Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 32
.,32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 Minning: ÓlaJur Ag. Kristjáns son fv. bæjarstjóri Fæddurl2. ágúst 1909 Dáinn21. apríl 1989 í dag verður til moldar borinn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Ólafur Á. Kristjánsson. Ólafur var sonur hjónanna Elínar Oddsdóttur og Krisýáns Jónssonar, bæði ættuð úr Fljótshlíðinni. Ólafur fæddist á Garðstöðum í Yestmannaeyjum 12. ágúst 1908. Óli, eins og hann var alltaf kallaður f Eyjum, var elstur í stórum bama- hóp í heimahúsum. Það varð því hlutskipti Ólafs að sjá til með okkur yngri systkinum sínum og varð hann fljótlega stoð og stytta fjöl- skyldunnar. Tólf ára gamail var hann kominn út á hinn almenna vinnumarkað, sem þá var aðallega fískvinna, til að afla tekna fyrir heimilið. Þegar hann var 16 ára byijaði hann að smíða með föður sínum og stundaði jafnhliða sjó- mennsku á vetrarvertíð. Ólafur fékk snemma mikinn áhuga á smíðum og allri húsagerð. Hann reyndi eins og hann gat að afla sér þeirrar menntunar í Eyjum, sem þurfti til að ljúka námi í Iðnskólanum í Reykjavík, á sem skemmstum tíma. Honum tókst að ljúka námi á einu og hálfu ári með hæstu einkunn. Þegar Ólafur sneri heim til Eyja, sigurreifur frá námi, hvíldi skuggi yfir heimabyggð hans. Kreppan mikla var skollin á og hafði gert flölda útgerðarmanna gjaldþrota. Þar á meðal Kristján föður hans. Kristján missti hluta sinn í tveimur bátum sem hann gerði út með öðr- um og húsið sitt að auki. Eftir stóð skuld upp á sex þúsund krónur sem Kristján gat ekki borgað. Ólafur lét ekki deigan síga. í fórum sínum hafði hann teikningu af húsi sem hann hafði teiknað í frístundum sínum. Hann sagði við foreldra sína að þau skyldu í sameiningu byggja svona hús. Húsið var svo reist með óbilandi dugnaði Ólafs og með hjálp góðra manna. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann siðferði- lega styrk, sem fjölskyldan hlaut, þegar hún flutti inn í nýtt og fal- legt hús eftir þá niðurlægingu sem gjaldþroti fylgdi í þá daga. Húsið var kallað Breiðabólstaður og þar bjuggu hjónin Elín og Kristján til æviloka. Ólafur vann áfram við smíðar um sinn og teiknaði af kappi. Um þessar mundir komu bræðumir frá Holti, eins og þeir voru kallaðir, þeir Guðmundur og Jón, til Ólafs og báðu hann að teikna sitt húsið fyrir hvom. Mátti Ólafur ráða gerð þeirra og útliti. Þetta vora stærri hús en almennt gerðist, með lágu þaki og einföldum gluggum. Þótti öllum þetta mikil og falleg hús og vora þau kölluð „villumar". Ólafur sagði stundum að „með þessum húsum hefði hann slegið í gegn“ eins og stundum er sagt. Árið 1932 kvæntist Ólafur Marie Albertine frá Vestmannaeyjum en þau slitu síðar samvistum. Á þess- um tíma var lítið byggt í Eyjum og hætti Ólafur húsasmíðum um sinn og gerðist afgreiðslumaður í Vöruhúsinu hjá Einari Sigurðssyni. Vann hann þar í sex ár en fór þá út í útgerð með mági sínum, Binna í Gröf. Árið 1946 náðu vinstri flokkamir meirihluta 1 bæjarstjóm Vest- mannaeyja. Fulltrúar þeirra báðu Ólaf að gerast' bæjarstjóri. Að vel hugsuðu máli tók hann þessu boði, og taldi hann að þannig gæti hann látið eitthvað gott af sér leiða fyrir heimabyggð sína. Eins og mörgum er kunnugt var altaf eitthvað að gerast í kringum Ólaf, eitthvað sem varðaði hag almennings. Sem dæmi má nefna störf hans við byggingu hljómskála þegar hann var í gömlu lúðrasveitinni. Einnig þekkja marg- ir þátt Ólafs í byggingu AKÓGES- hússins svo og aðstoð hans og leið- beiningar sem ótal margir einstakl- ingar nutu við byggingu eigin húsa. Þegar Ólafur var bæjarstjóri byij- aði hann strax að hrinda í fram- kvæmd hugmyndum sínum um að flestir gætu byggt sitt eigið hús- næði. Lét hann bæjarfélagið styðja fólk þetta með ráðum og dáð. Lönd vora rudd og gerð byggingarhæf. Stórvirkar ýtur vora lánaðar til að grafa grunna og útsvar var ekki lagt á vinnu við eigið hús. Sjálfur teiknaði hann húsin fyrir lítið fé og veitti alla þá tæknilegu aðstoð sem hann gat látið í té án endurgjalds. Þegar Fjárhagsráð var stofnað kom heldur betur babb í bátinn, því þá var mönnum bannað að byggja hús nema með sérstöku leyfi. Sem bæj- arstjóri var Ólafur sjálfskipaður umboðsmaður Fjárhagsráðs. Ólafur var löghlýðinn maður en boðum og bönnum ráðsins gat hann aldrei fyllilega hlýtt. Hann gat einfaldlega ekki skilið að mönnum hér úti á hjara veraldar væri bannað að byggja sér bústað. Honum var því fljótlega veitt lausn frá embætti í náð. Þegar komið er til Vestmanna- eyja i dag má sjá að bærinn er vel byggður og þar búa menn almennt við betri húsakost og rýmri en víða annars staðar. Má segja að þar gæti alls staðar áhrifa Olafs. Þegar Olafur hætti störfum bæjarstjóra fór hann að byggja hús á eigin kostnað og seldi síðan. Einnig gerð- ist hann forstjóri Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja. Ólafur átti sæti í byggingamefnd og húsaleigunefnd og hann sat einnig í matsnefnd Branabótafélags íslands. Skipu- lagsmál lét hann mikið til sín taka og reit margar greinar um þau mál í blöð og tímarit. Ólafur lét menningarmál og mál- efni kirkjunnar í Vestmannaeyjum til sín taka. Má þar nefna að hann teiknaði girðinguna umhverfís Landakirkju og skipulagði lóðina. Hann átti hugmynd að staðsetningu minnismerkis um drakknaða sjó- menn á kirkjulóðinni. Síðar teiknaði Ólafur og hafði yfiramsjón með breytingum á Landakirkju. Það verk tókst það vel að öllum finnst að kirkjan hafí alltaf verið eins og hún lítur út í dag. Sáluhliðið, sem nú er orðið frægt af myndum frá gosinu 1973, var einnig hugverk Ölafs. Hann lét setja boga á hliðar- stólpana með ljósakrossi á miðju en krossinn hafði verið gefinn til kirkjunnar og ekki hægt að stað- setja á kirkjubyggingunni sjálfri. Árið 1960 kvæntist Ólafur Jensínu Waage frá Húsum í Selár- dal. Þau eignuðust eina dóttur, Fríðu Björk. Þau skildu. Árið 1971 fór Ólafur í skemmti- siglingu með Gullfossi og í þeirri ferð kynntist hann Maríu Bjöms- dóttur frá Gröf í Reyðarfírði. Þau hrifust hvort af öðra en náðu ekki að vera saman, því að hann vildi vera í Eyjum en hún bjó í Reykjavík. Árið 1973 dundi gosið yfir Eyja- byggð og allir íbúar byggðarlagsins flúðu upp á landið og þar í hópi Ólafur frá Heiðabrún. í Reykjavík beið unnustan og bauð honum samastað. Þau gengu síðan í hjóna- band óg reyndist María honum frá- bær eiginkona allt til endaloka. í Reykjavík vann Ólafur hjá Teiknistofu landbúnaðarins í nokk- ur ár og lét hann mjög vel yfir vera sinni þar. Bar hann hlýjan hug til starfsfólksins á teiknistofunni sem reyndist honum ákaflega vel. Á meðan Ólafur bjó í Reykjavík lét hann málefni Vestmannaeyja tölu- vert til sín taka. Hann hélt áfram að teikna fyrir þá hús og hafði af- skipti af skipulagsmálum. Meðal annars átti hann framkvæði að því að reisa minnismerki um björgunar- skipið Þór sem hann teiknaði og lét gera inni við Skipshella. Á þessu vori hlakkaði Ólafur, þrátt fýrir mikil veikindi, mjög til að fara til Vestmannaeyja á sumri komanda, Það var á honum að heyra að hann gerði ráð fyrir að sér yrði boðið þangað í tilefni af 70 ára afmæli kaupstaðarins. Hann hafði jafnvel samið ræðu sem hann ætlaði að flytja þeim Eyjamönnum. En smátt og smátt dró ský fyrir sólu þegar honum elnaði sóttin. Fór Ólafur þá að tala um að líklega yrði ræðan aldrei flutt. Hann var fluttur á Landspítalann og andaðist þar að morgni 21. apríl, 79 ára að aldri. Mikill harmur er kveðinn að eig- inkonu, dóttur og öðram ættingjum og vinum. Ég og fjölskylda mín vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð. Gísli Kristjánsson Það er örðugt verk og þungbært að snúa grein, sem átti að verða glaðlegur afmælispistill tilgóðs vin- ar, yfir í kveðjugrein.Ég hafði hlakkað til að skrifa Ólafi A. Krist- jánssyni smápistil nú síðla sumars, þegar hann hefði orðið áttræður. Hlutverkið varð skyndilega annað og erfiðara. Þó svo fráfall gamals manns sé ekki nema hinn eðlilegi gangur lífsins, er maður engu að síður vanbúinn að mæta því, þegar að því kemur. Reyndar litum við aldrei á Ólaf sem gamlan mann hér á Bygginga- stofnun landbúnaðarins, því þótt við nytum síðasta hluta ævistarfs hans og hann yrði að hætta vinnu hjá okkur fyrir aldurs sakir, eins og kallað er, þá var hann ævinlega jafn hress og glaður þegar hann kom í heimsókn til okkar í þriðju- dagskaffið. Okkur til mikillar ánægju hélt hann þeim hætti eftir að hann lét af störfum og sleppti ekki af okkur hendinni, rétt eins og við væram hveijir aðrir Vest- manneyingar. Aldrei skorti um- ræðuefnin og áhugi hans dvínaði aldrei á landsmálum og einkum og sér I lagi því sem viðkom Vest- mannaeyjum. ▲w Meistarafélag húsasmida Viðgerðir og viðhald Húseigendur Með hækkandi sól fer í hönd tími viðhalds og viðgerða. Meistarafélag húsasmiða vill benda þeim sem hugsa til framkvæmda á nokkur góð ráð. Leitið til þeirra sem reynslu hafa og bera ábyrgð á sínu verki. Gerið skrif- legan samning um það sem vinna á og hvern- ig það á að greiðast. Varðandi kaupgreiðslur þá koma þrjár að- ferðir helst til greina. í fyrsta lagi tímavinna, þá þurfa aðilar að gera sér grein fyrir því hvað útseldur tími kostar. í öðru lagi þá er til mælingataxti sem hefur fast verð á flestu því sem kemur fyrir í viðgerðar- og viðhalds- vinnu. í þriðja lagi tilboðsvinna, þá þarf að tilgreina það vel og skrifa niður hvað vinna á. Meistarafélag húsasmiða veitir fúslega allar upplýsingar í síma 36977 frá mánudegi til föstudags á milli kl. 13 og 15. Meistarafélag húsasmióa. SVISSNESKT SKIRTEINI UM HOTEISTJÓRNUN OG BRESK MEISTARAPRÓFSGRÁÐA Við erum eini svissneski hótelstjórnunarskólinn þar sem handhafar skírteinis geta öðlast hina virtu meistaragráðu í alþjóða hótelstjórnun eða meistarastig í ferðamál- um við Surreyháskóla - nafntogaðan breskan ríkisháskóla. Enska er kennslumálið í þriggja ára námskeiði okkar, sem leiðir til skírteinis um hótelstjórnun. Hæ’fniskröfur okkar til inntöku eru þær sömu og við háskóla (Univers- ities). Næstu námskeiö hefjast 9. október 1989 og 3. janúar 1990. Biðjið um námskeiðabæklinga hjá: IHTTI International Hotel and Tourism Training Iristitutes Ltd., P.O.Box 95, CH-4006 Basel, sími (61) 42 30 94, TX 965 216 TC CH. Þó svo síðasta höfn hans yrði Reykjavík, var það önnur verstöð, sem átti hug hans allan. Fyrir mig, sem ekki þekki til Vestmannaeyja nema svo sem rétt af afspum, varð það uppspretta mikils fróðleiks um Eyjar, að kynnast Ólafi. Við unnum saman við að þjóna einum undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, en rætur átti hann í öðram, þeim sem ég þekki ekki af eigin raun. Aldrei hittumst við svo, að hann segði mér ekki frá viðgangi í Eyjum og hann gladdist með Eyjamönnum þegar vel veiddist og óskaði þeim betra gengis á erfíðari tímum. Atvinnulífi í Eyjum fylgdist hann með til hins síðasta, eins og hann væri enn að stjóma því. En hann lét ekki þar við sitja, burtfluttur Eyjamaður var hann ekki nema að forminu til. Áhugamálin vora vestmanneysk og viljinn til að láta til sín taka beind- ist þangað. Annarri eins atorku við að hrinda áhugamálum sínum í framkvæmd, hef ég ekki kynnst. Ef honum þótti eitthvað mega færa til betri vegar í Eyjum, réðst hann til atlögu með oddi og egg. Pennan- um beitti hann óspart og þrautseig- ari áróðursmaður er vandfundinn. Áram saman rak hann áróður fyrir ákveðinni skipulagsbreytingu í Vestmannaeyjabæ. Greinamar í bæjarblöðin urðu margar, heim- sóknir og viðtöl við ráðamenn sömu- leiðis. Róðurinn var erfiður lengi vel, þvi enginn þeirra, sem verðlaun fengu í skipulagssamkeppni mikilli, sem efnt hafði verið til, kom auga á þessa lausn. Þó er það ekkert vafamál, að hugmynd Ólafs var bæjarásýndinni til bóta, auk þess sem bærinn tengdist hafnarsvæðinu betur og höfnin _er miðstöð alls mannlífs í Eyjum. Á endanum hafði hann sitt fram. Annað stórmál var honum minnismerki, sem hann fékk sett upp við höfnina. í því var hann allt í öllu, hann átti hugmyndina, hann teiknaði minnismerkið utan um gamla skipsskrúfu, hann safn- aði fé til framkvæmdarinnar og fékk hleðslumann til að hlaða stöp- ulinn. Allt þetta umstang ræddi hann við okkur á teiknistofunni meðan á því stóð og bar undir álit okkar. Það fór því ekki hjá því að ég kynntist Eyjum nokkuð þennan tíma, sem við áttum saman. Það var óhjákvæmilegt, þegar Ólafur var annars vegar. Eins og hann lagði málin fyrir, var engin leið önnur en að taka fullan þátt í um- ræðunni og hafa gaman af. Við voram engan veginn sammála í öllu, hann áleit Heijólf vera hluta af þjóðvegakerfínu og að sjómenn hefðu aldrei of há laun. Ég var kannski tregari í trúnni en það breytti engu í okkar skiptum. I starfi hans á Byggingastofnun aftur á móti, var fátt sem bar á milli. Hann hafði mikla ánægju af starfínu og var hamhleypa til verka. Ólafur hafði fengist við húsateikn- ingar og teiknað dijúgan hluta húsa í Vestmannaeyjum áður en hann kom til okkar. Auðvitað fer ekki hjá því að menn temja sér ýmiss konar vinnubrögð, sem helgast af umhverfí og viðskiptavinum. Þegar hann kom hingað sá hann að við höfðum aðra hætti, og þá var hann ekki eldri í sér en svo, að hann til- einkaði sér það sem honum fannst gott. Þó voram við tiltölulega ungir menn og grænir, sem hér vorum þá, en hann gránaður úr lífsins skóla. Slík sjálfsgagnrýni er ekki öllum gefin. Það er ekki að efa, að hann hefði lagt fyrir sig annað starf, ef aðstæður hans hefðu leyft það á sínum tíma, þegar hann þurfti að velja sér ævistarf. Hann hefði lært að teikna húsin í stað þess að smíða þau og farið létt með það. En kreppan lét ekki að sér hæða. Aðrar hamfarir ollu því hins vegar að hann flutti sig um set upp á fastalandið og hóf starf við teikn- ingar sem aðalatvinnu. Það þurfti eldgos til að hann flytti. Eflaust eigum við það að þakka eftirlifandi eiginkonu hans, Maríu G. Bjöms- dóttur, sem hann kvæntist um það leyti, að hann fór ekki aftur út. Hefði það orðið, hefðum við misst mikils. Skömmu eftir gos auglýsti ég eftir starfsmanni. Inn á stofuna til mín arkaði Ólafur og sagðist vera maðurinn, sem mig vantaði. Ekkert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.