Morgunblaðið - 12.04.1989, Síða 1
48 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
82. tbl. 77. árg.
MIÐVIKUDAGUR 12. APRIL 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovéskt dagblað um kafbátsslysið:
Rangt að hafha
aðstoð frá Noregi
Reynt verður að ná kafbátnum af hafsbotni
Moskvu, Ósló. Reuter. Daily Telegfraph.
SOVÉSKA dagblaðið Komsomolskaja Pravda birti í gær grein um
kafbátsslysið við Bjarnarey og er þar gefið i skyn að hægt hefði
verið að bjarga lífi fleiri skipverja ef norsk yfirvöld hefðu verið
beðin um hjálp. Bendir blaðið á að það tók sovésk skip átta klukku-
stundir að komast á slysstaðinn. Yfirheyrslur yfir skipbrotsmönnum
eru þegar hafnar.
Blaðið ízvestíja skýrði frá því á
mánudag að 38 af 42 fórnarlömbum
slyssins hefðu drukknað eða farist
af völdum kulda_ og vosbúðar í
björgunarbátum. Áður hefur komið
fram að ekki var lými fyrir alla
áhöfnina í björgunarbátunum. Fjór-
ir menn fórust í eldinum sem kom
upp í vélarrými bátsins, sennilega
í rafbúnaði, að sögn Ízvestíja. Vest-
rænir sérfræðingar telja mögulegt
að hluti áhafnarinnar hafi lokast
inni í vélarrými bátsins sem vani
sé að loka strax þegar eldur verður
laus í kjarnorkukafbátum.
7ASS-fréttastofan sovéska sagði
í gær að enn væru nokkur sovésk
skip á slysstaðnum. Leitað væri að
líkum og jafnframt mæld geisla-
virkni en hún hefði ekki reynst
óeðlilega há. Norsku geislavarnirn-
ar hafa fengið sýni sem hafrann-
sóknastofnunin í Björgvin lét taka
á hafsbotni við slysstaðinn. Bráða-
birgðaniðurstöður styðja fullyrðing-
ar Sovétmanna en sérfræðingar
munu rannsaka sýnin næstu daga.
Sovétmenn hafa skýrt frá því að
reynt verði að ná kafbátnum af
hafsbotni en talið er að um borð
sé mikið af háþróuðum, dýrmætum
tækjum sem sovésk yfirvöld vilji
ekki að komist í hendur annarra
þjóða.
Umræður munu fara fram í
norska stórþinginu í dag, miðviku-
dag, vegna gagnrýni á hernaðar-
yfirvöld fyrir að skýra ekki frá slys-
inu fýrr en mörgum klukkustundum
eftir að norskir flugmenn sáu skip-
brotsmenn af kafbátnum í björgun-
arbátum. Johan Jorgen Holst varn-
armálaráðherra hefur sagt að áætl-
anir um samráð ráðuneyta varnar-
mála og utanríkismála hafi brugð-
ist. Norsku geislavarnirnar fengu
heldur engar upplýsingar fyrr en
fjölmiðlar komust í málið.
Sjá einnig bls. 21: „Reynt verð-
ur að ...“
Reuter
Skipbrotsmenn á flotasjúkrahúsi í Murmansk. Mennirnir sögðu að
kafbáturinn hefði sokkið mjög skyndilega og það hefði átt sinn þátt í
að svo margir fórust. Kuldinn í sjónum hefði verið ægilegur. Sovésk-
ur varaaðmíráll sagði í gær að maðurinn sem sá um að slökkva á
kjarnaofnum kafbátsins hefði lifað af og búið væri að yfirheyra hann.
Varsjárbandalagið:
Vilja viðræð-
ur við NATO
Austur-Berlín. Reuter.
Ráðherrar aðildarríkja Var-
sjárbandalagsins samþykktu á
fiindi sínum í Austur-Berlín í gær
að fara fram á viðræður við Atl-
antshafsbandalagið, NATO, um
fækkun skammdrægra kjarn-
orkueldflauga.
Tadeusz Olechowski, utanríkis-
ráðherra Póllands, sagði að--ráð-
herrar Varsjárbandalagsins hefðu
verið sammála um að hefja ætti
samningaviðræður um fækkun
skammdrægra kjarnorkueldflauga
í kjölfar viðræðnanna í Vín um
fækkun hefðbundinna vopna í Evr-
ópu.
Þjóðernisátökin í Grúsíu:
Hátt í 500 manns
handteknir í Tíflis
Yfírvöld gera skotvopn í einkaeign upptæk
Moskvu. Reuter. Daily Telegraph.
TALIÐ er að hátt í 500 manns, sem virtu að vettugi útgöngubann
sem sett var á aðfaranótt þriðjudags í Tíflis, höfuðborg Grúsíu,
hafi verið handteknir í gær. Svartir fánar og borðar blöktu hvar-
vetna í borgjnni til merkis um sorgina sem þar ríkir en alls létust
18 manns í óeirðunum sem brutust út á sunnudag þegar þjóðernis-
sinnar kröfðust aðskilnaðar Grúsíu frá Sovétríkjunum. Yfirvöld gripu
til þess ráðs í gær að skipa eigendum skotvopna að skila byssum
sínum, en alls eru 66.000 skotvopn á skrá í lýðveldinu. Míkhaíl Gorb-
atsjov Sovétleiðtogi sagði í gær að þrátt fyrir að fjáningarfrelsi væri
í heiðri haft yrðu borgararnir að fara að lögum og að stjórnvöldum
bæri skylda til að veija stefhu sína.
Dagblað Sovétstjórnarinnar, íz-
vestíja, sagði að 464 menn hefðu
verið handteknir og að forsprakkar
mótmælanna hefðu verið á meðal
þeirra. Blaðið sagði jafnframt að
hópur manna hefði ógnað verka-
mönnum á leið til vinnu.
Gennadíj Gerasimov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagði á blaðamannafundi í Moskvu
að 200 manns hefðu verið hand-
teknir og að eigendum skotvopna
hefði verið skipað að skila þeim til
yfirvalda.
Jan Goreljov, fréttamaður
grúsísku fréttastofunnar Gruzin-
form, sagði í viðtali við fréttamann
Reuters-fréttastofunnar að í það
minnsta 140 manns af 250 sem
lagðir voru inn á sjúkrahús væru
alvarlega slasaðir.
Dzumber Patíashvílí, leiðtogi
kommúnistaflokks Grúsíu, hefur
viðurkennt að honum hafi orðið á
mistök þegar hann kvaddi herinn á
vettvang. Fréttaskýrendur telja
hugsanlegt að Patíashvílí verði lát-
inn víkja sem leiðtogi kommúnista-
flokksins í Grúsíu.
Bretland:
Kjarnasamruni eða
óvenjuleg eftiahvörf?
London. Reuter.
BRESKUR vísindamaður, sem telur sig hafa komið af stað kjama-
samruna með einföldum og ódýrum hætti, hefur ákveðið að fara
„huldu höfði“ ef svo má segja til að geta unnið áfram að rann-
sóknunum í ró og næði. Uppgötvunina gerði hann í samvinnu við
bandarískan vísindamann og hefur hún vakið gífurlega athygli
um heim allan.
„Ég get ekki unnið með alla á
herðunum," sagði Martin Fleisch-
mann, prófessor við háskólann í
Southampton, þegar hann hélt frá
Englandi í gær og vildi hann ekki
segja fréttamönnum hvar hann
ætlaði að stunda rannsóknimar.
Fleischmann og Stanley Pons,
prófessor við háskólann í Utah í
Bandaríkjunum, segjast hafa
komið af stað kjamasamruna á
venjulegri rannsóknastofu en
samrunaorkan er markið, sem all-
ir keppa að vegna þess, að hún
má heita laus við mengun.
Þeir Fleischmann og Poris segj-
ast hafa framleitt flórum sinnum
meiri orku en þeir notuðu við til-
raunina og vísindamenn við land-
búnaðar- og véltækniháskólann í
Texas sögðu á mánudag, að þeir
hefðu endurtekið tilraunina og
framkallað 60-70% meiri orku en
þeir notuðu sjálfir. Þeir lögðu þó
áherslu á, að enn væri ekki full-
ljóst hvort fremur væri um að
ræða óvenjuleg efnahvörf eða
kjamasamruna.
Sumir vísindamenn draga i efa
niðurstöður Fleischmann-Pons-
tilraunarinnar en aðrir, þar á
meðal vísindamenn við Brigham
Young-háskólann í Utah og ung-
verskir starfsbræður þeirra, segj-
ast hafa komið af stað kjarna-
samruna með sams konar aðferð.
Fleischmann-Pons-tilraunin og
sú, sem gerð var í Texas, fóru
fram við stofuhita en sérfræðing-
ar í kjarnasamruna hafa hingað
til talið, að hann gæti ekki átt sér
stað við minni hita en 100 milljón
gráður á celsíus.
Grænland:
Norðmenn
vilja reisa
raforkuver
Kaupmannahöfli. Frá Nils Jörgen
Bruun, firéttaritara Morgunblaðsins.
NORSKT verktakafyrirtæki
hefur boðist til að reisa og
fjármagna byggingu og
rekstur vatnsorkuvers i Nu-
uk á Grænlandi sem ráðgert
er að muni kosta 1 milljarð
danskra króna, rúma 7 millj-
arða ísl. króna. Skilmálar
Norðmannanna eru þeir að
grænlenska landsstjórnin
kaupi raforku frá verinu.
Fulltrúar norska viðskipta-
ráðuneytisins og norskir orkus-
érfræðingar hafa kynnt tilboðið
fyrir fulltrúum á grænlenska
landsþinginu. Norðmennimir
segja að unnt verði að lækka
orkuverð á Grænlandi úr 2,10
dönskum krónum á kílóvatt-
stund í 0,85 danskar krónur.
Mads Christenson, yfirmaður
orkumála á Grænlandi, og
Emil Abelsen, sem á sæti í
landsstjóminni, bera brigður á
útreikninga Norðmannanna og
telja þá byggjast á of mikilli
bjartsýni.
Róstur íJerúsalem
Reuter
Útför Palestínumannsins Khaleds Shawish, sem skotinn var til bana
i miðborg Jerúsalem á mánudag, var gerð í gær. Fyrr en varði varð
útforin vettvangur pólitiskra mótmæla. Grimuklæddir Palestínumenn
strengdu fána palestínsku þjóðarinnar á hús Qölskyldu hans og skip-
uðu syrgjendum að sitja kyrrir meðan ísraelski fáninn var brennd-
ur. Síðan gekk líkfylgdin með kistu Shawish að al-Aqsa-moskunni
i Jerúsalem. ísraelsk lögregla skaut gúmmíkúlum að syrgjendunum
þegar þeir nálguðust moskuna og unglingar svöruðu með grjótkasti.