Morgunblaðið - 12.04.1989, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRIL 1989
5
Borgarráð:
Áhyggjur
vegna sölu
á Hótel Borg
BORGARRÁÐ liefur samþykkt
samhljóða tillögn Davíðs Odds-
sonar borgarstjóra, vegna hugs-
anlegra kaupa Alþingis á Hótel
Borg, þar sem lýst er áhyggjum
vegna hugsanlegrar yfirtöku Al-
þingis á hótelinu.
í tillögunni segir: „Borgarráð
Reykjavíkur lýsir áhyggjum sínum
yfir hugmyndum um að leggja niður
hótelrekstur í miðbæ Reykjavíkur
með hugsanlegri yfirtöku Alþingis á
Hótel Borg. Óskar Reykjavíkurborg
eftir viðræðum við Alþingi um hvort
ekki megi finna leiðir til að leysa
húsnæðisvanda Alþingis með öðrum
hætti en þeim að taka úr rekstri
elsta hótel borgarinnar sem jafn-
framt er mikilvægur þáttur í lífi og
starfi í hjarta borgarinnar."
Hótel Borg
metin á 120-
150 millj.
FORSETAR Alþingis hafa leitað
eftir heimild þingsins til að semja
við eigendur að Hótel Borg um
hugsanleg kaup á hótelinu. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins er talið að hugsanlegt kaup-
verð sé á bilinu 120 til 150 milljón-
ir króna.
Gert er ráð fyrir að hótelið muni
hýsa skrifstofur þingmanna, bóka-
safn þingsins og fundarherbergi fyr-
ir allt að 60 manns. Hótelinu fylgir
byggingarréttur á lóðinni og er leyfi-
legt samkvæmt skipulagi, að byggja
í portinu aftan við húsið.
Birgir'f sleifur
Gunnarssoii:
Andvígur
kaupum á
HótelBorg
BIRGIR ísleifur Gunnarsson, seg-
ir það orðum aukið hjá forseta
Sameinaðs þings, Guðrúnu Helga-
dóttur, að samstaða hafi tekist á
Alþingi um að fest verði kaup á
Hótel Borg og hótelinu breytt í
skrifstofuhúsnæði fyrir alþingis-
menn. „Ég tel þessa kostnaðará-
ætlun Qarri öllu lagi og held að
endurbætur á húsnæðinu eigi eftir
að kosta miklu meir en þessar
áætluðu 60 mil\jónir króna,“ sagði
Birgir ísleifiir í samtali við Morg-
unblaðið.
Hann sagði að það væri þó ekki
fyrst og fremst vegna kostnaðar sem
hann væri andvígur þessum hug-
myndum, eins og reyndar fleiri þing-
menn Sjálfstæðisflokksins. „Ég held
það yrði mikil blóðtaka fyrir mið-
bæinn, ef þama hyrfi hótel og veit-
ingahús, en skrifstofur kæmu í stað-
inn. Miðbærinn þarf á því lífi að
halda sem þessi starfsemi skapar,"
sagði Birgir ísleifur.
Rætt hefur verið um að hugsan-
legt kaupverð á Hótel Borg væri um
150 milljónir og að endurbætur og
breytingar myndu kosta um 60 millj-
ónir. Birgir ísleifur telur hér um
vanmat að ræða. Hann sagðist auk
þess vera því andvígur að Alþingi
skriði eins og amaba um allan miðbæ
Reykjavíkur og leggði undir sig alla
þá starfsemi sem þar væri fyrir.
„Alþingi á hér lóðir upp á fleiri hekt-
ara, þar sem hægt er að byggja. Þar
fyrir utan er autt skrifstofuhúsnæði
hér allt í kringum Austurvöllinn. Til
dæmis er laust Austurstræti 14, sem
þingið hefur þegar leigt að hluta til,
húsið þar við hliðina er laust og fleiri
hús, sem ætti fyrst að líta til,“ sagði
Birgir ísleifur.
ftógangur
ókeypis
SOLUSYNINGI ]
LAUGARDALSHÖLL
1tla/eró,il^é
nnBraieins
«Pm7
Pantanir veróa
teknarísíma
91-686204
og 91-686337.
\OYieimr tfy
Sölusýning 9.—18.apríl
í Laugardalshöllinni
cr oöetns
brol ot
sem»boö*1 cr
Opiófrákl.11
11122 alla daga.
Sölusýningin VORLEIKUR hefur
þegar sannaó gildi sitt. Annaö
árió í röð bjóóum við til sölu
amerískar gæóavörur á
algjöru bolnverói.
--------♦ ♦ »
Viö bjóóum auk þess einstök
greióslukjör fyrir þá, sem þess
óska.
♦ ♦ »---------
ATH! Öll sýnishom, veröa seld
og afgreidd strax aó sýningu
lokinni.
♦ ♦ »
taáttuinácid