Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989
Bæj arfiilltrúar Sjálfstæðisflokks í Kópavogi:
Andvígir Fossvogsbraut
— en einhliða yfirlýsing borgarstjórnar ekki vænleg til árangurs
Vegna afgreiðslu bæjarstjórnar
á ályktun um Fossvogsdal óskum
við bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins að taka fram eftirfarandi:
I upphafi viljum við ítreka ein-
dregna andstöðu okkar við lagn-
ingu Fossvogsbrautar, sú afstaða
okkar hefúr lengi legið fyrir og
ekkert breyst.
Við teljum hinsvegar, að einhliða
yfirlýsing bæjarstjómar um, að
samningur um þetta efni frá 9.
okt. 1973 við Reykjavíkurborg sé
úr gildi fallinn, verði ekki til fram-
dráttar því málefni, að í Fossvogs-
dal verði útivistarsvæði en ekki
hraðbraut.
Lyktir á framkvæmd og tilveru
áðurnefnds samnings geta einungis
orðið með tvennum hætti, með sam-
komulagi sveitafélaganna eða með
dómsúrskurði, hvort sem það væri
gerðardómur eða almennur dóm-
stóll.
Áætlanir um Fossvogsbraut eru
komnar frá Reykjavíkurborg, þær
áætlanir samþykktu bæjaryfirvöld
í Kópavogi árið 1964, illu heilli, þó
Bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins lögðu
fram eftirfarandi bók-
un á fiindi bæjarstjórn-
ar Kópavogs sl. þriðju-
dag um Fossvogsbraut:
með ábendingu um færslu brautar-
innar til norðurs, í áætlunum hefur
það verið gert.
HOTEL BORG
SUNNUD.30.APR. kl. 16:00
SUMARFATNAÐUR FRA
BARTíAFATFÍADUR FRÁ
SPÍYRTIVÖRUR FRÁ
marimekko
vén di
LU M EN E
FJF-n Hannes Wöhler & Co.
UVJLTU heildsala,
SÍMAR:34050-83574.
(Clding. dJradinq (ddc
mg. K^ompany
HAfNARHVOU - TRYGGVAGÖTU SÍMAR:
REYKJAVlK 15820-16303
mw-
Lf. karel
/ t'ATNADUR - GJAFAVORUR
Laugavegur13 © 624525
Áðurnefndur samningur frá 1973
var hagstæður Kópavogsbúum og
jók mátt bæjarstjómar Kópavogs
til baráttu gegn lagningu Fossvogs-
brautar. Enginn vafi er á, að tíminn,
sem liðinn er síðan 1973 hefur unn-
ið með málstað okkar og viðhorf
til umhverfismála hafa breyst mikið
þeim sjónarmiðum í vil.
Bæjarstjórn Kópavogs óskaði
eftir því við Reykjavíkurborg að
skipuð yrði nefnd af hálfu beggja
sveitarfélaganna til viðræðna um
málefni Fossvogsdals. Lengi stóð á
samþykki Reykjavíkur, en það kom
um síðir með bréfi borgarstjóra,
sem lagt var fram í bæjarráði 6.
ágúst 1987. Bæjarstjórn kaus sína
fulltrúa til viðræðna 18. ág. 1987.
Fyrsti og eini fundur nefndarinn-
ar var haldinn 24. feb. 1988. Reyk-
víkingar lögðu þá fram greinargerð
sína um þýðingu Fossvogsbrautar
fyrir stofnbrautakerfi höfuðborgar-
svæðisins og lýstu því jafnframt
yfir, að vilji væri til að leita lausn-
ar, sem tæki tillit til umhverfissjón-
armiða. Fulltrúar Kópavogs ætluðu
síðan að skoða framlögð gögn. Á
þessum fiindi var ekkert lagt
fram af hálfii Kópavogs, hvorki
greinargerð um útivistarsvæði
eða önnur gögn. Það var síðan
hlutverk fulltrúa Kópavogs að boða
til næsta fundar. Síðan liðu 14
mánuðir og aldrei var boðað til
fundar, eða ekki fyrr en sérstök
samþykkt var gerð um það í bæjar-
stjórn 11. apríl sl. og þá fyrst voru
send einhver gögn til gagnaðila af
hálfu Kópavogs, greinargerð um
útivistarsvæði í dalnum o.fl.
Síðan var boðað til fundar, sem
að lokum skyldi haldinn 21. apríl
sl. Þá upphófst deila um fundar-
stað. Fulltrúar Reykjavíkur vildu
halda fundinn í Reykjavík. Þetta
endar síðan með því, að fulltrúar
Kópavogs mættu ekki til fundarins
þó óskin um fundinn væri frá Kópa-
vogi. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
viðræðunefndinni vildi hinsvegar
fara til fundarins. Við hörmum að
svona skyldi fara, að aukaatriði
ráði ferðinni í jafn þýðingarmiklu
máli.
Við áteljum harðlega þau vinnu-
brögð sem viðhöfð hafa verið í þessu
máli, sérstaklega af hálfu bæjar-
stjóra, sem var í forsvari fyrir full-
trúum Kópavogs. Bæjarstjórn ósk-
aði samhljóða eftir þessum viðræð-
um. Allur sá tími sem leið frá því
að sú ósk var borin fram við yfír-
völd Reykjavíkurborgar var ekki
nýttur til undirbúnings og fulltrúar
Kópavogs mættu tómhentir til
fyrsta og eina fundar viðræðu-
nefndanna. í 14 mánuði var ekki
boðað til fundar af hálfu Kópavogs.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins spurð-
ist oft fyrir um, hvort ekki yrði
boðað til fundar. Sama gerði skipu-
lagsstjórn ríkisins eða embættis-
menn hennar. Þá var alltaf sagt,
að fundur yrði bráðlega. Þetta lýsir
ekki miklum áhuga á framgangi
málsins.
Við leggjum mikla áherslu á, að
samningaleið sé reynd til þrautar,
en það hefur ekki verið gert ennþá
og á meðan aðilar talast ekki við
er lítil von um árangur.
Einhliða yfirlýsing um að samn-
ingur sé fallinn úr gildi er ekki
vænleg leið í samskiptum sveitarfé-
laga. Samningurinn fellur ekki úr
gildi við slíka einhliða samþykkt
annars samningsaðilans.
í málarekstri má hinsvegar færa
fram mörg og gild rök gegn fram-
kvæmd ákvæða samningsins varð-
-andi Fossvogsbraut, verði sú niður-
staða á viðræðum að samkomulag
náist ekki.
Að framansögðu teljum við ekki
rétt, að bæjarstjóm geri slíka ein-
hliða ályktun og tökum ekki þátt í
þessari afgreiðslu.
LADA 89
gerðiraf LADA bílum
helgina 29. og 30. apríl
frákl. 10-17.
Mikið úrval skrásettra bíla
til afhendingar strax.
tAPA
- góður kostur í bílakaupum
tiíþSlU Ármúla 13 - 108 Reykiavík - ® 681200
Tökum gamla LADA bílinn upp í nýjan
og semjum um eftirstöðvar.
Veitingar verða á boóstólum.