Morgunblaðið - 12.04.1989, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989
Sitlá ouglýsingar
t*JÓNUSTA
NATIONAL olíuofnar
og gasvélar
Viðgerðar- og varahlutaþjón-
usta.
RAFBORG SF.,
Rauðarárstig 1, s. 11141.
F ÉLAGSÚF
I.O.O.F. 9=1704128'/2 = 9. II.
I.O.O.F. 7 = 1704128'A = 9.0.
□ GLITNIR 59894127 - 1
□ Helgafell 59891247 IV/V -2
Sálarrannsóknafélagið í
Hafnarfirði
Aðalfundur Sálarrannsóknafé-
lagsins I Hafnarfirði verður hald-
inn I Góðtemplarahúsinu annað
kvöld, fimmtudaginn 13. þ.m. kl.
20.30.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf.
2. Erindi: Saga sálarrannsókna
á íslandi, Guömundur Einars-
son, verkfræðingur.
Fjölmennið.
Stjórnin.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almennur biblíulestur i kvöld kl.
20.30. Ræðumaöur Garðar
Ragnarsson.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
ÆX FERÐAFÉLAG
L2|y ÍSLANDS
"'QSBr ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Myndakvöld Ferða-
félags íslands
Miðvikudaginn 12. apríl verður
myndakvöld á vegum F.í. í Sókn-
arsalnum, Skipholti 50a, og
hefst kl. 20.30 stundvíslega.
Á dagskrá verður:
1) Sigurður G. Tómasson, út-
varpsmaður sýnir myndir og
kort frá Reykjanesskaga og
spjallar um fáfarnar slóðir.
Ferðafélagið skipuleggur dags-
ferðir um Reykjanesskaga allt
árið um kring og ætti áhugafólk
um gönguferðir ekki að láta
þessa sýningu og spjall Sigurðar
fram hjá sér fara.
2) Þorvaldur Örn Árnason og
Jóhanna B. Magnúsdóttir segja
í máli og myndum frá skíða-
gönguferð Ferðafélagsins um
síðustu páska. Ferðinni var heitð
til Landmannalauga en vegna
ófærðar var snúið við og haldiö
til Þórsmerkur á gönguskíðum.
Þau segja frá þessari ævintýra-
legu ferð.
Kaffiveitingar eru í hléi. Aðgang-
ur kr. 150,-
Allir velkomnir, félagar og aðrir.
Það er þess virði að fræðast um
eigið land og um leið kynnast
ferðum Ferðafélagsins. Gefið
ykkur tima og njótið kvöldsins
hjá Ferðafélaginu.
Ferðafélag íslands.
IBÍJ Útivist
4 daga ferð 20.-23. apríl
Sumri heilsað í Skaftafeili
og Öræfum
Brottför á sumardaginn fyrsta
kl. 08.00. Hægt að velja milli
göngu- og skoðunarferða um
Skaftafell og Öræfasveit og
gönguferðar á Öræfajökul,
hæsta fjall landsins. Fariö aö
Jökulsárlóni. Gist á Hofi.
Uppl. og fram. á skrifst. Gróf-
inni 1, símar: 14606 og 23732.
Létt ganga um Álftanes kl.
13.00 á sunnud. 16. apríl.
Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
Afinæliskveðja:
PÁLL JÓHANNES-
SONÍBÆJUM
Ég veit að Páll væri mér ekki
þakklátur fyrir að skrifa afmaélis-
grein um hann — þess vegna ætla
ég ekki að gera það — en hann
getur ekkert sagt við mig þó ég
reki minningar um gamla vini
mína, um sama leyti og hann verð-
ur sextugur — og ég á hraðri leið
á áttræðisaldur — þetta verður því
ekki afmælisgrein í venjulegum
skilningi — heldur ljósbrot frá
löngu liðnum dögum.
Það voraði vel við Isafjarðardjúp
1948. Þá fluttu í Bæi Jóhannes
Einarsson og Rebekka Pálsdóttir
með sinn stóra bamahóp. Á Dynj-
anda þar sem þau voru áður bjuggu
þá einnig Alexander Einarsson og
Hallgrímur Jónsson og fjölskyldu
þeirra. Allt var þetta fólk náskylt
og barnmargt — sjálfsagt hafa þá
verið þar í sama túni yfir 20 börn.
Nú er þar auðn. Þessi mörgu börn
á Dynjanda urðu mannkostafólk —
bæði til sálar og líkama og sam-
heldni þess mikil. Mín fyrstu kynni
af þessu fólki voru á vordegi. Vor-
dagarnir voru það sem nú myndu
vera kallaðar héraðshátíðir. Höf-
undur þeirra var Aðalsteinn Eiríks-
son skólastjóri — ein stærsta guðs-
gjöfin sem Djúpið hefur þegið.
Vordaginn 1948 lagði bátur að
bryggju á Melgraseyri — til að
bjóða okkur far í Reykjanes. Um
borð var fuilt af ungu og myndar-
legu fólki. Kjarninn var frænd-
fólkið sem ólst upp á Dynjanda.
Líklega höfðum við ekki sést fyrr
en ég held við höfum alltaf þekkst
— að minnsta kosti minnist ég ekki
að við værum nokkurn tíma ókunn-
ug hvert öðru. Auðvitað var sólskin
þennan morgun. Ennþá er mér í
minni hvað hraustlegir skrokkar
strákanna voru sólbrúnir. I dag
hefðu allir séð að þetta fólk hefði
fengið þennan lit með því að velt-
ast á menguðum fjörum Miðjarðar-
hafs — en þá vissum við að þau
höfðu þegið sinn lit af sól Snæ-
fjallastrandar — sem skein þeim
við vorverk í nálægð Drangajökuls.
— Einhvem veginn fór það svo að
frá þessum degi lá leið mín og
minna félaga beint inn í eldhúsið
hjá Rebekku. Þó hún hefði aldrei
séð okkur fyrr, tók hún okkur eins
og við værum þarna jafn sjálfsögð
og hennar eigin börn. Þar var oft
þétt setið og þó eldhúsið væri lítið
þá var þar alltaf rúm fyrir fleiri.
Ef styttra hefði verið milli bæja
okkar hefði fljótt farið svo að ég
hefði ekki vitað að fullu á hvorum
bænum ég ætti heima. Þannig vom
Rebekka og Jóhannes. Seinna hef
ég velt því fyrir mér hvernig hús-
móðirin hafi komist — fyrir okkur
— að eldavél og búri til að bera á
borð fyrir okkur öll. Það hefur oft
þurft að baka ríflega á þeim bæ.
Á þeim ámm fómm við á hestum
og síðar á bát á böllin á Ströndinni
og þurfti ekki alltaf ball til. Ekki
var hætt fyrr en undir morgun —
á meðan við fómm á hestum. Svo
þegar Jóhannes og Rebekka komu
niður kl. 7, var eldhúsið fullt af
aðkomufólki. Allt þetta töldu þau
sjálfsagðan hlut. Einu sinni síðsum-
ars man ég að ball hætti um mið-
nætti. Þá vomm við á bát og ekki
þótti rétt að hlaða hann að nóttu
jafnt og á björtum degi — hluti
fólksins var látinn bíða morguns
og búið upp rúm fyrir þá sem eftir
urðu. Ekkert var sjálfsagðara en
bæta við nokkmm næturgestum.
Svona var þetta í gamla daga,
svona var fólkið þá. Mikið held ég
að þau hjón hefðu orðið rík — af
veraldlegum auð — ef greiðsla hefði
komið fyrir kaffibollana sem veittir
voru. Ekkert var fjær þeim. Gleði
þeirra var sú að geta veitt hress-
ingu þeim sem að garði bar og
þurftu á hressingu að halda. Sú
gleði verður ekki metin til fjár.
Gamall frændi minn flutti til
Reykjavíkur, eftir það hafði hann
enga ánægju af að gefa manni
kaffi — eins og hann hafði gert
350 daga á hveiju ári meðan hann
bjó vestra — nú var enginn lengur
í þörf fyrir hressingu. Þannig em
Rebekka og Jóhannes í minni mínu.
Það yljar mér um hjartarætur og
ég tel mér til gildis í lífinu að hafa
átt þau og börn þeirra að vinum.
Ifyrstu árin héldu strákarnir
áfram að fara á vertíð eins og þeir
höfðu gert frá fermingu og þeir
vom ekki í vandræðum með að fá
skipsrúm á bestu aflaskipum. Aðra
tíma ársins stunduðu börnin bú-
skapinn. Um langskólagöngu var
ekki að ræða þó öll hefðu staðið
sig með ágætum — ef á þau mið
hefði verið leitað. Þau skulda sam-
félaginu ekkert hvorki fyrir náms-
aðstoð eða annað. Timans bákn
hrærist svo á Snæfjallaströnd sem
annars staðar. Börnin í Bæjum
týndust burt eitt af öðm. Jóhannes
og Rebekka hættu að standa fyrir
búi. Páll og Anna Magnúsdóttir frá
Ólafsfirði tóku við búsforráðum.
Gestrisnin og greiðasemin breyttist
ekki — né forsjálni og góð hirða
búfjár. Öll hús jarðarinnar hafa
verið byggð frá gmnni af miklum
myndarskap. Allt land sem heyjað
er hefur verið brotið og ræktað svo
sem hæfði nýjum heyskapartækj-
um. Ekki mun arðgæfara búfé ann-
ars staðar við Djúp enda lögð meiri
áhersla á arðsemi hvers einstakl-
ings en fjölda í fjárhúsi eða fjósi.
Einhver sagði mun á því að vinna
við búskap eða vera bóndi. Páll er
í seinni hópnum enda stundar hann
ekki auglýsingastarfsemi um hæfni
sína á því sviði frekar en öðmm
og um hann má segja eins og sagt
var um annan bónda í gamalli sögu
— „betri em heitin hans en hand-
söl annarra ma.nna“. Ég á þess
ekki kost að fara í afmæliskaffið
til þessara vina minna 26. mars —
en hugurinn mun leita þangað yfir
snævi þakin fjöll. Ég trúi því að
þá muni sól skína á Snæfjallaströnd
eins og oft áður. Hún var kölluð
Slorströnd vegna aflans sem þar
var borinn á land — úr Djúpinu,
þegar þar bjuggu 390 manns auk
vermanna. Hún var einnig kölluð
Sólströnd — vegna þess að þá sól
skein þar í heiði — var þar hlýrra
og gróska meiri en annars staðar
við Djúp.
Það er sagt að allt breytist. Ég
veit þó að eitt breytist ekki. Ég
mun alltaf eiga auðvelda leið inn í
hornið mitt við eldhúsborðið hjá
Cnnu og Palla — og ef ég eða
mitt fólk þarf á aðstoð að halda
þá er leiðin greið til þeirra. Þannig
fólk er dýrmætt að eiga að vinum.
Þessum vinum mínum á ég þá
ósk að sá guð, sem sólina skapaði
og gaf moldinni sinn mátt, megi
blessa þau og allt þeirra fólk um
ókomin ár.
Halldór Þórðarson
RADAUGl YSINGAR
SJÁLFSTŒÐISFLOKKURINN
Styrktarmaður
I SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS |
Norðurland vestra
Kynning á styrktar-
mannakerfinu sunnudag
16. apríl
Trúnaðarmenn
Sjálfstæðisflokksins
á Norðurlandi
vestra (núverandi
og fyrrverandi
stjórnarmenn, for-
menn, landsfundar-
fulltrúar o.fl.) eru
boðaðir á stutta
fundi til kynningar á
hinu nýja styrktar-
mannakerfi flokksins.
Sunnudagur 16. apríl.
Siglufjörður: Hótel Höfn kl. 11.30.
Sauðárkrókur: Sæborg kl. 15.00.
Blönduós: Sjálfstæðishúsið kl. 18.00.
Alþingismennirnir Friðrik Sophusson og Pálmi Jónsson kynna styrkt-
armannakerfið ásamt Sveini H. Skúlasyni.
Nánari upplýsingar veita Júlíus G. Antonsson og Ólafur Hauksson í
Valhöll, sími 91-82900.
Kjördæmisráð
Reykjaneskjördæmis
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi
verður haldinn i Hlégaröi, Mosfellsbæ, mánudaginn 17. apríl og
hefst kl. 20.00 stundvislega.
Formenn fulltrúaráða og sjálfstæðisfélaga eru hór með minntir á
að skila skýrslu til kjördæmisráðs og miðstjórnar.
Stjórnin.
Austurland
Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins
boðar til fundar með stjórnarmönnum fé-
laga og fulltrúaráða, bæjar- og sveitar-
stjórnarmönnum og öðrum trúnaðarmönn-
um Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjör-
dæmi. Fundurinn verður haldin laugardag-
inn 15. april kl. 12.30 í Hótel Valaskjálf,
Egilsstöðum.
Dagskrá:
1. Kynning á nýju styrkarmannakerfi Sjálf-
stæðisflokksins: Friðrik Sophusson,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur Hauksson.
2. Framkvæmd styrktarmannakerfisins i Austurlandskjördæmi: Ein-
ar Rafn Haraldsson, umsjónarmaður styrktarmannakerfisins á
Austurlandi.
3. Kynning og undirbúningur fyrirhugaðrar dagskrár í Austurlands-
kjördæmi vegna 60 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins i vor: Garð-
ar Rúnar Sigurgeirsson, formaöur kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins á Austurlandi.
4. Staða Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstööu nú, og staöa hans
ef til Alþingiskosninga kæmi með stuttum fyrirvara: Friðrik Sop-
husson alþm. og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Einnig mæta á fundinn alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Austur-
landskjördæmi þeir: Egill Jónsson, Kristinn Pétursson og varaþing-
maðurinn Hrafnkell A. Jónsson og verða þeir með viðtalstima eftir
fundinn.
Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins
i Austurlandskjördæmi.
Ráðstefna
þann 13. apríl 1989
Landsmálafélagið Vörður mun halda ráðstefnu um málefnastöðu
Sjálfstæðisflokksins undir heitinu „Er Sjálfstæðisflokkurinn miðstýr-
ingarflokkur", fimmtudaginn 13. apríl nk. í Valhöll.
Dagskrá:
1. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga. Árni Sigfússon, borgarfulltrúi.
2. Er heilbrigðiskerfið sniðið að þörfum einstaklingsins?
Grímur Sæmundsen og Ingólfur Sveinsson, læknar.
3. Hvað kostar landbúnaðarkerfið? Markús Möller, hagfræðingur.
4. Atvinnulífið og Sjálfstæöisflokkurinn. Brynjólfur Bjarnason,
forstjóri.
5. Hver á að reka menntakerfið? Guðmundur Magnússon, ritstjóri.
6. Sjálfstæðisstefnan. Dr. Hannes H. Gissurarson, lektor.
7. Panelumræður.
Ráðstefnustjóri: Gísli Blöndal, framkvæmdastjóri.
Allt sjálfstæðisfólk hvatt til að koma og taka þátt í umræðum.
Landsmálafélagið Vörður.
Fundur um æskulýðs- og
íþróttamál í Njarðvík
Fimmtudaginn 13. april kl. 20.30 verður
haldinn fundur í Sjálfstæðishúsinu (
Njarðvík. Umræðuefnið verður æskulýðs-
og íþróttamál hér í Njarðvík í nútíð og
framtíð. Gestur fundarins og frummælandi
verður Stefán Bjarkason, íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúi.
Umræðustjóri: Haraldur Helgason, formað-
ur ungra sjálfstæðismanna í Njarðvik.
Sjálfstæðisfélögin i Njarðvik.