Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 19 Landssamtökunum Þroskahjálp berast rausnarlegar gjafir ÞROSKAHJÁLP eru hagsmuna- samtök sem borjast. fyrir réttind- um fatlaðra barna og vangefínna. Þau eiga og reka Gistiheimilið í Melgerði 7 í Kopavogi. Þar gefst foreldrum fatlaðra barna sem sækja sérfræðiþjónustu fyrir börn sín til Reykjavíkur að gista án endurgjalds meðan á meðferð eða þjálfun barnanna stendur. Samvinna hefur verið við félags- málaráðuneytið um rekstur Gisti- heimilisins. Landssamtökin keyptu þetta hús árið 1980, eða sama ár og þau yfir- tóku rekstur heimilisins. Aður hafði eitt af aðildarfélögum þess, For- eldrasamtök barna með sérþarfir, rekið það. Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík sýndi samtökunum þann rausnarskap að færa þeim að gjöf 100 þúsund krónur. Þeim peningum var varið í að koma upp fullkomnu brunavarnarkerfi í húsið. Eftir áramótin færði lyfjafyrir- tækið Pharmaco hf. í Garðabæ Þroskahjálp að gjöf rausnarlega fjárupphæð, 300 þúsund krónur, sem framlag til íbúðarkaupa, en samtökin hafa í hyggju að festa kaup á lítilli íbúð í Reykjavík til að bæta enn frekar aðstöðu þeirra for- eldra sem koma af landsbyggðinni með börn sín til greiningar, þjálfun- ar og meðferðar. í húsinu í Melgerði geta dvalið fjórar fjölskyldur í einu. Staðsetning þess er afar heppileg fyrir foreldra vegna nálægðar við Greiningar- og ráðagjafastöð ríkisins sem nýlega fluttist í nýtt húsnæði við Digranes- veg í Kópavogi. í Gistiheimilinu er oft þröngt skipað, og er því orðið mjög brýnt að kaupa viðbótarhús- næði. Þá færðu þeir Christian Ziemsen og Sverrir Magnússon lyfsalar Þroskahjálp eitt hundrað þúsund krónur hvor sem framlag vegna kaupa á nýju gistiheimili. (F réttatilkynningf) Formaður Alþýðubandalagsins: Persónuleg mál allt- af erfið og viðkvæm Ólafur Ragnar Grímsson segir að ágreiningur sá sem upp er kominn milli'Jóns Baldvins Hannibalsson- ar formanns Alþýðuflokksins og Svavars Gestssonar menntamála- ráðherra vegna máls Sjafnar Sig- urbjörnsdóttur skólastjóra Olds- uselsskóla sé ekki af pólitískum toga. „Persónuleg mál eru alltaf mjög Björn Ástmundsson, fram- kvæmdasljóri Reykjalundar. konar afþreyingu á Reykjalundi, og mun þetta að sjálfsögðu allt standa þessum einstaklingum til boða. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður nýr þáttur í starfsem- inni hér, og einnig gerum við okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem umönn- un þessa fólks hefur í för með sér og þeirri rekstrarlegu ábyrgð sem þessu fylgir. Ég tel að það sé vilji til þess að Reykjalundur annist að öllu leyti rekstur á þessu heimili, þó þetta verði rekið sem sérstök rekstr- areining hér hjá okkur, vegna þess að hér erum við að ræða kannski allt annan og hærri kostnað á legu- dag heldur en stofnunin í heild nýtur. Við hér á Reykjalundi þekkjum hagi margra þessara einstaklinga, þar sem þeir hafa verið hér í skammtímavistun, og við gerum okk- ur því góða grein fyrir því sem við þurfum að bjóða þeim upp á. Við teljum að þessu söfnunarátaki Lions- hreyfingarinnar sé vel varið í þágu þeirra einstaklinga sem um ræðir, og vil ég hvetja alla landsmenn til að leggja sitt af mörkum í söfnun- inni og kaupa rauða fjöður af Lions- mönnum," sagði Bjöm Ástmundsson. erfíð og viðkvæm. í þessu tiltekna máli þekki ég ekki málavöxtu nógu vel til þess að mynda mér heil- steypta skoðun á því,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. „Ég get ekki sett mig í dómara- sæti í þessu máli, en ég held að allir sem skoða málið og sögu þess sjái að hér er ekki um flokkspólitískt m ál að ræða,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. ERU V O R V m m O R U R N A R KOMNAR Pera dagsins í dag DULUX EL 80% orkusparnaður dæmi: OSRAM Heildsölubirgðir JÓHANN ÓLAFSS0N &C0.HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 Morgunblaðið/Þorkell Njörður P. Njarðvík augljóst að óþarfi væri að setja vemdarlög um móðurmál okkar. En slík hugsun er því miður ekki í gildi lengur, eins og óteljandi dæmi sanna. Ég lýsi þess vegna eftir því að sett verði lög hið bráðasta er banni málspjöll í fjölmiðlum hvers konar, sjónvarpi, útvarpi, blöðum og tíma- ritum, og varði brot á þeim fésekt- um. Fjölmiðlamir ættu þá að bera ábyrgð á málspjöllum starfsmanna sinna og greiða sektir fyrir afglöp - þeirra. Svo er að sjá sem fátt eitt N sé nú metið til verðmæta nema peningar, og því hygg ég að lög um málspjöll með sektarákvæðum yrðu til þess að fjölmiðlar neyddust til að vanda málfar, huga að móður- málskunnáttu fólks við ráðningu og fá hæft fólk til að lesa yfir allt rit- að mál. Hitt er svo annað mál hvort þess sé að vænta, að alþingismenn skilja nauðsyn slíkrar lagasetning- ar. Því miður kunna sumir þeirra ekki þá einföldu framburðarreglu móðurmálsins að aðaláhersla er á fyrsta atkvæði hvers orðs. Þó vona ég að versnandi málfar í fjölmiðlum ^ sé orðið svo augljóst, að ábyrgir | stjómmálamenn geri sér grein fyrir nauðsyn þess að grípa til róttækra [ aðgerða til að spoma við frekari M* skemmdarverkum á íslenskri f\ tungu. U Eftirlit með lögum um bann við málspjöllum mætti fela íslenskri málnefnd og sektarfé ætti að nýta til að efla íslenska tungu, t.d. með stóraukinni almenningsfræðslu. Höfundur er rithöfundur og dós- ent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. e 0 I I 0 0 í FJÖÐRIN ER í FARARBRODDI Vegna hagstæðra innkaupa erlendis frá getum við boðið mjög hagstætt verð á LYDEX pústkerfum í flestar gerðir bifreiða. KYNNTU ÞÉR OKKAR VERÐ ÁÐUR EN ÞÚ LEITAR ANNAÐ HVER BÝÐUR BETUR? Gæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70-80% betri endingu gegn ryði. Jh»JICLpJCL EINNIG YANN TAY AWAB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.