Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 ©»988 Unlyersal Pfe»» Syndicale f/Br þab l la.gi o& écg ^kreppi t!»t og 5ctji 50 lcall i éiö&umeeLinn.?" Það verður bið á því að ég leiti til þín aftur skal ég segja þér... HÖCNI HREKKVÍSI f?T\ c O o COO OtPcO g ® í!« OO O o 6-/0» s-0 f F //HANN ÆTLAZAPGEFA pÉR RAmAÆNS30&" Pessir hringdu . . Peningar í plast- liulstri töpuðust Öryrki hringdi: Ég tapaði glæru plasthulstri sem í voru peningar að upphæð kr. 16.400 annað hvort seinni part miðvikudags í síðustu viku eða á fímmtudag. Ég var í Hagkaup í Skeifunni um fímmleytið á mið- vikudag og þá var ég ennþá með hulstrið. Eg gæti því hafa tapað því þar eða á bílastæðinu fyrir ut- an. Síðan fór ég upp á Barónsstíg og í bókasafnið við Þingholts- stræti. Ef einhver kannast við að hafa fundið hulstrið og peningana þá vinsamlegast hafðu samband í vinnusíma 38185 eða heimasíma 23245. Fyrirspurn vegna svipmyndar Matthías hringdi: í Morgunblaðinu sunnudaginn 2. apríl er Sjöfn Sigurbjömsdóttir skólastjóri Ölduselsskóla sögð eiga að baki háskólanám í Banda- ríkjunum og hafa skólastjórarétt- indi. Má þá túlka þetta svo að hún hafí ekki lokið prófi og að hún sé ekki með formleg kennararétt- indi? Er hægt að skipa skólastjóra í grunnskóla, mann eða konu, sem ekki er með kennararéttindi. Er ekki of langt gengið? Þuriður ísólfsdóttir hringdi: Sém foreldri í Ölduselsskóla vil ég gjaman koma skoðunum mínum á framfæri vegna skóla- stjóramálsins. Það getur ekki lengur verið einkamál óánægðra kennara og stjómar foreldra- félagsins allt sem gengið hefur á undanfarið. Ég veit ekki til þess að haldinn hafí verið fundur með foreldrum og þeir spurðir um skoðanir sínar á málinu. Það síðasta sem ég var spurð um var hvort ég vildi skrifa nafn mitt á lista til stuðnings fyrrverandi yfír- kennara skólans, sem ég ekki gerði. Mér fannst ástæðulaust að hafa áhrif á að fullfær umsækj- andi fengi stöðuna. Þess undir- skriftasöfrtun var mjög ágeng að mínu mati. Það var gengið inn á hvert heimili nemenda og'foreldr- ar beðnir um stuðning. Það er eðlilegt að svo margir hafi skrifað undir þenna lista, fáir þekktu hinn umsækjandann. Nú fínnst mér kominn tími til að gera foreldrum þessum grein fyrir hvað hefur gerst svo þeir geti myndað sér skoðun á málinu og þá má spyija þessa sömu hvort þeim þyki ástæða til að reka nú- verandi skólastjóra frá störfum. Ég hef átt börn í skólanum frá stofnun hans. Ekki hef ég orðið vör við að nokkuð hafi breyst til hins verra á þessu ári. Þeir ungl- ingar sem ég þekki í skólanum hafa lýst ánægju sinni með nýja skólastjórann. Það er ekki óeðli- legt að einhverjir verði ónægðir þegar nýr yfír maður tekur við og þá kannski sérstaklega þeir sem hafa starfað lengi með far- sælum stjómanda. En er ekki of langt gengið nú? Skólastjóra- réttindi Gísli Ásgeirsson hringdi: Ég vil koma með fyrirspum vegna svipmjmdar af Sjöfn Sigur- bjömsdóttur í Morgunblaðinu á sunnudag. Þar er sagt að Sjöfn hafí lokið stúdentsprófí og fjög- urra ára námi í Bandaríkjunum, en ekki sagt í hveiju, og að lokum að hún hafí skólastjóraréttindi. Mig langar til að vita hvemig hægt er að hafa skólastjórarétt- indi án þess að hafa kennararétt- indi. Ég hef heldur aldrei heyrt um að hægt sé að öðlast slík rétt- indi. Myndavél tapaðist Dóra hringdi: Ég auglýsi hér með eftir Kod- ak-myndavél _ sem tekin var af borði á Hótel íslandi sl. föstudags- kvöld. Ef einhver kannast við að hafa vélina undir höndum er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 83113. Fundarlaun. Börnin ánægð í Ölduselsskóla Böðvar Magnússon hringdi: Ég flutti úr Kópavoginum í Seljahverfi sl. vor og hafði þá veru- legar áhyggjur af því að bömin mín þyrftu að skipta um skóla þar sem þau höfðu verið mjög ánægð í Kópavoginum. Þegar leið á haus- tið hafði ég samband við Sjöfn Sig- urbjömsdóttur skólastjóra og bar þessar áhyggjur mínar undir hana. Hún skildi mig vel og kom bömun- um mínum vel fyrir. Þau eru í fímmta og sjöunda bekk og hafa góða umsjónarkenn- ara. Að þeirra mati er þetta góður skóli og andinn góður. Það hefur þrí komið mér á óvart þetta mál sem nú er komið upp, svo og yfir- lýsingar foreldrafélagsins, sem ég veit reyndar ekki hvemig starfar þar sem ég hef aldrei verið boðað- ur á neinn fynd. Enda ókunnugur í hverfínu. Ég slapp því við undir- skriftalistana í vor og er því feginn. Ég hef engan annan fyrir því en bömin mín að gott sé að vera í skólanum, en ég vil fyrir hönd þeirra lýsa yfír ánægju með Sjöfn. Hún er góður skólastjóri. Gleraugu töpuðust á Gauknum Kvenmannsgleraugu töpuðust á Gauk á Stöng sl. föstudags- kvöld. Þau eru í svartri umgjörð í'grænu hulstri. Glerin eru sérp- öntuð erlendis og missirinn því bagalegur. Ef einhver kannast við að hafa gleraugun undir höndum, þá vinsamlegast hringið í síma 53894. Víkverji skrifar Stöku sinnum blossa upp harðar deilur um innflutning á kartöfl- um og verð á kartöflum. Þess vegna þótti Víkveija áhugavert að lesa grein eftir Jón Ásbergsson, forstjóra Hagkaups, hér í blaðinu fyrir nokkr- um dögum, þar sem hann setti upp dæmi um hugsanlega verðmyndun á innfluttum kartöflum. í þessu dæmi kom fram, að innkaupsverð á kílói af kartöflum í útlöndum gæti verið um 9 krónur á kíló. Síðan mundi flutningur á þessu kílói kosta 6 krón- ur og verzlunaraðili, í þessu tilviki væntanlega Hagkaup mundi taka samtals 13 krónur í heilsöluálagn- ingn, smásöluálagningu og rýrnun. Víkveiji stöðvaði við þessar tölur. Kartöflurnar kosta samtals 9 krónur kílóið í innkaupi en flutningsaðili og dreifingaraðili taka samtals 19 krón- ur í sinn hlut af hveiju kílói! Nú má vel vera, að þetta sé óvenjuiegt dæmi vegna þess, að kartöflur eru ódýrar í innkaupi og þess vegna verði t.d. flutningskostnaður óvenjulega hátt hlutfall af innkaupsverði en í þessu dæmi er flutningskostnaður tveir þriðju hlutar af því! Engu að síður vekja þessar tölur Jóns Ásbergssonar spumingar um það, hvort hinn hái matvælakostnaður hér á landi sé ekki bara af völdum ríkisins. xxx Raunar hafa komið fram fróðleg- ar upplýsingar um verðmyndun á fleiri matvörum en kartöflum að undanförnu. Mörgum þykja kjúkling- ar ótrúlega dýrir hér. í Morgun- blaðinu fyrir helgina kom fram, að kílóið af þeim kostar 609 krónur en framleiðandinn fær af því í sinn hlut 241 krónur. Sumir halda því jafn- framt fram, að framleiðandinn fái ekki einu sinn þann hlut vegna þess, að hann verði að gefa smásala 10-15% afslátt, sem ekki komi fram í lægra verði til neytandans. Nú er hart í ári. Bæði fyrirtæki og opinberir aðilar skera niður kostn- að. Einstaklingar gera það líka. Vegna hins háa matarverðs hér á íslandi miðað við það, sem tíðkast í öðrum löndum er ekki óeðlilegt, að fólk velti meira fyrir sér en áður, hvemig þetta verð verður til. Kart- öfludæmi Jóns Ásbergssonar veldur því, að nauðsynlegt er að fram komi ítarlegri upplýsingar um það en ver- ið hefur venja hér. Þótt flytja þurfí innfluttar kartöflur um langan veg, þarf hvorki að flytja innlendar kart- öflur eða kjúklinga langar leiðir. Þess vegna getur flutningskostnaður varla verið mikill, þegar um það er að ræða. Er það ekki verðugt verk- efni fyrir Neytendasamtökin að kynna neytendum verðmyndun á helztu matvörum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.