Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989
33
tvínón þar frekar en endranær. Ég
lét sannfærast og hef það fyrir satt
síðan, að honum hafi líkað vistin
vel, ekki síður en mér.
Gunnar M. Jónasson
Á fyrsta tug aldarinnar urðu
straumhvörf í atvinnumálum og
uppbyggingu Eyjanna. Með tilkomu
vélbátanna streymdi fólk hingað í
atvinnuleit með von um bjartari
framtíð og áður óþekkta möguleika.
Ibúar sunnlensku byggðanna, sem
ólust upp við síbreytilega fegurð
Eyjanna, er risu úr hafi, streymdu
út hingað fuilir bjartsýni og eftir-
væntingar.
Þetta ágæta fólk varð Eyjunum
mikið happ og setti sterkan svip á
allt mannlíf.
Meðal þessara landnema voru
Elín Oddsdóttir og Kristján Jónsson
úr Fljótshlíðinni í Rangárþingi.
Þeim hjónum varð 16 bama auðið.
Dóu 6 þeirra í frumbernsku, en 10
komust upp, voru það Gísli, Harald-
ur, Jóna Margrét, Klara, Kristbjörg,
Lárus, Laufey Sigríður, Oddgeir,
Óskar og Ólafur Ágúst, fæddur 12.
ágúst 1909, sem við kveðjum í dag.
Hetjusaga alþýðufólksins sem
háði lífsbaráttuna á þessum árum
er til í mörgum útgáfum. En það
eitt að sjá á eftir 6 börnum sínum
í gröfína hlýtur að vera meiri raun
en er á mínu færi að reyna að lýsa,
eða setja mig í þau spor.
Kristján var hörkuduglegur
smiður og sá sem þetta ritar er
uppalinn í Oddgeirshólum sem
Kristján sá um byggingu á með
föður mínum 1934. Þetta ágæta
hús, sem byggt er úr steinsteypu,
járnklætt, fluttum við í á 58. degi
frá því framkvæmdir hófust. Þetta
þætti enn í dag góður byggingar-
hraði.
Ólafur fór ungur að vinna við
byggingar með föður sínum, og
varð meistari í iðninni. Segja má
að byggingarmál hafi alla tíð átt
hug hans. Þá stundaði hann einnig
nám við Iðnskólann í Reykjavík í
húsateikningum.
í þeim mikla uppgangi, sem hér
varð í lok styijaldaráranna, fór fólk
að hafa rýmri fjárhag og kröfur
um bættan húsakost fylgdu í kjöl-
farið. Segja má, að Ólafur hafí ver-
ið réttur maður á réttum stað. Ólaf-
ur varð bæjarstjóri eftir kosningar
1946 og gegndi því starfí tvö
kjörtímabil eða til 1954. Á þessu
tímabili reis m.a. Hásteinshverfíð,
sem við köllum svo.
Flest húsanna teiknaði Ólafur,
og er það fullvíst, að áhugi hans
og hvatning varð til þess, að marg-
ir fóru af stað, ekki alltaf með mik-
il efni. En með Guðshjálp og góðra
manna komust húsin upp og eru
enn í dag í fullu gildi.
Hún Ólafs voru einföld og hagan-
leg með þarfír íbúanna fyrst og
fremst fyrir augum, og hafa þjónað
þeim vel.
Valmaþökin, ferstrendingarnir,
hans Ólafs hafa ekki lekið, og nú
má víða sjá, að verið er að losa sig
við flöt þök arkitektanna og í stað-
inn koma valmaþökin, sem Ólafur
byijaði að teikna fyrir meira en
hálfri öld. Auk íbúðarhúsanna
teiknaði Ólafur margar af stærstu
byggingum atvinnulífsins á hafnar-
svæðinu og víðar.
Langflest hús, sem byggð voru
hér frá 1940 til 1970 eða 3 ára-
tugi, voru teiknuð af Ólafi, og telja
öll mannvirki, sem hann vann að
hér, nokkur hundruð.
Hugur Ólafs til Landakirlq'u var
einlægur. Öll störf fyrir kirkjuna
vann hann endurgjaldslaust. Við
munum, er kirkjan stóð nánast í
miðjum vegi, en með skipulaginu,
sem Ólafur hafði veruleg áhrif á,
var kirkjunni tryggt þetta fallega
umhverfi með rúmgóðri lóð, sem
við þekkjum í dag og erum svo stolt
af.
Þegar Kvenfélag Landakirkju lét
reisa steingirðinguna umhverfis
kirkjulóðina teiknaði Ólafur hana.
Af mörgum ágætum verkum Ólafs,
sem um ókomna framtíð munu
halda minningu hans á lofti, ber
turn Landakirkju hæst í orðsins
fyllstu merkingu, og var þar um
mikið vandaverk að ræða. Mér
finnst, að Ólafí hafi þótt einna
vænst um kirkjuturninn af öllu þvi
sem hann hafði gert. Þá tók Ólaf
einn dag að útfæra hugmynd föður
míns um bogann yfír sáluhliðið, sem
víðfrægt varð af myndum frá jarð-
eldunum 1973 með sinni táknrænu
áletrun úr helgri ritningu: „Ég lifi
og þér munið lifa.“
Þegar sóknamefnd fól mér að
ræða við Ólaf um byggingu safnað-
arheimilis fyrir allmörgum árum,
vísaði hann því af sér eg sagði með
góðlátlegu brosi, að hann væri
hættur.
En hann var vel sáttur við fram-
gang málsins og fylgdist með því
af áhuga eins og öllum framfara-
málum Eyjanna.
Ólafur var í mörg ár forstjóri
Bifreiðastöðvarinnar og síðustu
starfsárin, sem unnin voru í
Reykjavík, vann hann á Teiknistofu
landbúnaðarins.
Þótt örlög Ólafs hafí verið að búa
síðasta rúman hálfan annan áratug
í höfuðstaðnum, finnst mér hann
hafí aldrei flutt héðan, svo mikill
var áhugi hans á málefnum Eyj-
anna, og aldrei kom hann sjaldnar
en a.m.k. tvisvar á ári til Eyja.
Aragrúi blaðagreina, er Olafur
reit um málefni Éyjanna í
Reykjavíkurblöðin og Eyjablöðin á
undanförnum árum, staðfestu
þetta. Þá lét hann og ýms landsmál
mjög til sín taka á þessum vett-
vangi.
Það var alltaf höfðingjabragur á
Ólafi, og eftir honum tekið hvar sem
hann fór. Ég átti hann að góðum
vini um árabil. Okkur kom vel sam-
an og hvorugur okkar mundi eftir
því, að við hefðum starfað í önd-
verðum stjómmálaflokki.
Að leiðarlokum rifjast ýmislegt
upp, ekki síst síðustu daga. Þegar
við Ólafur vomm að spjalla um
dægurmálin fyrir rúmum áratug,
líklega 1978, en þá vom ráðamenn
að flyija verkfallsréttinn í hendur
opinberra starfsmanna, sagði hann
eitthvað á þá leið við mig, að mér
þætti þetta líklega koma úr hörð-
ustu átt hjá sér, en honum fyndist
landsfeðumir heillum horfnir að
kalla öll þau vandræði yfír okkur
sem yrðu þegar áhrifín kæmu í ljós
inni á sjúkrahúsum, skólum og
víðar.
Ólafur hafði ríka réttlætiskennd
og fannst þessi nauðvöm verkafólks
ekki eiga heima með atvinnuöryggi
og hlunnindum opinberra starfs-
manna.
Þótt Ólafur hafi orðið fyrir alvar-
legu áfalli á heilsu sinni síðustu
mánuði, var hann jafn karlmannleg-
ur og æðmlaus þar til yfir lauk á
Landspítalanum 21. apríl sl. á 80.
aldursári. Hann hlakkaði til að vera
með á 70 ára kaupstaðarafmælinu
í sumar en enginn má sköpum
renna.
Hvar sem saga Eyjanna verður
skráð verður starfsævi Ólafs ávallt
ríkur þáttur og öðmm hvatning.
Ólafur átti eina dóttur barna,
Fríðu Björk, sem er starfsmaður í
Búnaðarbankanum, móðir hennar-
er Jensína Waage, en áður var hann
kvæntur Marý Friðriksdóttur.
Fyrir 16 ámm kvæntist Ólafur
eftirlifandi konu sinni, Maríu
Bjömsdóttur, mikilhæfri sómakonu
ættaðri frá Reyðarfírði. María
reyndist Ólafí hinn ágætasti
lífsförunautur, sem hann var þakk-
látur fyrir. Það var eftirminnilegt
að vera í návist þeirra, ekki leyndi
sér gagnkvæm ástúð og virðing,
eins og þau væm alltaf nýtrúlofuð,
enda var Ólafur óspar á að láta
hamingju sína í ljós.
Við útför Ólafs í dag frá Landa-
kirkju flytjum við m.a. að hans ósk
hið undurfagra lag Oddgeirs bróður
hans, Heima, með ljóði Ása:
Hún ris úr sumarsænum
í silkimjúkum blænum
með §öll í feldi grænum
mín fagra Heimaey.
Ástvinum Ólafs bið ég huggunar
Guðs. Blessuð sé minning hans.
Jóhann Friðfínnsson
í dag er til moldar borinn einn
sá besti maður sem ég hef kynnst
um ævina, traustur og drenglund-
aður, hæfileikaríkur til munns og
handa, ætíð tilbúinn að hjálpa því
samtíðarfólki sem til hans leitaði.
Ég ætla ekki að fara að rekja
starfsferil Ólafs því það munu
margir aðrir gera sem betur þekktu
til og með honum störfuðu.
Efst eru mér í huga þær mörgu
ánægjulegu stundir sem við sátum
saman yfír kaffíbolla og ræddum
þau atvik og atburði sem tilheyrðu
líðandi stundu hvetju sinni. Engin
mál sem máli skiptu fóru framhjá
honum og hafði hann ætíð sína
yfírveguðu og heilbrigðu skoðun á
þeim, ófeiminn að láta í ljós álit
sitt og ræða það. Margar góðar
greinar voru birtar eftir hann um
einstök mál sem honum fannst
ástæða til að segja álit sitt á.
Það sem mér fínnst sýna best
mannkosti Ólafs Kristjánssonar eru
þau störf sem hann vann fyrir
heimabyggð sína Vestmannaeyjar
þar sem hann vann bæði sem húsa-
smiður og teiknaði mjög mörg af
þeim húsum sem byggð voru þar
allt fram að eldgosinu 1972.
Reynsla sú sem hann fékk á þeim
árum nýttist honum síðan mjög vel
meðan hann starfaði á Teiknistofu
landbúnaðarins. Var oft mjög gam-
an að fylgjast með því sem hann
var að vinna að á teiknistofunni því
hann hafði gaman af að ræða þau
verkefni við mig og fleiri sem unnu
við húsbyggingar.
Ólafur var mjög skemmtilegur
heim að sækja, alltaf hress og glað- |
ur, tilbúinn að ræða þau mál sem
hæst bar og það duldist engum að
landsmálin í heild sinni voru honum
mjög hugleikin. Allt það sem honum
fannst að gæti orðið landi og þjóð
fyrir bestu var hann tilbúinn að *
vinna að við hliðina á þeim sem það
vildu. Á svona stundu sem þessari
þegar verið er að kveðja góðan vin
kemur mjög margt upp í hugann
sem vert væri að minnast á, en er
einnig gott að geyma með sér.
Eftirlifandi eiginkonu, dóttur,
ættingjum og vinum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Pálmi Stefánsson
TIL SÖLU
Ford árg. 1965/74 til sölu. Trader
dieselvél og mælir. Hringið í síma
92-27167 á kvöldin.
íbúar Garðabæjar
og Bessastaðahrepps
Aðalfundur Rauðakrossdeildar Garðabæjar og
Bessastaðahrepps verður haldinn þann 8. maí kl.
20.00 í Goðatúni 2.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Rk-deild Garðabæjar og Bessastaðahrepps.
Rauði Kross íslands
T7-,. |||||| Hggg
SMIÐJUVEGI38
Frábært verð á Craftsmankynningu í dag frá kl. 10-16
Eitt glæsilegasta úrval landsins af verkfæraskápum, kistum
og öllum verkfærum með lífstíðarábyrgð frá Sears og Roebuck.
SÉRSTAKT TILBOÐ:
Verkfæraskápur með 77 lyklum og topplykla-
setti á aðeins kr. 11.900,-
Einstakt tækifæri fyrir fagmenn og leikmenn að láta verk-
færadrauminn rætast. Bandarísk hágæðavara á hagstæðu
verði.
BuDIN
Smiðjuvegi 38, símar 670288 og 67055S.