Morgunblaðið - 12.04.1989, Síða 35

Morgunblaðið - 12.04.1989, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRIL 1989 35 Kveðjuorð: Margrét Thorlacius frá Öxnafelli Margrét frá Öxnafelli andaðist að heimili sínu, Þórunnarstræti 115 á Akureyri 19. mars. Hún fæddist í Öxnafelli í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði 12. apríl 1908. Faðir Margrétar var Jón bóndi Thorlaeius, sem var sonur Þorsteins Thorlaciusar hrepp- stjóra Einarssonar Thorlaciusar prests í Saurbæ í Eyjafirði, Hall- grímssonar prests í Miklagarði. Föð- urmóðir Margrétar var Rósa Jóns- dóttir ljósmóðir í Leyningi, Bjarna- sonar. Jón faðir Margrétar var al- bróðir séra Einars Thorlaciusar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. En Ólöf hálfsystir þeirra bræðra var móðir Vilhjálms Þórs og þeirra systkina. Móðir Margrétar var Þuríður Jóns- dóttir og voru foreldrar hennar Jón Tómasson bóndi í Holti í Hrafnagils- hreppi og kona hans, Þórunn Rand- versdóttir frá Leyningi. Stóðu eyfír- skar ættir því að Margréti, sem jafn- an kenndi sig við æskuheimili sitt, Öxnafell. Margrét ólst upp í hópi tíu systk- ina er upp komust og voru þau þessi: Þorsteinn, sem alla ævi átti heima í Öxnafelli, ókvæntur og barnlaus. Hann er látinn. Næst er Rósa. Hún giftist Benedikti Júlíussyni bónda í Hvassafelli og eignuðust þau fjögur böm. Benedikt er látinn en Rósa býr á Akureyri. Þriðja var Alfheiður, ógift en eignaðist dreng. Hún lést fyrir fáum árum. Þá er Ester, gift Jóhanni Brynjólfssyni múrarameist- ara, ættuðum úr Húnaþingi. Þau eru bamlaus og dvelja í Skjaldarvík síðustu árin. Hallgrímur er bóndi í Öxnafelli, kvæntur Sesselju Andrés- dóttur frá Hálsi í Kjós og eiga þau einn son. Sjötta systkinið var Margr- ét, sem hér er minnst og sjöundi er Jón, sem dvelur á Elliheimilinu Gmnd í Reykjavík. Hann er ókvæntur og barnlaus. Áttundi er Einar, iðnverka- maður á Akureyri, kvæntur Hmnd Kristjánsdóttur frá Ytri-Tjörnum. Þau eiga tvö börn. Þómnn giftist Þorsteini Guðmyndssyni smið frá Borgarfirði eystra. Þau bjuggu í Reykjavík og eignuðust fjórar dætur. Þómnn er látin. Yngst er Þóra, gift Þorsteini Jónssyni frá Syðri-Tjörn- um, bónda á Moldhaugum. Þau eiga sjö böm. Heimilið í Öxnafelli var talið bjarg- álna, en ekki varð auður eða ofdekur systkinunum fjötur um fót. Dulrænir hæfileikar vom í báðum ættum og erfði Margrét þá í ríkum mæli og jafnvel fleiri systkini. Frá bemsku hafði Margrét frá- bæra skyggnigáfu og dulheym. Hún sá liðna atburði og henni var oft sýnt inn í framtíðina. Hún sá og umgekkst daglega látna menn og málleysingja, sá álfa og huldufólk, gat horfíð úr líkama sínum og farið um víða veröld og hún naut mjög vel söngs og tónlistar, sem aðrir nutu ekki og urðu ekki varir við. Má af þessu vera ljóst, að þessi kona lifði í tveim heimum og að hálfu utan skynjunarmarka venjulegs fólks. Áður en Margrét náði tíu ára aldr- inum, vildi svo til að móðir hennar veiktist mjög og var ekki hugað líf. Var telpan sorgmædd og óskaði þess af barnslegum innileika, að hún gæti eitthvað gert fyrir móður sína. Þá birtist henni maður í hvítum slopp. Margrét taldi að hann myndi vera læknir og bað hann að hjálpa móður sinni. Hann svaraði aðeins þessum orðum: „Ég vil reyna það.“ Sá hvítklæddi var framliðinn maður, Friðrik huldulæknir. Þau höfðu síðan daglegt samband til æviloka, því hann tengdist öllu lækningastarfi hennar. En það er af Þuríði húsfreyju að segja, að hún hlaut ótrúlega skjótan bata og var fyrsti sjúklingur Mar- grétar. Þessi skjóta og góða lækning varð brátt á vörum sveitunganna og fólks í næstu sveitum. Ekki leið á löngu þar til sjúkir fóru að leita til Margrétar og sögur um hinar dul- rænu lækningar þóttu margar með ólíkindum, enda varð þessi unga, eyfírska kona landskunn á skömmum tíma. Leiðir óteljandi fólks lágu heim í Öxnafell og óteljandi bréf bárust með hveijum pósti. Margir voru langt að komnir, er þá lögðu land undir fót fram í Öxnafell og allir áttu það er- indi að biðja sjúkum hjálpar. Sérstak- lega var það gert þegar önnur úr- ræði þraut. Ég minnist orða skip- stjóra eins, sem átti báða foreldra sína í sjúkrahúsi. Hann sagði: „Allir treysta læknunum vel, en trúa á Margréti." Þetta viðhorf var al- gengt, að ég hygg. Frá æsku til elli lagði Margrét frá Öxnafelli fram krafta sína við að lækna þá sem sjúkir voru og hugga syrgjendur. Hvar sem hún var í vinnu eða við húsmóðurstörf, eftir að hún sjálf eignaðist fjölskyldu, tók hún daglega á móti gestum, fjölda fólks, viku eftir viku og mánuð eftir mán- uð. Flestum var það ráðgáta, hvern- ig hún öðlaðist þrek til alls þessa. Við ræddum um það einhverju sinni og hún sagðist, þegar hún fann til þreytu, hafa rétt fram hendur sínar Valdís Þorgríms- dóttir - Minning Fædd 5. nóvember 1922 Dáin 2. apríl 1989 Haustið 1949 hóf ég störf í Klæða- verksmiðju Andrésar Andréssonar. Þar bar fundum mínum saman við þær Valdísi Þorgrímsdóttur, sem hafði þá unnið þar um tíma, og Hall- fríði Þorvarðardóttur, sem byijaði um sama leyti og ég. Hún lést fyrir tæpu ári. Tengdust með okkur þrem- ur vináttubönd, sem entust þangað til Hallfríður var af þessum heimi kvödd og síðan Valdís 2. apríl síðast- liðinn. Vinir hennar kölluðu hana Dísu. Hún fæddist 5. nóvember 1922 í Tjarnarkoti í Biskupstungum, dóttir hjónanna Þorgríms Grímssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur. Börn þeirra Þorgríms og Guðrúnar urðu tíu og er Dísa fyrst þeirra systkina til að flytjast yfír landamæri lífs og dauða. Frá Tjarnarkoti fluttist fjölskyldan að Borgarholti og síðar, þegar Dísa var 11 ára, niður 1 Flóa. Átján ára gömul fór hún í vist í Reykjavík og vann heimilisstörf um sex ára skeið en þegar hún var orð- in 24 ára fór hún til Danmerkur, var eitt ár í húsmæðraskóla þar og vann síðan tvö ár á herragarði. Þegar hún kom heim aftur hóf hún störf hjá Andrési og þar hófust kynni okkar eins og fyrr segir. Haustið 1955 tókum við saman á leigu íbúð og bjuggum í félagi þang- að til 1959, þegar Dísa giftist eftirlif- andi eiginmanni sínum, Jóni Mýrdal Jónssyni, fiskimatsmanni og síðar hleðslumanni hjá SÍS. Hann verður 77 ára á þessu ári og er nú á sjúkra- deild Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Árið 1959 eignuðust Jón og Dísa son, sem þau nefndu Gísla og er hann verktaki hér í borginni. Kona hans heitir Heiðbjört Jóhannsdóttir. Ég fluttist til þeirra Jóns og Dísu þegar sambúð þeirra hófst og bjó þar í þijú ár en þótt ég flyttist það- an hélst hið innilega vináttusamband okkar óskert og mátti segja að ég væri með annan fótinn á heimili þeirra þegar ég átti frístundir, eins og þau væru kær systkini mín. Dísa hafði yndi af góðri tónlist og góðum bókum og sótti flestar leik- sýningar, sem eitthvað var í spunnið. Fyrir 16 árum varð henni ljóst hvaða sjúkdómur var farinn að búa um sig í líkama hennar en því fór þó Ijarri að það drægi úr henni kjark, enda var hún hugrökk kona og þolin- móð sem aldrei lét bugast þótt erfið- leikar steðjuðu að. Skaplyndi hennar var milt og sterkt í senn og því var ævinlega gott að vera í návist henn- ar. Hún var einlæglega trúuð og reiddi sig mikið á mátt bænarinnar. Þegar sjúkdómur hennar tók að þjá hana verulega leitaði hún til Karmel- systra um fyrirbænir og var hún sannfærð um að bænir þeirra hefðu létt henni sjúkdómsbyrðina og lengt líf sitt. , En á síðastliðnu hausti hófst síðasta stríð hennar við sjúkdóminn og mátti þá sjá fyrir að málalokin gætu ekki orðið nema á einn veg. Með DíSu er horfin úr þessum heimi besta vinkona mín, kona sem var mér eins og systir allt frá fyrstu kynnum okkar til æviloka hennar. Mér er efst í huga að þakka Guði fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta samvista við hana og biðja henni allrar blessunar í þeim heimi, sem við gistum öll að síðustu, þar sem við vonum að vináttubönd okkar þriggja verði treyst á nýjan leik. Eftirlifandi eiginmanni hennar, syni og tengdadóttur, svo og systkin- um hennar og venslafólki votta ég innilegustu samúð mína. Halldóra G. Ólafsdóttir í fáum orðum langar mig til að minnast tengdamóður minnar, Valdísar Þorgrímsdóttur. Valdís fæddist 5. nóvember 1922 og lést 2. apríl sl. Baráttan við erfiðan sjúk- dóm var löng og erfið og víst er að einhveijir hefðu lagt upp laupana, en slíkt var fjarri Valdísi. Þrátt fyrir að baráttan væri fjarri því að vera dans á rósum, var alla tíð og undir lokin ætíð stutt í kímnigáfuna. Og bara þetta lýsir hveija manngerð Valdís hafði að geyma. Mörgu var ólokið, sem ekki vannst tími til að ljúka, en þó var margt gert á stuttum tíma. Allt of stuttum. En vafalaust er dagur eftir þenn- an, og dauðinn ekki endilega enda- lokin. Ég held það sé ekki ofsögum sagt að maður auðgist af að kynnast manneskjum eins og Valdísi. Ég þakka henni þær góðu en of fáu stundir sem við áttum saman og lýk þessum orðum með erindi úr ljóði Tómasar Guðmundssonar, Sorgin: Hún er konan sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir og les úr andvaka augum þér hvert angur sem á þig starir. Heiðbjört Dr. Jóhannsdóttir með lófana upp og orðið afþreytt og senn endumýjuð á örlítilli stundu. Var hún þá tilbúin að halda störfum sínum áfram. Enginn veit tölu þeirra þúsunda, sem leituðu lækninga hjá skyggnu konunni frá Öxnafelli og enginn get- ur um það sagt, hve margir af sjúkl- ingum hennar hlutu bata og verður það aldreí rannsakað. En það er ég viss um, að hafí tími kraftaverka einhvem tíma verið til, er hann það enn. Aldrei verðlagði Margrét störf sín í þágu sjúkra, en tók við þá goldið var. En þakklæti fólksins sem hún gat veitt aðstoð, var æðsta hamingja hennar. Eiríkur Sigurðsson skólastjóri á Akureyri ritaði tvær bækur um Margréti frá Öxnafelli og hétu þær: „Skyggna konan“. Komu þær út hjá Fróða árið 1960 og 1963. Er þar margt að fínna um ævi og störf hinn- ar skyggnu konu, til viðbótar við aðrar ritaðar heimildir. Seytján ára gömul flutti Margrét úr föðurgarði, dvaldi þá meðal ann- ars einn vetur hjá Einari H. Kvaran og Gíslínu konu hans, en hann rann- sakaði þá hina miklu, dulrænu hæfí- leika stúlkunnar. Um eins árs skeið þurfti Margrét að dvelja á Kristnes- hæli vegna sjúkleika. Á Akureyri vann hún verslunarstörf í Kaupfélagi verkamanna um þriggja ára skeið og á Akranesi vann hún við sauma- skap um skeið. En haustið 1937 flutti Margrét til Reykjavíkur, vann á Saumastofu Gefjunar, og giftist Bergsveini Guð- mundssyni byggingameistara 1940. Settu þau saman heimili sitt í Reykjavík og áttu þar heima til 1947. Fluttu þau þá til Akureyrar, áttu þar heima næstu tíu árin en hurfu til Reykjavíkur á ný árið 1957, en skildu 1962. Börn þeirra hjóna eru þessi: Kristín Þuríður, gift Hjörleifí Krist- jánssyni fiskimatsmanni. Þau reka sumargistihús á Amarstapa á Snæ- fellsnesi og eiga tvö böm. Næstur er Guðmundur Jón skipasmiður, kvæntur Ásgerði Ágústsdóttur frá Patreksfirði og eiga þau þrjú börn. Fjölskyldan býr á Akureyri. Þriðji er Friðrik húsasmiður, kvæntur Sig- rúnu Olgeirsdóttur, ættaðri af Snæ- fellsnesi. Þau búa í Reykjavík og eiga fjögur böm. Yngst er Greta Berg hjúkrunarfræðingur, gift Stef- áni Kristjánssyni rafsuðumanni. Þau eiga fjórar dætur og eiga heima á Akureyri. Eftir skilnað þeirra Margrétar og Bergsveins lá leið hennar til Hafnar- fjarðar, þar sem hún dvaldi næstu tvo áratugina. Leiðin lá síðan til Akureyrar 1982 og þar átti Margrét heima til dauðadags. Snemma á Hafnarfjarðarárunum flutti Þórður Halldórsson frá Dag- verðará á Snæfellsnesi á heimili Margrétar. Hann var henni og fjöl- skyldu hennar síðan hin mesta stoð og stytta og hlýtur ástúðarþakkir fjölskyldunnar við þessi tímamót. Svo vildi til að fæðingardagur Margrétar frá Öxnafelli var pálma- sunnudagur. Andlát hennar bar einn- ig upp á pálmasunnudag. Þann morgun horfðu menn á tæra, næst- | um himneska fegurð yfír fram- Eyjafirði, æskuslóðum Margrétar, svo orð var haft á því. Að leiðarlokum minnast menn Margrétar frá Öxnafelli ungrar. Hún var fríð, hlédræg og traustvekjandi og dag hvem umsetin af sjúkum. Með aldrinum varð hún einnig tígu- leg, en ætíð jafn hlý í viðmóti við hvem sem að garði bar. Ævi hinnar eyfirsku konu var umvafín fegurð. Ævistarf hennar var eitt af undursamlegum ævintýrum samtímans. Erlingnr Daviðsson Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofii blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar ffumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. + Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURGEIR GUÐBRANDSSON bóndi á Heydalsá f Strandasýslu, andaðist í Landspítalanum 10. apríl. Halldóra Guðjónsdóttir, Guðbjörn Sigurgeirsson, Guðjón Heiðar Sigurgeirsson, Guðbrandur Ásgeir Sigurgeirsson, Hrólfur Sigurgeirsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ALBERTSSONAR, fyrrverandi póstfulltrúa, Skaftahlið 10, Reykjavík. Jónína St. Jónsdóttir, Jón Gr. Guðmundsson, Sesselja Ó. Einarsdóttir, Jóhann Ö. Guðmundsson, Helga Hauksdóttir, Salóme G. Guðmundsdóttir, Helgi Þ. Guðmundsson, afa- og langafabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI DANÍELSSON, Holtsgötu 13, Reykjavfk, andaðist á heimili sínu mánudaginn 10. apríl. Jarðarförn auglýst síðar. Margrét Jensdóttir, Marta Bjarnadóttir, Þórarinn Ólafsson, Brynhildur Bjarnadóttir, Jón V. Árnason, Hrafnhildur Bjarnadóttir, Ólafur Elfsson, Kolbrún Bjarnadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.