Morgunblaðið - 12.04.1989, Side 18

Morgunblaðið - 12.04.1989, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989 Móttökurnar hreint frábærar - segir Jóhannes Jónsson í Bónus „Verslunin gengnr ákaflega vel. Smávandamál kom upp í sambandi við tölvurnar okkar í upphafl, en við trúum því að það sé farar- heill. Móttökurnar hafa verið hreint frábærar og við getum ekki annað en verið mjög ánægðir," sagði Jóhannes Jónsson, verslunar- stjóri í Bónus. Bónus er ný kjarakaupaverslun, til húsa í 400 fermetra húsnæði í Skútuvogi 13. Verslunin opnaði á hádegi síðastliðinn laugardag "og verður framvegis þar opið á virkum dögum frá kl. 12.00 til 18.30. Á laugardögum verður opið frá kl. 10.00 til 16.00. Aðeins þrír starfsmenn munu starfa í Bónus. Á verslunartíma munu þeir sitja vð afgreiðslukass- ana og morgnana ætla þeir að nota til að fylla í hillurnar. Jóhannes sagðist hafa notið góðs af verkfalli kennara og fengið nokkra verkefna- lausa nemendur sér til halds og trausts svona í fyrstu á meðan starfsemin væri að fara af stað. Afgreiðslukassarnir nema svokölluð strikamerki og verða flestar vöru- tegundimar merktar þannig. Kjöt- vömr koma með verðmerkingum frá framleiðendum eins og gengur og gerist í öðmm verslunum, en af þeim gefur Bónus 10% afslátt. „Við reiknum með að vera með um það bil 10% lægra vömverð en stór- markaðimir, en afslátturinn er auð- vitað misjafn frá einni vömtegund til annarrar. Afslátturinn er þetta frá 4% og upp í 15% á einstökum vörutegundum," sagði Jóhannes. Boðið verður upp á um 800 vöm- tegundir í Bónus, matvömr og hreinlætisvömr. „Ekki mun verða tekið við greiðslukortum í verslun- inni enda hljóta slík viðskipti að leiða til hærra vömverðs. Miðað verður við að halda vömverðinu sem mest niðri og virðist mér við fyrstu sín að viðskiptavinir kunni vel að meta það,“ sagði Jóhannes. PHILIPS sjónvarpstækin eni sannkallaðir gleðigjafar á heimilinu. Sjónvarpsdagskráin ræður að von nokkru um gleðina en PHILIPS tryggir skýrasta mynd og tærastan hljóm þess sem I boði er. Einstök myndgæði, traust smíði og frábær ending eru meðmæli eiganda PHILIPS sjónvarpa. — Viltu slást í hópinn?. Viö vorum að fá til landsins stóra þar sem mynd og tóngæði eru í sór- sendingu af þessu hágæða 20 tommu flokki, og getum því boðið þessi sjónvarpstæki frá PHILIPS, árgerð '89, frábæru tæki á einstaklega lágu verði vegna hagstæðra samninga. • Þráðlaus fjarstýring með öUum möguletkum handstýringar. • SmekkJegt, nútimaiegl útlit. • SjálfJertari. • Frábeerhljómgœðiúrhátalaraframanátæki. • Lágmarics rafmagnsrtotkun. • tBstÖövaminni. • Verðtð kemur þór á óvart. 16“ PHILIPS FRIÐARSTILLIR 16 tommu (feröa) sjónvarp með innbyggðu loftneti og ■mm . 10 stööva minni. Frábær ‘If mynd- og tóngæöi, tenging I ..... fyrir heymartól. Silfuriitaö. Verö: 29.980 28í" Heimilistæki hf iSOMUKgiUH Petri Sakari, hljómsveitarstjóri. Ifor James, hornleikari, Sinfóníuhlj óms veitin: Tónlist fyrir horn ÞRETTÁNDU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða haldnir i Háskólabíói Smmtudaginn 13. apríl og heflast klukkan 20.30. Einleikari verður breski hornleikarinn Ifor James og hljómsveitarstjóri Petri Sakari, aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Efiiisskráin verður óvenju Qölbreytt að þessu sinni, en flutt verða verkin: Sinfónía nr. 35 „Haflher" eftir Mozart, Konsert fyrir piccolohom eftir Nemda, Homkonsert eftir Gor- don Jacob og Bachianas Brasileiras nr. 2 eftir Villa-Lobos. Það skiptast því á klassísk verk Moszarts, nútímaverk Neruda auk suður-amerískrar stemmningar Villa-Lobos og unnendur hom- leiks verða vart sviknir í homkon- sert Gordon Jacobs. Ifor James homleikari fæddist 1931 í Carlisle á Englandi. Faðir hans var hljóðfæraleikari en móð- ir hans söngkona. Aðeins fjögurra ára gamall hóf hann að spila á hom í lúðrasveit, en þremur ámm síðar spilaði hann í leikhúsi. Um skeið var hann organisti dóm- kirkjunnar í Carlisle, en tvítugur tók hann aftur til við að spila á hom. Auk þess sem hann hefur spilað f fílharmóníuhljómsveitum svo og kammersveitum, hefur hann verið prófessor við tónlistar- háskóla, nú síðast við Tónlistar- háskólann í Freiburg í Þýska- landi. Á meðan dvöl hans stendur hér, mun hann halda „masterc- lass“ fyir nokkra homleikara hér- lendis. Mörg tónskáld hafa samið verk fyrir Ifor James. Sjálfur er hann tónskáld og hefur samið verk bæði fyrir hom svo og önnur hljóðfæri. Um sjálfan sig segir hann: „Ég spila á hom því ég get ekki sungið. Ef ég gæti sungið, myndi ég ekki spila á hom!“ Hljómsveitarstjorinn Petri Sak- ari stendur á þrítugu og hefur á stuttum ferli sínum getið sér gott orð. Hann nam hljómsveitarstjóm hjá Jorma Panula við Síbelíusar- akademíuna í Helsinki. En auk þess að vera eftirsóttur hljóm- sveitarstjóri, er Petri Sakari fiðlu- leikari og lék sem slíkur um tíma með Útvarpshljómsveitinni í Hels- inki. Hann hefur í vetur auk starfa sinna hér stjómað sinfóníuhjóm- sveitum á Norðurlöndum og farið í tónleikaferðir með kammersveit- um. Brunabótamat Iðnó 40 millj- ónir króna Brunabótamat Iðnó, sem nú er til sölu, nemur 40 milljónum króna. Það er fasteignasalan Eignamiðlunin sf., sem hefiir húsið til sölu, en skráður eigandi er Alþýðuhús Reykjavíkur hf. Sverrir Kristinsson sölustjóri Eignamiðlunar, segir að ekkert fast verð sé sett upp fyrir eign- ina, heldur er óskað tilboða í hana. Sverrir telur að söiuverð Iðnó verði nokkuð hærra en nemur brunabótamatinu, einkum vegna þess hve vel húseignin er staðsett í miðbænum. Hann segir að ávallt sé erfitt að meta eignir á borð við Iðnó en eigendur hússins hafa ekki sett fram neitt lágmarksverð. Iðnó var auglýst til sölu í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins og þegar hafa nokkrar fýrirspumir borist fasteignasölunni. Kópavogur: 75 til 80 fá sumarviimu ÁKVEÐIÐ hefur Verið að ráða 75 til 80 manns til sumarafleys- inga hjá Kópavogsbæ auk þess sem allir unglingar á aldrinum 12 til 15 ára, er þess óska fá vinnu í vinnuskóla bæjarins. Að sögn Áma Stefáns Jónssonar hjá félagsmálastofnun Kópavogs, felst sumarvinnan meðal annars í garðyrkjustörfum, gatnagerð og flokkstjóm í vinnuskólanum, fyrir þá _sem em orðnir 16 ára og eldri. í þessari viku verður dreift um- sóknareyðublöðum fyrir vinnuskól- ann í grunnskólum bæjarins og á skráningu að vera lokið næstkom- andi föstudag. Vinna hefst í byrjun júní og fá allir sem vilja vinnu en síðastliðið sumar unnu 415 ungling- ar á vegum skólans. • • Oldungar í Hamrahlíð sýna tvo einþáttunga Fimmtudagskvöldið 13. apríl frumsýnir „Ljóri", hið nýstofii- aða leikfélag nemenda í öldunga- deild Menntaskólans við Hamrahlíð, einþáttungana „Heimur án karlmanna“ eftir Philip Johnson í þýðingu Árna Blandon og „Saga úr dýragarðin- um“ eftir Edward Albee, í þýð- ingu Thors Vilhjálmssonar. Sýn- ingar fara fram í hátíðasal Menntaskólans við Hamrahlíð. Þær heíjast klukkan 20.30 og verða aðeins fjórar. Lokasýning verður sunnudagskvöldið 16. april, önnur og þriðja sýning verða 14.-15. apríl. Philip Johnson var breskt leik- ritaskáld sem sérhæfði sig í að skrifa stutt gamanleikrit fyrir kon- ur í áhugaleikhópum. í sýningu leik- félagsins „Ljóra“ hefur gamanleik- ur hans „Heimur án karlmanna", frá fjórða áratug þessarar aldar, verið staðfærður og er látinn gerast í Reykjavík nútímans. „Heimur án karlmanna" fjallar á spaugsaman hátt um eilífðar vanda- málið mikla, togstreituna milli kynj- anna. Nokkrar konur koma saman til að ráða bót á vandanum og fjall- ar leikritið á laufléttan hátt m.a. um götin sem ávallt virðast koma upp í útfærðri hugmyndafræði. „Saga úr dýragarðinum“ er fýrsta verkið sem Albee samdi og svo skemmtilega vill til að fyrsta verkefni leikfélags dagskólans í Hamrahlíðinni, „Sandkassinn", sem leikið var fýrir réttum 20 árum, er einnig eftir Edward Albee. „Saga úr dýragarðinum“ fjallar um tvo menn, Pétur og Jerrí, sem kynnast fyrir tilviljun í Central Park í New York. Pétur er áhyggjulaus miðstéttarmaður, en Jerrí tilheyrir sjóðnum. „Ég heyrði ekki þessi ummæli forsætisráðherra og hef ekki séð þau, en þessar tölur sem hann nefndi eru ekki komnar frá okkur í stjórn Hlutafjársjóðs. Við höfum ekki ennþá gert neina áætlun af þessu tagi, og talsverðu starfi er ólokið áður en hægt er að gera slíkt með nokkru öryggi,“ sagði Helgi Bergs. Tæplega 30 umsóknir bárust til Hlutafjársjóðs áður en umsóknar- lágstétt og tekur að segja Pétri frá högum sínum á þann hátt, að Pétur markast til æviloka af kynnum sínum við Jerrí. Leikstjóri einþáttunganna tveggja, fyrsta verkefnis leikfélags- ins „Ljóra“, er Árni Blandon. (Úr fréttatilkynningu.) frestur rann út, og er þar aðallega um að ræða fyrirtæki í sjávarút- vegi. Sjóðurinn hefur ekkert ráð- stöfunarfé, en honum er ætlað að gefa út skuldabréf fyrir skuld við- komandi umsóknaraðila, og bjóða kröfuhöfum þau til sölu. Samþykki kröfuhafar að kaupa bréfin fær sjóðurinn á móti hlutabréf hjá við- komandi umsóknaraðila fyrir sömu upphæð. Forsætisráðherra: Yfir tveir milljarðar til illa staddra fyrirtækja Þessar tölur ekki komnar frá okkur, segir formaður stjórnar Hlutaflársjóðs STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra lýsti því yfir á Al- þingi að talið væri að færa þurfi til í eigið fé yfir tvo milljarða króna til að minnsta kosti 15-20 fyrirtækja, sem sótt hefðu um fyrir- greiðslu hjá Hlutafjársjóði. Helgi Bergs formaður stjórnar sjóðsins segir þessar tölur ekki komnar frá sljórn Hlutafiársjóðs, og engin áætlun hafi enn verið gerð um það hve miklu þurfi að ráðstafa úr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.