Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 Hætta á kalskemmdum: Apríl ræður úrslitum — svellalög hafa legið á túnum frá því seinnipart janúarmánaðar SVELLALÖG hafa legið á túnum bænda á Norðurlandi frá því seinnipart janúarmánaðar og segir Olafur Vagnsson ráðunaut- ur þjá Búnaðarfélagi Ejjaflarð- ar að ef veðurfar breytist ekki tíl hins betra á næstu vikum sé ástæða til að óttast verulegar kalskemmdir á túnum. Ólafur segir að gengið sé út frá þeirri þumalputtareglu að liggi svellalög samfleytt á túnum í þijá mánuði sé veruleg hætta á gras- dauða fyrir hendi. „Aprílmánuður ræður úrslitum, ef bregður til hlýj- inda og snjóa og svell tekur upp jafnt og þétt verður ástandið eflaust ekki svo alvarlegt. Hins vegar ef ekki hlýnar má búast við hinu versta _ á afmörkuðum svæðum," segir Ólafur. I Eyjafirði er vitað um mjög mik- il svellalög á einstökum svæðum og segir Ólafur menn áhyggjufulla, þar sem snjórinn sé mikill, það taki hann langan tíma að hverfa. Hefð- bundin áhættusvæði hvað kai- skemmdir varðar eru í Höfðahverfi, á Árskógsströnd, hluti Arnarnes- hrepps og í Svarfaðardal og Ólafs- firði. Tún í framsveitum Eyjaljarðar hafa yfirleitt sloppið betur, að sögn Ólafs. í vetur hafa ár flætt talsvert upp á land og þar undir eru mikil svellalög, en Ólafur segir það ein- angruð dæmi. Krabbameinseftirlitið: Aðeins 41 kona hef- ur mætt til skoðunar AF UM 200 konum á aldrinum 20-70 ára, sem fengið hafa bréf frá Krabbameinseftirlitinu á Akureyri þar sem þær eru boðaðar til skoðunar, hefur einungis 41 kona skilað sér. Þarna er um að ræða konur sem annað hvort hafa aldrei áður komið til skoðun- ar, eða lengra er liðið en þijú ár frá síðustu skoðun. Bréfin hafa verið send út frá miðjum febrúar og segir Rósa Gunnarsdóttir lyá Krabbameinseftirlitinu langt í frá hægt að hrópa húrra yfir mætingunni. Þær konur sem orðnar eru fjörtíu ára eða eldri og einnig eru boðaðar til skoðunar, jafnframt því sem boðið er upp á bijósta- myndatöku og eins konur sem eru 35 ára á árinu, hafa hins vegar verið duglegar að mæta, að sögn Rósu. Af 650 konum úr þessum hópum hafa tæplega 520 konur skilað sér. Krabbameinsfélag Ak- ureyrar og nágrennis gaf FSA bijóstamyndatökutæki í janúar síðastliðnum og sagði Rósa að konur hefðu almennt mætt nokkuð vel til myndatökunnar, einkum fyrst eftir að það var tekið í notk- Vinabæj arhátí ð í Danmðrku í júní HALFRAR aldar afinæii vinabæjasamskipta á Norðurlöndum verður haldið í Thisted i Danmörku dagana 3.-11. júní næstkomandi. Slík vinabæjasamskipti eru talin hefjast með heimsókn frá Uddevalla í Svíþjóð til Thisted fyrir 50 árum. Margrét Danadrottning setur hátí- ðina og er búist við um 10.000 gestum hvaðanæva af Norðurlöndum á hátíðina. í undirbúningi er mjög fjölbreytt dagskrá sem spannar yfir marga málaflokka, s.s. tónlist, myndlist, vísnasöng, golf, skák, brids og ýmsar íþróttir. Á vegum Norræna félagsins á íslandi verður boðið upp á leiguflug til Thistrup og aftur heim með áætlunarflugi og er verðið 16.500 krónur fyrir fullorðna og 10.000 krónur fyrir börn. Farið verður frá Keflavík, en 35% afsláttur verður veittur á innanlandsflugi. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Nor- rænu upplýsingaskrifstofunni, eða hjá skóla og menningarfulltrúa Akureyrarbæjar, Strandgötu 19 B. un. „Reynslan er sú að um 25% allra kvenna mæta ekki til skoðunar þrátt fyrir að þær séu boðaðar Qg þó við höfum í frammi áróður,“ sagði Rósa og bætti við að hin síðari ár hefðu þær konur sem gert er að koma í reglulegt eftirlit slegið slöku við varðandi komur á leitarstöðina. Taldi Rósa að skýr- ingar þar á væru ýmsar, „en ég veit að það er eitthvað meira en bara trassaskapur, ætli tímaleysið og vinna utan heimilis skýri slak- legar mætingar ekki að nokkru leyti.“ Á síðasta ári voru skráðar 1.196 konur sem komu á leitarstöðina og í reglulegu eftirliti hjá stöðinni eru 311 konur, sem ýmist koma einu sinni á ári eða á tveggja ára fresti. : ■■ : . Morgunblaðið/Rúnar Þór Snætt við snarkandi arineld Nýlega var opnaður nýr veitingastaður á Hótel Stefaníu á Akureyri, en hann tekur um 60 manns í sæti. í hádeginu er boðið upp á heimilislega rétti á borð við plokkfísk og rúgbrauð, en á kvöldin geta menn snætt stórsteikur við snark- andi arineld. Til hliðar við veitingasalinn er bar þar sem ræða má lífsins gagn og nauðsynjar yfir ölkönnu. Þá geta þeir gestir sem ekki eru matar þurfi fengið afgreidda ostabakka eða smárétti af ýmsu tagi.„Nú erum við loksins komnir af stað með veitingasöluna og Stefanía orðið fullkomið hótel eins og alltaf stóð til,“ sagði Stefán Sigurðsson, eigandi hótelsins. Er gestir ganga til salar fara þeir um stigauppgang prýddan málverkum á veggnum sjálfum, en þau málaði Haukur Stefánsson árið 1935. Veturinn kvað Stefán hafa verið óhagstæðan hótelhöldur- um; vegna veðurs og ófærðar komst flöldi fólks ekki á staðinn og Qölmargar helgar stóðu því herbergin á Hótel Stefaníu auð. Veðrið gerði Stefáni einnig grikk um páskana og voru þeir heldur daufir yfir því. Aftur á móti væri vel bókað yfir sumarið og fleiri útlendingar hefðu boðað komu sina en áður í fjögurra ára sögu hótelsins. Mest sagði hann bera á Svisslendingum og Þjóðveijum og þá væru Bretar einnig margir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Perla Jóns Valbergs Árnasonar bar þrílembingum á laugardaginn var og er það í þriðja sinn sem ærin ber þrílembingum. Afrakstur frjálsra ásta ÆRIN Perla hefur lagt sitt lóð á vogarskálar við að koma lömbum í heiminn. Á sex vetra ferli sínum hefiir hún borið Qórtán lömbum. Á laugardag- inn var, þann 1. apríl, bar nú þrílembingum, hvítri og svartri gimbur og svörtum hrúti. Eigandi Perlu er Jón Valberg Árnason og er fjárhús hans í Búðargili á Akureyri, þar sem eru sextán ær og einn hrútur. Gott tíðarfar í fyrra haust varð til þess að ærnar — og hrúturinn, voru úti við fram í nóvember og segir Jón að þrílembingar Perlu séu afrakstur fijálsra ásta. Perla er undan Hvítingi, sem e:‘t sinn var sjötti besti hrútur Eyjafjarðar og sjálf er ærin talinn í hópi 100 bestu kinda landsins. Á fyrsta vetri bar Perla einu lambi, þann annan og þriðja tveimur og þijú síðustu ár hefur hún borið þrílembingum. „Hún hefur staðið sig býsna vel og aldr- ei drepist undan henni larnb," sagði Jón Valberg. Súlnafellið að koma úr fyrstu veiðiferðinni íyrir KEA: LítíH kraftur í þessu — segir Guðmundur Kristjánsson skipstjóri „ÞETTA er búið að vera frekar lélegt,“ sagði Guðmundur Krist- jánsson skipstjóri á Súlnafellinu þar sem hann var á siglingu á Héraðsflóanum í leit að þeim gula, seinnipartinn í gær, þriðjudag. Guðmundur bjóst við að landa í Hrísey um hádegisbil á morgun. Súlnafellið er í sinni fyrstu veiðiferð eftir eigendaskipti, en sem kunnugt er seldi Utgerðarfé- lag Norður-Þingeyinga Kaupfélagi Eyfirðinga skipið fyrir skömmu. Þegar Morgunblaðið ræddi við Guðmund í gær var hann búinn að fá um 40 tonn af ágætis þorski. „Við erum á leiðinni eitthvað norður eftir, það er bræluskítur hérna hjá okkur núna og ekkert að hafa. Það er allt rólegt, maður rekur bara á reiðanum eins og ríkisstjórnin," sagði Guðmundur. „Við eyddum fyrstu tveimur sólarhringunum úti fyrir Norður- landi, á meðan við vorum að ná áttum um borð. Síðan héldum við austur fyrir land, ætluðum að taka þátt í fískiríinu þar, en það var búið þegar við komum. Það hefur lítill kraftur verið í þessu,“ sagði Guðmundur. Þreföld meðalútkoma MARSMÁNUÐUR var sá úr- komusamasti á Akureyri frá því árið 1953, en í mánuðinum mæld- ist úrkoman 127 millimetrar, sem er þreföld meðalúrkoma þessum mánuði. Úrkoma þessa eina mánaðar var jafnmikil og að jafnaði mælist á fyrstu tíu mánuðum ársins saman- lagt. Dagana 28. og 29. mars mældist jafnfallinn snjór 85 senti- metrar, sem var það mesta sem mældist í þessum mikla útkomu- mánuði. Meðalhiti á Akureyri mældist 2,2 stig og er það 1,4 stigum undir meðallagi. Kaldast reyndist vera þann 4. mars þegar frostið fór upp í 18 stig hluta úr degi, en síðasti dagur mánaðarins var sá hlýjasti; 8,4 stiga hiti þegar hlýjast var. Að sögn Öddu Báru Sigfúsdóttur hafa sólskinsstundir ekki verið mældar á Akureyri frá því í fyrra- haust, en hún sagðist vona að úr því rættist fljótlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.