Morgunblaðið - 29.04.1989, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRIL 1989
ísland á bekk meðal
stórþjóða sambandsins
- segir formaður Alþjóðasam-
bands Rauða kross félaga
FORMAÐUR Alþjóðasambands félaga Rauða krossins og Rauða hálf-
mánans, Venezuelamaðurinn Dr. Mario Villarroel Lander er staddur
hérlendis og ávarpaði aðalfimd Rauða kross íslands í gærkvöldi. Með-
an á dvöl hans hér stendur mun hann einnig hitta að máli forseta Is-
lands og fulltrúa ríkisstjórnarinnar. í stuttu spjalli við blaðamann var
hann fyrst spurður hver væru helstu verkeftii alþjóðasambandsins nú
á tímum.
„Aðild að sambandinu eiga Rauða
kross félög 148 landa með meira en
250 milljónir félagsmanna, sagði dr.
Lander. „Sambandið annast hjálpar-
starf Rauða krossins á friðartímum
með þeim hætti að það sér um að
koma hjálparbeiðnum frá félögum í
nauðstöddum löndum á framfæri al-
þjóðlega, samhæfir hjálparstarf og
sér um að miðla framlögum hvað-
anæva að til neyðarsvæða. Sem
stendur mæðir hvað mest á starfmu
á jarðskjálftasvæðunum í Armeríu
en einnig er mikið hjálparstarf unnið
l.maífundur
á Lækjartorgi
Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna í Reykjavik, Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja og Iðnnema-
samband íslands gangast fyrir
hátíðarhöldum 1. maí í tileftii af
alþjóðlegum baráttudegi verka-
fólks.
Safnast verður saman við Hlemm
kl. 13.00 og gengið niður Laugaveg
að Lækjartorgi þar sem fundur verð-
ur haldinn. Lúðrasveit verkalýðsins
og Lúðrasveitin Svanur munu leika
fyrir göngunni.
Ræðumenn dagsins verða Örn
Friðriksson annar varaforseti ASI
og Ögmundur Jónasson formaður
BSRB. Auk þeirra koma fram á fund-
inum Sigrún Valgerður Guðjóns-
dóttir og Sigursveinn Magnússon og
munu þau syngja og leika á píanó.
Fundarstjóri verður Hildur Kjartans-
dóttir varaformaður Iðju.
í Súdan og Eþíópíu. Aðrir þættir í
starfi Alþjóðasambandsins eru að
efla landsfélög á helstu áhættusvæð-
um þannig. að þau verði betur fær
um að mæta þeim vanda sem við er
að glíma og einnig er unnið að efl-
ingu friðar og friðsamlegra sam-
skipta manna í heiminum.
-Hver er staða Rauða kross ís-
lands í alþjóðasambandinu og hvem-
ig stenst starf hans alþjóðlegan sam-
anburð?
„Rauði kross íslands hefur unnið
mjög gott starf bæði hérlendis og á
alþjóðavettvangi. Hann hefur nú
umsjón með alþjóðlegum verkefnum
í Djibuti og í Grenada og hefur sam-
vinnu við önnur Norðurlönd um starf
í Mið-Ameríku. Sérþekking og
reynsla forystumanna Rauða kross
íslands hefúr nýst samtökunum af-
burðarvel á alþjóðavettvangi og þar
vil ég sérstaklega nefna dr. Guðjón
Magnússon. Starfsemi Rauða kross-
ins innanlands er einnig mjög athygl-
isverð, ég nefni sjálfboðaliðsstarf á
sjúkrahúsum, starf við vemdaðan
vinnustað fatlaðra og ekki síst Rauða
kross húsið, þar sem unnið er að
málum ungs fólks sem á við áfengis-
og eiturlyfj avandamál að stríða. Þar
er einstakt og stórmerkilegt starf
unnið sem verður áreiðanlega Rauða
kross félögum í öðrum löndum til
fyrirmyndar. Heimsókn mín hingað
er í viðurkenningarskyni við framlag
sjálfboðaliða og forystumanna Rauða
krossins. Vegna þeirra öfluga starfs
er þessi litla þjóð á bekk með stór-
þjóðum innan Rauða krossins," sagði
dr. Mario Villarroel Lander.formaður
Alþjóðasambands Rauða krossins og
Rauða hálfmánanans.
VEÐURYFIRLIT Á HÁDEGI í GÆR
ÞETTA kort er byggt á veðurlýsingu gærdagsins, sent frá Englandi
í gegn um gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun,
Grandagarði Reykjavík. Vegna verkfalls Félags íslenzkra náttúru-
fræðinga eru ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu íslands og verða
lesendur Morgunblaðsins því sjálfir að spá í veðrið, eins og þeim er
lagið.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Staður hiti veður Staður hitl veður
Akureyri kl.18 2 heiðskírt Genf 10 skýjað
Reykjavík kl.18 6 léttskýjað Hamborg 15 heiðskírt
Bergen Kaíró 32 heiðskírt
Helsinki 16 skýjað Kanarí
Kaupmannah. 12 heiðskírt London 10 skýjað
Narssarssuaq Madrid 15 heiðskírt
Nuuk Malaga 18 heiðskírt
Osló 9 heiðskírt Mallorca 15 skúrir
Stokkhólmur 10 skúrir Marseille 12 skýjað
Þórshöfn Moskva 22 heiðskírt
Aþena 24 heiðskírt París 10 heiðskírt
Amsterdam 10 heiðskírt Prag 13 skúrir
Berlín 13 heiðskírt Róm 13 skúrir
Belgrad 21 heiðskírt Varsjá
Briissel 12 heiðskírt Vín
Frankfurt Ziirich
Jakob Benediktsson að flytja
erindi sitt.
Frá setningu ráðstefiiunnar í gærkvöldi.
Ráðstefiian „Skáldskaparmál“:
Átján fi*æðimenn flytja erindi
um íslenskar fornbókmenntir
Svar við frumkvæði útlendinga, segja ráðstefnuhaldarar
RÁÐSTEFNA um íslenskar fornbókmenntir hófst í ráðstefiiusöl-
um ríkisins, rúgbrauðsgerðinni, í Borgartúni í gærkvöldi með
setningu og erindi sem Jakob Benediktsson flutti um textafræði
og miðaldarannsóknir. Ráðstefiian ber heitið Skáldskaparmál og
stendur yfir í dag og á morgun og hefst báða daganna klukkan
10.00. AIls flytja 18 fræðimenn erindi um ýmis og ólík málefiii
fornbókmenntanna, en skipuleggjendur ráðstefiiunnar eru þeir
Örnólfiir Thorsson, Gunnar Á. Harðarson og Gísli Sigurðsson.
„Segja má að þessi ráðstefna
sé svar við þeirri tilfinningu að
við íslendingar höfum misst af
lestinni í rannsóknum á okkar eig-
in fombókmenntum, fmmkvæðið
hefur verið f höndum erlendra
fræðimanna sem hafa að mörgu
leyti verið fijórri og sótt sér inn-
blástur í fombókmenntir okkar
og fengið út ýmsa skemmtilega
hluti. Islendingar hafa aftur á
móti sinnt betur handritafræð-
inni. Traustar textarannsóknir
era sú undirstaða sem allt frekara
starf byggir á. Þær era hins veg-
ar ekki endastöðin heldur upphaf-
ið,“ sagði Gunnar Á. Harðarson,
einn af forsprökkum ráðstefnunn-
ar í samtali við Morgunblaðið. í
dagskrá ráðstefnunnar er tilgangi
hennar lýst nánar. Þar stendur:
„Þessi ráðstefna um íslenskar
fombókmenntir sameinar ný við-
horf í bókmenntafræðum og rann-
sóknir á íslenskum miðaldabók-
menntum. Hún gefur innsýn í við-
fangsefni ungra fræðimanna, sem
era að vonum margbreytileg en
mest ber þó á rannsóknum á sviði
frásagnarýni, flokkunarfræði og
munnmennta, auk athugana á
dróttkvæðum og túlkun einstakra
sagna.“ Við þetta má bæta, að
hér er að stærstum hluta um ungt
fólk að ræða sem hefur stundað
nám í íslensku og bókmennta-
fræðum bæði við Háskóla íslands
svo og við háskóla víða erlendis.
Dagskrá laugardagsins hefst
sem fyrr segir klukkan 10.00 með
erindi Gísla Sigurðssonar, Munn-
menntir og Fomsögur. Síðan rek-
ur hvert erindið annað, Ömólfur
Thorsson flytur „Leitin að landinu
fagra“, Haljdór Guðmundsson
ijallar um íslenskar sögur og
skáldsagnagreiningu, Úlfar
Bragason flytur erindið „Atburðir
og Frásagnir", Baldur Hafstað
flytur „Konungsmenn í kreppu“,
Guðmundur Andri Thorsson flytur
„Þú ert Grettir, þjóðin mín“, Jón
Torfason flytur „Góðar sögur og
vondar", Viðar Hreinsson flytur
„Gönguhrólfur á galeiðunni",
Torfí Túliníus flytur „Landafræði
og flokkun fomsagna" og loks á
laugardaginn flytur Matthew
Driscoll erindið „Þögnin mikla“.
Á sunnudeginum er dagskráin
með þeim hætti, að fyrst flytur
Ástráður Eysteinsson erindið „Er
Halldór Laxnes höfundur Fóst-
bræðrasögu?", síðan rekur enn
hvert erindið annað, Ámi Sigur-
jónsson flytur erindið „Klysjustig
íslenskra sagna“, Gunnar A.
Harðarson fytur „Um náttúra-
skynjun í dróttkvæðum," Guðrún
Nordal flytur „Hlutverk og sér-
kenni vísna í Sturlungu", Guðrún
Ingólfsdóttir flytur „Hver maður
kvað fy“, Bergljót Kristjánsdóttir
flytur „Hvorki em eg fjölkunnig
eða vísindakona" og loks flytur
Sverrir Tómasson erindið „Sögu-
ljóð — skrök — háð, viðhorf
Snorra til kveðskapar“.
Loks má geta þess, að ráð-
stefnuhaldarar hafa í hyggju að
gefa út tímarit um íslenskar bók-
menntir fyrri alda og verða lestrar
ráðstefnunnar efni fyrsta tölu-
blaðs sem áætlað er að komi út
með haustinu. Að sögn Gunnars
Harðarsonar er ekki til hér á landi
tímarit sem sinnir sérstaklega
íslenskum bókmenntum og hug-
myndasögu fyrri alda. Það fari
svo eftir undirtektum hveiju fram
vindur.
Heljutenórinn varð að hætta
VESTUR - þýski hetjutenórinn
Norbert Orth varð að hætta söng
með Sinfóníuhljómsveit Islands
við flutning Tannhausers Wagn-
• ers í Háskólabíói i fyrrakvöld.
Varð Orth að draga sig í hlé eftir
læknisskoðun, en sýningin hélt
áfram með þeim annmörkum að
enginn var til að syngja hlutverk
Tannhausers. Orth verður að taka
sér hvíld frá söng um hríð, en
Bandaríkjamaðurinn Richard
Versalle var væntanlegur til
landsins frá Bayereuth í Vestur
Þýskalandi seint I gærkvöldi. Að
sögn Sigurðar Björnssonar fram-
kvæmdastjóra Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar, er Versalle einn eft-
irsóttasti hetjutenórinn í heimin-
um í dag og hann hefur all oft
sungið hlutverk Tannhausers.
Óhappið í Iláskólabíói vekur upp
óánægju i gegn um tíðina með
þurrt loft þar í húsi.
„Það er gömul saga“, sagði Sigurður
Bjömsson í samtali við Morgunblað-
ið,„ það er enginn vafí á því að þurra
loftið í húsinu átti sína sök á því
hvemig fór. Erlendu söngvaramir
kvörtuðu allir sáran og hljóðfæraleik-
arar hafa gert svo lengi. Eigendur
hússins hefðu átt að setja upp raka-
kerfí þama fyrir löngu síðan," bætti
Sigurður við.
„Þetta er verst þegar Veðurfar
hefur verið eins og að undanfömu,
kalt og þurrt. Þá verður loftið í hús-
inu afar þurrt og með einföldum litl-
um rakatælq'um sem við höfum sjálf
komið með, höfum við séð að raka-
stigið hefur farið langt undir æskileg
mörk. Söngvarar, Kórar og blásarar
hafa iðulega fengið í hálsinn, bólgnað
og hóstað. Þá skaðar þetta hljóð-
færin, sérstaklega tréhljóðfærin, en
þau hafa jafn vel sprungið og losnað
í sundur,“ sagði Sæbjöm Jónsson
formaður starfsmannafélags Sin-
fóníuhljómsveitarinnar.
Morgunblaðið/Sverrir
Bálför Hákons Bjarnasonar
Bálfor Hákons Bjarnasonar skógræktarstjóra var gerð frá Foss-
vogskirlyu í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Árni Pálsson jarð-
söng. TÓnlist fluttu Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari og Mar-
teinn Hunger Friðriksson organisti. Steindór Hjörleifsson og
Margrét Ólafsdóttir fluttu ljóð.