Morgunblaðið - 29.04.1989, Side 18

Morgunblaðið - 29.04.1989, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRIL 1989 Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna: Fyrirtækin hafa aldrei staðið jafiiveikum fótum SÍÐASTLIÐIÐ ár var eitt hið erfiðasta sem íslenzkur hraðfrystiiðnað- ur hefur þurft að búa við hvað afkomu snertir. Fyrirtækin hafa aldr- ei staðið jafhveikum fótum til að mæta lélegri rekstrarafkomu og nú vegna langvarandi hallareksturs sem staðið hefur alveg síðan í októ- ber 1987. Er talið að halli frystingarinnar hafi verið um 7,5% að meðal- tali á árinu 1988. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sem haldinn var í lok vikunnar „í skugga erfiðs rekstrar“. Morgunblaðið/Sverrir Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, snæddi hádegisverð í boð SH við upphaf aðalfiindarins. Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH, og Friðrik Pálsson, forstjóri, taka hér á móti forsetanum. Framleiðsla frystihúsa og fiysti- togara innan SH á árinu 1988 var svipuð og árið á undan eða um 92.000 tonn. Útflutningur dróst hins vegar saman um 13.000 tonn eða 14% frá árinu á undan og var nú um 79.000 tonn á móti 92.000 tonn- um 1987. Þorskframleiðsla var svip- uð og árið áður, en aukning var í ýmsum öðrum botnfísktegundum. Samdráttur var í frystingu loðnu og loðnuhrogna en um 80% aukning í síldarfrystingu. Heildarútflutningur frystra sjávarafurða frá íslandi árið 1988 var 159.000 tonn á móti 177.000 tonnum árið áður og hafði dregizt saman um 10%. Þar af var útflutningur SH 79.200 tonn eða 50% að verðmæti 10.400 milljónir króna. Er því um 14% samdrátt að ræða í magni en 6% aukningu í krónum. Um 92% af útflutningi SH á árinu 1988 fóru til 6 landa í þremur heims- álfum, það er til Bandaríkjanna, Jap- ans, Bretlands, Frakklands, Sov- étríkjanna og Vestur-Þýzkalands. Helztu breytingar frá árinu 1987 voru þær að útflutningur til Banda- ríkjanna dróst saman um 7.300 tonn eða 23%, til Sovétríkjanna um 700 tonn eða 9% og til Bretlands um 400 tonn eða 3%. Þá dróst útflutningur til Japans saman um 5.700 tonn eða 26%, en þar var eingöngu um að ræða samdrátt í loðnu og loðnu- hrognum. Hins vegar jókst útflutn- ingur til Frakklands um 500 tonn eða 7% og til Vestur-Þýzkalands um 700 tonn eða 11%. Af heildarframleiðslunni var fram- leiðsla frystiskipa 12.800 tonn eða 13,9% og hafði aukizt um 2.400 tonn. Af einstökum félögum innan SH var mest framleitt hjá Útgerðarfélagi Akureyringa eða tæp 8.700 tonn að verðmæti 960 milljónir króna miðað við útborgunarverð. Fyrsta fjórðung þessa árs jókst heildarframleiðsla innan SH um 1.200 tonn eða 7% miðað við sama tíma í fyrra. Aukning var í fram- leiðslu loðnu og loðnuhrogna en lítils- háttar _ samdráttur í botnfiskvinnsl- unni. Útflutningur var á sama tíma 24.000 tonn að verðmæti 2.800 millj- ónir króna, sem er 62% aukning að magni og 56% að verðmæti. Fyrst og fremst er um að ræða aukinn útflutning til Sovétríkjanna svo og útflutning á loðnu- og síldarafurðum. Á liðnu ári seldi Coldwater Sea- food Corporation í Bandaríkjunum samtals 47.000 tonn að verðmæti 202 milljónir dollara, 10 milljarðar króna. Það er 6% samdráttur í magni og 8% í verðmæti frá árinu áður. Sala verksmiðjuframleiddrar vöru dróst saman um 2% en sala flaka um 13%. Á árinu varð halli sem nam tæpum fjórum milljónum dollara, 200 milljðhum króna, og stafaði hann af miklum verðlækkunum. Sú aukning á eftirspum eftir fiskflökum og full- unnum vörum frá fískréttaverskmiðj- um, sem vænzt var á Bandaríkja- markaði hefur látið standa á sér og hefur Coldwater ekki farið varhluta af þeirri þróun. Fyrstu þijá mánuði þessa árs hefur sala dregizt saman um 4% í magni, en 8% í verðmæti. Staðan á Bandaríkjamarkaði gefur því ekki tilefni til sérstakrar bjart- sýni. Heildarsala Icelandic Freezing Plants í Grimsby nam árið 1988 41,6 milljónum sterlingspunda, 3,7 milljörðum, og var það nánast sama í magni og árið áður. Þar af var sala verksmiðjuframleiddrar vöru 12 milijónir punda, sala flaka 14,4 millj- ónir og sala Brekkes 15,2 milljónir sterlingspunda. Fyrstu þijá mánuði þessa árs jókst salan um 24% að magni og 11% að verðmæti miðað við síðastliðið ár. Árið 1988 var rekstrarhalli á félaginu sem nam 916.000 sterlingspundum, 82 millj- ónum króna. í framhaldi af því ákv- að stjórn SH að auka hlutafé sitt í fyrirtækinu um þijár milljónir punda. Hin erfíða rekstrarstaða átti að miklu leyti rætur að rekja til mikils vaxta- og fjármagnskostnaðar, en vextir hækkuðu verulega í Bretlandi á ár- inu. Þá hafði útflutningur á ísuðum fiski á Humbersvæðið mjög skaðleg áhrif á samkeppnisstöðu og afkomu félagsins að mati stjómenda þess. Umtalsverðum fjármunum var varið til margvíslegra vöruþróunarverk- efna, sem eru að byija að skila sér. Má þar nefna pantanir á nýjum vöru- tegundum undanfarnar vikur, svo og þróun nýrra vörutegunda, sem fram- leiddar verða sérstaklega fyrir Jap- ansmarkað og hafa fengið góðar undirtektir eins og fram kom í skýrslu forstjóra félagsins. Verkaufszentrale Islandischer Kuhlhauser er með svipaða heildar- sölu og árið 1987 eða um 9.800 tonn að verðmæti 47 milljónir marka, 1,3 milljarðar króna. Fyrsta fjórðung þessa árs var salan 3.300 tonn að verðmæti 12,8 milljónir marka, sem er 54% aukning að magni og 31% að verðmæti frá sama tímabili á síðasta ári. Rekstur söluskrifstofunn- ar skilaði 1,2 milljónum króna í tekju- afgang. Á sínu fyrsta starfsári seldi sölu- skrifstofa SH í Boulogne sur Mer 8.700 tonn í Frakklandi að verð- mæti 130 milljónir franka, um einn milljarður króna. Búið er að stofna nýtt hlutafélag, IFPE, um rekstur söluskrifstofunnar í Frakklandi. Framleiðsla fyrir Sovétríkin gekk vel á síðasta ári og í lok desember var lokið framleiðslu og afskipun á 7.150 tonnum, sem var hlutur SH af Sovétsamningum á síðasta ári. Afgreiðsla er nú langt komin upp í nýjan samning, sem var undirritaður í desember síðastliðnum og hljóðaði upp á 9.700 tonn af flökum og heil- frystum fiski að verðmæti 24 milljón- ir dollara, 1,2 milljarðar króna. Hlut- ur SH þar í er 6.470 tonn eða 70%. Er nú verið að leita eftir frekari kaupum Sovétmanna á þessu ári, en engin niðurstaða liggur fyrir ennþá. Utflutningur til Japans, sem hafði nánast tvöfaldazt á hveiju ári frá 1983, dróst saman um 26% á síðast- liðnu ári. Er það vegna minni fram- leiðslu á loðnu og loðnuhrognum, en að því undanskildu var þetta þó metár, því útflutningur annarra teg- unda til Japans jókst um 27%. Mun- aði þar mest um heilfrystan karfa, sem jókst úr 2.100 tonnum 1987 í 5.000 tonn 1988. Á næstu vikum mun SH opna markaðsskrifstofu í Tókýó til að fylgja betur eftir ár- angri þeim, sem náðst hefur á mark- aðssvæðinu. Afli allra frystitogara var á síðasta ári um 84.000 tonn eða 23% þess botnfiskafla sem fór til frystingar. Svo ör þróun hefur verið í sjófryst- ingu hér á landi að árið 1986 var hliðstæður afli aðeins 20.000 tonn. Framleiðsla frystihúsanna hefur dregizt saman að sama skapi og þessi breyting hefur leitt til þess að minni hluti aflans er nú fulisnyrtur fyrir Bandaríkjamarkað þar eð uppi- staðan í afla frystiskipanna er fram- leiðsla fyrir Bretland og Asíu. Svipmynd frá ársfundi Seðlabankans. Ársfundur Seðlabanka íslands: Langþráð lækkun raunvaxta hafín —sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra Á ársfundi Seðlabankans í gær sagðist Jon Sigurðsson, viðskiptaráð- herra í ávarpi sínu tejja einsýnt að langþráð lækkun raunvaxta væri nú hafin. Benti hann á að raunvextir á fjármagnsmarkaðnum utan bankakerfisins væru nú 1-2% lægri en þeir hefðu verið síðast- liðið haust og 3-4% lægri en þeir hefðu farið hæst í fyrra. Raun- vextir af verðtryggðum lánum í bönkum og sparisjóðum hefðu að undanfornu lækkað um 14%-1% og um nálægt 2% frá því þeir hefðu orðið hæstir 'í fyrrasumar. Hann benti einnig á lægri raunvexti í samkomulagi um kaup lífeyrissjóðanna á ríkisskuldabréfum og bréf- um byggingasjóðanna svo og að stefht væri að sambærilegri lækkun á raunvöxtum spariskírteina ríkissjóðs á næstunni. Framboð á fjármagni eykst — sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastj óri JÓHANNES Nordal, seðlabankastjóri, sagði í ræðu sinni á ársfimdi Seðlabankans I gær að við núverandi afkomuskilyrði atvinnuveganna og þjóðarbúsins í heild, gætu launahækkanir eingöngu leitt til frekari verðbólgu, en engra raunverulegra kjarabóta. Svo hefði reyndar virst, að menn væru almennt fiiniir að gera sér grein fyrir þessu, ekki síst eftir hagstæð áhrif verðstöðvunartimabilsins á siðasta ári. Því miður virtust nú önnur sjónarmið vera að ná yfirhöndinni, fyrstu kauphækkan- irnar hefðu þegar orðið og alvarlegar kjaradeilur stæðu yfir. Jóhannes Ijallaði einnig ítarlega um þróun fjármagnsmarkaðarins í ræðu sinni og benti á að aukinn inn- lendur spamaður hefði gert kleift að ná tveimur markmiðum í senn, að stórauka heildarframboð fjármagns, en draga jafnframt úr hlutfallslegri notkun erlends lánsíjár. Jóhannes sagði að sér virtist að fullyrðingar um óhóflega mikinn hagnað innlánsstofnana ættu ekki við rök að styðjast enda þótt árið 1988 hefði verið rekstrarlega mun hagstæðara innlánsstofnunum en næstu árin þar á undan. „í heild nam tekjuhagnaður allra innlánsstofnana eftir skatt 900 milljónum króna á síðastliðnu ári, en sú fjárhæð nægði þó ekki til þess að koma í veg fyrir, að eiginfjárhlutföll lækkuðu úr 9,5% í 8,9% samkvæmt skilgreiningu bankalaga. Munu þessi hlutföli lækka enn um nálægt 1%, þegar lífeyrisskuldbindingar hafa að fullu verið bókfærðar.“ Jóhannes sagði ennfremur að ástæða væri til að ítreka nauðsyn þess, að rekstrarhag- kvæmni bankakerfísins yrði aukin, þannig að hægt væri að veita við- skiptavinum þeirra ódýrari þjónustu og draga úr vaxtamun. „Engjnn vafí er á því að vænlegustu Ieiðimar til þess að auka hagkvæmni bankakerf- isins og virkja samkeppni eru annars vegar sammni innlánsstofnana í stærri rekstrareiningar, en hins veg- ar rýmri heimildir fyrir erlenda banka til að keppa á hinum íslenska lánamarkaði. Er Seðlabankinn ein- dregið fylgjandi þeirri stefnu stjórn- valda að greiða fyrir þessu hvom tveggja." I umfjöllun sinni um vexti sagði Jóhannes mikilvægt að benda á að lækkun vaxta gæti því aðeins átt sér stað án skaðlegra áhrifa á spamað og efnahagslegt jafnvægi, að hún væri í samræmi við raunveruleg markaðsskilyrði og trúverðug í aug- um sparifjáreiganda. „Vaxtalækkun, sem ekki reyndist samrýmanleg þol- anlegu jafnvægi í lánsfjármarkaðn- um, gæti auðveldlega stefnt öðmm mikilvægum markmiðum ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum 5 hættu,“ sagði Jóhannes Nordal. „Ég legg áherslu á að þessa lækkun raunvaxta má fyrst og fremst rekja til batnandi jafnvægis á flármagnsmarkaði en skýrasti votturinn um það er rúm lausafjár- staða bankanna á fyrstu mánuðum ársins.Ég tel góðar líkur á að fram- hald geti orðið á þessari þróun og raunvextir eigi enn eftir að lækka á næstunni. Fmmvarp félagsmála- ráðherra um húsbréfakerfið sem felur í sér nýsköpun á flármögnun húsnæðismála, mun ef að lögum verður stuðla að betra jafnvægi á lánamarkaði og lækkun vaxta. Samþykkt þess er því ekki aðeins félagslegt réttlætismál heldur einn- ig efnahagslegt skynsemdarmál. Það er hins vegar mikilvægt að menn átti sig á því að því em tak- mörk sett hversu lágir raunvextir geta orðið sé litið til langs tíma. Raunvextir á heimsmarkaði setja okkur þessi neðri mörk svo háðir sem íslendingar em alþjóðalána- markaði," sagði Jon. Hann vék einnig að sameiningar- málum banka og sagði að fækkun banka sem væri nauðsynleg út frá hagkvæmnissjónarmiði stuðlaði auðvitað ekki í sjálfri sér að auk- inni samkeppni — þvert á móti gæti virst sem fækkun banka drægi úr samkeppni. „Ég tel hins vegar að fullnægjandi samkeppni í íslensku bankakerfi verði ekki tryggð nema með því að opna það fyrir þátttöku erlendra fjármála- stofnana. I því ljósi er fækkun bank- anna forsenda aukinnar samkeppni því hún stuðlar að bættri sam- keppnishæfni íslenskra banka gagnvart erlendum bönkum. Annað atriði sem stuðlað gæti að bættri samkeppnishæfni íslenska banka- kerfisins felst í því að breyta ríkis- bönkunum í hlutafélagsbanka sem þó væm að minnsta kosti fyrst um sinn að öllu Ieyti í eigu ríkisins. Tilgangur þessarar breytingar væri að gera þessum bönkum kleift að styrkja eiginfjárstöðu sína með sölu hlutabréfa. Jafnframt er ástæða til að kanna hvort ekki er æskilegt og tímabært að breyta rekstrarformi sparisjóðanna jafnvel í hlutafélög," sagði Jón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.