Morgunblaðið - 12.04.1989, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989
Ráðgjöf á reyk-
lausum degí
eftir Asgeir R.
Helgason
Á undanförnum árum hefur margt
verið skrifað til stuðnings þeim sem
vilja hætta að reykja. Hægt er að
fá hjá Krabbameinsfélaginu bækl-
inginn „Út úr kófinu" og greinar
eftir undirritaðan. Hér á eftir fer
upptalning á fáeinum atriðum sem
gott er að hafa í huga þegar reyking-
um er hætt. Vegna þess hve málið er
í raun flókið og margþætt verður
aðeins stiklað á nokkrum atriðum
en bent á áður nefnd rit Krabba-
meinsfélagsins sem ítarefni.
Slökun
Lærið slökun. Hægt er að kaupa
segulbandsspólur þar sem kennd
eru einföld slökunarkerfi og annað
slagið er boðið uppá námskeið í
slökun. Fyrir nokkru kom út á veg-
um Radíóbúðarinnar námskeið á
segulbandsspólum þar sem kennd
er slökun með aðstoð,, lífrænnar
endursvörunar (biofeedback). Þó
hér sé á ferðinni ágætis námskeið
ber að hafa það í huga að lífræn
endursvörun er vandmeðfarin tækni
og því er nauðsynlegt að kynna sér
vel notkun þeirra tækja sem stuðst
er við hveiju sinni.
Hvers vegna
Komist menn á annað borð yfir
fyrstu vikur reykbindindis er nikó-
tínfíknin að baki. Hins vegar geta
erfiðar langanir í reyk gert vart við
sig allt að 14-16 mánuðum eftir að
reykingum er hætt. Þessar langanir
eru tengdar andlegu ástandi þínu,
persónulegum áföllum, þunglyndi
og streitu. Reyndu að ná tökum á
streituvöldunum í lífí þínu og lærðu
að slaka á. ítarlegri umfjöllun um
samband streitu, þunglyndis og
reykinga má finna í greininni „Tób-
aksánauð" sem birtist í Morgun-
blaðinu 30.12. ’88 og liggur frammi
í afgreiðslu Krabbameinsfélagsins.
Líkamsrækt
Hreyfðu þig sem mest fyrstu vik-
urnar eftir að þú hættir að reykja
og haltu því áfram sem lengst.
Stundaðu einhyers konar líkams-
rækt, helst á hveijum degi en
minnst annan hvern dag. Sund,
göngutúrar, skokk ogtækjaþjálfun.
Állt er þetta hin ágætasta hreyfíng
en hver og einn verður að fínna
hreyfingu við sitt hæfi.
Hvers vegna
Líkamsrækt er eitt besta ráðið
til að vinna bug á uppsafnaðri
streitu en munið að mikilvægt er
að gefa sér tíma til að slaka vel á
eftir áreynsluna. Þegar við reynum
á okkur upp að vissu marki fer
líkaminn að framleiða efnið end-
orfín sem er náttúrulegt deyfíefni.
Þegar þéttni þess eykst í líkaman-
um fylgir því þægileg tilfinning eða
doði. Reykingar auka þéttni end-
orfíns í líkamanum og er það líkleg-
asta skýring þess að margir halda
því fram að þeir slaki á þegar þeir
reykja þó vitað sé að nikótínið í
reyknum er í raun streituvaldandi
efni. Reynið því að auka þéttni end-
orfíns í líkamanum eftir að þið
hættið að reykja með því að leggja
stund á markvissa líkamsþjálfun.
Nálastunga
Þó engar rannsóknir hafi sýnt
fram á það með óyggjandi rökum
að nálastunga dragi úr tóbakslöng-
un hefur undirritaður tilhneigingu
til að trúa að svo geti verið a.m.k.
undir vissum kringumstæðum. Það
er því sjálfsagt að leita aðstoðar
reyndra sérfræðinga á þessu sviði
en munið að jafnvel þó nálastunga
kunni áð hjálpa er hún engan veg-
inn nein bólusetning gegn löngun
heldur í besta falli aðeins eitt af
ijölmörgum hjálpartækjum.
Hvers vegna
Ástæðan fyrir því að ég hef
nokkra trú á gildi nálastungu er
sú að nálamar auka m.a. þéttni
endorfíns í líkamanum. Það er því
fýrst og fremst með því að draga
úr áhrifum streitu sem nálastungan
getur komið til hjálpar. Það er því
ljóst að beita verður nálastungu
reglulega þegar streitan verður
mikil en best er þó að vinna með
streituna á annan hátt og markviss
líkamsrækt er mun æskilegri aðferð
til að auka þéttni endorfíns.
Nikótíntyggigúmmí
Nikótínið er fíkniefnið í reyknum.
Það er þó mjög einstaklingsbundið
hve sólgnir reykingamenn eru í
nikótín. Þei sem eru mjög sólgnir
í nikót.ín eru líklegri ti! þess en
aðrir að upplifa mikil fráhvarfsein-
kenni þegar þeir hætta að reykja.
Ef þú ert í þeim hópi er líklegt að
nikótíntyggjó geti hjálpað. Það er
alls ekki sama hvernig nikótín-
tyggigúmmí er notað aflaðu þér
því ítarlegra upplýsinga um notkun
þess áður en þú ákveður að nota
það. Greinagóðar upplýsingar um
nikótíntyggigúmmí ásamt prófi
sem mælir nikótinfíkn eru í grein-
inni „Tóbaksánauð" sem liggur
frammi hjá Krabbameinsfélaginu.
Eins eru upplýsingar um notkun
þess í bæklingnum „Út úr kófinu"
sem hægt er að fá á heiisugæslu-
stöðvum, í mörgum lyfjabúðum og
hjá Krabbameinsfélaginu.
Hvers vegna
Erfiðleikarnir sem fylgja því að
hætta að reykja eru tengdir h'kam-
legi*i fíkn þar sem nikótí gegnir
meginhlutverki en streita, þung-
lyndi og tengsl reykinga við um-
hverfið hafa líka mikið að segja.
Séu menn mjög sólgnir í nikótín
getur það orðið þeim ofviða að
glíma við alla þessa þætti samtím-
is. Því getur verið æskilegt að friða
nikótínþörfína á meðan tekist er á
við hina þættina.
Vökvakúr
Ef þú ætlar þér að hætta að
reykja án þess að nota niktótín-
tyggjó er æskilegt að fara á 24-48
tíma vökvakúr til að flýta fyrir því
að nikótínið hverfi úr Iíkamanum.
Ekki neyta neinnar fastrar fæðu
en drekktu eins mikið af vatni og
þú getur í þig látið og sem fjöl-
breyttast úrval af hreinum ávaxta-
safa.
Hvers vegna
Vökvakúrinn flýtir mjög fyrir því
að líkamleg fráhvarfseinkenni
hverfi. Fráhvarfseinkenni eru eins
konar timburmenn eftir langvar-
andi eitrun og líkamskerfin þurfa
tíma til að aðlaga sig að því að eitr-
ið er ekki lengur til staðar. Frá-
hvarfseinkenni eru því í raun merki
um jákvæða aðlögun að breyttum
lífsháttum. Hins vegar eru timbur-
menn alltaf óþægilegir og vökva-
kúrinn flýtir fyrir bata.
Umhverfið
Reyndu að gera þér sem gleggsta
grein fyrir því hvaða þættir í um-
hverfi þínu vekja hjá þér löngun í
tóbak. Mundu að það er algerlega
einstaklingsbundið hvaða umhverf-
isþættir hafa tengst tóbaksnotkun
hjá hvetjum og einum. Þannig get-
ur t.d. kaffi aukið á tóbakslöngun
hjá einum en hjálpað þeim næsta
til að yfirstíga löngunina. Reyndu
síðan að sniðganga þá þætti tíma-
bundið sem þú veist að hafa nei-
kvæð áhrif á þig.
Hvers vegna
Allt að helmingur allra langana
í tóbak fyrstu vikyr reykbindindis
eru tengdar umhverfisþáttum. Það
getur því reynst nauðsynlegt að
sniðganga vissa hluti tímabundið
til að draga úr fjölda langana, sér-
staklega er þú ert mikill nikótínisti
og ákveður að nota ekki nikótín-
tyggjó og eins ef streita eða þung-
lyndi sækja að þér. Hafðu það samt
hugfast að það er nógu erfitt að
hætta að reykja svo þú farir ekki
að auka á erfiðleikana með því að
sniðganga aðra hluti sem veita þér
e.t.v. einhveija fróun. Sniðgangtu
því aðeins þá hluti sem þú veist
fyrir víst að hafa neikvæð áhrif á
þig. Mundu þó að til þess að
tengslin milli umhverfis og reyk-
löngunar rofhi verður þú að setja
þig í aðstæðurnar smám saman.
Húsráð
Til eru ýmis húsráð sem reynast
mörgum vel í baráttunni við tóbaks-
löngun. Hér á eftir kemur listi yfir
nokkur atriði sem vert er að hafa
í huga:
• Farið út og andið að ykkur
fersku lofti. Dragið andann djúpt
nokkrum sinnum. Andið rólega.
• Drekkið kalt vatn.
• Hafið tannburstann handbæran
og burstið tennumar upp úr sterku
mentóltannkremi.
• Hafið eitthvað í höndunum til
að fitla við.
• Fáið ykkur bragðsterkar ment-
óltöflur.
• Borðið sem mest af súrum
ávöxtum, grape ávöxturinn og
grape safi hafa reynst mörgum
mjög vel.
• Lakkrísrætur þykja mörgum
einkar gott hjálpartæki. Þær fást í
Heilsuhúsinu og hjá Kornmarkaðn-
um. Þar hafa menn í einu stykki
eitthvað til að fitla við, eitthvað til
að kæta bragðlaukana og hægt er
að naga þær að vild án þess að fitna
eða skemma tennurnar.
Ef þið þekkið fleiri húsráð sem
reynst hafa ykkur vel í barátt-
unni, fyrir alla muni Iiggið ekki
á þeim. Látið heyra frá ykkur í
lesendadálkum dagblaðanna og
miðlið öðrum af reynslu ykkar.
Námskeið
Krabbameinsfélagið og Heilsu-
verndarstöðin í Reykjavík standa
fyrir reglulegum námskeiðum til
stuðnings þeim sem vilja hætta að
reykja, auk þess bjóða ýmsar heilsu-
gæslustöðvar uppá námskeið annað
slagið og aðventistar hafa um ára-
bil staðið fyrir námskeiðum um land
allt. Einnig er vert að geta þess að
Radíóbúðin gar nú um jólin út nám-
skeið á spólum sem er allrar at-
hygli vert.
Höfíindur er upplýsing-afíilltrúi
hjá Krabbameinsfélaginu þarsem
hann hefíir meðal annars þróað
ogstýrt námskeiðum íreykbind-
indi.
Vaxtabyrðin léttíst
eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
Við samanburð á núgildandi vöxt-
um í húsnæðiskerfinu og því vaxta-
stigi sem kann að verða með tilkomu
húsbréfakerfis er rétt að hafa eftir-
farandi í huga:
★ Ljóst er að núverandi útlánsvext-
ir Byggingasjóðs ríkisins fá ekki
staðist til lengdar. Sjóðurinn lán-
ar út á 3,5% vöxtum en tekur lán
á 6,8% til 7% vöxtum. Á fáum
árum gengur hratt á eigið fé
sjóðsins, sem nú er um 13 millj-
arðar króna, og þrátt fyrir 1100
milljón króna ríkisframlag gæti
það að óbreyttum vaxtamismun
verið upp urið árið 2005. Það
verður því óhjákvæmilegt fyrr
eða síðar að hækka útlánsvexti
sjóðsins óháð því hvort lána-
kerfinu verði breytt eða ekki.
★ Flestir þurfa í dag að leita eftir
töluverðri skammtíma lánafyrir-
greiðslu ti! viðbótar lánum frá
Byggingasjóði ríkisins. Viðbót-
arfjármagn hefur verið fengið
með lántökum frá lífeyrissjóðun-
um og bönkum á mun hærri vöxt-
um en hjá Byggingasjóði ríkisins.
Það eru einmitt þessi þungu
skammtimalán i bönkum sem
leitt hafa liL gjaldþrota vegna..
íbúðarkaupa hjá mörgum Qöl-
skyldum í landinu. Á þessu
verður breyting með tilkomu hús-
bréfakerfisins, þar sem kaupandi
fær lán sem nemur (seljandi lán-
ar) 65% af kaupverði íbúðarinn-
ar. Þar er í mörgum tilfellum um
að ræða helmingi meiri lánafyrir-
greiðslu en nú er hjá Bygginga-
sjóði ríkisins. Af því leiðir að fólk
þarf í miklu minni mæli að leita
í bankana með skammtímalán.
Þegar litið er til þess hvernig
lánsfjármögnun vegna íbúðarfj-
árfestinga hjá fólki er háttað hér
á landi þar sem stór hluti af verði
íbúðarinnar er fjármagnaður með
skammtímalánum í bönkum og
hjá fleiri aðilum má ætla að
meðalvextir á skuldum íbúðar-
kaupenda hafi undanfarin 2
ár verið í raun á bilinu 6—7%.
Er þá ekki tekið tillit til þess
kostnaðar sem fylgir endurtekn-
um sKammtímalánum í bönkum.
Áætla má að hér sé um sömu
vaxtabyrði að ræða eins og við
núverandi aðstæður ýrðu á hús-
bréfum.
★ Réiknað er með að yextir af hús-
bréfum verði sambaérilegir fog
vextir af ríkisskuldabréfunf á
hveijum tíma énda er um sam-
bærileg verðbréf að ræða þó hús-
.bráfin- »uúi. .sennilega.skora. sig ■
úr að því leyti að lánstími þeirra
verður miklu lengri.
★ Hjá þeim sem eru með lágar og
meðaltekjur mun húsbréfakerfið
létta verulega greiðslubyrði
fyrstu árin. Skal það nú skýrt
nánar.
Breytt fyrirkomulag- —
jöfnun húsnæðiskostnaðar
Veigamikill þáttur í tillögum um
vaxtabætur er breyting á núverandi
fyrirkomulagi á þátttöku hins opin-
bera í lækkun kostnaðar við útvegun
eigin húsnæðjs. Stuðningur hins op-
inbera fer nú fram eftir þrem leiðum.
í fyrsta lagi eru greiddar hús-
næðisbætur til þeirra sem kaupa í
fyrsta sinn. Þær eru greiddar í 6 ár
og eru nú um 50 þúsund krónur á
einstakíing (hjón fá tvöfalt). Hús-
næðisbæturnar eru óháðar tekjum
eða eignum umsækjenda.
í öðru lagi er heimild til bráða-
birgða (6 ár) til handa þeim sem
nýttu sér vaxtafrádrátt í gamla
skattakerfínu til vaxtaafsláttar.
í þriðja lagi er svo um að ræða
niðurgreiðslu vaxta hjá Húsnæðis-
stofnun.
í heild er áætlað að stuðningur
- hins opinbera eftir þessum þrem-
ur leiðum nemi nú um 12—1500
. .miUjómim króna... --
Jóhanna Sigurðardóttir
Vaxtabætur
Lagt er til að taka upp svokallað-
ar vaxtabætur sem leysa af hólmi
öll þessi þijú form. Vaxtabæturnar
taka mið af vaxtabyrði heimilanna
vegna íbúðarkaupa en skerðast við
vaxandi tekjur og eignir. Jafnframt
er á þeim ákveðið þak sem er 100
þús. krónur fyrir einstakling, 130
þúsund krónur fyrir einstætt foreldri
og 160 þúsund krónur fyrir hjón.
Fjárhæðir eru hér miðaðar við des-
ember 1988. Miðað er við að vextir
verði greiddir niður þannig að raun-
vextir hjá þeim sem hafa miðlungs-
tekjur- verði á bilinu 2—3% eftir
„Vaxtabæturnar verða
ótímabundnar en nú-
verandi húsnæðisbætur
gilda einungis í 6 ár.
Vaxtabætur fara þá
lækkandi eftir því sem
tekjur og eignir vaxa
og vaxtagjöld fara
lækkandi. Þær eru jafii-
framt óháðar því þvort
um er að ræða fyrstu
eða síðari íbúðarkaup.
Núverandi húsnæðis-
bætur gilda bara um
fyrstu íbúðarkaup.“
skatt.) Vaxtabætumar verða
ótímabundnar en núverandi hús-
næðisbætur gilda einungis i 6 ár.
Vaxtabætur fara þá lækkandi eftir
því sem tekjur og eignir vaxa og
vaxtagjöld fara lækkandi. Þær eru
jafnframt óháðar því hvort um er
að ræða fyrstu eða síðari íbúðar-
kaup. Núverandi húsnæðisbætur
gilda bara um fyrstu íbúðarkaup.
Vaxtabyrðin léttari hjá
einstæðu foreldri
Tökum dæmi. Guðrún, sem er ein-
stæð móðir með 2 börn, hefur í árs-
tekjur 1 milljón króna. Hún kaupir