Morgunblaðið - 29.04.1989, Side 16

Morgunblaðið - 29.04.1989, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 lífsháttum þjóðarinnar, og það meira en nokkur bylting hefði áork- að; atvinna var kappnóg og pen- ingaflóð sem aldrei fyrr. Vanda- laust var fyrir hvem þann, sem unnið gat og vinna vildi, að sjá sér og sínum farborða. Verkamaðurinn var ekki lengur öreigi eins og á kreppuárunum heldur þegn í neysluþjóðfélagi sem hafði nóg að bíta og brenna. Svo mötsagnakennt sem það nú kemur fyrir sjónir ollu þessar nýju aðstæður eins konar kreppu með rithöfundum. Það hafði fjarað undan stefnunni! Um hvað var hægt að skrifa þegar svona var komið? Sögualdarmaður hefði sennilega lagst undir feld og hugsað ráð sitt. Og það gerði þessi ungi rithöfundur einnig — með sínum hætti, sleppti bókavarðarstarfi sem hann hafði haft á ísafirði og gerð- ist vitavörður á einhveijum af- skekktasta útkjálka landsins þar sem sýn gaf til hafs og fjalla en byggð var engin í nánd. Þar gafst næði til að skoða úr hæfilegri fjar- lægð það sem gerst hafði með þjóð- inni sem líkast til yrði aldrei söm og áður. Á lýðveldisárinu sendi Óskar Aðalsteinn frá sér þriðju skáldsög- una, Húsið í hvamminum. Stríðið var reyndar búið þegar hann ákvað að koma sér fyrir á Hornbjargsvita því þá var komið árið 1946 og aft- ur harðnandi átök í landinu; en af öðrum rótum en fyrr. Húsið í hvamminum er lokaðri bók en hinar fyrri, nýjar spurningar hafa vaknað og ný viðfangsefni krefjast úrlausn- ar. Óg sjónarhornin eru orðin önn- ur. Minna þarf en heimsstyijöld til að breyta veröldinni. Kreppuöreig- inn var horfinn af sjónarsviðinu; og burgeisinn reyndar líka. Var ekki vænlegast að beina kastljósinu að kjama málsins; manninum sjálfum, einstaklingnum, eðli hans og mögu- leikum? Einfaldar lausnir eins og t.d. sú að pólitísk samkennd gæti breytt eðli mannsins og útilokað flesta ef ekki alla árekstra í mann- legum samskiptum var ekki lengur á dagskrá. Hæfni mannsins jafnt og takmarkanir hlutu að felast í honum sjálfum fremur en einhveij- um kennisetningum sem hann byggi sér til. Einstaklingurinn varð sjálfur að fínna kröftum sínum við- nám og hafa frumkvæði að því að láta gott af sér leiða ef honum átti vel að farnast. Þetta má segja að sé grunntónninn í Húsinu í hvamm- inum. Þar með kemur Óskar Aðal- steinn fram sem mótaður og þrosk- aður höfdur. Þar með er sýnt hvað í honum býr. Jákvæðar undirtektir vegna fyrri bóka hafa aukið honum þor og sjálfstraust til að takast á við vandasamari verkefni. Hann tekur að glíma við fjölþættari við- fangsefni, flóknari manngerðir. Og umfram allt: Hann tekur að rýna enn betur í það sem næst stendur, leita hins stóra og altæka í hinu smáa og sértæka, eygja skáldskap- inn undir yfirborði hversdagsleik- ans. Hetjur sögunnar eru ekki hug- sjónamenn sem láta til skarar skríða í átökum heldur fólk sem leggur metnað sinn í að rétta öðrum hjálparhönd og standa við orð sín. Og stíllinn er breyttur: ljóðrænni og fágaðri og líka dálítið íburðar- meiri en áður. Sumum mun hafa litist sagan langdregin; ennfremur að í henni gætti nokkurrar tilfinn- ingasemi. Og víst er að Húsið í hvamminum er ekki kaldhamrað verk. Hitt er sönnu nær að sagan er þrungin ósvikinni tilfínningu. Höfundur gat ekki leynt fögnuði sínum yfir lífsundrinu, og reyndi það kannski ekki heldur. Þetta var fölskvalaus ástarsaga, og þó á eng- an hátt yfirdrifin né fegruð. Mann- lýsingamar em raunsannar, sam- tölin eru afar vel skrifuð og heildar- textinn í góðu jafnvægi. Og eins og í lífinu tjáir sögufólkið stundum mest með hinu hálfsagða, eða jafn- vel hinu ósagða. Höfundurinn er nú orðinn lands- kunnur. Allir, sem láta sig bækur varða, vita deili á skáldsögum þessa unga manns og honum sjálfum. Kristinn E. Andrésson getur hans lofsamlega í bókmenntasögu sinni sem náði til ársins 1948. «Uppruna- legir hæfileikar þessa skálds eru ótvíræðir,» segir hann þar. En Listin og lífstrúin Horft yfir hálfrar aldar ritferil Óskars Aðalsteins Bókmenntir Erlendur Jónsson Árið 1939 sendi Óskar Aðal- steinn frá sér fyrstu bók sína, Ljós- ið í kotinu og stóð þá á tvítugu. Þetta var skáldsaga sem höfundur- inn hafði fært í letur átján ára, ósvikið æskuverk. Fyrsta bók ungs höfundar sætti þá alltaf tíðindum. Fjórði áratugurinn var — þrátt fyr- ir kreppuna — blómaskeið skáldsög- unnar. í atvinnuleysinu hafði fólkið þó tíma til að lesa! Og skáldsagna- lestur var sú dægrastyttingin sem flestir gátu veitt sér. Hræringamar í þjóðlífínu ollu líka því að skáldsag- an varð ósjálfrátt vettvangur fyrir hvers kyns umræðu. Þetta voru tímar hinna stóru hugsjóna. Ungir menn þráðu að «beijast hvíldarlaust alla æfí fyrir góð málefni» eins og söguhetja í Ljósið í kotinu kemst að orði. Frá sjónarmiði hugsjóna- mannanna séð var vandalaust að bæta heiminn og sinnuleysi einu um að kenna að það hafði ekki þegar verið gert! í pólitíkinni voru línumar afdráttarlausar; þar var ekki nema um tvennt að velja: gott og illt! Og úti í hinum stóra heimi var allra veðra von. Þar yrði brátt barist til úrslita. Öll þessi ólga, að viðbættri þeirri athygli sem bækur jrfirhöfuð vöktu, hlaut að vera hin hallkvæmasta fyrir ungan rithöf- und. Þögn og tómlæti var nokkuð sem varla þurfti að óttast. Þetta em staðreyndir sem hafa má í huga þegar rennt er augum yfir bækur þessara ára. Hvaðan kom ungum höfundum allur þessi kraftur, allt þetta frumkvæði? Og — kunnáttan? Ef tekið er tillit til æsku Óskars Aðalsteins þegar hann færði í letur sína fyrstu bók hlýtur að vekja furðu hversu traustum tökum hann hafði þá þegar náð á verkefni sínu. Þama var kominn fram höfundur sem var ekki aðeins áræðinn heldur líka hugkvæmur og hugmynda- ríkur. Skilningur hans á mannlegu eðli og mannlegum samskiptum var næmari en búast mátti við af svo ungum manni. Fjörið í frásögninni og tilfinningahitinn hlaut líka að hrífa hvern þann sem yfirhöfuð gat hrifíst af góðum skáldskap. Og sjálfstæði Óskars Aðalsteins gagn- vart sér eldri höfundum reyndist meira en almennt gerðist á þessum árum. Því fremur var horft framhjá hinu að að höfundurinn hlaut að eiga sitthvað ólært áður en hann næði þeim tökum á forminu sem sjaldan næst nema með æfingu og þroska. Gallamir? Að sjálfsögðu leyndu þeir sér ekki. Hitt máttu undur heita að þeir skyldu ekki vera fleiri og augljósari. Vitanlega hafði höfundurinn hliðsjón af ýmiss konar forskriftum sem sjálfsagðar þóttu á þessum árum. Vinstri sinn- aðir rithöfundar töluðu t.d. um bylt- inguna eins og hún mundi binda enda á gervallan heimsins vanda. En varla er við rithöfund að sak- ast, sem var ungur fyrir fímmtíu árum, þó það dýrðarríki sé ekki runnið upp enn; enda varð Óskar Aðalsteinn öðrum höfundum fljótari til að átta sig á að ekki yrðu öll mannanna mál leyst í skjótri svip- an. Er þá aðeins ótalinn megin- styrkur Öskars Aðalsteins í þessari frumraun sinni í skáldsagnagerð- inni: það er að segja val viðfangs- efnis: að hann hafði tekið sér fyrir hendur að lýsa fólki og umhverfi sem hann gjörþekkti sjálfur og hélt sig að mestu leyti við sögusvið sem sniðið var eftir átthögum hans. Þó svo vildi til að örsnauður verkalýður væri kjörefni skáldsagnahöfunda á kreppuámnum þurfti þessi korn- ungi höfundur ekki að fara að neinni tísku til að skrifa ósvikna verkalýðssögu. Þetta var hans eigið umhverfí; fólkið sem hann deildi kjömm með, hans heimafólk eins og stundum er sagt. Tvö ár liðu þar til Óskar Aðal- steinn sendi frá sér aðra bók sína, Gijót og gróður. Er bæði fróðlegt og skemmtilegt að lesa þessar bæk- ur hvora á eftir annarri og bera saman. Höfundurinn hefur sýnilega stillst, hann hefur meira taumhald á tilfinningunum og vinnur skipu- legar úr viðfangsefni sínu. «Þetta er í rauninni fyrsta verkamanna- sagan í bókmenntum okkar, sem getur borið það nafn með fullum rétti,» skrifaði Guðmundur G. Hagalín. «Hún er ósköp hvers- dagsleg og hispurslaus, þessi saga — og það fólk, sem þar er lýst,» sagði Hagalín ennfremur, «en samt er yfír henni eitthvert glit lífstrúar og heilbrigði, enda er það þannig, að svo óbrotinn sem stíllinn er, þá er þó við hann eitthvað hreint og bjart.» Með þessum orðum lýsir Hagalín sögunni svo vel að varla verður nær komist. Þarna er enginn ungæðislegur hávaði og fyrirgang- ur heldur hófstilling og yfirvegun. Höfundurinn hefur unnið verk sitt af alúð og kostgæfni; hann gætir þess að innri rök þess stangist ekki á við lífsins raunveruleika; hann er ekki aðeins að setja saman skáld- verk heldur einnig að skrá sögu, merkilega sögu sem hann hafði raunar sjálfur tekið þátt í að skapa. Nærri lætur að Óskar Aðalsteinn sé þama að lýsa fyrstu kynslóðum íslenskra verkamanna. Þéttbýlis- myndun er nýhafin en fullkomlega ómótuð. Verkamaðurinn veit tæp- ast enn hvar hann stendur. Hann er búinn að kveðj a sveitina, kominn á mölina. En hvers vegna? Og til hvers? Hvers getur hann vænst af framtíðinni? Og hver er réttur hans? Margur höfundurinn sló um sig með tilgerð í stíl á þessum ámm. En Óskar Aðalsteinn leitaðist ekki við að láta á sér bera með þess háttar sundurgerð. Stíll hans var hversdagslegur eins og söguefnið og sögufólkið. Samtölin eru eðlileg og falla vel að heildartexta. En að skrifa góð samtöl sker oft úr um hvort skáldsagnahöfundur getur eða getur ekki. Og eins og Ljósið í kotinu var þarna á ferð kreppu- saga, pólitískt verk. Og sögusviðið var sem fyrr sjávarþorp þar sem fólk lifði af því að selja vinnu sína hveijum sem kaupa vildi. Ekki bætti það úr skák að í sjávarþorpi eins og því, sem lýst er í sögunni, var kaupandi vinnunnar oft einung- is einn, — einn einasti atvinnurek- andi sem hafði þá í hendi sér hveija hann réð til vinnu og hveija ekki og ríkti þar með yfír plássinu, átti þorpið! Hver sá, sem vogaði sér að rísa á móti stórmenninu, tefldi því öryggi sínu í tvísýnu svo ekki sé Óskar Aðalsteinn dýpra í árinni tekið. En til þess urðu nú ýmsir, eigi að síður. Og af því reis spennan. Þegar öllu var á botninn hvolft skyggndi höfundurinn viðfangsefni sitt af talsvert hærri sjónarhóli og skoðaði það'í víðara samhengi en í sinni fyrstu bók. Verkalýðsmálin koma inn í söguna eins og einn þáttur lífsbaráttunnar í þorpinu, og þá jafnframt samofinn henni. Og þá varð auðvitað til kynslóðabil eins og gengur og gerist á öllum tímum, bæði náttúrlegt og tilbúið. Undirrót þess var fyrst og fremst aldursmun- urinn, að sjálfsögðu, en inn í það dæmi komu svo ólík viðhorf hinna eldri og yngri vegna þess að áhrif frá nýjum stefnum höfðu borist til þorpsins. Auðvitað voru hinir ungu móttækilegri fyrir nýjungunum þar sem hinir eldri hugðu meira að ör- yggi sínu og afkomu. Stéttabarátt- an brann á fólkinu. Og skáldsagna- höfundúr, sem lýsti lífinu í sjávar- þorpi sem byggt var verkamönnum og sjómönnum, hlaut að gefa henni ærið rúm, veruleikinn bauð ekki upp á annað. En nú — að þessum tveim fyrstu bókum rituðum og út gefnum — hafði stríð og hernám umtumað Sýning um helgina OPIÐ: Lauaardaa 11—1** ríXJ. Laugardag 11-15 Sunnudag 12-15 Einnig eru okkar vörur til sölu í FERÐAMARKAÐINUM Bíldshöfða 12 - sími 674100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.