Morgunblaðið - 12.04.1989, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRIL 1989
15
Kammertónleikar
Tónlist
Jón Asgeirsson
Tónleikar með verkum eftir
Hjálmar H. Ragnarsson voru haldn-
ir í Listasafni Siguijóns Ólafssonar
sl. laugardag. A efnisskrá voru
fimm verk, sem öll hafa verið flutt
áður og elstu verkin frá 1981. Tríó
fyrir þrjú klarinett, Fimm Prelúdíur
fyrir píanó, Rómanza (tríó fyrir
flautu, klarinett og píanó), Tríó fyr-
ir klarinett, selló og píanó og síðast
tengsi, fyrir strengjakvartett og
einsöng, við sex ljóð eftir Stefán
Hörð Grímsson.
Það sem einkum einkennir
tónsmíðar Hjálmars er „tematísk"
vinnutækni og er þá ýmist að tón-
hugmynd er endurtekin á sama tón-
stæði en með ýmsum hætti, hvað
snertir styrk og blæ eða tónstaða
hennar og tónbilaskipan er breyti-
leg. Ur þessu vinnur Hjálmar lengri
og margbreytilegri tónbálk en
margir nútímahöfundar og reynir
þar með nokkuð á hlustunarþol
áheyrenda, einkum með predikandi
endurtekningum, annaðhvort í
ágengum styrk eða með svæfandi
blíðu. Þessi leikur Hjálmars með
andstæður heldur samt athygli
hlustenda og skýr tónræn fram-
vinda verkanna, þar sem spenna
og slökun marka formfleti þeirra,
gefur þeim oft skemmtilega og leik-
ræna spennu.
Þrátt fyrir nútímalega framsetn-
ingu hugmyndanna, eru þær oft
tónstæðar og söngrænt einfaldar.
Utfærslan er einnig, jafnvel þar sem
tónvefnaðurinn virðist flókinn og
ómstríður, á stundum mjög tónteg-
undabundin. Það eru þessi tengsl á
milli þess gamla og nýja sem gerir
tónlist Hjálmars m.a. áhugaverða
og aðgengilega.
Af þeim sem fluttu verk Hjálm-
Ungversk
tónlist
Tónleikar sem haldnir voru á
vegum Musica nova í Bústaðakirkju
sl. föstudag voru eins konar fjöl-
skyldutónleikar, auk þess sem ein-
göngu var flutt ungversk tónlist.
Einn úr Székely-fjölskyldunni, Ag-
nes Székely, leikur á víólu í Sin-
fóníuhljómsveit Islands en hingað
til lands komu foreldrar hennar og
bróðir og tækifærið var notað til
að slá upp tónleikum, þar sem leik-
ið var á víólu, píanó og orgel, verk
eftir Bartók, Kurtág, Horusitzky,
Szönyi og Sári.
Bartók er sá eini sem þekktur
er af áðurnefndum tónskáldum en
eftir hann flutti Balázs Székely
(1972) nokkra kafla úr Mikrokosm-
os og 15 ungverska bændasöngva.
Eftir Kurták lék Balázs eins konar
skólatónlist, er ber nafnið Leikir,
og einnig hluta af verki eftir full-
trúa „minalismans" í Ungveija-
landi, verki er ber nafnið Flashing
Images en höfundur þess heitir Józ-
sef Sári. Balázs Székely er efnileg-
ur píanóleikari og lék t.d. Bænda-
söngva Bartóks ágætlega.
Víóluleikarinn Agnes Székely
(1961) lék sónötu eftir Horusitzky
og einleiksverk eftir Kurtág, sem
höfundurinn nefnir Signs og var
það skemmtilegasta verkið á tón-
leikunum og vel leikið. Miklós Szék-
ely (1935), sem er kórstjóri og
orgelleikari flutti tvö orgelverk eft-
ir Szönyi, það fyrra Preludíum,
passacalia og fuga en síðara sam-
leiksverk fyrir orgel og píanó er
nefnist Evocatio. Szönyi lærði hjá
Kodaly og einnig í París, hjá Aubin
og Boulanger.
Að frádregnu einleiksverki Kurt-
ágs fyrir víólu og tónlist Bartóks,
var ekki eftir miklu að slægjast í
þessu sýnishorni af nýrri tónlist í
Ungveijalandi. Flutningurinn í heild
var þokkalegur en ekki meira, nema
þá helst í einleiksverki Kurtágs og
Bændadönsum Bartóks.
ars, þá var píanóleikur Önnu Ás-
laugar Ragnarsdóttur sérlega at-
hyglisverður og Nora Kornblueh lék
ágætlega vel eftirmálann í tríóinu.
Jóhanna V. Þórhallsdóttir söng vel
lögin við snilldarkvæðin eftir Stefán
Hörð, þó nokkuð gætti að rödd
hennar hefur dýpri legu en krafist
er í lögum Hjálmars og átti því
ekki auðvelt með að halda tón-
blænum jöfnum. Þriðja lagið,
„Spör“, er einstaklega skemmtilegt
en mesta tónsmíðin er við ljóðin
Þögnuðuholt. Hjálmar ætti að end-
uivinna þetta verk, fyrir einsöng
með píanóundirleik og þarf ekki
spámann til að spá þessu verki vin-
sælda sem viðfangsefni söngvara
og dálæti hlustenda.
Flytjendur
ásamt höfundi í
listasafni _ Sig-
uijóns Ólafs-
sonar.
kr. 8.167,-
á mánuði — vaxtalaust!
Það bjóða ekki aðrir betur. Með raðgreiðslum Veraldar heíur tekist að lækka ferðakostn-
aðinn og gera öllum kleift að komast í fríið með þessu þægilega og ódýra greiðslufyrir-
komulagi. Þú greiðir með greiðslukorti og um hver mánaðamót er svo greiðslan skuldfærð
á reikninginn þinn.
Europa Center
Þessi vinsæli gististaður fjölskyldunnar
á Benidorm. __ .
Einstök staðsetning. ZZ \ J / |
Verð aðein^ kr.
pr. mann.
2 íullorðnir m. 2 böm í júní
Torre Levante
Frábær aðbúnaður í sumarfriinu.
Nýjar íbúðir, allar
með loítkælingu. V
Verð aðeins kr.
pr. mann
2 fullorðnir m. 2 böm í júní
HJÁ VERÖLD FÆRDU MEIRA FYRIR PENINGANA
MRIAIIISlfillN
Austurstræti 17, sími 622200
*Verð í 2 vikur í júní miðað við 4 í íbúð á Europa Center. 6 aíboiganir.