Morgunblaðið - 02.04.1989, Page 17
Þefta sófasett heitír Top og
er afft klætt meó góóufeórí.
Þaó fæst i mörgum IHunu
Verdkr. 129.100,-
Skodið glæsileg húsgögn
/ skemmfilegri verslun
Vió erum 1
„Nútíð“
Faxafeni 14,
sími 680755
IIUSGOGN
MOIjSjfflfBLAPŒ
Eiturlyfjasali sem „starfsbróAir“ lumbraði ð:
ekki skotinn."
„heppinn að vera Handteknir eftir skotbardaga: „höfuðborg morða í Bandaríkjunum".
Eiturlyfjaneytandi: óskipulögð viðskipti.
Barry borgarstjóri: bendlaður
við eiturlyfjamál.
Lögreglumaóur í Washing-
ton: krakksalamir betur vopnaðir.
myrtir í Washington, helmingi fleiri
en á sama tíma í fyrra, og svo get-
ur farið að alls verði 800 myrtir á
þessu ári.
Lögregluforinginn Isaac Fuller
hefur kallað 1988 „smánarár" í
sögu Washingtons, ekki aðeins
vegna þess hve mörg morð voru
framin, heldur einnig vegna þess
að glæpamennimir sýndu ótrúlega
grimmd. „Starfsmenn morðdeildar-
innar hafa ekki séð eins óhugnanleg
sár síðan í Víetnamstríðinu," sagði
hann nýlega.
Kvöld nokkurt fyrir skömmu
fundust tveir menn nær dauða en
lífí í jeppa sínum. Eiturlyijakaup
þeirra höfðu farið út um þúfur og
þeir gátu talizt heppnir að sleppa
lifandi með brotna hauskúpu, hand-
leggi, fætur og rifbein. Þeir höfðu
að minnsta kosti ekki verið skotnir
í höfuðið. Þótt flestir séu myrtir
með skotvopnum hafa margir verið
kyrktir (þar á meðal 93 ára gömul
kona í íjölbýlishúsi) og stungnir til
bana. Öðmm er drekkt og enn aðr-
ir em kæfðir eða brenndir til bana.
Lögreglumenn eiga alltaf von á
því að íbúar svokallaðra „krakk-
húsa", sem þeir fýlgjast með, og
ökumenn, sem þeir stöðva á götun-
um, stökkvi út og fari að skjóta.
Krakksalamir em betur vopnaðir
en lögreglan. Eftirlit með skotvopn-
um í Washington er með því strang-
ara í Bandaríkjunum, en stutt er
fyrir krakksalana að fara til Virg-
iníu, þar sem þeir geta keypt gnægð
skotvopna í miklu úrvali, þar á
meðal ísraelskar Uzi-vélbyssur, sem
era vinsælastar, og sjálfvirka,
sovézka AK-47-riffla, sem skæm-
liðar í Beirút hafa dálæti á.
Þótt Iögreglumennimir séu að-
eins vopnaðir skammbyssum hafa
þeir stundum haglabyssu í bílnum
og klæðast skotheldum vestum.
Þrátt fyrir óöldina er sjaldan skotið
á lögreglumenn og fátítt er að lög-
reglumenn séu myrtir. Sennilega
fínnst krakksölunum það ekki
borga sig, því að hart er tekið á
morðum á lögreglumönnum. Einnig
er sjaldan skotið á venjulegt fólk,
sem er ekki viðriðið eiturlyfjavið-
skiptin.
Skálmöld
Skálmöldin í Washington er fyrst
og fremst vandamál svartrar undir-
stéttar. Innan við 5% morðanna em
framin í hverfum hvítra manna bak
við þinghúsið á Capitol Hill og í
norðvesturhluta borgarinnar. All-
flölmenn og velefnuð millistétt
blökkumanna, sem hefur setzt að í
norðurhlutanum eða fyrir utan
borgarmörkin, hefur talið sig til-
tölulega óhulta til þessa. Hins vegar
hefur millistétt hvítra manna og
svartra fyllzt reiði og ugg eftir skot-
árás í framhaldsskóla svartra fyrir
nokkm.
Tilefni árásarinnar var að skóla-
piltur settist við hliðina á vinkonu
annars pilts í matsal skólans. Síðar
um daginn skutu tveir piltar á hóp
félaga sinna á skólalóðinni og fjórir
úr körfuknattleiksliði skólans særð-
ust. Lögreglan taldi málið ekki stór-
vægilegt úr því að enginn beið bana,
en það hefur ýtt undir kröfur um
að skjótur endi verði bundinn á
óöldina.
Um þijár milljónir manna búa í
úthverfíim Washington og fá betri
laun en gengur og gerist. Flestir
þeirra em starfsmenn sístækkandi
alríkiskerfís og aka daglega til
vinnu sinnar eða starfa heima við
tölvur í kjöllumm húsa sinna. Böm-
in standa sig vel í skóla og for-
eldrarnir geta „trimmað“ í friði í
garðinum hjá sér á kvöldin.
Höfuðborgin fær ekki skatta af
tekjum þessa fólks í úthverfunum,
þótt það starfi í borginni. Það háir
einnig borginni að hún hefur haft
takmarkað sjálfsforræði. Ekki var
gert ráð fyrir því að íbúar höfuð-
borgar Bandaríkjanna hefðu
pólitísk áhrif þegar henni var valinn
staður við Potomac-fljót á sínum
tíma. íbúamir fengu ekki að taka
þátt í forsetakosningum fyrr en
1964 og fjármál borgarinnar hafa
verið í höndum þjóðþingsins, sem
hefur margt annað á sinni könnu
og hefur verið sakað um skilnings-
leysi á málefnum borgarbúa.
Umdeildur
Marion Barry, sem hefur verið
borgarstjóri undanfarin 11 ár, er
af nýrri kynslóð svartra borgar-
stjóra í bandarískum stórborgum.
Hann fæddist í fátækt í Mississippi
og tók virkan þátt í réttindabaráttu
blökkumanna áður en hann varð
borgarstjóri. Blökkumenn hafa ver-
ið hreyknir af honum eins og öðram
svörtum borgarstjóram, því að þeim
fínnst þeir sýna að barátta þeirra
hafí borið nokkurn pólitískan
árangur.
Traust kjósenda á Barry hefur
hins vegar dvínað mjög, því að hon-
um hefur ekki tekizt að stemma
stigu við aukinni eiturlyfjaneyzlu
og fjölgun glæpa. „Eiturlyfjastríð-
ið“ hefur veikt pólitíska stöðu hans
og jafnvel leiðtogar blökkumanna
hafa gagnrýnt hann.
Ekki bætir úr skák að Barry
hefur sjálfur verið sakaður um eit-
urlyfjaneyslu. Hann hefur að vísu
ekki verið ákærður eða fundinn
sekur um slíkt, en rannsóknardóm-
stóll kannar kærur gegn honum.
Tveir varaborgarstjórar og átta
aðrir nánir samstarfsmenn hans
hafa verið dæmdir fyrir spillingu
og ýmsir aðrir samstarfsmenn hans
hafa verið neyddir til að láta af
embættum sínum.
Einn þessara manna er Charles
Lewis, sem hefur verið sakaður um
að hafa verið viðriðinn kókaínsölu.
Mikið uppnám varð þegar í Ijós kom
í desember að Barry hafði heimsótt
Lewis sex sinnum á hóteli í Wash-
ington, þar sem hann dvaldist á
kostnað alríkisins. Barry neitaði þvi
að hann hefði vitað að Lewis hefði
verið bendlaður við eiturlyfjamál
og sjálfur neytt eiturlyija þegar
hann heimsótti hann.
Samkvæmt því sem fram kom
var starfsmönnum eiturlyijalög-
reglunnar eitt sinn meinaður að-
gangur að hótelherbergi í Wash-
ington, þegar þeir ætluðu að kaupa
eiturlyf til að afla sönnunargagna.
Gripið var til þessa ráðs þegar
starfskona hótelsins hafði greint frá
því að Charles nokkur Lewis væri
að reyna að selja kókaín í einu her-
berginu.
LífVerðir
Þeir sem hindraðu starf lögregl-
unnar reyndust vera lífverðir Mari-
ons Barrys borgarstjóra, sem sat á
fundi með Charles Lewis í hótel-
herberginu. Málið vakti þjóðarat-
hygli og kom Barry í klípu, en hann
virtist bjarga sér út úr erfíðleikun-
um, að minnsta kosti í bili.
En fyrir nokkmm vikum var
Lewis handtekinn fyrir að hafa
kókaín undir höndum og dreifa því.
Enn varð Barry borgarstjóri fyrir
álitshnekki og deilumar um eitur-
lyfjatengsl hans blossuðu upp á ný.
Hann hélt því hins vegar fram í
yfirlýsingu að hann hefði aldrei séð
eiturlyf, hvað þá neytt þeirra.
Hart hefur verið lagt að Barry
borgarstjóra að gera eitthvað rót-
tækt til að stöðva glæpafárið, en
það hefur gert hann nánast hjálpar-
lausan og óvíst er að hann verði
endurkjörinn í kosningum, sem fara
fram á næsta ári.
Hann hefur tekið dræmt í hug-
myndirnar um útgöngubann, en
lagt til að viðurlög við vopnaburði
verði hert. En þar sem strangt eftir-
lit er með sölu skotvopna í höfuð-
borginni telja fáir að hótanir um
harðari viðurlög við vopnaburði
muni hafa áhrif.
Borgarstjómarfulltrúar hafa
gagnrýnt Barry fyrir að neita að
ráða fleiri lögreglumenn til starfa.
Fyrir nokkmm vikum hvatti lög-
reglusljórinn í Washington, Maurice
Tumer, til þess í sjónvarpsávarpi
að 700 nýir lögreglumenn yrðu
ráðnir. Þá höfðu kunnur glæpafor-
ingi og þrír menn aðrir fallið í bar-
dögum um eina helgi og fímm særzt
alvarlega. Fyrír bardagana höfðu
400 nýliðar og skrifstofumenn í
lögreglunni verið settir í gæzlu-
störf, en það dugði ekki til.
Morð, eiturlyf og fátækt em ekki
einu vandamálin, sem við er að
stríða í Washington. Bamadauði er
t.d. helmingi meiri í borginni en í
landinu í heild og hún er orðin
„krabbameins-höfuðborg" Banda-
ríkjanna. En fleiri borgir eiga við
vandamál að etja, t.d. Miami,
Chicago, Detroit og New York.
Undirrót vandans er eymd svartrar
undirstéttar, sem er fátæk, ómennt-
uð og varla læs eða skrifandi.
Samkvæmt nýlegri skýrslu býr
þriðjungur blökkumanna í Banda-
ríkjunum við fátækt. Svertingjar
em 12 af hundraði þjóðarinnar, en
46 af hundraði allra fanga em
blökkumenn. Þeim svertingjum sem
stunda framhaldsnám fækkar með
ári hveiju. Mæður 61 af hundraði
allra svartra bama, sem fæddust
1988, vom einstæðar og minnihluti
feðranna styður uppeldi barna
sinna. Forstöðumaður sjóðs, sem
styrkir svört böm, segir að óskil-
getnum bömum ijölgi svo ört að
telja megi „næsta víst að næsta
kynslóð svartra bama muni lifa í
fátækt".
Vandinn virðist óleysanlegur og
örvænting blökkumanna eykst stöð-
ugt. Bush forseti, sem sér vanda-
málin blasa við á „baklóðinni" í
Washington, hefur heitið því að
bæta kjör blökkumanna, en ekki
er ljóst hvemig hann ætlar að fara
að því. Ástandið í höfuðborginni
verður eitt helzta viðfangsefni „eit-
urlyíjazars" hans, Williams Benn-
etts.