Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 36
jefæfææ/væ; FERSKLEIKJ^^^
Aukin þægindi ofar skvium^_*
MESTÁ REmiR
FLUGLEIÐIR '
UORGUNBLADW, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
Icelandic Freezing Plants Ltd.:
Skemmdir á
100 manns bætt
á launaskrána
ICELANDIC Freezing Plants Ltd., dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, hefúr undanfarið vakið athygli í Grimsby. Þann-
ig var aðalfrétt á forsíðu blaðsins Grimsby Evening Telegraph á
dögunum um að fyrirtækið hefði séð verkafólki í Grimsby fyrir
páskaglaðningi, því það hafí bætt 100 manns á launaskrá sína fyrir
páskana og væri enn að bæta við starfsfólki. Tæplega 400 manns
starfa nú hjá fyrirtækinu.
Icelandic Freezing Plants Ltd.,
sem stofnað var fyrir fímm árum,
á stóra verksmiðju í Grimsby, þar
sem framleiddir eru unnir fískréttir.
Ingólfur Skúlason forstjóri sagði
við Morgunblaðið, að nú væri að
sjást árangur heils árs markaðs-
starfs og vöruþróunar, en ýmsar
nýjar framleiðsluvörur seldust nú
vel í Bretlandi. Einnig hefði fyrir-
tækið náð markaði víða erlendis
með unna fískrétti, m.a. í Japan
þar sem salan hefði gengið framar
öllum vonum.
Mikill uppgangur er í Grimsby
um þessar mundir í tengslum við
sjávarútveg og fískvinnslu. Haft er
eftir borgarstjóranum, Sarah
Woodliff, í Evening Telegraph, að
hún hvetji önnur fyrirtæki til að
stökkva upp í velgengnislestina,
áður en það verði of seint, þar sem
landrými sé takmarkað.
Hótelin nánast
*fiillbókuð í júní
NOKKUR stór hótel í Reykjavík eru svo til fúllbókuð í júní í sumar
og einnig er mikið bókað í maí. Flestir þeirra sem pantað hafa her-
bergi á hótelunum í mai og júní koma hingað til lands til að sitja
ráðstefnur. Útlit fyrir júli og ágúst er einnig gott, en þá er meira
um pantanir frá einstaklingum.
Hjá Hótel Sögu fengust þær
upplýsingar að vegna þess hve
margir afpöntuðu bókanir í fyrra-
sumar hefði verið gengið fastar
eftir því að bókanir fyrir sumarið
væru staðfestar. Þar er svo til full-
bókað í maí og júní af ráðstefnu-
gestum og er líka búist við þeim
seinni hluta ágúst.
Á Hótel Loftleiðum er einnig
mest bókað í maí og júní, en minna
í júlí og ágúst. Þó eru 10 dagar í
júlí fullbókaðir. Fullbókað er í júní
á Holiday Inn og mikið bókað í
maí, júlí og ágúst. Hjá Hótel KEA
á Akureyri voru komnar fleiri bók-
anir á sama tíma í fyrra en nú.
Gunnar Karlsson hótelstjóri sagðist
þó ekki vera svartsýnn. Hann sagði
að þokkalega hefði gengið í ár og
þær bókanir sem nú hafa borist
væru öruggari þvf betur hefði geng-
ið að fá þær staðfestar.
Gunnar sagði að samgöngur
hefðu sett strik í reikninginn hjá
hótelinu í vetur. Aðeins helmingur
þeirra sem pöntuðu herbergi um
páskana komust til Akureyrar og
flug hefði verið ótruflað aðeins tvær
helgar frá áramótum.
MÆTTIR
MEÐ
STÖNGINA
Selfossi.
KVIKUR silungur og sjó-
birtingur heilla til sín veiði-
menn á vori hveiju. Á
myndinni renna þeir Rósar
Eggertsson og Ólafur
Hauksson fyrir silung í
Þorleifslæk (Varmá) í Olf-
usi í gærmorgun. Þetta er
þrítugasta vorið sem Rósar
mætir á bakka Þorleifs-
lælqar. Fyrsti veiðidagur-
inn var bjartur og hlýr,
nýfallinn snjór á jörð og
gott líf við enda línunnar
hjá veiðimönnunum. Á
minni myndinni er Paul
David Okeeffe með fyrsta
fískinn úr ánni í ár, tveggja
punda silung sem fékkst á
laxaflugu númer átta.
— Sig Jóns.
Laxastofhar í ám við Faxa-
flóa taldir í útrýmingarhættu
90 prósent septemberlaxa í Botnsá reyndust eldislaxar
TÆPLEGA 90 prósent veiddra laxa í Botnsá í Hvalfirði í septem-
ber á síðasta ári reyndust vera af eldis- og hafbeitaruppruna.
69 prósent alls sumaraflans var af sama meiði. Sé miðað við að
einstakir laxar úr Botnsá nái yfirleitt fimm ára aldri, þá myndi
hinn villti stofii árinnar hverfa á 7 árum miðað við óbreytt ástand.
Enn skemmri tíma tekur það ef dregur úr villtum laxagöngum
frá því sem var í fyrra. Þetta hafa sérfræðingar Veiðimálastofn-
unar lesið úr 116 hreistursýnum sem tekin voru af Botnsárlöxum
á síðasta sumri.
Ekki eru til tölur úr Brynju-
dalsá í Hvalfírði, en glöggir
menn telja ástandið þar síst betra.
í þeim ijórum laxveiðiám þar sem
umtalsvert magn sýna var tekið
í fyrra, Elliðaánum, Botnsá, Leir-
vogsá og Úlfarsá, reyndist vera
mikið af eldislaxi. Verst var þó
ástandið í Botnsá.
„Þetta eru miklu verri niður-
stöður heldur en okkur óraði fyr-
ir. Maður hélt eins og svo margir,
að eldislaxamir væru að flækjast
ráðalausir neðst í ánum, engum
til ama, en raunin hefur svo reynst
allt önnur," sagði Sigurður Guð-
jónsson deildarstjóri á Veiðimála-
stofnun í samtali við Morgun-
blaðið. Hann sagði að með því að
nota skandinavíska jöfnu, sem
sýndi þann tíma sem það tæki að
skipta út erfðaefni, fengist sá tími
sem það tæki ákveðna stofnblönd-
un að þurrka út náttúrulega
stofna þessara laxveiðiáa.
í Morgunblaðinu á föstudaginn
var greint frá þéttleika eldislaxa
í Elliðaánum og þeirri stofnblönd-
un sem þar er hafín. Ef litið er
aftur á Elliðaámar og miðað við
sumarveiðina þar í fyrra, þá
myndi náttúrulegi stofn árinnar
hverfa á 50 árum miðað við 10
prósent blöndun. Á 25 árum mið-
að við 20 prósent blöndun, sem
er álíka blöndun og fiskifræðingar
telja að hafi verið í fyrra. Miðað
við 40 prósent blöndun tæki breyt-
ingin milli 12 og 13 ár, en þess
má geta, að um tíma í fyrra voru
40 prósent veiddra laxa í Elliðaán-
um af eldis- og hafbeitaruppruna.
Ef það drægi úr göngum villtu
laxastofnanna myndi þessi breyt-
ingartími styttast sem því næmi,
að sögn Sigurðar.
„Ef til þess kæmi, þyrftu ámar
ekki að verða laxlausar. Það gæti
komið nýr og margfalt lélegri fisk-
ur. Lax sem myndi dafna til muna
verr og vera liðfærri. Allt annar
fiskur heldur en nú er,“ sagði
Sigurður. „En þetta má alls ekki
verða ofan á og næsta sumar mun
Veiðimálastofnun gera átak í
rannsóknum á þessu máli og
treystum við á stuðning stjóm-
valda í þeim efnum,“ bætti Sig-
urður við.
vögnum og bíl-
stjórum ógnað
„ÞAÐ KEMUR oft fyrir að vagn-
arnir eru hálf rústaðir, sæti eyði-
lögð og hent út, rúður brotnar
og leiðslur rifiiar niður,“ sagði
Sveinn Björnsson forstjóri Stræt-
isvagna Reykjavíkur í samtali við
Morgunblaðið.
Aþetta sérstaklega við um
síðustu ferðir vagnanna á leið
13 og 14 á föstudagskvöldum og
hafa forráðamenn SVR ákveðið að
leggja ferðimar niður verði ekki
breyting þar á. Reikna má með að
heildarkostnaður vegna skemmdar-
verka, sem unnin era á strætisvögn-
um og biðskýlum sé um 800 þúsund
krónur á þessu ári.
„Oft era ansi margir unglingar
í þessum síðustu ferðum vagnanna
þannig að vagnstjórinn getur ekki
fylgst nægilega vel með því sem
fram fer í vagninum,“ sagði Sveinn.
„Enda getur hann kannski _ lítið
gert, einn á móti fjöldanum. í eitt
skipti vora unglingamir til dæmis
með hnífa á lofti og reyndu að neyða
vagnstjórann til að súpa á
vínflösku."
Biðröð eftir
að komast að
SEX LOÐNUSKIP voru að
veiðum 3 mflur frá Akranes-
höfii í gærmorgun. „Það
fannst ágætis torfa við hafn-
arkjaftinn á Akranesi," sagði
Viðar Karlsson, skipstjóri á
Víkingi AK, í samtali við
Morgunblaðið. „Við fengum
hér 200 tonna kast en þurf-
um að bíða í röð eftir að
komast að, því plássið er svo
Iítið,“ sagði Viðar.
Viðar sagði
að dýpið væri
einungis 18
faðmar þar sem
skipin væra að
veiðum og botn-
inn harður. „Við höfum ekki
þurft að taka þá áhættu fýrr
að skemma veiðarfærin á þessu
granna vatni en það er enga
aðra loðnu að hafa á svæðinu
frá Öndverðarnesi að Höfn í
Homafirði.“
48 sentimetra
ja.fhfa.Hinn
snjór á Hæli
33 SENTIMETRA jafnfallinn
siqór féll í Reykjavik frá klukkan
18 á föstudag til til klukkan 9 að
morgni laugardags. Mest snjóaði
á Hæli í Hreppum; þar höfðu fall-
ið 48 sentimetrar af snjó.
Þetta er geysilega mikil úrkoma,"
sagði Bragi Jónsson veðurfræð-
ingur, sem hafði enn ekki handbærar
tölur um hvort þetta hefði verið úr-
komumesti dagur vetrarins. Úrkom-
an mældist 40 millimetrar að Hæli,
23 millimetrar á Eyrarbakka og
Hellu en 22 millimetrar í Reykjavík.
Fannfergið var rakið til grunnrar
lægðar sem var kyrrstæð yfír Suðurl-
andi aðfaranótt laugardagsins.