Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRIL 1989
13
OLAFUR SKIIVSOA \V KJÖKIA\
BISKUP ÍSIiWPS
MUdlI sljórnandi -
mlnnl kcnnimaóur
ÓLAFUR Skúlason, nýkjörinn biskup íslands, er geysilega dugleg-
ur og góður skipuleggjandi. Um það eru allir sammála og vitna
í uppbyggingarstarf hans í Bústaðasókn og æskulýðsmálum Þjóð-
kirkjunnar því til sönnunar. Viðmælendur Morgunblaðsins töldu
hann verða röggsaman og verkmikinn biskup, en margir sögðu
að hann væri frekar veraldlegur stjórnandi en andlegur leið-
togi. Ekki væri gott að festa hendur á guðfræði hans og ræður
hans væru oft innihaldsrýrar þó þær væru hið besta fluttar og
á góðu máli. Ólafúr á sér vissulega andstæðinga innan kirkjunn-
ar, en allir viðmælendur blaðsins voru sammála um að hinn ótví-
ræði sigur hans í fyrstu umferð biskupskosninganna myndi skapa
honum góðan frið á biskupsstóli. Þrátt fyrir allan guðfræðilegan
og persónulegan ágreining eru menn sammála um að með Ölafi
Skúlasyni hafi kirkjan fengið mjög hæfan stjórnanda og fram-
bærilegan biskup næstu tíu árin eða svo.
Olafur er fæddur í Birt-
ingaholti í Hruna-
mannahreppi, þann
29. desember 1929 og
verður því sextugur á þessu ári.
Hann er elstur ijögurra bama
hjónanna Skúla Oddleifssonar og
Sigríðar Ágústsdóttur. Fjölskyld-
an fluttist snemma til Keflavíkur,
þar sem Ólafur var virkur í skáta-
hreyfingunni. Æskufélagar hans
minnast þess ekki að hann hafi
verið öðrum bömum guðræknari,
en Helgi Skúlason, leikari og
bróðir Olafs, segir það ekki hafa
komið sér á óvart að hann fór í
guðfræði, því á heimili þeirra hafí
verið trúarlegt andrúmsloft og til
dæmis alltaf hlustað á messur í
útvarpinu. Þá em margir prestar
í móðurætt Ólafs og hann heitir
eftir einum þeirra, séra Ólafi Bri-
em, syni Valdimars Briem, sálma-
skálds.
Að loknum gagnfræðaskóla
hélt Ólafur til Reylq'avíkur og
settist á skólabekk í Verslunar-
skólanum. Nám hans þar hefur
komið honum að góðum notum í
starfí. Hann er sagður mikill
málamaður og góður í vélritun.
Hann vélritar allar sínar ræður
sjálfur og segir Ebba Sigurðar-
dóttir, eiginkona hans, það hafa
verið mikinn tímaspamað fyrir
hann. Að loknu stúdentsprófí hóf
hann nám í guðfræðideild Há-
skóla íslands, þar sem hann þótti
duglegur og
samviskusamur yuf n atmtf—
nemandi. Meðal ■ RU
skólabræðra
hans þaðan, má
nefna séra Sig-
urð Hauk Guð-
jónsson, en þeir
Ólafur hafa alla tíð síðan verið
miklir vinir og studdi Sigurður
Ólaf í biskupslqori. Ekki mun
Ólafur þó hafa verið alls kostar
ánægður með poppmessur sem
séra Sigurður Haukur hélt í Lang-
holtskirkju á sjöunda áratugnum
og skammaði unglinga úr Bú-
staðasókn sem fóra þangað.
Að námi loknu fór Olafur til
Norður-Dakóta og var þar sóknar-
prestur í ijögur ár hjá íslenskum
söfnuði í Mountain-prestakalli.
Ólafur varð að sögn fyrir miklum
áhrifum af safnaðarstarfínu þar
sem var mjög náið, og vitnaði
meðal annars oft í reynslu sína í
Amenku á fyrstu árum sínum í
Bústaðakirkju. Eftir heimkomuna
var hann sóknarprestur í forföll-
um í æskubyggð sinni í Keflavík
í flóra mánuði, en árið 1960 tók
hann til starfa sem fyrsti Æsku-
lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Ólafur
byggði upp mjög öflugt æskulýðs-
starf, sem kirkjan nýtur góðs af
enn í dag, að sögn viðmælenda
efitrHuga Ólafison
og Urdi Gunnarsdóttur
blaðsins. Hann kom meðal annars
á alþjóðlegum nemendaskiptum
kirkjunnar.
í Bústaðakirkju í
aldarfjórðung
Ólafur naut góðs af skipulags-
hæfíleikum sínum og reynslu í
æskulýðsmálum þegar honum var
veitt Bústaðaprestakall í
Reykjavík í árslok 1963. Hann
stofnaði æskulýðsfélag í sókninni
og fyrsti formaður þess var Ómar
Valdimarsson, blaðamaður. Hann
sagði að æskulýðsfélagið hefði
fljótt orðið aðalfélagskapurinn í
Bústaða- og Smáíbúðahverfinu og
hálfsmánaðarlegir fundir þess
hefðu alltaf fyllt stóran samkomu-
sal í Réttarholtsskóla. Hundruð
unglinga hefðu óskað eftir að láta
séra Olaf ferma sig fremur en
einhvem annan. Olafur dreif
byggingu Bústaðakirkju líka upp
á mettíma. Hann þótti harður
Qáraflamaður og nýtti starfs-
krafta unglinganna til að hreinsa
timbur og fleira. Að margra dómi
býr enginn söfnuður á landinu við
betri aðstöðu en Bústaðasöfnuður.
Ólafur Skúlason er sagður
glaðlegur og hress í umgengni,
skemmtilegur og skapmikill. Þó
bráður fremur en langrækinn.
Kona hans, Ebba Sigurðardóttir,
segir hann óþolinmóðan og ná-
kvæman, hann þoli ekki að vera
of seinn. Séra Sigurður Haukur
■■■■■■■■ Guðjónsson segir
að hann sé hrein-
skiptinn, hafí
ákveðnar
skoð-
anir og þori að
standa við þær.
Fleiri sögðu að
hann kæmi til
dyranna eins og hann væri klædd-
ur. Hann á auðvelt með að um-
gangast fólk og þau hjónin eru
sögð gestrisin og góð heim að
sækja. Öllum ber saman um að
Ólafur sé feikilega duglegur og
benda á verk hans og feril því til
sönnunar. Sumir segja þó að hann
hafi færst full mikið í fang með
því að gegna störfum dómprófasts
og vígslubiskups, auk þess að
þjóna stórri sókn með miklum
skyldum. Aðrir segja að það sé
ekki sanngjöm gagnrýni; embætti
vígslubiskups sé til dæmis ekki
launað. Einn viðmælandi sagðist
vonast til að hann bæri gæfu til
að leita sér aðstoðar, en ynni ekki
einn að verkunum, sem hefði vilj-
að brenna við hingað til. Viðmæl-
endur blaðsins sögðu það augljóst
að maður sem hefði gegnt jafn
mörgum trúnaðarstöðum og séra
Ólafur hefði mikinn metnað. Séra
Sigurður Haukur sagði að hann
hefði fremur metnað fyrir hönd
kirkjunnar en sjálfs sín og annar
Hann er hreinskiptinn, hef-
ur ákveðnar skoðanir og
þorir að standa við þær
Hann erfulltrúi eldri kyn-
slóða og hugmynda sem
leggja meiri áherslu á for-
mið en innihaldið
Teikning/Pétur Halldórsson
Hann er mikill skapmaður;
bráður en ekki langrækinn
viðmælandi sagði hann fremur
metnaðargjaman en metorða-
gjaman.
Óljós goiðfræði
Viðmælendur Morgunblaðsins
voru ekki margorðir um guðfræði
og trúarskoðanir nýja biskupsins.
Viðkvæði margra var að ekki
væri gott að festa hendur á því
efni í ræðum hans og hann hefði
nánast ekkert ritað um guðfræði-
leg málefni fyrir utan lokaritgerð
sína í guðfræðinni, sem nefndist
„Helgist þitt nafn - nokkrar at-
huganir á bæninni og heilagleika-
hugtakinu samkvæmt Biblíunni".
Hann er sagður góður ræðumaður
í þeim skilningi að hann flytji sínar
ræður vel og hafi gott vald á tung-
unni, en margir telja innihaldið
vera heldur rýrt. Einn viðmælandi
sagði að umbúðimar vildu verða
fyrirferðameiri en innihaldið í
ræðum hans, en ósanngjamt væri
að álasa Ólafi sérstaklega fyrir
þetta, þar sem æði margir prestar
séu undir þá sök seldir. Séra Sig-
urður Haukur sagði að hann
ræddi fremur um málefni líðandi
stundar en um guðfræðileg efni
í predikunarstólnum.
Flosi Magnússon, prófastur á
Bfldudal, segir Ólaf vera fulltrúa
eldri kynslóða og hugmynda, bam
síns tíma þegar samfélagið var
að breytast úr gamla klerkaveld-
inu og áherslan var lögð á falleg-
ar byggingar og form. Flosi sagð-
ist telja að friður myndi ríkja um
Ólaf á biskupsstóli, en undir sléttu
yfirborðinu væri gífurlegur
ágreiningur um hugmyndafræði
innan kirkjunnar. Ekki væri þó
um það deilt að með Ólafí hefði
kirlq'an sem stofnun eignast hæf-
an ffamkvæmdastjóra. Annar
kirkjunnar maður sagði að Ólafur
hefði útskrifast áður en guðfræði-
deildin tók miklum stakkaskiptum
og hann væri ekki mikill lærdóms-
maður. Herra Sigurbjöm Einars-
son biskup segir Ólaf hafa verið
farsælan í sínu starfi sem sóknar-
prestur og hann eigi von á því
að svo verði farið um Ólaf í emb-
ætti biskups. Hann reikni þó ekki
með miklum breytingum. Ólafur
sé enginn byltingarmaður en hann
sé vissulega opinn fyrir nýjung-
um. Kirkjunnar menn ætlist til
mikils af honum, en menn verði
að gæta sín að gera ekki óraun-
hæfar kröfur til biskups.
Fótboltaunnandi
Að loknum vinnudegi fínnst
Ólafí gott að slaka á með góða
bók. Hann er heimakær og mikill
fjölskyldumaður. Böm hans og
Ebbu era þijú; Guðrún Ebba,
Sigríður og Sigurður Skúli, og
bamabömin fjögur. Ólafur hefur
gaman af spilum og spilar bridds
einu sinni í viku með skólafélögum
sínum, ef tími gefst til. Hann er
ákafur fótboltaáhugamaður og
stuðningsmaður Víkings, þó hann
eigi stundum í minniháttar sál-
arstríði þegar hverfisliðið hans
keppir við íþróttabandalag
Keflavíkur. Sjálfur syndir Ólafur
á hveijum morgni fyrir vinnu og
leikur badminton. Hann hefur
gaman af því að horfa á góðar
bíómyndir, sér í lagi spennumynd-
ir. Ebba segir þau hjón oft slaka
á yfír bíómyndum þegar álagið
sé mikið. Yfírleitt horfi þau á
myndir heimavið, en bregði sér
stöku sinnum í kvikmyndahús.
Þó að Ólafur Skúlason hafí
fengið ótvíræða kosningu í bisk-
upsstól hefur hann ijarri því verið
óumdeildur innan kirkjunnar.
Einn viðmælandi blaðsins sagði
Ólaf eiga ákafa stuðningsmenn,
en einnig nokkra harða andstæð-
inga. Annar sagði að gagnrýni á
hann væri fremur á vinnubrögð
hans, og jafnvel persónulegs eðlis,
frekar en að hún snerist um mál-
efni eða hugmyndafræði. Kosn-
ingabaráttan síðast var nokkuð
hörð, en þá var Pétur Sigurgeirs-
son kjörinn biskup með aðeins
einu atkvæði umfram Ólaf. Allir
viðmælendur Morgunblaðsins
vora hins vegar sammála um að
kirkjunnar menn myndu samein-
ast í kringum hinn nýja biskup
og gefa honum tækifæri til þess
að sanna sig með verkum sínum.