Morgunblaðið - 12.04.1989, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989
27
Frumvarp um breytingar á stjórnarskrá:
Alþingi verði ein málstofa,
ráðherrar kalli inn varamenn
Fundur í sameinuðu Alþingi. Flutningsmenn frumvarpsins vilja að
Alþingi verði ein málstofa.
NOKKRIR þingmenn úr stjórnar-
liði og Borgaraflokki, undir for-
ystu Páls Péturssonar, formanns
þingflokks Framsóknarflokks,
hafa lagt fram frumvarp um
breytingar á stjórnarskrárlögum.
í frumvarpinu felst meðal annars
að Alþingi yrði sameinað f eina
málstofu, heimildir ríkisstjómar-
innar til útgáfu bráðabirgðalaga
og aukaQárveitinga yrðu þrengd-
ar og ráðherrar ættu ekki sæti á
Síðasti dagur til að leggja fram mál á mánudag:
65 mál komu fram
SÍÐASTLIÐINN mánudag var
síðasti dagur til að leggja fram
þingmál án þess að þurfa að leita
afbrigða. Alls komu því firam 65
mál á mánudaginn, þar af um
25 frumvörp til laga.
* Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S/Vf), Eyjólfur Konráð Jónsson
(S/Rvk) og Júlíus Sólnes (B/Rn)
hafa lagt fram frumvarp um stjóm-
un fískveiða. í greinargerð með
frumvarpinu segir að undirrót vand-
ans í stjómun fiskveiða sé of mikil
sóknargeta fiskiskipastólsins. í
frumvarpinu eru því meðal annars
ákvæði um að hvetju fiskiskipi verði
ákveðin sóknargeta, sem miðist við
aflamagn það, sem skipið hafi burði
til að veiða árlega. Einnig að sé
sóknargeta fiskiskipastólsins meiri
en þurfí til hámarksnýtingar hans,
sé óheimilt að auka sóknargetuna.
* Ríkisstjómin hefur lagt fram
frumvarp um stofnun hlutafélags
um ríkisprentsmiðjuna Gutenberg,
sem við stofnun verði að fullu í eigu
ríkisins, en síðar megi leita sam-
þykkis Alþingis fyrir sölu hluta-
bréfa.
* Danfríður Skarphéðinsdóttir
(Kvl/Vl) og Guðrún Agnarsdóttir
(Kvl/Rvk) hafa lagt fram fmmvarp
um afnám söluskatts af náms-
bókum.
* Lagt hefur verið fram stjómar-
frumvarp um leigubifreiðar. I grein-
argerð segir meðal annars að nauð-
synlegt sé að lögfesta skýr ákvæði
um þær takmörkunaraðferðir, sem
þróast hafi um veitingu leyfa til
leigubifreiðaaksturs. Á það beri að
líta að atvinnuleyfin séu eftirsótt,
og leyfishafar líti á þau sem mikil-
væg persónuleg réttindi. Því sé
nauðsynlegt að setja í lög grund-
vallarákvæðin, en láta ekki reglu-
gerðarákvæði ein nægja. Er meðal
annars vísað til þess að dómsmál
hafi risið vegna reglugerðarákvæða
um þessi atvinnuleyfi.
* Lagt hefur verið fram stjómar-
frumvarp um Félagsmálaskóla al-
þýðu, sem starfi á vegum ASÍ og
BSRB. Menningar- og fræðslusam-
band alþýðu fari með málefni hans,
og hlutverk hans sé að mennta fólk
úr samtökum launafólks með það
fyrir augum að efla sjálfstraust
þess, hæfni og þroska til að vinna
að bættum kjömm verkalýðshreyf-
ingarinnar.
* Lagt hefur verið fram fmmvarp
um Úreldingarsjóð fiskiskipa. í
greinargerð segir að hlutverk sjóðs-
ins sé að draga úr stærð fiskiskipa-
flotans og auka þar með hag-
kvæmni í útgerð, þannig að minni
þörf verði á að halda skipum frá
veiðum með opinbemm boðum og
bönnum. Sjóðurinn eigi að kaupa
skip, selja þau úr landi eða eyða
þeim.
* Jón Helgason (F/Sl) og fleiri
þingmenn hafa lagt fram fmmvarp
um breytingu á lögum um þingfar-
arkaup, svohljóðandi að afsali þing-
maður sér þingmennsku og hverfi
til annarra launaðra starfa falli rétt-
ur hans til biðlauna niður.
* Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk)
og fleiri þingmenn Kvennalista hafa
lagt fram fmmvarp til breytinga á
kosningalögum, þannig að allir
íslenzkir ríkisborgarar 18 ára og
eldri, sem eigi eða hafi átt lög-
heimili hér á landi hafí kosning-
arétt við kosningar til Alþingis.
Samkvæmt núgildandi lögum fellur
kosningarétturinn niður, hafi menn
búið lengur en fjögur ár erlendis.
* Lagt hefur verið fram stjómar-
fmmvarp um Hagstofnun land-
búnaðarins, sem hafí aðsetur á
Hvanneyri. Stofnunin á meðal ann-
ars að sjá um ýmsa upplýsingaþjón-
ustu við landbúnaðinn og vinna úr
tölum um landbúnaðarframleiðslu
og afkomu greinarinnar.
* Þingmenn úr öllum flokkum
nema Alþýðuflokki leggja fram
fmmvarp til breytingar á umferðar-
lögum, þess efnis að felld verði nið-
ur málsgrein í lögunum, sem heimil-
ar Ríkissjóði að taka þátt í Bifreiða-
skoðun Islands hf. Þetta þýðir að
ríkið drægi hlut sinn út úr fyrirtæk-
inu, og það yrði lagt niður. Flutn-
ingsmenn segja í greinargerð með
fmmvarpinu, að breytingar, sem
gerðar vom á umferðarlögunum á
síðasta þingi, hafi ekki verið til bóta.
* Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn)
og fleiri þingmenn Kvennalista
leggja fram fmmvarp til breytingar
á skattalögum, þannig að einstæð-
um foreldmm verði heimilt að nýta
ónotaðan persónuafslátt barna
sinna, sem eigi hjá þeim lögheimili
og að falli annað hjóna frá, greiði
eftirlifandi maki eignarskatt eftir
sömu reglum og ef um hjón væri
að ræða, meðan hann situr í óskiptu
búi.
* Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk)
og fleiri þingmenn Sjálfstæðis-
flokks flytja einnig fmmvarp um
að við fráfall maka skuli við álagn-
ingu eignarskatts skipta eignar-
skattstofni eftirlifandi maka og
reikna skatt hans eins og hjá hjón-
um.
* Lagt hefur verið fram stjómar-
fmmvarp um jámblendiverksmiðj-
una í Hvalfírði, þess efnis að ís-
lenzka járnblendifélaginu sé heimilt
að taka þátt í öðmm atvinnurekstri
en bræðslu kísiljáms.
* Margrét Frímannsdóttir (Abl/Sl)
og Málmfríður Sigurðardóttir
(Kvl/Ne) leggja fram tillögu til
þingsályktunar, þess efnis að þingið
feli landbúnaðarráðherra að setja
reglur sem takmarka sauðfjárbú-
skap í þéttbýli. í greinargerð segir
að við erfíðar aðstæður í kindakjöts-
framleiðslu sé eðlilegt að sauðfjár-
búskapur se'takmarkaðúr við lög-
býli og þá eina, sem sæki lífsviður-
væri sitt í hann.
* Guðni Ágústsson (F/Sl) og Alex-
ander Stefánsson (F/Vl) leggja
fram þingsályktunartillögu þess
efnis að Alþingi feli ríkisstjóminni
að láta kanna umfang „svartrar
atvinnustarfsemi“ og söluskatts-
svika, meðal annars með spuminga-
könnun.
* Þingmenn úr öllum flokkum
nema Kvennalista leggja fram
þingsályktunartillögu um að Al-
þingi feli landbúnaðarráðherra að
láta kanna hvaða eyðijarðir í ríkis-
eign sé hægt að afhenda Skógrækt
ríkisins til að efla og styrkja skóg-
rækt í landinu.
* Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al),
Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk),
Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk)
og Aðalheiður Bjamfreðsdóttir
(B/Rvk) leggja fram þingsálykt-
unartillögu, þess efnis að ríkisstjóm
verði falið að hafa frumkvæði að
alþjóðlegri ráðstefnu til að ræða um
afvopnun á höfunum og undirbúa
samningaviðræður með sérstöku
tilliti til kjamorkuafvopnunar á
norðurhöfum. Jafnframt vilja flutn-
ingsmenn að leitað verði eftir því
við ríki, sem eiga kjarnorkuknúin
skip og kafbáta í norðurhöfum að
þau takmarki umferð þeirra í
grennd við ísland og að aðrar ráð-
stafanir verði gerðar til að bægja
frá hættu á geislamengun vegna
slysa og óhappa.
Alþingi. Flutningsmenn, sem eru
auk Páls Péturssonar þau Guðrún
Helgadóttir, Kjartan Jóhannsson,
Kristín Einarsdóttir, Aðalheiður
Bjamfreðsdóttir, Sighvatur
Björgvinsson og Hjörleifur Gutt-
ormsson, segja í greinargerð með
frumvarpinu að þvi sé ætlað að
gera málsmeðferð á Alþingi nú-
timalegri, og að auka sjálfstæði
og eftirlit þingsins með fram-
kvæmdavaldinu.
Viðamestar eru breytingartillög-
urnar við þann hluta stjómarskrár-
innar, sem fjallar um starfsemi Al-
þingis. Þar er gert ráð fyrir að þing-
ið starfí í einni málstofu, og að ekk-
ert lagafrumvarp megi samþykkja
fyrr en það hafí verið rætt þrisvar á
Álþingi. Gerðar em ýmsar breyting-
artillögur við kaflann í heild, og þar
stuðzt við tillögur stjómarskrár-
nefndar frá því í janúar 1983. Flutn-
ingsmenn segja í greinargerð að hin-
ar sögulegu forsendur fyrir deilda-
skiptingu Alþingis séu ekki lengur
fyrir hendi. Ein málstofa myndi
skapa meiri festu í störfum þingsins,
en núverandi deildaskipting hafi oft
leitt til þess að ríkisstjómir, sem
hafi haft meirihluta þingmanna að
baki, hafí verið óstarfhæfar vegna
þess að skort hafí á meirihlutann í
annarri hvorri deildinni. „Það má
færa að því rök að deildaskiptingin
sé í andstöðu við þá viðurkenndu
grundvallarreglu í lýðræðislegum
stjómkerfum að meirihlutinn ráði
úrslitum mála,“ segir í greinargerð-
inni.
Þau rök eru jafnframt færð fyrir
þessari breytingu, að hún mjmdi end-
urbæta nefndastarf Alþingis, þar
sem nefndum myndi fækka og hver
þingmaður þyrfti ekki að vera nema
í u.þ.b. tveimur nefndum. Þá muni
tími ráðherra nýtast betur en áður,
þar sem þeir þurfí ekki að taka þátt
f umræðum um mál sín í tveimur
deildum. Loks benda flutningsmenn
á að þau rök, að mál fái betri um-
fjöllun og skoðun í tveimur deildum
en einni, megi telja léttvæg, vegna
þess að umfjöllun um frumvarp fari
fyrst og fremst fram í fyrri deild-
inni; en að litlu marki í þeirri seinni.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
komið verði á fót sérstakri stjóm-
sýslunefnd, sem hafi rétt til að fjalla
um mikilvæg mál, er almenning
varða. Ætlun flutningsmanna er að
þessi nefnd sinni, ásamt fjárveitinga-
nefnd og ríkisendurskoðun, eftirliti
þingsins með störfum stjómvalda.
Þá er gert ráð fyrir að nefndin hafi
sérstök mál á sinni könnu, þannig
að til hennar yrði vísað frumvörpum
til stjómskipunarlaga, kosningalög-
um og málum er varða stjómskipun
og stjómarfar.
Lögð er til breyting á 28. grein
stjómarskrárinnar, þess efnis að
bráðabirgðalög skuli ætíð lögð fyrir
næsta Alþingi strax og það kemur
saman. Hafi Alþingi ekki samþykkt
þau mánuði eftir að þing er sett,
falli þau úr gildi. Eins og nú háttar
til, er ríkisstjóm í sjálfsvald sett,
hvenær hún leggur bráðabirgðalög
fyrir þingið. Bráðabirgðalög falla
heldur ekki úr gildi fyrr en við þing-
lausnir, hafi þau ekki verið felld áður.
Fjórða breytingin, sem felst í
frumvarpinu, er að þingmaður, sem
skipaður hafí verið ráðherra, láti af
þingmennsku á meðan hann gegnir
ráðherraembætti og kalli inn vara-
mann sinn. Hann myndi þó hafa
ýmsar skyldur gagnvart Alþingi,
segja flutningsmenn frumvarpsins,
til dæmis taka þátt í störfum þing-
flokka, svara fyrirspumum og hafa
fullt málfrelsi á þinginu, en ekki at-
kvæðisrétt. Í greinargerð fmmvarps-
ins segir að með þessari breytingu
yrðu mörkuð gleggri skil milli hand-
hafa framkvæmdavalds og löggjaf-
arvalds, Alþingi alþingi gagnvart
framkvæmdavaldinu og ráðherrum
gefinn meiri tími til að sinna emb-
ætti sínu.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
ef ný ríkisstjóm jrrði mjmduð milli
þinga yrði að kalla saman Alþingi
eigi síðar en þremur vikum síðar. í
greinargerð segir að eðlilegt sé að
ríkisstjóm kjmni þinginu steftiu sína,
er hún hefur verið mjmduð, og það
sé mögulegt að láta á það rejma
hvort hún njóti trausts þess eða ekki.
Loks er gerð tillaga til brejrtingar
á 41. grein stjómarskrárinnar. Hún
er nú svohljóðandi: „Ekkert gjald
má greiða af hendi, nema heimild
sé til þess í fjárlögum eða fjárauka-
lögum.“ Lagt er tii að ákvæðið um
fjáraukalögin falli út, og í þess stað
komi: „Alþingi getur þó sett almenn-
ar reglur um umframgreiðslur á Qár-
hagsárinu en jafnan skal leita sam-
þykkis þess fyrir slíkum greiðslum I
fjáraukalögum."
„Ætlun stjómarskrárgjafans hef-
ur ugglaust verið sú upphaflega að
heimildar til fíárveitingar væri aflað
hverju sinni. Framkvæmdin hefur þó
orðið önnur. Fjáraukalög em jafnan
samþykkt eftir á og eru þá teknar
upp í þau fjárveitingar ríkisstjómar-
innar á liðnu flárhagstímabili um-
fram fjárlagaheimildir. Ýmsum hefur
þótt sem ríkisstjómir hafí farið full-
frjálslega með þetta vald sitt og þvi
eru nú sett skýrari ákvæði um þetta
efni,“ segir í greinargerð frumvarps-
ins.
STORUTSOL
MARKADUR
í JL-HÚSINU, 2.HÆÐ
OPIÐ FRA KL.12-18.30. LAUGARD. FRÁ KL.10-16. SÍM111981.