Morgunblaðið - 02.04.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.04.1989, Qupperneq 21
6861 JÍÍMA .S HU0AQUMMU8 GIQAJaVIUOflOM . OS ATVINNU RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Fj ármálafulltrúi Þekkt iðnfyrirtæki í Reykjavík auglýsir í blaðinu í dag eftir fjármálafulltrúa. Fram kemur að hér er um að ræða traust fyrirtæki með 25 manns í vinnu og árlega söluveltu um 200 milljónir króna. Starfíð heyrir undir framkvæmdastjóra og felst í umsjón með daglegum fjármálum, áætlanagerð, arð- •semisútreikningum og eftirliti með tekjum og gjöldum fyrir- tækisins. Starfið er sagt kjörið fyrir ungan og efnilegan við- skiptafræðing með starfsreynslu sem vill sýna hvað í honum býr. Framkvæmda- stjóri flármagns- markaðar Hagvangur auglýsir eftir framkvæmdastjóra hjá traustu fyrirtæki á íjármálamarkaði sem hefur ákveðið að opna markaðsskrifstofu. Starfssvið .'"ramkvæmdastjóra verður skipulagning og uppbygging starfseminnar, mannaráðningar o.fl. ásamt stjómun og ábyrgð á daglegum rekstri. Leitað er að manni með háskólamenntun eða aðra haldgóða mennt- un og þekkingu á viðskiptalífí. Reynsla af störfum við verð- bréfaviðskipti og/eða aðra fjármálastarfsemi nauðsynleg. Forstöðumaður leikskóla Forstöðumaður óskast að leikskólanum Hlaðhömrum í fullt starf og er fóstrumenntun áskilin. Leikskólinn er í nýupp- gerðu húsi með þremur deildum. RAÐAUGL ÝSINGAR Atöppun á öli Innkaupastofnun ríkisins óskar eftir tilboðum í átöppun á öli á dósir, flöskur og plastkúta fyrir Afengis- og tóbaksverslun ríkisins. Tilboðum þarf að skila fyrir kl. 11.00 f.h. mánudag- inn 17. apríl n.k. þar sem þau verða opnuð í viðurvist við- staddra bjóðenda. Húsnæði við Austurstræti Um 250 fm. húsnæði á 2. hæð í Austurstræti 14 er auglýst til leigu í blaðinu í dag. Þar var áður til húsa gjaldeyriseftir- lit Seðlabankans. Þá er Austurstræti 12a einnig auglýst til leigu þar sem áður var veitingahúsið Óðal. SMÁAUGL ÝSINGAR Skíðagöngur í dag gengst Ferðafélag íslands fyrir tveimur dagsferðum og eru brottfarir frá BSI kl. 10.30 og 13.00. í fyrri ferðinni verður gengið á skíðum á Hellisheiði. Eftir hádegi verður lagt upp í gönguferð á Skarðshlíðarfjall en á eftir gengið á skíðum á Hellisheiði. Fargjald er kr. 800. Útivist gengst fyrir skíðagöngu frá Rauðavatni um þægileg heiðarlönd að Langavatni og Hafravatni. Ef snjóalög breytast verður farið austar. Brottför er frá BSÍ kl. 13.00. og fargjald er kr. 500. Nu orðið hljótast lítil vandræði af farþegum og telja leigubílstjórar unga fólkið sérstaklega til fyrirmyndar í þessum efnum. Fækkun í stéttarfé- Egilsstaðir; Dregið hef- ur úr at- vinnuleysi Egilsstöðum. HELDUR hefur dregið úr at- vinnuleysi á Fljótsdalshéraði að undanförnu en það hefúr verið óvenju mikið í vetur. Nú eru á milli 40 og 50 manns á atvinnu- leysisskrá, aðallega verkafólk. Einnig hefúr vinna verið lítil hjá vörubílstjórum. M enn eru bjartsýnir á að úr þessu rætist þegar lengra líður fram á vorið. Atvinnuástand verka- kvenna hefur verið ótryggt allt síðastliðið ár eftir að ptjónastofan Dyngjan hætti starfsemi fyrir rúmu ári. Vinnuframboð við fískverkun á nærliggjandi íjörðum hefur verið minna það sem af er vetri en undan- farin ár og gætir áhrifa þess hér, því héraðsmenn hafa ávallt sótt vinnu tímabundið niður á fírði. Útlit er fyrir töluverðar bygg- ingaframkvæmdir í sumar en hér er bæði um að ræða íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, m.a. nýja iðn- garða þar sem 5 fyrirtæki sem nú eru starfandi fá aukið húsnæði fyr- ir starfsemi sína. Nýtt fískverkunarfyrirtæki tekur til starfa hér síðari hluta apríl sem mun þurrka þorskhausa fyrir Nígeríumarkað. Gert er ráð fyrir að þetta fyrirtæki skapi 10 ný störf á svæðinu. - Björn lagi leigubílsijóra Hreyfill stærsta bifi’eiöastööin NOKKUR fækkun leigubílstjóra hefúr átt sér stað firá því á sama tímabili i fyrra. Er orsökin aðallega sú, að 1. júlí 1988 voru innkölluð Ieyfí fyrir bílstjóra 75 ára og eldri. í Frama, stéttarfélagi leigubílsljóra eru nú 614 félagsmenn, en voru í fyrra á sama tíma 633. ð sögn Ingólfs Ingólfssonar framkvæmdastjóra Frama er yfír- leitt lítil tilfærsla milli bifreiða- stöðva. Þó hafi allmargir starfs- menn farið frá BSR yfir til annarra félaga fyrir nokkrum mánuðum vegna óánægju starfsmanna með að fyrirtækið bauð út akstur án samráðs við þá. Taxti leigubíla sé ákveðinn af Verðlagsstofnun og þegar búið sé að greiða kostnað af bílnum sé það sem eftir er laun bílstjórans. Þegar veittur hafi verið 33% afsláttur af upphaflegu verði rýri það laun bílstjórans. Flestir bílstjóranna vinna hjá Hreyfli Flestir bílstjóranna eru hjá Hreyfli eða rúmlega 230 manns, hjá Bæjarleiðum í kringum 180 manns, hjá BSR eru rúmlega 150 manns og hjá Bifreiðastöð Hafnar- fjarðar og Borgarbílum um 25 manns hjá hvoru fyrirtæki. Aðspurður sagði Ingólfur að umræðan í vetur um að leigubílar hafí ekki sýnt næga þjónustu á álagstímum væri ósanngjörn. Óeðli- legt ástand hefði verið seinni part vetrar, mikill snjór og ófærð, og að sjálfsögðu kæmi það niður á leigubflum sem öðrum samgöngu- tækjum. Álag á bílstjóra ykist og og meiri hætta væri á árekstrum og tjónum. Félagið hefði gripið til þess ráðs að heimila tvísetningu á bíla, þannig að að sem flest farar- tæki væru í umferð. Ingólfur sagði það einnig vera eilíft vandamál, að skemmtistaðir loka allir á sama tíma og þegar 12—15 þúsund manns kæmu út á göturnar á svipuðum tíma væri ekki auðvelt að sjá öllum fyrir fari. Skynsamlegast væri að loka skemmtistöðunum á mismunandi tímum til að dreifa álaginu. Hann sagði það varla koma fyrir nú orðið að vandræði hlytust af farþegum og unga fólkið væri til mikillar prýði í þessum efnum. Meira að segja sæktu leigubílstjórar í það um helg- ar að þjónusta unga fólkið í mið- bænum. Súðavík: Slæmt tíðarfar Súðavik. SLÆMT tíðarfar hefúr sett svip sinn á atvinnumál í Súðavík frá áramótum. Iljá hraðfrystihúsinu Frosta hf., sem er langstærsti atvinnuveitandinn á staðnum, hafa fallið niður þrír dagar í vinnslu vegna hráefúisskorts þar sem skipin gátu stopult sótt sjó- inn um tíma vegna veðurs. að er mjög óvenjulegt að hér falli niður vinna vegna hráefnis- skorts. Að öðru leyti hefur atvinna verið jöfn og góð eins og mörg undanfarin ár. Frosti hf. hefur þurft að leita út fyrir landsteinana eftir vinnufúsum höndum í fískvinnu eins og flestir aðrir fiskverkendur á Vestfjörðum síðastliðin ár. Nú eru 13 útlending- ar starfandi hjá Frosta hf. og er reyndar mikil ásókn um þessar mundir frá útlendingum að komast í fískvinnslu. Það sama er ekki hægt að segja um íslendinga þótt atvinnuleysi hafí aukist á sumum landsvæðum. - DóJó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.