Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 31 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Meyjaogfiskur Meyja (23. ágúst — 23. sept- ember) og Fiskur (19. febrúar — 19. mars) eru andstæð merki og því gjörólík. Eigi að síður eru þau algeng í sam- böndum, því andstæðir per- sónuleikar dragast oft saman og geta kennt hvor öðrum margt og bætt upp galla hvors annars. Einkennandi fyrir samband þeirra er áhersla á hið hagnýta og jarðbundna og hið óáþreifanlega. I r i r1 Meyjan Meyjan þarf að fást við hag- nýt og áþreifanleg mál til að viðhalda og endumýja lífsorku sína. Það sem hún tekur sér fyrir hendur þarf að skila árangri. Hún þarf að hafa gott jarðsamband og reglu á nánasta umhverfi sínu. Hin dæmigerða Meyja er gagnrýnin og skörp, en jafnframt heldur hlédræg og hógvær í grunneðli sínu. Hún er oft hjálpsöm en á jafnframt til að vera afskiptasöm. Fiskurinn Fiskurinn þarf margbreyti- leika í líf sitt til að viðhalda lífsorku sinni. Ef umhverfi hans er of einhæft er hætt við að hann beini orku sinni inn á við og verði draumlynd- ur. Fiskurinn er tilfinninga- ríkur persónuleiki, er næmur og hefur sterkt ímyndunarafl. Hann á auðvelt með að setja sig í spor annarra og skilja hin ólíkustu mál. Hann er oft fjölhæfur og listrænn. Fiskur- inn er mislyndur eða a.m.k. oft óútreiknanlegur í daglegri hegðun. Vegna næmleika síns og þarfar til að hafa yfirsýn þarf hann að draga sig annað slagið í hlé, eða a.m.k. að skipta um umhverfí. Smátt ogstóri Það sem helst er ólíkt með þessum merkjum er að Meyj- an er jarðbundin og sér hið smáa. Fiskurinn er ekki jarð- bundinn og leggur áhefslu á að sjá hið stóra. Meyjan styðst við áþreifanleg rök en Fiskur- inn við tilfínningainnsæi. Hagsýni og hugsjónir Það er því hætt við að Meyjan skilji ekki Fiskinn, fínnist hann óhagsýnn og óskiljan- legur. Nákvæmni Meyjarinn- ar og tilhneiging hennar til að hengja sig á smáatriði gæti hins vegar farið í taug- amar á Fiskinum. Hagsýni og metnaður getur tekist á drauma og hugsjónir. Þessi merki gætu því átt erfitt með að tala saman og skilja hvort annað. AÖlöðun | Það er að sjálfsögðu einstakl- ingsbundið og háð ytri að- stæðum hvemig þetta birtist i einstökum samböndum. Grunnatriði er að merkin eru andstæð. í sumum tilvikum getur það leitt til togstreitu en þess em einnig dæmi að þau dáist að ólíkum eiginleik- um hvors annars. Það sem skiptir ekki síst máli er hvem- ig hin merki þeirra falla sam- an. Jarösamband og mýkt Til að vel gangi þurfa merkin að virða ólíkt eðli hvors ann- ars og reyna að skilja hvort annað. Ef um hjónaband er að ræða þurfa þau einnig að skipta tíma sínum. Þau þurfa i að leggja áherslu á hið hag- nýta, s.s. vinnu, öryggi og árangur, en jafnframt að gefa k sér tíma fyrir andleg og list- “ ræn mál, eða einfaldlega að gæta þess að slaka á. Hið jákvæða er að þau geta kennt hvort öðru margt. Meyjan gefur jarðsamband en Fiskur- inn mýkir Meyjuna upp og — víkkar sjóndeildarhring henn- — ar. GARPUR GRETTIR mwinnniiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiTiTWWTTTmmmiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiniiiininiiiniiMWwmr—.. .. ■■■■ ■ ' —.......... . ... BRENDA STARR UÓSKA NÚl FEKK HANN AUG L.IKA TIL AD VELTA YMSU FYRIR A>ÉR SMÁFÓLK Enn hafiiað handriti__settu það í skjalageymsluna með hinum! Ég er ekki viss um að ég vilji sjá skjalageymsluna hans ... .ii.fi. l.tL<Le.S. &.w..5.£.l.8.l.«.l t 141. S.tril. BRiDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Skipting vesturs kemur snemma í ljós í þremur gröndum suðurs hér að neðan. Norður gefur, NS á hættu. Vestur ♦ D9862 V 105 ♦ K7 ♦ D865 Ntröur ♦ ÁK743 V ÁK3 ♦ Á95 ♦ 74 Austur ♦ 5 VG8642 ♦ DG2 ♦ K1093 Suðui’ ♦ G10 V DP7 ♦ H 8643 ♦ ÁG2 Vestur Nordar Aiistur Suður — 1 spaði I’ílSS 1 grand Pass 2 grönd Ptss 3 grönd Pass Pass I’ass Útspil: Laufðtnma. Suður drepur l.óng austurs með ás og spilar rtrax út spaða- gosa. Hann veröur helst að fá §óra slagi á spaða og það er ekki um annað aö jæða en svína. En vestur breytir jæirri áætlun ■* með því að legjja drottninguna á gosann, enda veit hann ekki hver á tíuna. Það er sjálfsögð vandvirkni að dúkka þann slag til að halda austri út úr spi.inu ef hann á 9xxx. Vestur U.iptir þá yfir í hjartatíu. Sagnhafi drepur i blindum og spilar spaða á tluníi. Það kemur á óvart að sjá aur.tur henda hjarta, en þótt spaðinn gefi að- eins þijá slagi befur nú fæðst möguleiki á því að kasta vestri^ inn til að spila frá laufdrottning- unni. En fyrst þarf ixi hreinsa upp rauðu litina og rétta leiðin er að spila tígli AD blindum. Ef vestur stingur upp kóng, sem er besta vömin, fær hann að eiga þann slag. Ilann getur þá spilað sig út á ic.uðum lit, en er síðan vamariaus þegar sagn- hafi tekur slagina í rauðu litun- um og spilar honum inn á 5. spaðann. Níundi slagurinn kemur því á laufgosa. Umsjón Margeir Pétursson Á austur-þýzka meistaramót- inu í ár kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Thomas Luther, sem hafði hvítt og átti leik, og Gei-not Gauglitz. Svartur var að drepa hvítan bisk- up á f4 með peði á e5, en nauðsyn- legt var að drepa með hrók, eins og hvítur sýndi fram á með snot- urri fléttu: 23. Hxg7+! - Kxg7, 24. Dxd4+ " - Dxd4, 25. Rxe6+ - Kf6, 26. Rxd4. Hvltum hefur nú áskotnast tveir riddarar og peð fyrir hrók enda gaf svartur þetta vonlausa endatafl eftir fáeina leiki til við- bótar. Úrslitin á mótinu urðu ipjög óvænt, alþjóðlegi meistarinn Hans-Ulrich Grúnberg sigraði, en Luther varð annar. Hinn kunni g _ stórmeistari Rainer Knaak náði aðeins þriðja sæti ,og Bönsch og Vogt urðu næstir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.