Morgunblaðið - 29.04.1989, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRIL 1989
Framtíð ríkisstjórnar George Bush Bandaríkjaforseta:
Raunsæi og sveigjanleiki til
að viðhalda ríkjandi ástandi
- segir George C. Edwards, prófessor í stjórnmálafræði
MARKMIÐ ríkisstjómar George Bush Bandaríkjaforseta verður
fyrst og fremst það að viðhalda ríkjandi ástandi á sviði efnahags-
og félagsmála í Bandaríkjunum. Framtíð ríkisstjómarinnar mun
hins vegar mótast af aðstæðum sem forsetinn fær tæpast breytt
miklu um; Qárlagahallanum og meirihluta Demókrataflokksins í
báðum deildum Bandaríkjaþings. Sveigjanleiki mun þvi fremur ein-
kenna forsetatíð Bush en fomsta á grundvelli fastmótaðrar hug-
myndafræði. Þetta er skoðun George C. Edwards III, prófessors í
stjórnmálafræöi við A & M háskólann í Texas í Bandaríkjunum.
George C. Edwards er einn þekktasti fræðimaður Bandaríkjanna á
sviði rannsókna á forsetaembættinu og samskiptum þings og for-
seta og hefur ritað Qölda bóka um þetta efiii. Edwards kom hingað
til lands á dögunum til að halda fyrirlestur við Háskóla íslands um
framtíð ríkisstjómar George Bush og var hann tekinn tali af þessu
tilefiii.
„Þar sem grundvallaratriðið í
stjómarskrá Bandaríkjanna er
dreifing valdsins er mikilvægt að
huga að pólitískri stöðu forsetans.
Aðstaða Bush forseta er að þessu
leyti ekki sérlega öfundsverð. í
fyrsta lagi hafa demókratar meiri-
hluta í báðum deildum Bandaríkja-
þings. Raunar treystu þeir stöðu
sína í síðustu kosningum og fullvist
má telja að þeir vinni enn frekar á
í þeim næstu eftir tvö ár,“ segir
George C. Edwards. „Þetta segir
þó ekki allt um stöðu forsetans,"
bætir hann við. „Þess er að gæta
að Bush fékk ekki afdráttarlaust
umboð þjóðarinnar í kosningunum
því hann hlaut aðeins 53 prósent
greiddra atkvæða. Raunar sigraði
Ronald Reagan í kosningunum árið
1980 með 51 prósenti atkvæða en
munurinn er sá að honum var ekki
spáð sigri. Sigur hans kom mjög á
óvart, þjóðin gaf til kynna að hún
vildi breytingar, en hinn bóginn
töldu flestir fullvíst að Bush myndi
sigra Michael Dukakis. Að auki
þurfti Bush að leggja áherslu á
árangur ríkisstjómar Reagans og
hlaut því að boða framhald þeirrar
stefnu í stað breytinga ólíkt því sem
Reagan gerði árið 1980. Sökum
alls þessa, sem ég hef hér nefnt,
getur hann tæpast fengið fulltrúa
þjóðarinnar á Bandaríkjaþingi til
að styðrja stefnu hans á þeim for-
sendum að hún endurspegli af-
dráttarlausan vilja almennings í
landinu. Hins vegar er ástæða til
að taka fram með þessu er ekki
verið að fella dóm yfír Bush og
forustuhæfileikum hans, aðstæð-
umar em þessar og hann getur
litlu þar um breytt.
Ef hugað er að möguleikum for-
setans til að koma á breytingum
og hafa mótandi áhrif á þjóðfélag-
ið er niðurstaðan svipuð ekki síst
þegar hallinn á flárlögum Banda-
ríkjanna er hafður í huga,“ segir
Edwards. Hann segir að í umræð-
um um fjárlög í Bandaríkjunum sé
þeim yfirleitt skipt í þrennt. í fyrsta
lagi séu það útgjöld til vamarmála
Morgunblaðið/Emilía
George C. Edwards ni.
sem em nú um 300 milljarðar
Bandaríkjadala. Stefna Míkhaíls
Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og hem-
aðamppbyggingin í tíð Reagans
hafi gert það að verkum að óhugs-
andi sé að Bush takist að telja þing-
heim á að samþykkja aukin útgjöld
í þessu skyni. „Hins vegar er þess
að gæta að Reagan tókst ekki að
ná fram raunaukningu á framlög-
um til vamarmála síðustu íjögor
árin sem hann sat á forsetastóli
þannig að þau hafa haldist óbreytt.
Sá niðurskurður sem nú hefur ver-
ið ákveðinn er smávægilegur og
felur ekki í sér fráhvarf frá þeirri
stefnu sem mótuð var í tíð Reag-
ans. Stærsti hluti útgjalda ríkis-
sjóðs er hins vegar lögbundinn og
því fær forsetinn ekki breytt, ég
nefni sem dæmi almannatrygg-
ingakerfið, heilbrigðismál og ellilí-
feyrisgreiðslur. í þriðja lagi er um
að ræða fjárframlög til annars kon-
ar starfsemi sem fram fer á vegum
ríkisins," segir Edwards og lýsir
þeirri skoðun sinni að Reagan hafi
gengið svo vasklega fram á þeim
vettvangi að frekari niðurskurður
sé óhugsandi. „Hendur forsetans
em að þessu leyti bundnar og þetta
sýnir ljóslega hvemig „arfleið Re-
agans“ mótar aðstöðu George
Bush. Hann þarf fyrst og fremst
að gegna hlutverki framkvæmda-
stjóra, nýta þá möguleika sem gef-
ast og leita eftir samvinnu við þing-
ið. Hann mun því ekki hafa tæki-
færi til að hafa mótandi áhrif líkt
og Reagan gat í upphafi forsetafer-
ils síns. Styrkur Bush felst ef til
vill í sveigjanleika hans og mikilli
pólitískri reynslu en í framtíðinni
verður tæpast rætt um „arfleið"
hans.“
George Edwards telur að ríkis-
stjóm Bush hafí þegar sýnt aukinn
sveigjanleika á vettvangi utanríkis-
mála. Möguleikar forsetans til að
láta til sín taka séu einkum á þessu
sviði ekki hvað síst í viðræðum við
Sovétmenn. „Bush er hins vegar
líklega varfæmari en Reagan hvað
varðar afstöðuna til Sovétríkjanna
og spumingin er því fyrst og fremst
sú hvemig ríkisstjórnin nýtir þá
möguleika sem gefast."
Stjómmál í Bandaríkjunum mót-
ast einkum af samskiptum þings
og forseta og George Edwards er
inntur eftir áliti sínu á því hvemig
þeim verði háttað í forsetatíð Bush.
„Ólíkt Reagan er George Bush
fyrst og fremst raunsær, hagsýnn
og sveigjanlegur maður en ég tel
að hann muni engu að síður eiga
í umtalsverður erfíðleikum í sam-
skiptum sínum við þingið. Einstök
mál voru að vísu ekki sérlega áber-
andi í kosningabaráttunni en þó
lagði Bush ríka áherslu á að hann
hygðist lækka skatta sem lagðir
eru á hagnað fíármagnseigenda en
hugmyndin er sú að stuðla að frek-
ari fíárfestingum einstaklinga í
fyrirtækjum. I þessu máli gengur
hvorki né rekur og ég tel mjög ólík-
legt að hann nái þessu fram á
þingi," segir Edwards.
George Bush hét því í kosninga-
baráttu sinni að hann myndi ekki
hækka skatta næði hann kjöri.
George Edwards er að lokum
spurður að því hvort þetta hafí
ekki verið sérlega óheppilegt kosn-
ingaloforð í ljósi þess að hendur
forsetans séu í raun bundnar; er-
fítt muni reynast að skera niður
útgjöld ríkissjóðs en jafnframtþurfí
að sigrast á fíárlagahallanum.
„Þetta hefði vissulega verið
heimskulegt loforð ef Bush hefði
víðtæka stefnuskrá en svo er ekki.
Þess vegna þarf hann ekki að beita
sér fyrir skatthækkunum, efna-
hagslífið er blómlegt, hagvöxtur
mikill og atvinnuleysi lítið. Hann
myndi vissulega vilja auka fíár-
framlög til tiltekinna málaflokka
og beitir sér vafalaust fyrir ein-
hveijum millifærslum en í grund-
vallaratriðum er hann sáttur við
núverandi skipan mála“.
Reuter
Jóhannes Páll páfí íAfríkuferð
Jóhannes Páll páfí II kom í gær til eyjarinnar Madagaskar undan
suðausturströnd Afríku en hann hyggst heimsækja fíögur Afríku-ríki
á jafnmörgum dögum. Um 11 milljónir manna búa á Madagaskar og
játar um fíórðungur þeirra kartólska trú. Fjölmiðlar á Madagaskar
fjölluðu vitaskuld ítarlega um komu páfa svo sem sjá má af myndinni
er sýnir blaðsölustrák í höfuðborginni, Antananarivo.
Noregur:
Brundtland kynnir aukn-
ar aðgerðir gegn mengun
Vill stofna alþjóðlegan sjóð til vemdar lofthjúpnum
Ósló. Reuter.
GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, hvatti í gær til,
að stofiiaður yrði alþjóðlegur sjóður til að auðvelda baráttuna gegn
mengun í andrumsloftinu. Þa sky
vörnum, sem Norðmenn ætla að
meiri en í nokkru landi öðru.
Brundtland, sem verið hefur í
fararbroddi á alþjóðavettvangi í
baráttunni gegn mengun, sagði, að
norska ríkisstjórnin ætlaði að verða
fyrst til að takmarka útsleppingu
koltvísýrings og einnig annarra
gastegunda, sem skaðlegar eru
andrúmsloftinu. Sagði hún, að
Norðmenn væru reiðubúnir að
leggja nærri 4,8 milljarða ísl. kr.
til sjóðsins, sem yrði í umsjá Sam-
einuðu þjóðanna.
Mengun frá iðnaði og útblæstri
frá bifreiðum er kennt um hin svo-
kölluðu gróðurhúsaáhrif og annað
vandamál er eyðing ósonlagsins,
sem vemdar jörðina fyrir útfíólublá-
um geislum. Er hún talin stafa af
notkun klórflúrkolefna. Umhverfis-
málatillögur norsku stjómarinnar,
sem þingið á raunar eftir að sam-
þykkja, eru meðal annars þessar:
— A næsta áratug verður komið í
í hun einnig frá þeim mengunar-
grípa til, og sagði þær umfangs-
veg fyrir, að koltvísýringsmengun
haldi áfram að aukast og eftir alda-
mótin verður markvisst dregið úr
henni.
— Árið 1995 skal vera búið að
minnka útsleppingu klórflúrkolefnis
um 90% og þá verður notkun efnis-
ins jafnframt bönnuð.
— Utslepping köfnunarefnissým
skal minnkuð um 30% fram til 1998
og mjög strangar reglur settar um
útblástur bifreiða.
— Sorp- og skolpburður út í Norð-
ursjó verður helmingaður og hafíst
verður handa við að hreinsa norska
firði og vötn.
Sumir umhverfisverndarmenn og
einkum grænfriðungar gera lítið
úr yfirlýsingum Brundtlands og
sagði Geir Wang-Andersen, tals-
maður Greenpeace í Noregi, að þær
væru bara orðin tóm.
I
□PEL
Corsa
Kadett
Omega
A/lonza
Corsica
Beretta
CHEVROLET