Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989
35
Jón Snorrason á
Laxfossi - Minning
Fæddur 5. nóvember 1896
Dáinn 20. apríl 1989
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum sómabóndans Jóns
Snorrasonar á Laxfossi. Æsku-
minningamar verða ávallt tengdar
Laxfossheimilinu og Jóni á Laxfossi
eins og hann var alltaf kallaður.
Ég var ekki gamall þegar ég minn-
ist Jóns fyrst, með hundinn Sám
sem tryggan förunaut. Hann gaf
sér alltaf tíma til að ræða við strák-
inn, en Jón var bamgóður með af-
brigðum og böm hændust að hon-
um. Það var alltaf hressandi blær
sem fylgdi Jóni og stundum gustaði
af honum. Síðar kom að því að ég
var sendur í sveit að Laxfossi eins
og það var kallað. Á Laxfossi var
mikið fyrirmyndar sveitaheimili,
þar sem búskapurinn var fólki í
blóð borinn og umgengni og nær-
gætni við land og skepnur með
þeim hætti að sá einn fær skilið sem
því kynnist. Þau voru mörg bömin
og unglingamir sem dvöldu á Lax-
fossi um lengri eða skemmri tíma
og veit ég að veran þar skildi eftir
góðar minningar og lærdóm sem
hefur orðið mörgum gott veganesti
seinna á lífsleiðinni.
Jón á Laxfossi var góður bóndi
og mikill dugnaðarforkur, sem féll
aldrei verk úr hendi. Hann var af
þeirri kynslóð sem þekkti ekki ann-
að en allir þyrftu að taka á öllu
sínu til að halda velli. Manni verður
hugsað til þessara aldamótamanna
þegar hlustað er á í fréttum þóf
valdamanna nútímans um biðlaun
til margra mánaða þegar setið er í
feitum embættum og menntamanna
sem leggja niður vinnu vegna þess
að þeir telja störf sín ekki metin
nægjanlega til fjár af þjóðfélaginu.
Eg man alltaf eftir þegar verið
var í heyskap og tíð var góð, þá
var ékki hætt slætti fyrr en séð var
að nóg væri heyjað, heldur var hald-
ið áfram að réttum og heyforðinn
oft það mikill að dugði jafnvel til
tveggja ára. Þetta kom sér stundum
vel og man ég sérstaklega eftir
óþurrkasumrinu 1955 þegar margir
bændur lentu í vandræðum vegna
heyleysis, þá voru til nóg hey á
Laxfossi. Ég minnist þess hvað Jón
var mikill fjármaður, það var með
ólíkindum hvemig hann þekkti
kindumar sínar í sundur með nöfn-
um langt úti í haga. í réttunum var
hann aldeilis í essinu sínu, en þar
var hann manna markagleggstur
og ávallt til hans leitað þegar skera
þurfti úr um vafamál. Þær vom
margar smalamennskumar og rétt-
imar sem ég fór í með Jóni á þeim
ámm sem ég var á Laxfossi og
verða þær stundir ógleymanlegar
meðan ég lifí. Ég þakka kynni mín
við Jón Snorrason á Laxfossi. Konu
hans, syni og aðstandendum 'sendi
ég samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hans.
Guðmundur G. Vigfíisson
Látinn er í hárri elli Jón Snorra-
son bóndi á Laxfossi í Stafholts-
tungum, Mýrasýslu. Foreldrar hans
vom þau Snorri Þorsteinsson bóndi
á Laxfossi og kona hans, Guðrún
Sigurðardóttir. Snorri Þorsteinsson
(f. 1853) faðir Jóns var ættaður frá
Húsafelli, en Guðrún (f. 1868) móð-
ir Jóns var frá Efstabæ í Skorra-
dal. Þannig stóðu traustir borg-
firskir stofnar að Jóni, enda komu
hin sterku ættareinkenni glöggt
fram í gerð Jóns og háttum. For-
eldrar Jóns, þau Snorri og Guðrún,
fluttust að Laxfossi vorið 1887 og
em því rúm 100 ár síðan afí minn,
Jón Pétursson háyfirdómari, byggði
þeim jörðina og hefur vinátta þessa
ættfólks haldist í heila öld. Þessi
sæmdarhjón bjuggu þar á jörð svo
lengi sem þeirra naut við. Guðrún
lifði mann sinn, Snorra, sem lést
1932 og stóð hún eftir það fyrir
búi af festu og miklum myndar-
skap, en böm hennar, bæði dætur
og synir, hjálpuðu til við búrekstur-
inn. Jón sonur þeirra hjóna tók við
búinu eftir móður sína, sem lést
1954, en jafnframt störfuðu sum
systkina hans áfram á heimilinu.
Til dæmis unnu þær systur Kristín
(f. 1888) og Elísabet (f. 1894) að
bústörfum hjá bróður sínum alla
tíð. Vann Elísabet mest við inni-
störf, en Kristín, sem lærði fata-
saum, var þó stundum að heiman
við þá iðju á vetrum.
Á Laxfossi voru allir heimilis-
hættir byggðir á gamalli, traustri
hefð og búskapur lengst af stundað-
ur eftir venju fyrri kynslóða, þar
sem mikið var lagt upp úr engjahey-
skap og úthagabeit. Þurfti mikla
ástundun og atorku til þess að afla
nægra heyja af misgóðum engjum
eða árbökkum og úr skógarrjóðrum,
og vissulega var oft í mörg horn
að líta fyrir bónda, sem þurfti að
sinna fjölbreytilegum störfum við
búfé, fóðuröflun, eldiviðarsöfnun,
tækjaviðhald og byggingar. En Jóni
fórst þetta allt vel úr hendi og starf-
aði ævinlega af kappi og unni sér
lítt hvfldar. Vinnustundir voru
fremur miðaðar við dagsbirtuna en
tifið í klukkunni og aldrei var sleg-
ið slöku við.
Ég átti því láni að fagna að vera
í nágrenni við Jóri og fjölskylduna
á Laxfossi einhvem hluta úr flest-
um sumrum æsku minnar, þar sem
foreldrar mínir dvöldust í sumar-
húsi við Norðurá, stunduðu laxveiði
og nutu sveitasælunnar. Síðar á
fullorðinsárum hef ég og fjölskylda
mín einnig oft orðið þessarar sveita-
sælu aðnjótandi og ekki farið var-
hluta af frábærri gestrisni hús-
bænda á Laxfossi. Frá þessum
ánægjulegu tímum er margs að
minnast og með innilegt þakklæti
í sinni renni ég huganum til þeirra
íjölmörgu stunda, sem ég hef notið
i
l
V*.
ifj
Fulningahurðir
Fura-greni
Verð frá kr.
11.780,-
_____Bl/STOFIV
Smiðjuvegi 6, Kópavogi,
símar 45670 og 44544.
í návist heimilisfólksins á Laxfoss-
bænum. Margar voru þær ferðir,
sem ég og Sigþrúður systir mín
fórum í æsku þangað að bæ til að
sækja mjólk og egg, og ævinlega
þótti sjálfsagt að veita okkur krökk-
unum einhvern viðurgerning meðan
staldrað var við og þess beðið, að
irijólk væri ausið í brúsa eða egg
lögð í fötu. Þá runnu smákökurnar,
randallnurnar og nýmjólkin ljúft
niður, þar sem setið var á bekk við
borðsendann í hlýju eldhúsinu hjá
Guðrúnu móður Jóns meðan skraf-
að var við systumar. Ógleymanleg-
ar eru einnig margar heimsóknir
að bænum, þegar gripið var í hrífu
til að aðstoða við heyskap á góðviðr-
isdögum, eða þegar eitthvað þurfti
að snúast með hross til og frá bæ
og eftirminnileg eru ferðalög á
ýmsum ágætum fararskjótum
þeirra Laxfosssystkina og samfylgd
með þeim á íþróttamót eða til ann-
ars héraðsfagnaðar. Á Laxfoss-
heimilinu var unnt að komast í
snertingu við heilbrigt sveitalíf og
kynnast öllum búskaparháttum
þeirra tíma og hefur það orðið mér
haldgóð reynsla á lífsleiðinni. Að
vera samvistum við heimilisfólkið á
Laxfossi var jafn mikils virði og
mörg skólagangan. Sérstaklega var
lærdómsríkt að fá, þótt í smáum
stíl væri, að taka þátt í þeirra tíma
sveitastörfum eins og þau voru
unnin fram undir síðustu heims-
styijöld, að fá að meðhöndla og
nota í reynd þau búsáhöld og tæki,
sem nú eru orðin fáséðir safngripir.
Þar á bæ var vandað til allra verka,
viðhöfð sérstök nýtni og virðing
fyrir gömlum hlutum, sem gátu
komið að gagni. Þar mátti bæði
kynnast góðu handbragði og
traustu mannlífi. Búskapurinn
krafðist mikillar vinnu þegar mörgu
þurfti að sinna. Störf voru mann-
frek og á Laxfossi var oft á tíðum
margt um manninn. Systurbörn
Jóns bónda komu oft til sumar-
starfa að Laxfossi og jafnvel til
lengri dvalar og fleiri ungmenni
sóttust eftir að komast í kynni við
heimilið á Laxfossi. Þar var ungu
fólki sýnd einstök nærgætni og
umönnun. Á Laxfossi var gest-
kvæmt og þá oft rætt af skarp-
skyggni um ýmis áhugaverð mál-
efni eða leikið á léttari strengi, spil-
að á orgel og sungið. Var Jón góð-
ur raddmaður og tók þátt í söng
með kórfélögum sínum, Bræðrun-
um, sem sungu saman fyrr á árum
allt fram undir 1950. Þá tók Jón
einnig virkan þátt í Ungmennafé-
lagsstarfí í héraðinu. Var þá gæð-
ingurinn söðlaður, en ekki þótti
vert að fara svo langt af bæ að
ekki næði háttum heim. Þótt Jón
væri ekki víðförull vissi hann þó
oft meira um fjarlæga staði en þeir
sem víðar höfðu farið. Hann var
sérstaklega glöggur og eðlisgreind-
ur maður og fróður um staðhætti
og gamlar sagnir. Hann bar höfuð-
ið hátt og var sérlega hárprúður
fram á efri ár. Hann var léttur í
spori og snöggur í hreyfíngum, tal-
aði hátt og skýrt og var ákveðinn
í skoðunum og gat verið glettinn
án þess þó að særa aðra.
Árið 1948 gekk Jón að eiga ^
ágæta nágrannakonu sína, Hólm-"
fríði Sigurðardóttur (f. 1910) frá
Veiðilæk í Þverárhlíð. Eignuðust
þau einn son, Jakob, sem fæddur
er 6. júní 1952 og starfar nú í
Borgamesi. Jakob er kvæntur
Ragnhild Hansen. Hólmfríður tók
við bústörfum eftir tengdamóður
sína og hélt uppi reisn heimilisins
af frábærri alúð og hæversku. Þeg-
ar aldurinn tók að færast yfír
brugðu þau hjónin að lokum búi og
fluttu í Borgarnes. Átti Jón þar
ágætt ævikvöld og naut þess nú
að ræða um dægurmál og liðna tíma
og ylja sér við gamlar minningar
frá langri og athafnasamri starfs-
ævi.
Ég og fjölskylda mín metum
mikils trygga vináttu umliðinna ára
og þökkum langa og góða viðkynn-
ingu við Jón og fjjölskyldu hans á
Laxfossi þar sem minningin um
störf hans lifir..
Sturla Friðriksson
tau9ave9'9A ^2. V\ÆÐ
U-L-SSSSS—*
FATAMARKAÐUR
Sængurverasett kr. 1.390
Handklæði kr. 190
Jogginggallar X-XL kr. 2.115
Bamajogginggallar 100-170 sm kr. 995
Gallajakkar barna kr. 990
Röndóttir stuttermabolir kr. 390
Síðir bómullarbolir kr. 590
Sumarjakkar barna frá kr. 990
Teygjulök frá kr.
SKÓMARKAÐUR
Espadrillur (margir litir) kr. 150
Sportskór (margir litir) kr. 190
Parketlappar kr. 390
Hælaskór kr. 590
Herraskór frá kr. 500