Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MŒMKUDAGUR 5. APRÍL 1989 43 KNATTSPYRNA Heimsmeistaramir til íslands? KR-ingum stendurtil boða að fá Naciona! Montevideo frá Uruguay til landsins í sumar og mæta þeim í afmælisleik KR-ingar hafa hug á aö fá erient lið í heimsókn i sum- ar, í tilefni 90 ára afmælis félags- ins sem var í mars. Eitt þeirra liða sem stendur KR-ingum til boða er Nacional Montevideo frá Urugauy, en iiðið er heimsmeist- ari félagsliða. Að sögn Stefáns Haraldssonar, formanns 'knattspymudeiidar ER, stendur félaginu tii boda ad ieika gegn skoska liðinu Ceátic, eanmg vestur-þýskum iiðum, cn KR- ingar séu mun spenntari ifyrir ■■■■PViPPHPHilllililiPBVIP suður-ameriska liðinu. Það verður á ferð um Evrópu i lok júlí. Vél kemur til greina að fá liðið til iandsins um Verslunarmanna- helgina, að sögn Stefáns, en fridagur verslunarmanna er að þessu sinni mánndagurinn 7. ágúst. Láðið frá Uruguay, sem varð Suðu r- Amerikumeistari í fjTra, sigraði Evrópumeiaara PSV Eindhcrven frá Hollandi i ieik um titiliim „hennsmeástari félagsliða" í Tókýó ! Japan í desember si. Jaöit var, 1:1, eftir venjulegan leiktíma, 2:2 eftir framlengingu en Nacioanal sigraói i ritaspymu- keppnL Suður-Ameriskt íöagslið hefur aldrei leödð á íslandi. B ABSENAL varð fyrir mikiu áfalli í gærmorgun er aðalmari:a- skorari liðsins, Alan Smith, kjálka- brotnaði á æfingu. Hann fer inn á QBgm sjúkrahús í dag, í Frá Bob aðgerð, og verður Hennessy frá keppni í þijár iEnglandi vikur. Arscnal mætir Liverpool á útivelli 23. þessa mánaðar, og verð- ur því án Smith í „úrslitaleik" ensku 1. deildarinnar í vetur, eins og margir kalla nú þá viðureign. Smith hefur gert 21 mark fyrir Arsenal í vetur. ■ TERRY Venables, stjóri Tottenham, var í gær í Barcelona á Spáni. Hann er að reyna að kaupa Marokkóbúann Nayim sem Tott- enham er með í láni frá Barcelona út þetta keppnistímabil. ■ KEVIN Keegan, fyrrum fyr- irliði enska landsliðsins, mætti með úrvalslið sitt á St. James’ Park í Newcastle í fyrrakvöld. Lið hans mætti 1. deildarliði Newcastle í ágóðaleik fyrir vamarmanninn Kcnny Wharton. Leikurinn fór 2:2. Chris Waddle, félagi Guðna Bergssonar hjá Tottenham skor- aði bæði mörk úrvalsliðs Keegans, en þeir léku einmitt saman hjá Newcastle fyrir nokkrum árum. Kalt var í veðri í fyrrakvöld, en engu að síður komu 20.899 áhorf- endur á völlinn, og Wharton fékk 80.000 pund í vasann! ■ JOE WarroII dæmir bikarúr- slitaleikinn á Wembley laugardag- inn 20. maí í vor. Þess má geta að Warroll dæmdi á Reykjavíkurleik- unum í maí 1986. Hann dæmdi einnig úrslitaleik deildarbikar- keppninnar í fyrra, er Luton sigr- aði Arsenal. ■ FORRÁÐAMENN Arsenal hafa ákveðið að eyða 150.000 pund- um [um 13 miilj. ísl. kr.] í sumar til að laga völl sinn, Highbury. Hann hefur verið í slæmu ásig- komulagi í vetur, og telja forráða- menn félagsins aö leikmenn þeirra séu orðnir langþreyítir á að spila á vellinum — öfugt við t.d. leikmenn Liverpool, en Anfield, heimavöllnr meistaranna, hefur verið siéttur og iðagrænn í allan vetur. Þeir hji Arsenal telja ástand vallarins skýra það, a.m.k. að hluta, hve leikur liðs- ins hefur dalað að undanfömu. KÖRFUKNATTLEIKUR Pétri sagt upp hjá San Antonio Spurs „Gef ekki kost á mér í landsliðið fyrir Evrópukeppnina," segir Pétur SAN Antonio Spurs hefur sagt upp samn- ingi sínum við Pétur Guðmundsson. Pétur hefur leikið með liðinu í tvö ár en lítið verið með í vetur vegna meiðsla í hnéi. Þessi meiðsli hafa útilokað Pétur frá Evr- ópumóti landsiiða í Portúgal í maí og mun hann ekki gefa kost á sér. Pétur gerði eins árs samning við San An- tonio í haust og átti því að leika með lið- inu út keppnistímabilið. Hann hefur hinsvegar ekki náð nema fimm leikjum með liðinu vegna meiðsla og því ákvað félagið að láta hann fara. Það mun að öllum líkindum koma sér vel fyrir Pétur því nú getur hann samið sjáifur við hvaða félag sem er, án íhlutunar San Antonio. „Eg er atvinnulaus eins og er — eða milli liða eins og það er kallað. Þeir sögðust nú revnd- ar vera að gera mér greiða með þessu því nú gæti ég strax farið að ræða við önnur lið,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Nú þarf ég bara að bíða eftir því að komist í lag og þá get ég farið hvert sem ég vil. Ég reikna með því að ræða við fiest félög deildarinnar en nýju liðin eru þó líklegust," sagði Pétur. Tvö lið bætast við NBA-deildina í haust. Það eru Oriando Magic frá Flórida og Minneapolis Timberwolves frá Minnesota. Þessi lið mega velja nýja leikmenn frá félögunum. Auk þess munu hin liðin í deildinni kaupa einhverja leikmenn. „Ég á einna helst von á að fara til Minneapolis. Liðið ætlar að blanda sam- an ungum og gömlum leikmönnum en Orlando byggir fyrst og fremst á ungum leikmönnum," sagði Pétur. Kemst ekki til Portúgal „Ég hafði hlakkað til að leika með landsliðinu í Evrópukeppn- inni en ég mun ekki gefa kost á mér. Ég get ekki farið að æfa fyn- en eftir mánuð og er því langt frá því að vera tilbúinn. Hinsvegar mun ég setja stefnuna á heimsmeistarakeppnina í september," sagði Pétur. „Ég vonast tfl þess að geta leikið í fjögur til fimm ár til við- bótar í NBA-deildinni, ef ég næ mér af þessum meiðslum. Og ég hef ekki trú á öðru en að ég fái nokkur góð tilboð. Ég hef að minnsta kosti ekki minnkað!" KNATTSPYRNA Ámundi til Víkings VÍKINGARhafa fengið góðan liðsstyrk. Ámundi Sigmunds- son, sem hefur leikið með Val undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga á ný til iiðs við Víkinga. Amundi, sem átti stóran þátt í að Valur varð ísiandsmeist- ari 1987,, gat Iftið letkið með Vals- liðinu í fyrra vegna meiðsla - lærvöðvi í vinstra læri rifnaðl „Ég vona að ég sleppi við meiðsli í sumar - það er ekker gaman að vera alltaf á sjúkralista eins og sl. sumar,“ sagði Ámundi í viðtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Ámundi sagði að hann væri Amundi Sigmundsson ekki ókunnugur í herbúðum Víkings. „Ég hef leikið með mörg- um leikmönnum liðsins og þá mun ég hitta fyrir tvo leikmenn sem léku með mér hjá Val - Hilmar Harðarson, sem hefur einnig gengið til liðs við Víking og Guð- mund Hreiðarsson, markvörð. Það verður gaman að byrja að æfa aftur með Víkingum," sagði Ámundi. Ámundi er fimmti leikmaðurinn sem er farinn frá Val fiá sl. keppnistímabili. Áður hafa Guð- mundur Baldursson og Hilmar Sighvatsson farið í Fyiki, Jón Grétar Jónsson til KA og Guðni Bergsson til Tottenham. HANDBOLTI Valsmenn fá bikarinn Islandsmeistarar Vals fá meist- arabikarmn afhentan þegar þeir mæta KR í íþróttahúsi Vals kl. 18.15. Aðrir lefldr sem eru í 1. deild í kvöld, eru: KA - Grótta og Stjaman - Víkingur id. 20, Fram - FH og ÍBV - UBK kl. 20.15. Fram leikur gegn FH f 1. defld kvenna i Laugar- dalshöll kl 21.30. mm FOLK ■ FYLKIR vann Leikni, 3:1, í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. ■ BARCELONA \rann CSKA Sofia frá Búlgariu, 4:2, í fyrri leik liðanna í Evrópukcppnini bikar- hafa í Barcelona í gærkvöldi. Aðeins 20 þús. áhorfendur sáu leik- inn. Gary Láneker (36 mín.), Amor (37.), Bakero (48.) og Salinas (72.) skoruðu mörk hdmamanna, en Sto- ichkov (24., 67.) skoraði mörk gestanna. ■ CELT/Ctryggði sér níu millj. isl. . kr. þegar félagið vann Liverpool í Durban Cup í Durban í gærkvöldi - 4:2, í vítaspjmu- keppni. Staðan var jöfn, 1:1, eftir venjuleg&n leiktima. Mark McGhee skoraði mark Celtic á tólftu mín., en John Aldridge jafnaði fyrir Liverpool á 73. mín. ■ UNGVERJALAND vann Sviss, 3:0, í vináttulandsleik í Búdapest í gærkvöldi. ■ MARSEILLE skaust upp á toppinn í frönsku 1. deildarkeppn- inni í gærkvöldi - með því að vinna Nantes, 1:0. Jean-Claude Papin skoraði sigurmarkið úr vítaspymu. Marseiile hefur eins stigs forskot á París St. Germain, en fjögur á Auxerre. ■ CHELSEA hét sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi í ensku 2. deildarkeppninni. Urslit urðu þessi: a-i 1:2 Oldham - Ipswich 4:0 Shrewsbury - Manchester City. Stoke - West Bromwich Albion. Sunderland - Piymouth 0:1 -0:0 2:1 ...lrO Walsall - Boumemouth 1:1 Watford - Blackbum 2:2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.