst móður sína elskulega, skömmu eftir áramótin. Hamingja hennar og umhyggja fyrir velferð litlu dótturinnar, sem alla tíð var móður sinni til ánægju og sóma. Áfram héidu þær og allar minntu þær mig á hvað ég er rík að hafa átt vináttu hennar öll þessi ár. Fyr- ir það vil ég þakka núna, þegar leiðir skiljast um tíma. Og fyrir hönd okkar systranna flyt ég eiginmanni hennar, einka- dótturinni og hennar fjölskyldu, systmm hennar og bræðmm inni- legar samúðarkveðjur. Lilja Hjartardóttir Móðursystir mín Sjöfn A. Ólafs- son lést skyndiiega á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar á skírdag, aðeins 59 ára gömul. Hún fæddist í Valhöll á Patreksfírði 4. nóvember 1929. Foreldrar hennar vom Aðalsteinn P. Ólafsson, sonur Péturs Ólafsson- ar kaupmanns og útgerðarmanns á Geirseyri og Maríu Ólafsson konu hans og Stefanía Erlendsdóttir, dóttir hjónanna Erlendar Pálssonar verslunarstjóra á Hofsósi og Guð- bjargar Stefánsdóttur. Sjöfn ólst upp í glöðum systkina- hópi í Valhöll, sem ætíð hefur verið hið mesta menningar- og myndar- heimili. Valhallarsystkini, auk Sjafnar sem nú er kvödd em þessi, Erla Kristín f. 1924, Bolli f. 1926, Heba f. 1928, Sif f. 1931, Hera f. 1933 og Pétur f. 1937. Er bömin sjö vora ung veiktist Stefanía móður þeirra alvarlega og lést hún í febrúar 1943, árið sem Sjöfn fermdist. Þá reyndi mjög á Aðalstein og þau systkini og mun Sjöfn hafa reynst afar dugleg við heimilishaldið og uppeldi yngri systkina sinna. 18 ára gömul fór hún til náms í Húsmæðraskóla Akureyrar ásamt Hebu systur sinni. Á uppvaxtarámm Sjafnar var Patreksijörður upprennandi útgerð- arbær og orðinn miðstöð sunnan- verðra Vestíjarða í verslun og þjón- ustu. Var þá iðandi mannlíf og mikill kraftur í fólki sem síðan ein- kenndi Sjöfn alla tíð. Af henni geisl- aði orkán og athafnasemin bæði innan heimilis og utan. í félagsmál- um var hún sívinnandi og vann hún ætíð mikið starf fyrir Slysavamar- deildina Unni. Hún söng í kirkjukór staðarins í 30 ár. Fyrir nokkmm áram hófst hér á Patreksfírði þjón- ustu- og félagsstarf fyrir aldraða og var Sjöfn ein þeirra er mótaði það og var hún óþreytandi við að sinna málefnum þeirra er aldraðir era orðnir. Veit ég að margir minn- Minning: Guðmundur G. Al- bertsson, póstíulltrúi Fæddur 22. desember 1900 Dáinn 21. mars 1989 Guðmundur Georg Albertsson póstfulltrúi og fyrram langferðabíl- stjóri er látinn. Hann hefur lokið miklu og heillaríku ævistarfi fyrir þjóð sína, brautryðjandastarfí, áhrífamiklu á líðandi stund, skapandi öryggi, framsýni og breytt viðhorf í þýðingarmiklum undirstöðuatriðum í þjóðfélaginu. Hann var sannur alda- mótamaður, hreifst af tæknilegum straumum hins unga framfaraþjóð- félags, tók þátt í uppbyggingu þess, nýrri tækni framandi, er hann var fljótur að átta sig á í raun og upp- byggingu að fullum notum fyrir kom- andi kynslóðir, beitti til þess hyggju- viti sínu, meðfæddum hæfíleikum, dugnaði og orku, undirstaðan var ekki önnur, en viljinn og kraftur hins vinnandi manns er bar á garða þjóð- félagsins mikinn feng í starfí sínu og reynslu. Guðmundur Georg fæddist á Syðri Kárastöðum á Vatnsnesi 22. desem- ber árið 1900, en hann lést 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Albert Stefánsson bóndi þar og kona hans, Dagmey Sigurgeirsdóttir. Albert var frá Höfðahóium í A-Húnavatnssýslu, f. 20. sept. 1866, d. 1. sept.' 1915, en Dagmey móðir Guðmundar var frá Ytri Kárastöðum á Vatnsnesi, f. 21. febr. 1867, d. 17. sept. 1906. Guðmundur missti foreldra sína í bamæsku. Leystist þá heimilið upp. Var hann með föður sínum fyrstu árin, en fór þá að Staðarbakka og var þar skamman tíma, en fór svo að Aðalbóli í Miðfírði og var þar fram yfír tvítugt. Þessi heimili voru bæði mikil myndarheimili, sérstaklega það síðamefnda. Guðmundur hlaut því gott atlæti og uppeldi, eins og best varð kosið með munaðarlaus böm. Það varð honum mikill og hollur skóli og traust undirstaða verðandi ævistarfs. Systkini Guðmundar eru: Bjöm Líndal, Vinbjörg Ásta, Sigurgeir, Þorgrímur, Jóhannes, Margrét, Stef- án OIi og Bjömlaug Marta. Guðmundur ólst upp við almenn sveitastörf og varð brátt öðrum sveinum fremri og frárri við fjár- gæslu og sinalamennsku fram um heiðar, en Aðalból er efsti bærinn við hinar miklu heiðar milli Húna- vatnssýslu og Borgarfjarðar. Hann sagði mér oft um leiðir, örnefni og fegurð heiðanna. Hann hafði yndi af að ræða um unaðsheima æsku sinnar mitt í töfrum og sæld norð- lenskra heiða. Síðasta skiptið er ég hitti hann, var einmitt umræðuefnið fegurð landsins, að vísu sunnlensks sveitaunaðar kringum Apavatn, en þar var hann á vegum símamanna húsvörður á sumrin, eftir að hann hætti starfí. Guðmundur hleypti heimdragan- um og hóf leit ævistarfs og lífsham- ingju. Hann fann hvort tveggja og varð hamingjumaður og lífsferill hans varð heillaríkur. Hann kaus sér ævistarf er veitti honum. ánægju og arð á erfiðum tímum á þriðja og ijórða áratug líðandi aldar, þegar kreppa var í landi. Hann tók bifreiðapróf og gerðist bifreiðastjóri, varð gagntekinn af hinni nýju tækni í samgöngumálum, er þá var að ryðja sér rúm í landinu. Hann hóf akstur á langleiðum milli Norðurlands og Suðurlands, fyrst á ast hennar með þakklæti fyrir allar heimsóknimar og tryggðina er hún sýndi öldraðum og þeim er lasburða era. Hún hélt ætíð heimili fyrir föður sinn Aðalstein allt þar til hann lést í júní 1980. Hún eignaðist eina dóttur, Önnu Stefaníu Einarsdóttur f. 8. nóvember 1948. Anna ar gift Jónasi Þór rafvirlqameistara á Pat- reksfírði og eiga þau 3 böm og 1 bamabam. í júní 1975 giftist Sjöfn Guðjóni Hannessyni bifvélavirkjameistara frá Reykjavík, en hann fluttist til Patreksfjarðar og hóf rekstur bif- vélaverkstæðis. Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með þeim hjónum hversu samhent þau hafa verið við að halda við og endurbæta hið gamla virðulega hús sem Valhöll er, en það er eitt elsta hús kaup- túnsins, byggt árið 1885. Einnig hafa þau fegrað og ræktað upp umhverfís húsið af stakri snyrti- mennsku. Sumarbústað byggðu þau á Barðaströnd ásamt vinafólki og var þar þeirra unaðsreitur á sumrin. Í 25 ár var Sjöfn ritari á skrif- stofu sýslumanns Barðastrandar- sýslu og hafði hún starfað þar með fímm sýslumönnum. Hjá frænku minni dvaldist ég oft sem drengur og síðar er ég flutit með Qölskyldu mína vestur til Patreksijarðar urð- um við samstarfsmenn. Ættingjar og samstarfsfólk sakna þessarar knáu og duglegu konu sárt, sem hvarf okkur svo snöggt. Ég og fjöl- skylda mín vottum Guðjóni, Ónnu Stefaníu, Jónasi Þór, barnabörnum, litla langömmubaminu og systkin- um hennar, okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau á þessari stundu. Stefán Skarphéðinsson Hún dó á skírdag, 23. mars sl. Það heljarhögg kom óvænt og fyrirvaralaust. Til skamms tíma var ekki annað að merkja en að hún væri vel á sig komin til líkama og sálar, glaðleg í viðmóti, falleg og þokkafull eins og ævinlega. Og hún var enn á góðum aldri. Ástvinir hennar vissu þó að hún hafði verið eitthvað lasin. Og hún var búin að vera fáeina daga á spítalanum. Mest sér til hvfldar, leiðinni úr Húnavatnssýslu suður Kaldadal til Reykjavíkur. Það voru erfiðar ferðir, og ekki nema fyrir útsjónarsama og duglega menn. Guðmundur sýndi þegar mikla hæfí- leika og dugnað. Hann fékk þegar af starfi sínu eftir fyrsta sumarið mikið álit sem gætinn og traustur bflstjóri. Hann stóðst áætlanir vel, kom á réttum tíma á ákvörðunarstað- ina, ók gætilega um grýttar og vand- famar slóðir liðinna kynslóða og veg- leysur nýttar af vagnstjórum kom- andi tíma af stjórnsemi og viljafestu. Kostir hans urðu þekktir og farþegar og aðrir viðskiptamenn treystu hon- um af kynnum og orðspori. Fyrirtæk- ið er hann vann hjá varð því vin- sælt, og því varð tryggður arðsamur rekstur. Ég hef heyrt reynda og færa bilstjóra minnast aksturs hans af aðdáun. Hann mótaði nýtt starf í þjóðfélaginu af festu og hyggni. Hann varð brautryðjandi breyttra tíma í samgöngumálum landsins. Guðmundur varð fyrsti póstbfl- stjórinn norður í land og reyndist vel í starfínu og mótaði það til festu af sönnum hæfileikum og dugnaði. Sig- héldu menn. Og svo leit út, sem hún væri að ná sér. Engan gat rennt minnsta grun í að hún bæri feigð í bijósti, ekki einu sinni lækninn, sem stundaði hana. Ekki heldur manninn hennar, sem vék frá henni stundarkom, þennan dag, til að sinna aðkallandi erindi, en var þá sagt frá andláti hennar, fáum mínútum síðar. Það vora allir sem þrumulostnir. Ekki síst hann og dóttir hennar. En þeim tveim hafði hún sagt frá kvöl sinni, og áttu þó ekki ills von. Sjálf var Sjöfn þannig gerð að hún vildi ekki angra vini sína með eigin vandræðum, jafnvel þótt hún bæri banvænt mein í barmi, eða harm í hjarta. Því var ég Iíka grandlaus um að nokkuð væri að, þegar ég talaði við hana í landsímann þar sem hún var við vinnu sína á sýslukontómum, viku áður en hún dó. Þá mætti mér ekki annað en það sem ég var vanastur við að heyra til hennar; glaðværð og einlægt vináttuþel og lífsgleði. Það gerði mér glatt í geði og allt angur var víðs fjarri. Otímabær dauði hennar varð öll- um mikil sorgarfregn. Einkum Guð- jóni eiginmanni hennar; Önnu Stef- aniu, einkadóttur hennar og manni hennar, bamabömum hennar þrem, Aðalsteini, Þórami og Sjöfn. Langömmubam hennar, sem hún líklega elskaði mest allra, er of ung til að vita hvað var að gerast. Sjálfur er ég harmi sleginn. Hún var svo mikiil vinur minn og heimil- is míns frá fyrstu tíð. Svo traust og trúföst, einlæg, hjálpsöm og undirhyggjulaus. Og það eru fleiri harmþrangnir. Hún átti marga vini urður Briem réð hann póstbflstjóra, fyrsta langferðabflstjórann til póst- flutninga. Jafnframt sá Guðmundur að miklu leyti um yfírbyggingu fyrsta póstbílsins, og reyndust ráð hans og tillögur mjög vel. Stjóm bflsins var í öraggum greipum, þar sem Guðmundur stjómaði farartæki hins verðandi tíma í ungu tækniþjóð- félagi. Brautin sem var til fara var erfíð, giýtt, holótt, aðeins erfíðar slóðir, troðningar horfínna kynslóða, en hyggni og reynsla í útsjónarsemi gætins og trausts bifreiðastjóra vísaði leiðina í samgöngutækni kom- andi tíma, í raun starfsins varð sigur- braut. Þess ber að minnast og halda til vegs. Meðan Guðmundur stundaði akst- urinn norður í land á sumrin, fékk hann allskonar vinnu á vetuma í Reykjavík. En komst bráðlega í póst- þjónustuna og varð það ævistarf hans. Hann gegndi þar ýmsum störf- um en var lengst af gjaldkeri í bög- glapóststofunni í Austurstræti og síðast í Hafnarhvoli. Ég kynntist Guðmundi Albertssyni þegar ég byijaði, í póstþjónustunni. Hann varð bráðlega sannur og traustur félagi, er gott var að eiga að vini og félaga. Hann var harðdug- legur og glöggur á marga hluti, vel að sér í iandinu, eins og það heitir á máli póstmanna. Norðurlandið var sérgrein hans, þar þekkti hann hvem bæ. Hann hafði alltaf mikla ánægju af náttúranni, útivist og ferðalögum. Ég minnist ógleymanlegra stunda í sumarbústað hans uppi í Presthúsum á Kjalamesi, skemmtilegheitanna, er hann gekk með okkur félögunum meðfram sjónum heillaður af skap- andi gleði aldna og leik þeirra við §öra og kletta, kliði fugla og gargi sjófugla rétt utan við væðan sjó. Náttúran varð í návist hans hljóm- kviða undursins mikla, vina okkar fleygra og syndra í næstu grennd. Já. Alveg rétt. Ég fór einu sinni með Guðmundi og fleiri félögum til útlanda, til stórborga þar sem mér tókst alltaf að villast, nema ég væri í samfylgd Guðmundar. Hann rataði sem allir syrgja hana og sakna hennar. Öll hefðum við mikið viljað til vinna að geta heimt hana aftur úr helju. En um það þýðir ekki einu sinni að hugsa. Því tjóir ekki heldur að dvelja lengur við það sem enginn fær breytt: dapran dauðdaga glæsi- konu. Það er betra að muna hana eins og hún var í lifandi lífi: lífsglaða, hjálpsama, káta og skemmtilega. Minna þess er hún fyrirmannleg og falleg gekk eftir Áðstrætinu í fæðingarþorpinu sínu, eins og væri hún prinsessan í pláss- inu, eða a.m.k. ein með fremstu aðaisfrúm staðarins. Ég veit ekki hvemig best er að lýsa þessu. En hún var konan sem allir tóku eftir og horfðu á sökum kvenlegs glæsi- leika og meðfæddrar tiginmennsku. Og það átti hún ekki langt að sækja. Faðir hennar var Aðalsteinn P. Olafsson, fæddur á Patreksfírði og átti þar heima nær alla sína ævi, var á yngri áram atgervismað- ur í íþróttum. Og á síðari hluta ævinnar, setti hann eftirtektarvert og sérstætt svipmót á ásýnd þorps- ins þar sem hann gekk um götur höfðinglegaur og beinn í baki fram á elliár. Hvar sem hann stóð í hópi manna, var hann höfði hærri en flestir og bar af í snyrtimennsku og virðulegri framkomu. Hann vakti ævinlega athygli, svo augljóst var höfðinglegt fas hans og karlmann- lega reisn. Og ekki átti hann langt að sækja ágæti sitt. Faðir hans og afí Sjafn- ar var Pétur A. Ólafsson einn af þessum íslensku afreksmönnum, sem komu fram þegar þjóðin þurfti slíkra manna mest með. Þeir raddu braut nýjungum og lögðu grann að nýju mannlífi vítt og breitt um landið. Með áræði, dugnaði og út- sjónarsemi urðu þeir upphafsmenn nýrra atvinnuhátta og betri efna- legrar afkomu manna. Þegar þjóðin var að vakna af dvala margra alda stöðnunnar og fátæktar urðu þeir vegvísar til betri lífs og þeirrar vel- megunar, sem við búum við nú. Þetta er kunnara en frá þurfí að segja. Það er vitað mál að Pétur A. Ólafsson var um árabil forystu- maður í uppbyggingu framfara í atvinnumálum og vaxandi umsvif- alls staðar, jafnvel lenti hann á rétt- um stað, þó hann væri gersamlega ókunnugur. Hann var eins og hann væri á norðlenskum heiðum í smala- mennsku. Ég man eitt sinn á suður- bakka Thamesár, þar sem leiti og kennimerki vora mér hvergi að gagni. Við ætluðum á ákveðinn stað. Eg fylgdi Guðmundi í þeirri von, að hann næði stystu leið. Það varð. Guðmundur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Jónínu Steinunni Jóns- dóttur frá Söndum í Miðfirði, 19. október 1935. Jónína fæddist á Sönd- um í Miðfirði 19. ágúst 1910. For- eldrar hennar eru Jón J. Skúlason bóndi þar og kona hans, Salóme Jó- hannesdóttir frá Útibleiksstöðum. Þau eiga þq'ú böm: Jón Grétar raf- magnsmeistara í Reykjavík, Jóhann Öm símaverkstjóra í Reykjavík og Salóme Guðnýju húsfreyju í Reykjavík. Guðmundur og Jónína eiga 9 bamaböm. Við leiðarlok er gott að rifja upp félagsskap við góðan vin. En skammt nær minningin í stuttri grein eins og þessari. Leiftur hugans brenna aðeins I tómi stundarinnar. Hún er of hröð að ná því sem hugurinn gim- ist. En það besta er að hafa átt góð- an vin, kynnst góðum dreng, er var sannur, heill og hreinskiptinn. Ég heyrði hann aldrei hnjóða í neinn, talaði aldrei nema það rétta og besta um samstarfsmenn sína, en var manna kátastur á góðri stund, sann- ur félagi félaga sinna og vinur vina sinna. Til hans var gott að leita jafnt til ráða og annarra hluta. Ég votta konu hans og bömum og öðrum aðstandendum mína fyllstu samúð á stund saknaðar og sorgar. Ég vona að þeim gangi allt til heilla og hamingju á komandi áram. Jón Gíslason Nú þegar elskulegur afí minn er látinn, langar mig til að minnast hans með fáeinum orðum. Afí var giftur alnöfnu minni, Jónínu Stein- unni Jónsdóttur, sem nú Iifír mann sinn. Það er erfítt að minnast afa án þess að nefna ömmu með, því svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.