Morgunblaðið - 29.04.1989, Side 29

Morgunblaðið - 29.04.1989, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGURÍ 29. APRÍL 1989 29 Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGU á 13 tillögum, sem bárust í hugmyndasamkeppni um endurbætur á Fossvogs- kirkju, lýkur sunnudaginn 30. april. Sýningin er í rnatsal starfsfólks í skrifstofubyggingu Kirkjugarð- anna í Fossvogi. Hún verður opin í dag og á morgun frá kl. 15 til kl. 18. Samþykkt kennara í MR Eftirfarandi var samþykkt sam- hljóða: „Fundur kennara Mennta- skólans í Reykjavík haldinn 27. apríl 1989 lýsir yfir andstöðu við allar hugmyndir um það að fella niður próf í skólum vegna núver- andi kjaradeilu." Sólveig sýnir í Hlégarði SÝNING á verkum Sólveigar Eggerz Pétursdóttur verður opnuð í Hlégarði í Mosfellsbæ 1. mai. Efni myndanna er frá Mosfells- bæ og nágrenni, umhverfi tjarnar- innar í Reykjavík og fantasíur. Sýningin stendur í eina viku og er opin daglega kl. 16—22. Henni lýkur mánudaginn 8. maí. Skólahljóm- sveitin leikur 1. maí Skólahljómsveit Tónlistar- skóla Njarðvíkur verður með skemmtun á túninu við Ytri- Njarðvíkurkirlgu mánudaginn 1. mai kl. 13.00. í fréttatilkynningu segir að þama verði m.a. lúðralukkumiðar, þar sem stærsti vinningurinn er utanlandsferð, og einnig verða kökur á góðu verði, flóamarkað- ur, uppboð, leikir, tónlist og heitt kaffi á könnunni. Málverkasýning Jónina Sísí Bender heldur sína aðra sýningu dagana 29. apríl til 1. mai. Með Jónínu sýna í fyrsta sinn þeir Þórarinn Stefánsson frá Laug- arvatni og Ingólfur Guðjónsson frá Vestmannaeyjum. Sýndar verða vatnslitamyndir, krítarmyndir og olíumyndir. Sýn- ingin er opin kl. 14.00 til 18.00 alla dagana. Afgreiðslutími Útvegsbankans Breytingar á afgreiðslutíma útibúa Utvegsbankans tóku gildi nýlega. Hefur síðdegisafgreiðsla á fimmtudögum verið felld niður alls staðar nema á Siglufirði, í Vestmannaeyjum og á Isafirði. Þá hefur morgnnafgreiðsla ver- ið aflögð í Hólagarði í Breið- holti og á Smiðjuvegi í Kópa- vogi. í þeim útibúuni er nú opið frá kl. 12-16. í staðinn verður opið í þremur útibúum nærri verslunarkjörnum á föstudögum milli kl. 17—18. Það eru útibúin á Seltjamamesi, í Glæsibæ í Reykjaví, og í Hamra- borg í Kópavogi. Sýningu List- málara lýkur Morgunblaðið/Emilía Arthur Ragnarsson . Arthur í Gall- erí List ARTHUR Ragnarsson opnar sýningu á verkum sínum í Gall- erí List í Skipholti 50b í dag, laugardaginn 29. apríl. Arthur stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1978—1981. 1982 flutti hann til Gautaborgar í Svíþjóð og starfaði þar í rúmlega fimm ár við listmál- un, auglýsingateiknun, hljóðfæra- leik og myndlistarkennslu. Sýningin í Gallerí List er fyrsta opinbera einkasýning Arthurs á Islandi. Flestar myndanna em til sölu. Annar fimdur Norræna sum- arháskólans „HORFUR í alþjóðamálum - hvert þróast hernaðarbandalög- in“ er yfirskrift annars fiindar Norræna sumarháskólans um breyttar aðstæður í Evrópu. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu sunnudaginn 30. apríl kl. 14.00 og eru máls- hefjendur þeir Ámi B'ergmann og Vigfus Geirdal. Á fundinum mun Ámi Qalla um þjóðfélagsbreytingar sem em að gerast í Austur-Evrópu og hug- myndir Gorbatsjovs Sovétleiðtoga um „Evrópuhúsið“, þ.e. sameigin- lega ábyrgð allra þeirra ríkja sem Evrópu byggja og aukin viðskipta þeirra í milli. Erindi Vigfúsar verður um ís- land í ljósi evrópskra öryggishags- muna. Gerður verður samanburður á hemaðarbandalögum, greint frá ágreiningi innan NATO og fjallað um hugsanlegar leiðir til afvopnun- ar og bættrar sambúðar í Evrópu. Vorvaka Nor- ræna félagsins NORRÆNA félagið í Kópavogi heldur aðalfúnd sinn og efiiir til vorvöku í Þinghól, Hambraborg 11 í Kópavogi, á þriðjudaginn kemur, 2. maí. Aðalfundurinn hefst kl. 20.30 en að honum loknum hefst vorvaka með líku sniði og þær sem fyrrum vom stundum haldnar í tengslum við aðalfundi félagsins. Vorvakan verður að þessu sinni helguð Færeyjum. Formaður Nor- ræna félagsins í Kópavogi, Hjörtur Pálsson, spjallar um Færeyjar og Færeyinga, sýnd verður kynning- arkvikmynd um land og þjóð, og færeyski tónlistarmaðurinn, Jóg- van Zachariassen, leikur færeyska músík á fagott. Slæmir draum- ar í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN frumsýnir í dag, laugardag, kvikmyndina Slæma drauma (Bad dreams) með Jennifer Rubin í aðalhlutverki. Listmálarafélagið sýnir í vest- ursal Kjarvalsstaða og er þetta Leikstjóri er Andrew Fleming. samsýning 15 listamanna innan Myndin fjallar um unga stúlku, félagsins. Síðasti sýningardagur- Cynthiu, sem ánetjast hópi ofsatrú- inn er mánudagurinn 1. maí. Heið- arfólks undir stjórn manns sem ursgestur sýningarinnar er Einar sannfærir áhangendur um að sæla G. Baldvinsson, sem er 70 ára um sé fólgin í að deyja með söfnuðin- þessar mundir. um. Geir Haarde um úrskurð forseta Sameinaðs þings: Röng og ósanngjöm takmörkun Þingmenn sljórnarand- stöðu og Hjörleifur Guttormsson (Abl/Af) gagnrýndu Guðrúnu Helgadóttur, forseta Sam- einaðs þings, í gær fyrir meint þingskapabrot þegar hún takmarkaði ræðutíma nokkurra þingmanna í umræðu um ut- anríkismál og setti umræðunni í heild tímamörk. Það bar til á næturfundi í um- ræðu um skýrslu utanríkisráð- herra að Guðrún Helgadóttir, for- seti Sameinaðs þings, úrskurðaði (að lokinni síðari ræðu utanríkis- ráðherra, sem stóð í klukkutima) að umræðunni skyldi lokið tíu mínútum síðar (kl. 3.20), og að þeir þrír þingmenn stjórnarand- stöðu, sem á mælendaskrá vóru, hefðu aðeins tvær mínútur hver til umráða. Þetta gerði forseti án þess að bera ákvörðun sína undir viðstadda þingmenn, svo sem þingsköp standa til. Af þessu til- efni varð hörð umræðapum þing- sköp á Alþingi i gær. Geir Haarde (S/Rvk) vitnaði til 38. greinar þingskapa, sem heimilar forseta við vissar kring- umstæður að takmarka ræðutíma og kveða á um lok umræðu. Þar segir: „Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, tak- marka ræðutíma við nokkra um- ræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillög- ur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði í þing- deild þeirri sem hlut á að máli, eða sameinuðu þingi, og ræður afl atkvæða." Af þessari tilvitnun er ljóst, sagði þingmaðurinn, að úrskurður forseta var efnislega rangur í báð- um atriðum og fór í bága við þing- sköp. í fyrsta lagi var tillaga for- seta um lok ræðutíma ekki borin 1 undir atkvæði og í öðru lagi var umræðum að ljúka og höfðu ekki dregizt úr hófi, en það er forsenda fyrir því að forseti geti ákveðið að beita tímatakmörkunum . . . Úrskurður forseta var hins veg- __ ar ekki aðeins efnislega rangur' heldur og ástæðulaus, þar sem Ijóst var að umræðunni var að ljúka ... Úrskurðurinn var ranglátur og ósanngjarn í ljósi þess að einn þingmaður úr flokki forseta hafði talað tvisar í umræð- unni, í fyrra skipti í rúmlega eina og hálfa klukkustund og síðara skiptið í um klukkustund en þing- menn á mælendaskrá höfðu aðeins talað einu sinni.“ Nokkrir þingmenn úr Sjálfstæð- isflokki og Samtökum um kvenna- lista tóku undir þessa gagnrýni. Það gerði einnig Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl/Af), sem sagði að ekkert samkomulag hafi legið fyr-"~ ir um ræðutíma þingmanna í um- ræðunni og að ekki hafi verið far- ið að þingskapareglum í málinu. Guðrún Helgadóttir, forseti, taldi fámenni á fundinum (8 þing- menn) hafa valdið því að hún bar Stuttar þingfréttir: Sextíu dagskrármál í gær vóru þrír fúndir á Alþingi, tveir í Sameinuðu þingi, einn í neðri deild. Samtals vóru sextíu dagskrármál á þessum fúndum: 27 fyrirspurnir, 11 tillögur til þingsályktunar og 22 frumvörp, einkum stjórnarfrumvörp. Auk þess urðu ekki færri en tvær þing- skapaumræður. Þinglausnir? Forgangsmál? Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, beindi þeirri fyrirspurn til forseta sameinaðs þings í gær, hvort enn stæði sú dagsetning þinglausna, sem greind væri í starfsáætlun Alþingis, þ.e. 6. mai nk. Hann spurði jafnframt eftir því, hvort ríkisstjómin hafi kunngjört forseta einhvern forgangslista um þing- mál, sem afgreiða þyrfti fyrir þing- lausnir. Forseti sagði að formleg ákvörðun um aðra dagsetningu þinglausna en starfsáætlun greindi hefði ekki verið tekin. For- gangslisti, sem um væri spurt, hafi ekki borizt í sínar hendur. Guðmundur Bjamason, heil- brigðisráðherra, sagði það liggja í augum uppi, að ríkisstjórnin hafi tillögur fram að færa um for- gangsröðun þingmála. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það enn eitt sýnishorn af ringulreið í samstarfi ríkisstjómar og Alþingis að þingforseti hafi ekki hugmynd um forgangsröðun mála, sem ráð- herra telji til staðar. Lögreglurannsókn hjá búQáreigendum Stefán Valgeirsson (SJF) spurði landbúnaðarráðherra hvaða ástæður hafi legið til „lögreg- lurannsóknar hjá búfjáreigend- um“. Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, sagðist hafa fa- lið Búnaðarfélagi íslands búfjár- talningu. Það hafi síðan leitað aðstoðar dómsmálaráðuneytis, þ.e. sýslumanna, við talninguna. Margháttað gagn mætti hafa af slíkri gagnasöfnun, m.a. að kveða niður orðróm, sem ráðherra gerði ekki frekari grein fyrir. Pálmi Jónsson og Egill Jónsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, gagnrýndu þessa talningu, sem ekki væri reist á neinum lögum, væri í raun ástæðulaus eignakönn- un hjá einni starfsstétt þjóðfélags- ins og bryti í bága við friðhelgi heimilisins. Egill Jónsson krafði ráðherra svara um hvaða „orð- róm“ kveða ætti niður, en skýr svör fengust ekki. þings leggur til að Alþingi álykti svo: „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að leita eftir því við sjónvarpsstöðvarnar að þær flytji reglulega þætti um íslenzkt mál og hafi um gerð þeirra sam- ráð við íslenzka málnefnd og Fræðsluvarp." ekki úrskurð sinn undir atkvæði. Enginn þingmaður hafi borið fram mótmæli þegar hún kvað upp úr- skurð sinn. Forseti sagði og að hún myndi láta kanna, hvort um alvarlegt brot á þingsköpun væri^ að ræða. Ef svo reyndist myndi hún biðja þingheim afsökunar á atburðinum. smá auglýsingar Wélagslíf □ MlMIR 598901047 - Lokaf. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. VEGURINN Kristið samfélag Þarabakka 3 Almenn samkoma á morgun kl. 11.00. Predikun Björn Ingi Stef- ánsson. Barnakirkja á meðan predikun stendur. Vakningarsamkoma annað kvöld kl. 20.30. Predikun Ásmundur Magnússon. Verið velkomin. !5jJ Útivist Sunnudagsferð 30. aprfl kl. 13 Básendar - Hunangshellar - Ósar. Gengiö frá rústum versl- unarstaðarins að Básendum með ströndinni inn i Ósa. Stytt útgáfa af einni vinsælustu „strandgönguferðinni 1988“. Meðal staöa á leiðinni má nefna Pórshöfn, Báröarvog, Gamla Kirkjuvog og Djúpavog. Skemmtileg gönguleið. Verð 1.000,- kr., frítt f. börn m. full- orðnum. Mánudagur 1. maí kl. 13 Fjallahringurinn 1. ferð. Gönguferð á Keili. Nú byrjum við loksins á ferðasyrpunni „Fjailahringurinn". Alls verður gengið á sjö fjöll í syrpunni. Allir ættu að kynnast þessu skemmtilega útsýnisfjalli. Verð 900,- kr., frítt f. börn m. fullorön- um. Brottför frá BSÍ, bensinsölu (í Hafnarfirði v/Sjóminjasafnið). Sjáumst! Ktossinn Auöbrekku 2.200 Köpavogur Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Ath.: samkoma á morgun kl. 14.00. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudaginn 30. apríl: Kl. 10.30. Skíðaganga yfir Kjöl. Ekið i átt að Stíflisdal, gengið þaðan yfir Kjöl, komiö niður hjá Fossá i Hvalfiröi. Verð kr. 1000,- Kl. 13. a) Skíöaganga í Jóseps- dal. Verð kr. 600,- b) Gönguferð inn Jósepsdal yfir Ólafsskarð og milli hrauns og hlíða að Suðurlandsvegi. Verð kr. 600,- Dagsferð mánudaginn 1. maí: Kl. 10.30. Hengill, göngu- og skíðaferö. Verð kr. 600,- Dagsferð fimmtudag 4. maí: Kl. 13. Selvogsheiði-Svörtu- björg-Hlíðarvatn. Ekið um Þrengslaveg, gengiö um Selvogsheiði að Svörtubjörg- um og Eiríksvörðu. Komið niður hjá Hliðarvatni. Verð kr. 1000,- Dagsferð laugardag 6. maí: Kl. 9.00. Skarðsheiði. Verð kr. 1.000,-. Dagsferð sunnudag 7. maf: Fuglaskoðunarferð á Suðurnes. Kjörin fjölskylduferð. í fylgd sér- fræðinga geta þátttakendur lært að þekkja fugla og fræðst um lifnaðarhætti þeirra. Skrá yfir þær fuglategundir sem sést hafa í fuglaskoðunarferðum Ferðafé- lagsins, verður afhent í upphafi ferðar og afar forvitnilegt er að bera saman hvaða fuglar hafa sést frá ári til árs. Brottför er kl. 10 frá Umferðarmiöstöðinni, austanmegin. Æskilegt aö hafa með sjónauka og fuglabók. Brottför i dagsferðirnar er frá BSl, austanmegin. Farmiðar við bfl. Frítt fyrir börn. i \ ] I íslenzkt mál í sjónvarpi Útivist, ferðafélag. Ferðafélag (slands. Félagsmálanefnd Sameinaðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.