Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 1989 9 RÁÐSTEFNA: Víðskiptí við Sovétríkin Fimmtudaginn 6. apríl kl. 14.00 verður haldin ráð- stefna á Hótel Sögu, Skálanum, um viðskipti ís- lands og Sovétríkjanna. Rætt verður um mögu- leika íslenskra fyrirtækja á að auka og taka upp fjölþættari viðskipti við Sovétríkin í Ijósi þeirra breytinga sem þar eru að gerast. Dagskrá: 14.00-14.10 14.10-14.45 14.45-14.55 14.55-15.15 15.15-16.15 16.15-16.25 16.25-16.35 16.35-17.00 17.00 Setning: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri verslunarráðs. „Breytingarnar í Sovétríkjunum". Yuri Kud- inov, viðskiptafulltrúi Sovétríkjanna. Erindið verður flutt á ensku. Umræður og fyrirspurnir. Kaffi. Reynsla íslendinga af viðskiptum við Sov- étríkin og fyrirsjáanlegar breytingarnar á þeim. Framsögumenn: - Jón Sigurðsson, forstjóri Álafoss hf. - Gísli Guðmundsson, forstjóri Bif- reiða og landbúnaðarvéla hf. - Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri SH. - Bjarni Elíasson, framkvæmdastjóri. Umræður og fyrirspurnir. Kaffi. Á að stofna „Sovéskt-i'slenskt verslunar- ráð?“ Umræður. Ráðstefnulok. Ailir velkomnir. Þátttaka tilkynnist í síma 688777. Þátttökugjald kr. 1.000,- Kaffiveitingar innifaldar. VERZLUNARRÁÐ ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSIANDS ÍSLANDS EXPQgf GDUNCIL OF ICEIAND LAGMUU5 12ÖREYKJAV1K S-688777 Bjóddu elnhverjum meö hér til Lundúna tyrir 2010 orð! Þú átt kost á því að hreppa ferð fyrir tvo til Lund- úna í ritgerðarsamkeppni STEFNIS, tímarits Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Eina sem þú þarft að gera er að senda á neðan- greint póstfang ritgerð í kringum 2000 orð undir dulnefni, með öðru lokuðu umslagi þar sem rétt nafn og heimilisfang er tilgreint. Áhersla skal lögð á nýjar hugmyndir í stjórn- málum, menningarmálum o.fl. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 16-25 ára. Nánari upplýsingar hjá SUS í síma 91-82900. Skilafrestur er 1. júlí. STEFNIR, ritgerðarsamkeppni, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík K 0 M D U ÞÉR A Ð EFNINU í 2000 0RÐUM. RITGERÐARSAMKEPPNI MORGUNBLADID ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989 Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra: Æfingin formlega til- kynnt í tíð forvera míns Enn einn ágreiningurinn á stjórnarheimilinu sagði Þorsteinn Pálsson Mejri hluti rikisstjómar andvígur æfingunni sagði Hjörleifur Guttormsson Ríkisstjórn án varaliðs Umræðurnar um fyrirhugaðar æfingar varaliðs Bandaríkjahers hér á landi í sumar stóðu fram á nótt í fyrradag. Þær hófust að frumkvæði Páls Péturssonar, formanns þingflokks framsókn- armanna, flokks forsætisráðherra. Var tilgangur Páls greinilega að gera varnarliðið og utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibals- son, formann Alþýðuflokksins, sem tortryggilegastan í augum þings og þjóðar með fyrirhugaðar æfingar að yfirvarpi. Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra gekk í lið með Páli Péturs- syni og hallmælti yfirstjórn varnarliðsins fyrir að hafa ekki miðl- að upplýsingum, þótt upplýst hafi verið, að sem utanríkisráð- herra fékk Steingrímur upplýsingar um æfingarnar í sumar þeg- ar sumarið 1987. Raunar hefur utanríkisráðherra upplýst að þegar í október 1986 hafi íslenskum stjórnvöldum verið skýrt frá 1.000 manna æfingu hér sumárið 1989. Fmmkvæði Páls Á liðnu hausti urðu harðar deilur um það innan þingflokks fram- sóknarmanna, hver œtti að verða formaður ut- anrikismálanefhdar Al- þingis. Fóru leikar þann- ig að kosið var á milli þeirra Páls Péturssonar þingflokksformanns og Jóhanns Einvarðssonar. Bar hinn siðarnefiidi sig- ur úr býtum í þingflokkn- um. Var sú niðurstaða réttilega túlkuð á þann veg, að þingflokkurinn hefði tekið stuðnings- mann vestræns sam- starfe fram yfir þann, sem jafiian hefiir hom í síðu þess eins og Páll Pétursson gerir. Hörðustu viðbrögðin við lqöri Jóhanns i for- mennsku utanríkismála- nefiidar itafa eins og kunnugt er komið frá Moskvu. Gamalreyndur fréttaritari Prövdu í Helsinki, Júri F. Kúzn- etsov gerði harðvftuga árás á Jóhann. í Morgun- blaðinu hefiir síðan kom- ið fram, að litið er á fréttaritarann sem for- ingja í sovésku leyniþjón- ustunni KGB og að líkindum sé hann tengd- ur alþjóðadeild sovéska kommúnistaflokksins. Er ekki unnt að skýra árásir hans á Jóhann Einvarðs- son nema sem lið í pólitiskri ófrægingar- herferð. Það var eftirtektar- vert í sjónvarpsþætti á föstudagskvöldið, þar sem þeir ræddu saman Jóhann Einvarðsson og Hjörleifur Guttormsson um fyrirhugaðar vara- liðsæfingar, að Hjjörieif- ur skýrði Jóhanni frá því, að Páll Pétursson ætlaði ekki að láta þar við sitja varðandi heræf- ingamar. Virtist sem sé nánara samstarf um mál- ið á milli Hjörleife og Páls en Jóhanns og Páls, þótt þeir séu saman í þingflokki, enda em þeir Hjörleifur og Páll skoð- anabræður í þessu máli. Þá hefúr verið upplýst, að Páll Pétursson hafði samráð við sjálfan Steingrím Hermannsson forsætísráðherra um þetta mál, áður en hann lióf umræðumar utan dagskrár á Alþingi. Þeir Jóhann og Steingrímur em þingmenn Fram- sóknarflokksins fyrir sama kjördæmi, Reykja- neskjördæmi. Af um- ræddum sjónvarpsþættí mátti ráða, að Jóhann lítur heræfingamar ekki sömu augum og Steingrimur. Er þannig klofiiingur um málið inn- an þingflokks framsókn- ar og milli þingmanna flokksins í því kjördæmi, þar sem tíl æfinganna verður efiit. Upplýsinga skortur? Steingrímur Her- mannsson sagði í síðustu viku, að æfingar vara- liðsins hér á landi væm „tinuiskekkja". í þinginu í fyrradag hallmælti hann síðan yfirmönnum vamarliðsins fyrir að hafa ekki skýrt nægilega skilmerkilega og nægi- lega snemma frá æfing- unum í sumar. Þessi orð em því athyglisverðari fyrir þá sök, að Steingrímur var utanrík- isráðherra frá 8. júli 1987 til loka september 1988. Jón Baldvin Hannibalsson rakti það skilmerkilega. í ræðu sinni, hvemig staðið hefði verið að miðlun upplýsinga um æfingam- ar. Þar kom meðal annars fram, að í ágúst 1987 kom þáverandi utanrikis- ráðherra Steingrímur Hermannsson í heimsókn tíl vamarliðsins og var honum gerð nákvæm grein fyrir 1000 manna æfingu varaliðsins sum- arið 1989, umfangi henn- ar og markmiðum. Þá sagði utanríkistáðherra frá þvi að 30. ágúst 1988 hefði fyrirhuguð æfing varaliðsins nú í sumar verið formlega tilkynnt á fúndi vamarmálanefiid- ar, sem á þeim tima laut yfirstjóm Steingrims Hermannssonar. Hafi einhver utanríkis- ráðherra átt að tjá sig sérstaklega um þessar æfingar varaliðsins i surnar við yfirstjóm varnarliðsins er það eng- inn annar en Steingrímur Hermannsson. Aðdrag- ! andi æfinganna er ein- fiddlega svona iangur til þess að unnt sé að stöðva í tæka tið kostnaðarsam- an undirbúning og við- búnað manna, sem gegna almennum störfiim og þurfii að fa frí frá þeim til að taka þátt í æfingun- um. Nú kýs Steingrímur Hermannsson að tala um þessar æfingar eins og hann komi af Qöllum og segir þá, sem miðluðu til íslenskra stjómvalda upplýsingum hvað eftir annað og höfðu samráð við rétta aðila, ekki hafa staðið nægilega vel að verid. Hvers vegna bað Steingrímur ekki um meiri upplýsingar, þegar hann var utanrflásráð- herra? Hvenær á undan- fömum mánuðum komst hann að þeirri niður- stöðu, að æfingamar nú í sumar væm „tíma- skekkja"? Hvaða atburð- ir á alþjóðavettvangi hafa valdið þvi, að við- horf hans er annað nú en tíl dæmis i ágúst 1987? Eða em það bara stóla- skiptín í ríkisstjóminni og tillitssemi við Alþýðu- bandalagið, sem nú ráða ferðinni? CHER0KEE LARED0 • LIMITED Fremstur, ekki bara meðal jafningja Hifftiiw hílan UflaUIII Bllflfli Stuttir af- ireiðslufrestur Sfiinprliiará Opifi laigardag kl. 13-16 Jeep EINKAUMBOÐÁ o EGtLL VILHJÁLMSSON HF. ÍSLANDI Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.