Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989-
m
i
i
i
i
HOLLYWOOD
Hvernig var fyrsta steftiumótið?
Elísabetu
Taylor
fannst Ric-
hard Burton
ekki frum-
legur við
fyrstu
kynni.
Joan Collins hefur víst lent í ýmsu.
Maður að nafni Bill Wiggins féli flat-
ur fyrir henni þegar fundum þeirra
bar fyrst saman. Vinur hans gerði
honum lítinri grikk. Sá hafði lofað
að kynna hann fyrir ungri stúlku og
átti það að vera kostur að sú væri
í ágætum efnum. Bill mætti á
„stefnumótið" og við borðið sat þá
engin önnur en forrík leikkona, Joan
Collins. „Fyrirgefðu, ég náði ekki
nafninu" sagði herramaðurinn og
Joan veltist um af hlátri. Honum
varð ljóst er leið á kvöldið að leikkon-
an hafði gefið grænt ljós. „Ég hef
ekkert sérstakt að gera á morgun.
Þú vildir kannski bjóða mér út að
borða í hádeginu?" sagði leikkonan.
Bill þessi sagðist hafa verið sveittur
um lófana á kvöldinu því. En ástar-
samband þeirra stóð aldrei lengi.
Brigitte Nielsen hefði eins getað
sent Sylvester Stallone sprengju með
póstinum, svo mjög varð honum um
er hún sendi honum nektarmyndir
af sjálfri sér. Áður hafði hún skrifað
honum ástarbréf þar sem hún bað
um að fá að hitta hann. En hann
svaraði því ekki. Eftir hina óvæntu
sendingu sló hann víst strax á þráð-
inn. Það var upphafið að trúlofun,
hjónabandi og einum þeim dýrasta
skilnaði sem sögur fara af.
Þeir sem á annað borð ætla að
lenda í ástarævintýri geta oft verið
heldur djarfir. En enginn slær hinni
þekktu Grace Jones við. Þegar hún
sá Dolph Lundgren í fyrsta skipti
var það í samkvæmi í Sydney í Ástr-
alíu. Leikkonan gekk þétt upp að
honum þar sem hann stóð við veislu-
borð og raðaði í sig ostapinnum.
Beit hún, dýrslega er sagt, í eyra
hans og hvíslaði hásum rómi: „Mmm,
þetta er æðislegt."
VERÐ
II
Patnck Duflfy bauð Carlyn í
dans.
HJÁ OKKUR
FÆRÐU ÓDÝRA
RÉni.
PÖNNUSTEIKTUR
KARFI, SÚPA, KAFFI,
KR. 470.-
LASAGNA,
SÚPA, KAFFI,
KR. 485.-
HAKKABUFF,
SÚPA, KAFFI,
KR. 490.-
GOS KR. 60.-
PILSNER KR. 80.-
V. NOATÚN
VEL KANNAÐUR
STAÐUR
Augu mætast. . . rafmagnaður
blossi . . . hlýir straumar . . .
ást við fyrstu sýn? Vissulega er mik-
il breidd í ástamálunum og eins og
allir vita kjósa sumir rómantík og
ljúft daður meðan aðrir falla fyrir
„Me Tarzan-You Jane“ stílnum. Hér
verður rakið upphaf ástarsambanda
hjá nokkrum frægum leikurum.
Hvernig bera þeir sig að?
Tökurri Marlon Brando til dæmis.
Þegar hann kynntist Önnu Kasfi,
einni af þremur eiginkonum, voru
engar rósir eða krúttlegar aðferðir.
Hann einfaldlega bauð dömunni heim
til að góna á sjónvarpið. Eftir nokkra
stund stóð hann skyndilega upp,
gekk að Önnu, slengdi henni yfir
axlimar og bar hana inn í svefn-
herbergi. „Marlon hefur allt sem
hægt er að ætlast til af karlmanni"
á hún að hafa sagt eftir þá nótt.
Eitthvað annað var nú uppi á ten-
ingnum hjá Rod Stewart er hann
hitti fyrst sýningarstúlkuna Dee
Harrington. Þau voru í samkvæmi
þar sem dansað var og að sögn Rods
þorði hann ekki fyrir sitt litla líf að
fara og tala við stúlkuna. Hann
mændi á hana allt kvöldið á meðan
að hann dansaði við aðrar og ekki
fyrr en í síðasta dansi rauk hann til
og bauð henni upp.
Brigitte Nielsen sendi Sylvester S
one nektarmyndir með póstinum
Patrick Duffy, eða Bobby Ewing,
eins og flestir þekkja hann sagðist
hafa haft hugann við kynlíf þegar
hann hitti fyrst Carlyn eiginkonu
sína á dansstað. „Þama sátu þær sex
samari þegar ég kom að borðinu
þeirra. Ég var búinn að ákveða að
bjóða þeim öllum upp í dans og agtl-
aði að byija frá vinstri. Sú fyrsta
var Carlyn og við urðum strax ást-
fangin“ segir Patrick.
Og svo var það hið fræga par
Richard Burton og Elísabet Taylor
sem hittust fyrst á meðan á kvik-
myndaupptöku stóð. Hann leit djúpt
í augu hennar og sagði: „Hefur ein-
hver sagt þér hvað þú ert falleg?“
Elísabet sagðist varla hafa trúað
sínum eigin eyrum eftir fyrsta fund-
inn. „Þetta kyntröll kvikmyndanna,
þekktur fyrir gáfur og hnyttin til-
svör, hafði ekkert frumlegra að segja
við mig.“ En að minnsta kosti klúðr-
aði hann engu, samband þeirra varð
eitt heitasta sem sögur fara af í
kandísheiminum.
y
y
y
.
EB
BÚIB
AÐ
SKOÐA
BlLINIÍI
MNN?
Síðasta tala
númersins segir
til um
skoðunarmánuðinn.
Láttu skoða í tíma
- öryggisins vegna!
& 1
BIFREIÐASKOÐUN
ÍSLANDS HF.
Hægt er að panta skoðunartíma,
pöntunarsími í Reykjavík cr 672811.