Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 15

Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 15
MORGUNBIAÐIÐ LA'UGARDAGUR 29. APRÍL 1989 15 r Kennarar og þjóðarbúið eftir Kristínu Baldursdóttur Röskun á skólastarfí sökum kennaraverkfalla virðist ætla að vera hlutskipti íslenskra framhalds- skóla. Kennara búa við launalqör sem eru í engu samræmi við þá menntun og ábyrgð sem kennara- starfið gerir kröfur til. Á síðustu misserum hafa þeir sótt fram til bættra kjara en stjórnvöld hafa daufheyrst við kröfum þeirra, þrátt fyrir margendurteknar yfírlýsingar af þeirra hálfu um að bæta þurfí kjör kennarastéttarinnar. Launakröfurnar Kennarar fara nú fram á sjötíu þúsund króna lágmarkslaun og breytingar á starfsaldurs-, lífald- urs- og prófaldurskerfí en sam- kvæmt núverandi kerfí tekur það kennara tuttugu ár að ná hæstu greiddu dagvinnulaunum sem eru rúmar áttatíu og eitt þúsund krónur á mánuði. Hér má reyndar -bæta því við að einungis kennarar með doktorspróf og kennsluréttindi eða sambærilega menntun fá greitt samkvæmt efsta launaflokki sem þessi tala er miðuð við. Kennarar vilja að launahækkanir að komi til framkvæmda á þrem árum en að þeim tíma liðnum yrðu kjör þeirra sambærileg við lq'ör háskólamennt- aðra starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Launabarátta kenn- ara nú miðar því að því að tryggja starfsfrið innan Skólakerfísins á komandi árum og binda enda á að nemendur þurfi að líða fyrir kjara- baráttu þeirra. Þjóðfélagsástandið Viðbrögð stjómvalda við kröfum kennara hafa verið á einn veg. Samfok: Boðið er upp á launahækkanir sem eru víðsfjarri kröfum kennara og duga þær ekki einu sinni til að endurheimta kaupmáttariýmun lið- ins árs. Dregin hefur verið upp dökk mynd af efnahagsástandi og horfum, vísað til gjaldþrota og at- vinnuleysis og kennarar átaldir fyr- ir ábyrgðarlausa kröfugerð við nú- verandi þjóðfélagsaðstæður. En einmitt hér er vert að staldra við og skoða þann efnahagsramma sem kennarar setja kröfu sína fram í. Árið 1988 drógust þjóðartekjur saman um 114% og kom þessi sam- dráttur í kjölfar mikillar eftirspum- arþenslu árið 1987 en þá jukust þjóðartelqur um 1014%. I ár spáir Þjóðhagsstofnun því að þjóðarteiq'- ur lækki um 2h%. Því fer þó víðsfjarri að efnahagsleg holskefla blasi við. í fréttariti Þjóðhagsstofn- unar frá því í febrúar er t.d. gert ráð fyrir því að þrátt fyrir lækk- andi þjóðartekjur þá muni útflutn- ingsframleiðslan aukast lítið eitt frá því í fyrra og að viðskiptakjörin verði sem næst óbreytt á árinu. Búist er við áframhaldandi góðæri í helstu viðskiptalöndum íslendinga. Samdráttur, hagræðing og hugsan- leg gjaldþrot sem hins vegar blasa við í sumum atvinnugreinum hér á landi stafa fyrst og fremst af offjár- festingu í greinunum. Vandi sjávarútvegsins er ekki síst fólgin í því að fiskiskipastóllinn er mun stærri en núverandi afrakst- ursgeta fískistofna fær staðið undir og afkastageta fískvinnslunnar er meiri en þörf er fyrir. Þannig hefur Þjóðhagsstofnun nýverið sýnt fram á að ef fyrirtækjum í fískvinnslu fækkaði um 10% þá gæti afrakstur í greininni aukist um allt að millj- arði á ári. Bankar em of margir Kristín Baldursdóttir „Framhaldsskólinn verður nú að taka af alvöru á þessum vanda og- skiptir þá miklu að hann hafí á að skipa hæfíleikaríkum o g vel menntuðum kennurum. Til þess að svo verði þarf að bjóða upp á kjör sem laða kennara til starfa innan skólakerf- isins.“ og smáir og biýn þörf er á hagræð- ingu í landbúnaði eins og 7 millj- arða króna niðurgreiðslur á þessu ári bera vott um. Fleiri dæmi mætti nefna en við þær aðstæður sem nú hefur verið lýst má telja að einhver samdráttur sé óumflýjanlegur og jafnvel nauð- synleg forsenda hagvaxtar á kom- andi misserum, þar sem hann íeiðir til fækkunar óarðbærra og illa rek- inna fyrirtækja. Atvinnuleysi sem hugsanlega fylgdi í kjölfarið yrði að mæta með aukinni áherslu í rannsóknar- og þróunarstarfí sem leiddi til nýsköpunar á sviði iðnaðar og hagkvæmari og fjölbreyttra nýt- ingu sjávarafla en nú er. En kennar- ar geta ekki beðið með kaupkröfur sínar meðan atvinnulífíð aðlagast að breyttum aðstæðum. Talið er að einstakt góðæri hafí ríkt í þjóðarbú- skap íslendinga á árunum 1984— 1987. Þá sóttu kennarar einnig fram til bættra lífskjara en án ár- angurs. Launagreiðslur og hlunnindi I umræðum um kaup og kjör á liðnum vikum hefur þeirri skoðun verið haldið á lofti að lífskjör manna réðust ekki af kaupgreiðslum einum saman. Skal því ekki mótmælt hér en launþegar hljóta þó að telja krón- umar í launaumslagi sínu þegar þar er um að ræða heildargreiðslur fyr- ir unnin störf. Kennarastarfinu fylgja engin sérstök efnaleg fríðindi, kennarar fá ekki greiddan bílastyrk, lestíma eða greiðslur fyr- ir óunna yfirvinnu líkt og sumar starfsstéttir hjá hinu opinbera. Kennarar fá ekki einu sinni greitt fyrir kennslugögn og starfsaðstöðu sem þeir verða að leggja sér til sjálf- ir sökum lélegrar vinnuaðstöðu í skólunum. Kennarar fagna bættri félagslegri aðstöðu, svo sem nýjum lausnum í húsnæðismálum og dag- vistaruppbyggingu, en þeir geta hvorki litið á bætta opinbera þjón- ustu né vaxtalækkanir sem sér- staka kjarabót sér til handa. Lands- menn allir, einnig þeir sem fá þre- föld eða fjórföld kennaralaun, njóta góðs af slíkum umbótum en þær taka því ekki á óréttlátum og ört- vaxandi tekjumun. Mönnum hefur verið tíðrætt um atvinnuöryggi opinberra starfs- manna og talið það réttlætti lægri laun þeim til handa en tíðkast á almennum vinnumarkaði. Ekki njóta þó allir kennarar þessa marg- rómaða atvinnuöryggis. Við Menntaskólann við Hamrahlíð er t.d. liðlega þriðjungur af kennslunni í höndum stundakennara. Margir þeirra hafa kennsluréttindi og eru í fullu starfí en þó er uppsagnar- frestur þeirra aðeins einn mánuður. Frá önn til annar vita þessir starfs- menn ekki hvort þeir geta fengið kennslu og ef þá hvort um verði að ræða fullt starf eða aðeins hluta úr starfi. Mun slíkt „starfsöryggi“ liklega seint verða talið til tekna. Vandi framhaldsskólans Framhaldsskólinn á nú við vanda að etja. Fjöldi framhaldsskólanema hefur aukist á síðustu árum og er fyrirséð að sá hópur stækki enn með tilkomu nýrra framhaldsskóla- laga. Framhaldsskólinn þarf nú að sinna nemendum með mun fjöl- þættari þarfír en áður og hefur það vart tekist sem skyldi. Árlega er útskrifaður nemendahópur sem er fullfær um að takast á við erfítt háskóianám en jafnframt flosnar á sama tíma upp úr skólunum hópur nemenda með vanmetakennd og brenglaða sjálfsmynd sökum þess að þeir ráða ekki við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Fram- haldsskólinn verður nú að taka af alvöru á þessum vanda og skiptir þá miklu að hann hafí á að skipa hæfileikaríkum og vel menntuðum kennurum. Til þess að svo verði þarf að bjóða upp á kjör sem laða kennara til starfa innan skólakerfís- ins. Höfundur er ffamhaldsskólakenn- ari og stundakennari við H.Í. Áhyggjur af niðurskurði STJÓRN samtaka foreldra og kennarafélaga í Reykjavík (Sam- fok) lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fé tíl reksturs grunnskóla. Sam- tökin skora á menntamálaráð- herra og alþingismenn að koma í veg fyrir að nemendur í grunn- skóla verði látnir líða fyrir dug- leysi fullorðinna að safha tíl mögru áranna I góðæri. Þetta kemur fram í frétt frá Sam- foki. Þar segir, að samkvæmt frétt- um standi til að skera fjárveitingar til grunnskóla niður um allt að 150 milljónum. Þessi væntanlegi niður- skurður muni bitna mjög þungt á skólastarfí næsta hausts. Minnt er á, að í góðærinu var ekki aukið við þann tíma nemenda í yngri deildum, sem skorinn var af fyrir u.þ.b. tíu árum. Því búi yngri nemendur grunn- skóla í raun við skerta skólasetu miðað við ákvæði grunnskólalaga. VEGNA SOLU NIIÐA OG ENDURNYJUNAR ARSNim OG UDKKSNim ER _ AÐAWMBODH) „ TJARNARGOW10 ontfnKnáKLMiMM. HUVDSÆm WAlARHtlMUS AUHtADRA SJÓMJUMA I Eflum stuðning við aldraða. Miði á mann fyrir hvern aldraðan. VINNIISTOFUR - SÝNINGARSALUR Opið um helgina og 1. maí frá kl. 14-18 - Stangarhyl 7 , virka daga frá kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.