Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989
fclk í
fréttum
VERÐLAUN
Ritgerðir um NATO
*
Itilefni af því að hinn 4. apríl síðastliðinn voru 40 ár síðan Atlants-
hafsbandalagið (NATO) var stofnað efndu Samtök um vestræna
samvinnu (SVS) og Varðberg til ritgerðasamkeppni meðal ungs fólks
um störf og stefnu bandalagsins og þátttöku íslands í því. íslendingar
voru í hópi 12 stofnþjóða bandalagsins.
Þessi mynd var tekin á afmælisráðsiefnu SVS og Varðbergs laugar-
daginn 10. apríl, þegar afhent voru verðlaun fyrir bestu ritgerðimir.
Það gerði Davíð Bjömsson, formaður Varðbergs. Hann afhendir Pétri
Halldórssyni Blöndal viðurkenningarskjal á myndinni við hlið Péturs
er Magnús Heimisson og þá Liv Berþórsdóttir, en þau þijú urðu hlut-
skörpust í ritgerðasamkeppninni. Fremst á myndinni er Gylfí Siguijóns-
son, stjómarmaður í SVS.
Morgunblaðið/Guðl. Tryggvi Karlsson
COSPER
— Eins og þið sjáið er nóg piáss í bílnum fyrir tvær venju-
legar manneskjur.
Góð byrjun í Kolaportinu
- 13.000 gestir á fyrsta degi
Markaðstorgsins í Kolaportinu
Það var mikið Qör í Kolaportinu sl. laugardag, en þá hóf göngu
sína fyrsti almenningsmarkaður hérlendis, þar sem allir geta
komið og selt nánast hvað sem er. Markaðstorgið verður haldið
í Kolaportinu hvern laugardag frá kl. 10-16, en það er Helga
Mogensen veitingakona sem stendur fyrir því í samvinnu við
Miðbæjarsamtökin.
„Við erum mjög ánægð með þessa
byijun," sagði Helga Mogensen
við lok markaðarins á laugardag-
inn. „Lionsmenn sem voru hér við
innganginn að selja Rauðu fjöðr-
ina sögðu mér um tvöleitið að
þeir teldu gestina vera orðna um
10.000. Síðan hefur straumurinn
aukist enn og við teljum því heild-
aríjölda gesta vera um 13.000
eftir daginn. Þetta bendir til þess
að hugmyndin eigi góðan hljóm-
grunn hjá fólki og að slíkt mark-
aðstorg geti orðið fastur punktur
í borgarlífínu.“
Seljendur fóru að streyma að upp
úr klukkan átta á laugardags-
morgun og þegar markaðstorgið
opnaði, var efri hæð Kolaportsins
full af hinum margvíslegustu sölu-
básum. Nokkuð var af kaup-
mönnum og heildsölum að selja
vörulagera, en megin uppistaðan
voru þó einstaklingar með gamla
og nýja muni. Nokkrar fjölskyldur
höfðu greinilega lagað til í komp-
unum og var góð stemming í
kringum þá bása. Svo góð var
salan á gömlum, notuðum mun-
um, að sumir seljendur voru að
kveðja um hádegisbilið, búnir að
selja allt saman.
8000 kókosbollur seldar
Seljendur voru flestir ánægðir
með söluna og sumir hálf ringlað-
ir eftir daginn. Einn hafði selt
8000 kókosboliur og ekki haft
tíma til að fá sér bita allan dag-
inn. „Ég hafði ekki alltof mikla
trú á þessu fyrirfram en þetta er
búið að vera alveg ótrúlegt," hafði
þessi söluaðili að segja um mark-
aðstorgið.
Tvær stúlkur seldu blöðrur fylltar
helium á vægu verði og kepptust
við að þjóna endalausri biðröð
bama. Þær höfðu ekki bijóst í sér
að taka pásu en voru óneitanlega
fegnar þegar uppselt var um þijú-
leitið.
Ennþá betra næst
„Við fengum margar góðar tillög-
ur frá kaupendum og söluaðilum
sem við ætlum að nýta okkur í
framtíðinni til að gera Kolaportið
ennþá skemmtilegra," segir Helga
Mogensen. „Flestir söluaðiliar
hafa nú þegar pantað pláss næsta
laugardag og mjög margir nýir
aðilar látið skrá sig.
Við leggjum nú megin áherslu á
að fá sem flesta einstaklinga til
að selja gamla dótið úr kompunni
eða húsmuni sem fólk er að end-
urnýja. Slíkir söluaðilar gera
Kolaportið frábrugðið öllum öðr-
um útsölumörkuðum sem sífellt
er verið að halda.
Ég skora nú á íjölskyldur og
saumaklúbba að gera skurk í
þessu og vera með á laugardag-
inn. Því meira úrval því betra og
reynslan hefur nú sýnt að Kola-
portið er rétti vettvangurinn til
að koma hlutum í peninga" sagði
Helga að lokum.
Nú geta allir verið með
I Kolaportinu getur hver sem er
selt hvað sem er svo lengi sem
það er innan ramma laga og vel-
sæmis. Nýir söluaðilar geta leitað
upplýsinga eða tryggt sér pláss í
síma 621170 eða á kvöldin í síma
687063. Básinn kostar 2500 krón-
ur fyrir einstaklinga og 3500
krónur fyrir fyrirtæki. Hægt er
að leigja söluborð eða fataslár á
500 krónur.
Sérstakt komputilboð
Til að efla þátttöku fjölskyldna
o g saumaklúbba með notaða muni
hefur verið ákveðið að bjóða aðil-
um, sem selja eingöngu notaða
muni, sérstakan afslátt af þátt-
töku næsta laugardag, og mun
þá básinn aðeins kosta 1500 krón-
ur. Þátttöku þarf þó að tilkynna
fyrirfram í ofangreindum síma-
númerum eða á skrifstofu Mið-
bæjarsamtakanna á Laugavegi
66.
(C-PJB
BLÖNDUÓS
Arshátíð grunnskólans
AUGLÝSING
Það var saanköOuð markaðsstemming í Kolaportinu á laugardaginn og talið a.m.k. 13.000 manns
hafí mætt á svæðið.
Pað var líf og fjör á árshátíð
Grunnskólans á Blönduósi sem
haldin var um síðustu helgi. Nem-
endur skólans sýndu m.a hluta úr
leikritinu „Óvitar" eftir Guðrúnu
Helgadóttur og söngvakeppnin
Blönduvision fór fram að venju við
frábærar undirtektir.
Það er ekki ofsögum sagt að
árshátíð grunnskólans á Blönduósi
hafí tekist vel. Nemendur byijuðu
dagskrána með sýningu á hluta úr
leikritinu Óvitum eftir Guðrúnu
Helgadóttur. Var góður rómur
gerður að frammistöðu krakkanna.
Látbragðsleikurinn Haraldur og
Guðfinna vakti einnig feikna lukku
og voru áhrifín slík að augnskuggar
sem ætlað er að prýða umhverfí
augnanna voru í leikslok komnir í
allt annað hlutverk á kinnunum.
Hörður Torfason leikstýrði þessum
þætti árshátíðar en hann starfar
núna með leikfélagi Blönduóss við
uppsetningu á Svartfugli Gunnars
Gunnarssonar.
Lokaatriði árshátíðar Grunnskóla
Blönduóss hefur á undanfömum
árum oftast verið söngvakeppni eða
„Blönduvision" eins og krakkamir
kalla keppnina, og svo var einnig
nú. Keppnin er með því sniði að
7., 8. og 9. bekkur keppa sín í milli
og er framlag hvers bekkjar tvö
lög. Það væri að æra óstöðugan að
ætla sér að lýsa stemmningunni
sem ríkti meðan keppnin fór fram
en hún var „meiriháttar" góð.
Morgunbladið/Jón Sigurðsson
Sigurvegarar i „Blönduvision“,
þær Lára Sveinsdóttir og Dóra
Guðrún Guðmundsdóttir.
ósi tókst vel og var nemendum og
aðstandendum árshátíðar til sóma.
Leikgleði og óþvinguð framkoma
sat í fyrirrúmi og greinilegt var að
mikil vinna lá að baki þessari hátíð
æskunnar á Blönduósi.
Jón Sig.
Atriði úr látbragðsleiknum „Haraldur og Guðfinna“, Hilmar Hilmars-
son og Tómas Ingi Ragnarsson.
10892
Hljómsveitin Árbandið sá um allan
undirleik í söngvakeppninni og stóð
hún fyrir sínu. Sigurvegarar í
„Blönduvision“ 1989 urðu fulltrúar
kvenþjóðar áttunda bekkjar, stöll-
umar Dóra Guðrún Guðmundsdótt-
ir og Lára Sveinsdóttir og sungu
þær lag Stuðmanna Strax í dag af
miklum glæsibrag.
Árshátíð grunnskólans á Blöndu-
----------i I-----------------r