Morgunblaðið - 31.03.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 31.03.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 81. MARZ 1989 31 um á Geirseyri í Patreksfírði. Og þannig ótvírætt í hópi þeirra atgerv- ismanna sem minnst var á, einn af aðalsmönnum íslenskrar atvinnu- sögu, sem hófust í krafti eigin at- gervis til afreksverka og manna- forráða og urðu höfðingjar í sjón og raun. Pétur A. Ólafsson fluttist til Akureyrar á efri árum sínum og er mér það í barnsminni hvað mér þótti hann fyrirmannlegur og allra manna mestur höfðingi. Hann hlaut að vera af konungakyni, aðalsmað- ur, að minnsta kosti greifi eða bar- ón. Aðalsteinn, faðir Sjafnar, dró mjög dám af honum, og því ekkert undarlegt þó að Sjöfn, og reyndar systur hennar fleiri, þættu mikils- háttar konur og hver og ein þeirra góður kvenkostur. Móðir Sjafnar, kona Aðalstems P. Ólafssonar, var Stefanía Erlends- dóttir, hin ágætasta kona frá Graf- arósi í Skagafírði. En hennar naut ekki lengi við. Hún dó 1943, árið sem Sjöfn fermdist. Þá voru þrjú systkina hennar yngri en hún, Sif, Hera og Pétur og þrjú eldri: Erla, Bolli og Heba. Við andlát frú Stef- aníu hófst erfíður tími hjá íjölskyld- unni í Valhöll, en svo hét húsið þeirra við Aðalstræti. Ég þekki þau ár af afspum einni en hefi það fyr- ir satt að með hjálp góðra vina og dugnaði þeirra sjálfra komst heimil- ið klakklaust yfír það mikla áfall. Ráðskonur vom þar um stuttan tíma, fyrst í stað eitthvað, en syst- umar vom röskar og tóku brátt við stjórn heimilisins óðara og þær stækkuðu. Tíminn græddi sárin og bömin urðu fullorðin og fóm að heiman hvert af öðm til að bjarg- ast á eigin spýtur og stofna eigin heimili, öll nema Sjöfn. Hún var alltaf með föður sínum og höfu þau, þar í Valhöll, saman heimili með myndarskap og reisn allt þar til hann dó í júní 1980, rúmlega áttræður. A því varð engin breyting þegar hún giftist eftirlifandi eiginifianni sínum Guðjóni Hannessyni bifvéla- virkjameistara þann 15. júní árið 1976. Þau stofnuðu sitt heimili í Ásgarði, sem enn heitir svo, og bjuggu þar með engu minni mynd- arbrag en áður var og allir þekkja, sem þangað hafa komið. Allt var á sömu lund og þar var enn Aðal- steinn P. Ólafsson höfíngi hússins í góðu yfírlæti til dauðadags. Það var ævinlega gott að koma í Valhöll. Þau vora samhent í því hjónin að láta gestum líða vel. Og það var gestkvæmt og oft mann- margt í Valhöll. Sjöfn var frábær húsmóðir. Allir vinir þeirra áttu von á því að hitta hana þar oft á ókomn- um ámm. Hún var svo ung þegar hún dó, fædd 4. nóvember 1929 og því aðeins 59 ára þegar hún lést á skírdag. En nú verður það aldrei meir. Hún er horfin á braut heimilis- prýðin úr Valhöll. Og hún kemur ekki aftur. En í anda hússins er hana enn að fínna. Hún var reyndar sjálf góður andi þessa aldna og nýja heimilis. Og því verður ekki gleymt, svo greitt að mynd hennar frá Iið- inni ævi er að fínna svo að segja við hvert fótmál, sem stigið er inn- an dyra í Valhöll. Og að snerta ein- hvem af hlutunum þar sem hún hafði elskað og komið á sinn stað, er eins og að kalla fram í huga sér ljúfa minningu frá liðinni tíð um „drottninguna" í Valhöll, þessa ynd- islegu konu, sem dó alltof snemma. Það er endalaust hægt að tala um Sjöfn í Valhöll og segja frá henni. En fátt eitt er hægt að segja hér á þessum vettvangi. Mig hafði langað til þess að senda henni per- sónulega vinarkveðju, nú að lokum og þakka allan vinargreiða. En það er ótæmandi brannur og erfítt að velja. Þó veit ég hvar ég gæti byijað. Ég var á leið vestur Barðastranda- sýslu í gömlum sendiferðabíl að flytjast frá Reykhólum til Patreks- Qarðar. Með mér var konan mín, tvítugur sonur, sem átti bílinn og 15 ára dóttir. Ennfremur þriggja ára dótturdóttir okkar sem sofnaði fljótt í fangi ömmu sinnar, sem vafði um hana sæng. En bíllinn var troðinn af ýmsilegu innanhússdóti, sem við tókum með okkur um leið og við fóram og tróðum i bílinn. Veðrið var gott, aðeins rigningar- vottur, marauð jörð í öllum sveitum og hvergi vottur af snjó nema í hæstu fjöllum. Klukkan 7 um kvöld- ið lögðum við á Þingmannaheiði. Þar var vondur vegur og seinfar- inn, en vandræðalaust að fara að sumarlagi. Enda ekki um annan veg að ræða þá, árið 1969, og sjálf heiðin aðeins 20 kílómetrar. Við áttum von á því að komast greiðlega eftir veginum og ætluðum að verða komin til Patreksfjarðar um tíuleytið um kvöldið. Það fór á aðra lund. Þegar ofar kom í heiðina fór að snjóa og á svipstundu var komin blindhríð og mikil fannkoma. Vegurinn var ekki lagður heldur raddur og niðurgrafinn í ótal hlykkjum og lá víða í tröðum. Þær fylltust fljótt af snjó. Og uppi á háheiðinni sátum við föst og kom- umst hvorki aftur eða fram. Bíllin var ekki gerður til aksturs í snjó. Klukkan var um 9—10 og ekkert að gera nema sitja um kyrrt og bíða. Sú bið stóð til kl. 3 um nótt- ina. Þá komu hraustir menn nær jafnsnemma beggja vegna heiðar- innar. Þeir að austan snera til baka, en bræðurnir frá Fossá, sem vaktir vora upp úr væram svefni drógu okkur út úr skaflinum og þangað til við komum aftur á auða jörð, litlu seinna, og gátum haldið áfram af sjálfsdáðum. En því segi ég frá þessu, að þetta var fyrsti vinargreiðinn hennar Sjafnar við okkur. Hún hafði veður af því að við væram á leiðinni og þegar við komum ekki á eðlilegum tíma, tók hún tii sinna ráða. Hún þurfti að ná símasambandi inná Barðaströnd, sem var þá erfiðara og öðra vísi en nú'í sjálfvirka kerf- inu. Hún þurfti fyrst að ná sam- bandi við símstöðina í Haga, sem þá hafði verið lokuð í marga klukk- utíma, og bar engin skylda til að ansa utanaðkomandi hringingum fyrr en á símatíma næsta dag. En Sjöfn linnti ekki látum fyrr en hún náði sambandi og með góðri hjálp Bjargar í Haga og margra góðra manna, á Fossá og suður á Múla- nesi voru settar upp hjálparveitir, sem björguðu okkur af heiðinni um nóttina. Þessu er ekki hægt að gleyma. Það er flest þannig, að gott er að muna. Ég man það td. frá starfí mínu, þegar embætta þurfti á sveitakirkj- unum og fátt var um söngfólk, að ótal sinnum bauðst hún til þess að fara með og syngja. Var þá líka oft fleira söngfólk með úr kirkju- kómum á Patreksfírði. En í honum söng Sjöfn alltaf frá því að hún var ung stúlka. Hún lét sér raunar mjög annt um kirkjuna sína og var mér alla tíð til halds og trausts þar sem hún gat komið því við, og er vanda- laust að kalla marga til vitnis um það, hve trygg hún var, traust og mikil hjálparhella. Margir vora henni samhentir í þessari hjálp við mig, og ég minnist þess með miklu þakklæti. En veit þó, að aldrei verð- ur það þakkað að verðleikum. Þegar ég varð ekkjumaður tók hún að sér það hlutverk, sem konan mín hafði áður, að hafa embætt- isfötin í lagi. Fyrir allar hátíðir kom hún til að hreinsa, viðra og pressa. Það var mikið starf og vel af hendi leyst. Ég gæti haldið áfram endalaust að tala um allt það góða sem hún gerði. Kannski fannst mér ekki allt- af allt jafngott. Því að það gat hvesst í skapinu hennar. Og hún sagði mér stundum hart til synd- anna ef henni mislíkaði. Það styrkti vináttuna og varð aldrei að sundur- þykkju. En nú má ég ekki halda svona áfram endalaust. Og þó er svo margt, sem er ósagt. Hún var fé- lagslynd og tók þátt í öllu, sem henni fannst horfa til góðs fyrir þorpið sitt. Hún var pólitísk, ákveð- inn fylgjandi , Sjálfstæðisflokksins og á framboðslista fyrir Sjálfstæðis- menn þegar hún taldi þá geta haft erindi til góðs í hreppsnefnd. Ég get ekki talið upp það allt, sem hún lét sig varða og til sín taka, enda veit ég ekki um það allt. Ég sá hana líklega fyrst í Vatns- firði að sumarlagi, þegar Breiðfírð- ingafélagið í Reykjavík lét smíða lítið hús til greiðasölu í Flókalundi, en þá var hún þar með Hebu systur sinni mörg frambýlingsárin. Þær vora brautryðjendur í starfsemi Breiðfirðingafélagsins í Flókalundi, systurnar. Þar er nú risið fyrsta flokks sumarhótel, öllum til sóma. En það var líka sómi að því hvem- ig systurnar Heba og Sjöfn tóku á móti ferðalöngum, sem áðu þama á fögram stað á Iangri leið sinni. Það var meir en sómi að mæta þar ljúflegu viðmóti þessara glæsi- kvenna. Það var meiriháttar upplif- un og augnayndi. Sjöfn mun hafa notað sumarleyfí sín til að vera þama með systur sinni, að minnsta kosti stundum, að hluta til. En hún vann þá á skrif- stofu sýslumannsins á Patreksfírði, eins og hún hefur gert lengst af ævinnar frá því að hún settist þar að eftir ijarvera í skóla, og þegar hún hafði ákveðið að á Patreksfirði vildi hún una alla sína ævidaga þá sem Guð henni gæfí. Og það varð. Sjöfn á eina dóttur, Ónnu Stef- aníu, sem ólst upp í Valhöll með móður sinni og afa. Faðir hennar er Einar Pétursson, rafvirkjameist- ari í Kópavogi. Anna er gift Jónasi Þór rafvirkja- meistara á Patreksfírði og eiga þau tvö böm Þórarin og Sjöfn, og Aðal- stein, sem er elstur frá fyrra hjóna- bandi Önnu. Faðir hans var Mar- teinn Einarsson, sem dó ungur að áram. Sjöfn heitin elskaði öll þessi bamaböm sín mjög og var þeim góð. Mesta át hafði hún þó á lítilli tveggja ára dóttur Aðalsteins, sem heitir Anna Stefanía. Hún er aðeins tveggja ára óviti og skilur ekki hvað hún hefur misst. Samt mun ást ömmu hennar fylgja henni alla ævi, eins og leynd- ur kirtill í líkamanum, sem maður veit ekki af, en vinnur sitt gagnlega starf í kyrrþey, og gefur lífínu gildi. Líkt er um þá ást sem síast inn $ undirvitund ómálga hvítvoðungs, sem á enn allt sitt undir kærleia ástvina sinna. Ef Guð lofar á litla stúlkan langt líf fyrir höndum og hún mun kynn- ast því, sem lífið hefur að bjóða, á hennar tíð, þar á meðal, vonandi, hinum kristilegu dyggðum, trú, von og kærleika. En postulinn Páll seg- ir að þær muni vara og ætíð og vera til. Og hann segir líka að þeirra sé kærleikurinn mestur. Með þvílíkum kærleika kveð ég mína góðu vinkonu Sjöfn A. Ólafs- son og bið henni blessunar á eilífð- arbraut. „Requiescat in pace“. Þórarinn Þór samrýnd eru þau í huga mér að þau vora mér alltaf sem eitt. Afí bjó í Skaftahlíð 10 og era ófá- ar ferðimar sem við böm og bama- böm höfum farið til þeirra afa og ömmu í Skaftó, eins og við bama- bömin kölluðum þau ætíð. Það er svo margs að minnast frá liðnum áram og hef ég ekkert nema ljúfar minningar um elsku afa. Eftir að afí lauk sínu ævistarfí hjá póstinum var hann nokkur sumur umsjónarmaður við sumarbúðir símamanna við Apa- vatn. Afí og amma bjuggu þar í lítilli húsvarðaríbúð í einu sumarhúsanna. Þama komu þau sér vel fyrir og allt- af var jafngott að koma til þeirra þama í sveitina. Ekki minnist ég afa öðravísi en sístarfandi og alltaf var hann jafnhress bæði á líkama og sál. Við Apavatn gat afí því nýtt krafta sína og orku og blómstruðu þau bæði við sumarstarf sitt á þess- um áram. Veit ég að oft hefur verið mjög gestkvæmt hjá þeim gegnum árin og það átti nú við þau og ekki síst ömmu sem nýtur sín hvergi bet- ur en þegar hún er að veita öðram eitthvað. Það var svo fyrir nokkrum áram að afí missti heilsuna, en siðustu vikur ævi sinnar lá hann á sjúkrahúsi. Ég vona að afa líði vel þar sem hann nú er. Að lokum vil ég votta ömmu og öllum öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og í hugum okkar allra mun lifa minning um elskulegan og ljúfan mann. Steina Hann Guðmundur tengdafaðir minn er dáinn. Hann var fæddist árið 1900 og var því orðinn 88 ára. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum og þakka fyrir hvað hann tók mér vel og var mér og mínum alltaf góður. Við voram vinir frá fyrsta degi sem við sáumst. Það er hægt að skrifa margt um Guð- mund, hann hafði frá mörgu að segja Minning: Rósa Guðmundsdótt ir frá Hellissandi frá liðinni tíð og það var unun að heyra hann segja frá. Það var yfír- leitt eitthvað spaugilegt því hann hafði góða kímnigáfu. Einu sinni sagði hann sögu af því þegar hann var langferðabflstjóri í Húnavatns- sýslu og það kom alltaf sami hundur- inn á móti honum og var búinn að hlaupa langan veg til þess að fá far til baka. I þetta skipti sem oftar stoppar Guðmundur til þess að taka hundinn upp í, þá segir kona í bílnum: „Ætlar þú virkilega að taka hund upp í bílinn?" Þá svarar Guðmundur: „Já, þetta er vinur rninn." Þessi saga lýsir Guðmundi vel, hann var dýra- vinur, ekki síður en mannvinur. Ég á margar góðar minningar um Guð- mund, t.d. laxveiðar við Langá, heim- sóknir til þeirra hjóna að Apavatni, þegar þau voru húsverðir þar á sum- rum, íjörugöngur í Presthúsum á Kjalamesi, þar sem þau áttu sumar- hús, og margt fleira. Snyrtimennska var Guðmundi í blóð borin. Ef eitthvað fór aflaga varð að gera við það strax. Það var ekki bara heima hjá honum. Á með- an hann hafði heilsu var hann alltaf kominn til að hjálpa ef eitthvað var verið að gera hjá bömum hans og jafnvel bamabömum. Það var fallegt að sjá hve Jónína kona hans hugsaði vel um hann síðustu árin eftir að hann hafði misst heilsuna og mátti hann vart af henni sjá. Heiðursmaður er fallirin frá og horfínn til feðra sinna. Blessuð sé minning hans. S.Ó.E. Eitt símtal — ein setning! Sú eina eftirlifandi af móðursystram mínum hefur kvatt okkar tilverastig. Tíminn er fugl sem flýgur hratt. Við mann- anna böm eram sífellt að mæla tímann. Við höfum klukku á hand- leggnum, klukku við rúmstokkinn, klukku nánast í hveiju herbergi og að sjálfsögðu í bílnum. Og ekki að- eins mælum við stundir, heldur mælum við líka árstíðir, ár og ára- tugi. Rósa Guðmundsdóttir, elsta móð- ursystir mín, fæddist í ágúst 1904, þegar ísland var að vakna á nýrri öld, í faðm ungra foreldra, þeirra Mattínu og Guðmundar, hjóna sem full bjartsýni komu úr sveitinni til að hasla sér völl i höfuðborginni Reykjavík og byggðu sitt bú að Bergstaðastræti hér í borg. Ég sný tímanum áratugi aftur á bak. Ég sé fjölskylduna vel fyrir mér — ömmu Mattínu, húsmóðurina og bömin hennar öll eins og tröppu- gang, því átta fæddi hún á níu árum, afa Guðmund skipsljórann, þéttan á velli og yfírvegaðan, sem á margan hátt, vegna stöðugrar fjarvera á hafí úti, var bömunum sínum eins og góður gestur. Já, tímamir þjöpp- uðu fólki saman. Þessi Qölskylda var sérlega samrýnd og í miðri mynd systkinahópsins stóð Rósa, elsta dóttirin, falleg og góð. Svo falleg þótti Rósa í blóma lífsins að hún var talin ein fegursta stúlkan í Reykjavík. Ungur menntamaður, glæsilegur í sjón og raun, Einar Magnússon, var fljótur að koma auga á Rósu. 18 ára gömul var hún þegar þau bundust þeim böndum tryggða og ástar sem entust þeim ævina út. Einar var litríkur og lifandi persónu- leiki sem unni Rósu sinni mjög og dáði hana alla tíð. Einar varð seinna hálfgerð þjóðsagnapersóna í starfí sínu sem fræðari og rektor Mennta- skólans í Reykjavík. Tvær dætur eignuðust þau, Helgu Mattínu og Sigríði. Þær bera foreldr- um sínum fagurt vitni, vel gerðar og glæsilegar. Og tíminn leið. Ein- stakt og innilegt var samband Rósu við móður mína, margar stundirnar sátu þær systur og nutu þess að eiga hvor aðra að. Samtal þeirra átti sér engan endi og þráðurinn tekinn upp daglega. Sjálfri fannst mér alltaf fylgja mikil öryggistilfínn- ing þessu nána sambandi systranna á Bergstaðastræti. Nú era þær allar famar, en minn- ingar og myndir lifa. Síðast þegar ég hitti Rósu móður- systur mína var tíminn búinn að setja sitt mark á hana, en hún var enn falleg kona og framkoma henn-. ar fáguð eins og ævinlega. Ég er þess fullviss að Rósa móðursystir mín var ferðbúin. Ég kveð hana og hluta æsku minnar með kærri þökk. Þessi tími er liðinn. Að endingu orð spámannsins Gibran: „Þó þekkir eilífðin í ykkur eilífð lífsins og veit að dagurinn í gær er aðeins minning dagsins í dag og morgundagurinn draumur hans." Skrifað í Hollandi. Helga Mattína Bjömsdóttir t Maðurinn minn, t Eiginmaður minn og faöir okkar, INGÓLFUR FR. HALLGRÍMSSON SIGURÐUR RÚNAR GUÐMUNDSSON, frá Esklfirði, efnaverkfræðingur, sem lést í Landspítalanum aðfaranótt 24. mars sl., verður jarð- settur frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 1. apríl kl. 14.00. lóst á heimili sinu, Breiðási 9, Garðabæ, miðvikudaginn 29. mars. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Agla Túlinfus, Guðmundur Karl Sigurðsson, Þóra Sigurðardóttir Ingibjörg Jónsdóttir. Þorgsir Sigurðsson, Friðrik Sigurðsson.'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.