Morgunblaðið - 31.03.1989, Qupperneq 34
34
'',r-—
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989
í K I rU".TT" ■i .. —11 : f-H——!—pH—i
fclk í
fréttum
HOLLYWOOD
Eddie og Whitney
kærustupar ársins
Kærustupar ársins í
Hollywood er án
efa grínleikarinn Eddie
Murphy og sðngkonan
Whitney Houston.
Whitney, 25 ára, hitti
Eddie, 27 ára, fyrst i
janúar fyrir tveimur
árum síðan. Þau sýndu
hvort öðru strax áhuga
en ekki varð af frekari
kynnum. Whitney fór í
18 mánaða hljómleika-
ferð og Eddie var að
leika í nýrri kvikmynd.
En í janúar í ár end-
umýjuðu þau kynnin og
hafa verið óaðskiljanleg
síðan.
„Ég er ástfanginn
upp yfir haus“ segir
Eddie. „Nú er ég hættur
við allar aðrar. Að hitta
Whitney er það besta
sem hefur komið fýrir
mig,“ bætir hann við.
Og söngkonana segir:
„Eg hef ekki gefið mér
mikinn tíma fyrir karl-
menn, söngframinn
hefur verið í fyrírrúmi.
En eftir að ég hitti
Eddie er framinn komið í annað
sæti. Við skemmtum okkur vel
saman, ég verð stundum að halda
aftur af mér hlátrinum. Þegar við
erum fjarri hvort öðru hringir
hann í mig á hvaða tíma sólar-
hríngs sem er. Við höfum ekki
rætt hjónaband en ég er því að
minnsta kosti ekki mótfallin.“
Bæði tvö hafa ótal skuldbind-
ingar vegna starfa sinna en fyrir
skömmu tóku þau nokkurra daga
frí. Þau mættu hönd í hönd á
Grammy-verðlaunafhendinguna
og eftir snæddu þau á eftirlæti-
sveitingastað Eddies í Los Ange-
les, Spago. Daginn eftir voru þau
í 360 milljóna króna glæsivillu
Eddies á Benedikt Canyon og
síðar fór hann ásamt Whitney til
New Jersey þar sem hún býr.
Hinn 42 ára Hreinn Vilhjálmsson vann
meistaratitilinn í sínum þyngdarflokki
öðru sinni. Hann byrjaði að æfa fyrir sjö
árum og er nú í fremstu röð.
Lóa Jónsdóttir frá Hvolsvelli vann léttari
kvennaflokkinn, en hún er aðeins 17 ára
gömul og keppti í fyrsta skipti í íslands-
mótinu.
VAXTARRÆKT
Níu Islandsmeistarar
Það voru níu íslandsmeistaratitlar veittir sigurvegurum
í jafnmörgum þyngdarflokkum í keppni vaxtarræktar-
manna, sem haldin var í Háskólabíói 25 mars. Ólíkt þvi sem
verið hefúr undanfarin ár var enginn einn úrskurðaður
sigurvegari og þvi eru niu keppendur meistarar i hinum
ýmsu þyngdarflokkum vaxtarræktar.
Einna mesta athygli vöktu sigrar
Hreins Vilhjálmssonar og Lóu Jóns-
dóttur.Hreinn er 42 ára en lætur
ekki deigan síga og er meðal
fremstu vaxtarræktarmanna lands-
ins. Hann byijaði að æfa fyrir sjö
árum síðan og er nú þjálfari í
líkamsræktinni World Class. Hreinn
varð hlutskarpastur í flokki karla
undir 90 kg að þyngd. Lóa Jóns-
dóttir er frá Hvolsvelli, aðeins
sautján ára gömul og hefur æft af
kappi undanfarin tvö ár. Hún vann
léttari kvennaflokkinn og færði
Hvolsvallarbúum annan tveggja
titla á mótinu.
Hinn titilinn vann Sólmundur
Öm Helgason, sem varð íslands-
meistari í unglingaflokki í fyrra.
Hann er talinn líklegur til afreka í
vaxtarræktinni á næstu árum. í
fimm flokkum var aðeins einn kepp-
andi og þeir urðu því sjálfkrafa
meistarar í sínum flokki. Mestur
ijöldi var í léttasta unglingaflokkn-
um, en hann vann Kópavogsbúinn
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Kristján Jónsson. Síðan voru fjórir
keppendur í undir 80 kg flokki karla
og hann vann Daníel Olsen. í þyngri
flokk kvenna vann Margrét Sigurð-
ardóttir annað árið í röð.
Aðrir flokkasigurvegarar voru
Magnús Bess í undir 80 kg flokki
unglinga, Jón Norðfjörð í undir 70
kg flokki karla og þyngsta flokk-
inn, yfír 90 kg vann Valbjöm Jóns-
Mæðginin Jannike
Björlmg og Robin.
BRUSSEL
JANNIKE BJÖRLING
Björn Borg æskir
forræðis yfir syninum
Ihundraðatali hringja blaðamenn
til Jannike Björling, fyrrum sam-
býiiskonu Bjöms Borgs, og leita
frétta af tennisstjörnunni. Fyrir
nokkm lenti Bjöm á sjúkrahúsi á
ftalíu þar sem dælt var upp úr
honum ógrynni svefntaflna sem
frægt varð. Hann á fjögurra ára
son með Janniku Björling og hafa
þau hingað til skipt forræðinu. Nú
æskja þau Bjöm og kona hans,
Loredana, eftir því að fá fullt for-
ræði.Jannike er uggandi og segir
það ekki koma til greina að Bjöm
beri ábyrgð á bami hennar.
í nýlegu blaðaviðtali gaf hún í
skyn að erfitt væri að búa með
Bimi en sambúð þeirra stóð í fjög-
ur ár. Hann leiti hamingjunnar,
þrálátlegar en aðrir, og hafi aldrei
lært að lifa því hversdagslífí, sem
flestir uni sér ágætlega við. Hún
neitar því að Bjöm Borg og Lored-
ana fái forræði yfír drengnum litla
og reyndar á hún að hafa fnæst
af iilkvittni er blaðamenn bám það
mál á góma. „Loredana er nógu
gömul til þess að vera mamma mín
og amma Robins".
Jannike og Bjöm em enn vinir.
Hún segir hann hringja alloft til
sín og leita ýmissa ráða. Nú hafa
ítölsk blöð reynt að hnekkja mann-
orði Jannike og segja að hún reyni
að eyðileggja Kf þeirra Bjöms og
Loredönu. Ekki aldeilis, segir Jann-
ike. Henni væri hinsvegar ekki
sama um afdrif Bjöms og vissulega
væm skiptar skoðanir um persón-
una Loredönu.
Loredönu er lýst sem engli í
ítalska vikublaðinu Oggi. „Það
væri viturlegra að fara betur ofan
í saumana á þessu kvendi, áður en
þeir skrifa níð um mig,“ sagði
Jannike við blaðamenn og þótti
sumum það bara vel sagt.
Sendiherrar í EB-Iöndum fiinda
r
Islenska ríkið heldur úti sendiráð-
um í fímm aðildarríkjum Evrópu-
bandalagsins (EB), sem em 12 að
tölu og hafa sendiherramir misjafn-
lega mörg ríki á sinni könnu. Þar
að auki er sérstakt sendiráð í Genf
til að annast samskiptin við
Fríverslunarsamtök Evrópu
(EFTA) og stofnanir Sameinuðu
þjóðanna.
Utanríkisráðherra efndi til fund-
ar með þessum sendiherrum og
fulltrúum útflutningsgreina í
Bmssel Iaugardaginn 18. mars
síðastliðinn til að ræða um störf og
stefnu íslands í tengslum við EFTA
og EB. Var mynd þessi tekin af
því tilefni við bústað sendiherra
Islands í Bmssel.
Á myndinni em frá vinstri: Sverr-
ir Haukur Gunnlaugsson sendiherra
Genf, Haraldur Kröyer sendiherra
París, Hannes Hafstein ráðuneytis-
stjóri utanríkisráðuneytisins, Einar
Benediktsson sendiherra Bmssel,
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra, Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra Kaupmannahöfn og
sendiherra Bonn, Hörður Helgason Ólafur Egilsson sendiherra London.
COSPER
— Hvers vegna svarar þú ekki í símannj heyrirðu ekki að hann
hringir.