Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989
Samherji:
Álftafell-
ið á veiðar
í lok maí
„VIÐ VONUMST til að skip-
ið verði komið hingað norð-
ur um mánaðamótin maí/-
júní og feri þá strax á veið-
ar,“ sagði Þorsteinn Már
Baldvinsson framkvæmda-
sljóri Samherja á Akureyri.
Samheiji keypti Álftafellið
SU fyrir skömmu og er það
nú í viðgerð í Reykjavík.
Samheiji keypti skipið á
tæpar 180 milljónir króna og
því fylgir um 1.500 þorskígilda
kvóti. Búið er að veiða um 200
þorskígildi á þessu ári. Þor-
steinn sagði að þeir Samheija-
menn teldu sig vera komna
með allgott skip í hendur þeg-
ar viðgerð lyki og óttuðust
ekki vélarbilanir, en vél skips-
ins hefur talsvert strítt fyrri
eigendum skipsins, Hrað-
frystistöð Stöðvaríjarðar.
Frímerkja-
sýning í Húsi
aldraðra
FÉLAG frimerkjasafnara á
Akureyri efhir til sýningar
á frímerkjum og fleiri safn-
gripum dagana 29. og 30.
april.
Til sýnis verður frímerkja-
efni af ýmsu tagi og má þar
nefna, að auk safna félags-
manna verða sýndir 6 rammar
með eftii úr bréfasafni Þjóð-
minjasafns íslands og safn
Páls Ásgeirssopar sem sýnir
flugpóstssögu íslands til Ioka
heimsstyijaldar. Safn Páls er
margverðlaunað bæði hér á
landi og erlendis.
Auk frímerkja kennir
ýmissa grasa á sýningunni,
má þar nefna pennasafn, safn
peningaseðla, greiðslukorta,
minnispeninga, spila og margt
fleira.
Sýningin verður haldin í
Húsi aldraðra og verður hún
opin frá kl. 14.00-22.00 á
laugardag og frá 10.00-22.00
á sunnudag og stendur hún
aðeins þessa tvo daga.
Fegnrðardísir
í Sjallanum
STÚLKURNAR tíu sem
keppa til úrslita í Fegurð-
arsamkeppni íslands 1989
koma fram i Sjallanum mið-
vikudagskvöldið 3. maí
næstkomandi.
Linda Pétursdóttir alheims-
fegurðardrottning verður sér-
stakur gestur kvöldsins. Jón
Axel Ólafsson kynnir stúlk-
umar og Gróa Ásgeirsdóttir
stjómar tískusýningu, en hún
er jafnframt framkvæmda-
stjóri fegurðarsamkeppni ís-
lands. Sjallinn er opinn fyrir
matargesti frá kl. 20.00 en á
eftir er almennur dansleikur.
Álafoss hf.:
Gert upp
við ullar-
bændur
ÁLAFOSS hf. gerði í gær að
stærstum hluta upp skuld sína
við ullarframleiðendur í Eyja-
flrði. „Það má segja að kúfurinn
sé farinn af, þetta er að ganga
upp hjá okkur,“ sagði Ingi
Björnsson ijármálastjóri Álafoss.
Ullarframleiðendur á svæðinu
höfðu ekki fengið greitt fyrir inn-
lagða ull hjá fyrirtækinu frá því í
september, eins og áður hefur verið
sagt frá í Morgunblaðinu og á aðal-
fundi Félags sauðfjárbænda við
Eyjaflörð var ályktað harðlega
vegna þess máls.
Ingi sagði að fullnaðarskil við
ullarframleiðendur yrðu gerð mjög
fljótlega, en það sem eftir stendur
af skuld fyrirtækisins við bænduma
er greiðsla sem koma átti til fram-
kvæmda'í apríl og vextir af heildar-
skuldinni. Ekki vildi Ingi gefa upp
hversu háa upphæð Álafoss hefði
greitt ullarframleiðendum í gær,
né heldur hvað eftir stæði af skuld-
Morgunblaðið/Rúnar Þ6r
Stelkarnir eru í hópum í fjörunni neðan Strandgötunnar á Akureyri, en þar er helst von um að þeir
finni æti. Stelkarnir hafa vetursetu á Bretlandi og við strendur Mið- og Vestur-Evrópu, þar sem þeir
Iife einkum á marflóm og burstormum, en um varptímann halda þeir sig aðallega á mýrlendi. Varp-
Iönd fuglanna í Eyjafirði eru nú öll á kafi í snjó og eru fuglavinir uggandi um að varp takist i vor. _
Farfuglarnir koma einn af öðrum:
Fuglavinir uggandi um varpið
HELDUR er hún óskemmtileg,
aðkoman fyrir farfuglana, sem
nú koma í hópum til landsins.
Fuglavinir eru heldur uggandi
um að varp íuglanna takist á
þessu harða vori. Ef ekki hlýnar
verulega nú á næstunni má búast
við að varpið misfarist, en nú eru
varplönd á Norðurlandi enn á
kafi i snjó.
Jón Magnússon fuglaáhugamað-
ur sagði ýmsar tegundir farfugla
þegar komnar í Eyjafjörðinn.
Nefndi hann jarðröku, tjaldinn,
stelkinn og ýmsar andategundir í
því sambandi. „Aðkoman er heldur
óskemmtileg, enn er mikill snjór í
varplöndum og ekki gott að segja
hvað gerist í vor þegar fuglamir
hefla varp,“ sagði Jón.
Hann sagði að ef til vill myndu
fuglar eitthvað fresta varpi, eða
hreinlega hætta við. Þeir fuglar sem
verpa tvisvar, þrisvar yfir sumarið
væru ekki betur settir, því búa
þyrfti ungana fyrir brottför og það
hvfldi nánast dauðadómur yfir ung-
um þeirra fugla sem seint myndu
verpa. Þeir væru engan veginn til-
búnir til brottfarar.
Fuglamir halda sig mest út við
sjóinn þessa daga, þar sem helst
. er von um æti, en Jón sagði fugl-
ana oft gjörsamlega búna eftir flug-
ið yfir hafíð og því þyrftu þeir að
komast í gott æti. Jón sagðist fljót- löndin og hvemig fuglunum reiðir nema veðrið breytist vemlega til
lega ætla á stúfana og skoða varp- af. „Mér líst illa á að varpið takist, batnaðar," sagði hann.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Starfsmenn útibús Verkfræðiskrifetofu Sigurðar Thoroddsen gerðu sér glaðan dag í tilefni 25 ára af-
mælis útibúsins á Akureyri.
Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen:
Starfað á Akureyri í 25 ár
fítmhjólp
Akureyringar
Samhjálparsamkoma verður í Hvítasunnukirkjunni á
sunnudag kl. 16.00. Vitnisburður. Einsöng syngur Gunn-
björg Óladóttir. RæðumaðurÓliÁgústsson.
Allirvelkomnir.
Samhjálp
STARFSMENN Verkfræðiskrifetofu Sigurðar Thoroddsen á Akur-
eyri gerðu sér glaðan dag af tilefhi 25 ára afmælis útibús verk-
fræðistofunnar á Akureyri. Sigurður Thoroddsen hóf rekstur verk-
fræðistofu í Reykjavík árið 1932 og var einna fyrstur íslenskra verk-
fræðinga til að stofha slíkt fyrirtæki.
Árið 1964 var útibúið á Akureyri og em hluthafar nú 39, þar af 4 á
stofnað, en síðan hafa verið stofnuð
útibú á Seyðisfirði, Isafirði, Borgar-
nesi, Selfossi, Neskaupstað, Hellis-
sandi og Stykkishólmi. Fimm þess-
ara útibúa em nú starfrækt, en
báðum útibúunum á Austurlandi
hefur verið lokað, bæði vegna verk-
efnaskorts og þess hve erfiðlega
hefur gengið að manna þau.
Árið 1976 var stofnað hlutafélag
um rekstur verkfræðiskrifstofunnar
Akureyri. Hluthafamir em allir
starfsmenn fyrirtækisins og eiga
þeir jafnan hlut.
Sigurður Thoroddsen var fram-
kvæmdastjóri verkfræðiskrifstof-
unnar frá upphafi til ársins 1974,
er Loftur Þorsteinsson tók við fram-
kvæmdastjóm og hefur hann ann-
ast hana síðan.
Það var Pétur Pátmason, einn
af eigendum verkfræðiskrifstofunn-
ar, sem setti útibúið á Akureyri á
fót fyrir 25 ámm. Hann var útibús-
stjóri þar til hann lézt árið 1984,
en þá tók Haraldur Sveinbjömsson
við. í fyrstu starfaði Pétur einn við
útibúið, en starfsmönnum fjölgaði
jafnt og þétt fram yfir 1980 þegar
þeir vom 10, en síðustu ár hefur
þeim fækkað nokkuð og vinna nú
8 manns hjá útibúinu.
Útibúið annast alla alhliða þjón-
ustu á sviði byggingar- og vélaverk-
fræði og unnið hefur verið að
margskonar verkefnum á sviði
húsagerðar, jarðvarmavirkjana,
hita- og vatnsveitna, gatnagerða
og fleira.