Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989
ERLENT
INNLENT
Dregur úr
óvissu
nemenda
Menntamálaráðuneytið hefur
sent frá sér greinargerð, þar sem
gert er ráð fyrir að framhaldsskóla-
nemar, sem eiga að útskrifast í
vor, verði innritaðir í aðra skóla á
grundvelli vitnisburðar um fyrra
nám, þótt prófskírteinið vanti.
Dregur væntanlega úr óvissu á
þriðg'a þúsund útskriftamema um
áframhaldandi nám. Svipaðar regl-
ur munu gilda um innritun í fram-
haldsskólana, þótt prófskírteini
vanti.
Utanríkisráðherra krefur
Svía skýringa
Jón Baldvin
Hannibalsson,
utanríkisráð-
herra, hefur kraf-
ið sænsk stjóm-
völd skýringa á
fréttum um að
háttsettir sæn-
skir embættis-
menn efist um
getu íslendinga til að gegna for-
mennsku í Fríverzlunarsamtökum
Evrópu, EFTA.
Ósamið við BHMR
Enn hefur slitnað upp úr samn-
ingaviðræðum ríkisins og BHMR
og nýr fundur ekki verið boðaður.
Hjúkrunarfélag íslands hefur hins
vegar gert kjarasamning, og Verzl-
unarmannafélag Reykjavíkur og
Dagsbrún hafa samþykkt samn-
inga sína. Félagsráðgjafar hjá
Reykjavíkurborg em komnir í verk-
fall og segir Þórir Guðbergsson,
ellimálafulltrúi, að fjöldi ellilífeyris-
þega fái þess vegna ekki fjár-
hagsaðstoð eða ráðgjöf.
c
rn r=
p p F P
! ■ m í
:cegBEBg[
Iðnaðarbanki kaupir hlut
í Verzlunarbanka
Iðnaðarbankinn hefur keypt um
5% hlut Bents Scheving Thorsteins-
son í Verzlunarbankanum.
Gengið fellt
Gengi krónunnar hefur verið
fellt um 1,5% og Seðlabankinn hef-
ur fengið heimild til að skrá gengi
2,25% undir eða yflr því meðal-
gengi, sem ákveðið hefur verið.
Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ,
segir þetta þýða 2% kaupmáttar-
skerðingu.
Leyfisveiting RALA styðst
ekki við lög
Sú vinnuregla tollstjóra að leyfa
ekki innflutning fóðurvara nema
ieyfi frá Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins komi til, á sér ekki stoð
í lögum samkvæmt lögfræðilegum
greinargerðum, sem Ólafur Ragn-
ar Grímsson ijármálaráðherra
hefur lagt fram á Alþingi. Náttúru-
fræðingar í verkfalli hafa stöðvað
allan fóðurinnflutning á grundvelli
þessarar reglu, og Steingrímur
Sigfússon landbúnaðarráðherra
segir að nú stefni í neyðarástand
í landbúnaði vegna fóðurþurrðar.
Aldís kyrrsett
Flugmenn Flugleiða neita að
fljúga hinni nýju þotu félagsins,
Aldísi, nema að fá greitt aukalega
fyrir aukið vinnuálag. Ekki hefur
enn miðað í samkomulagsátt í deil-
unni, og Aldís stendur á Keflavík-
urflugvelli.
ERLENT
Risavelda-
viðræður
hafnar á
ný
James Bak-
er, utanríkis-
ráðherra
Bandarflq-
anna, hélt á
miðvikudag
til Moskvu til
viðræðna við
sovéska
ráðamenn. Viðræður fulltrúa risa-
veldanna hafa að mestu legið niðri
frá því forsetakosningar fóru fram
í Bandaríkjunum síðastliðið haust.
Baker átti fundi með Shevardn-
adze, utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna og Gorbatsjov Sovét-
leiðtoga, sem kvaðst reiðubúinn
til að fækka skammdræ^um eld-
flaugum Sovétmanna um 500 í
A-Evrópu einhliða. Baker sagði
það engu breyta um þá skoðun
Bandaríkjamanna að ekki væri
tímabært að heQa viðræður um
fækkun þess háttar vopna.
Bandarískir hermenn til
Panama
Bandaríkja-
menn hafa
fordæmt
stjómvöld í
Panama
vegna stór-
felldra svika
í þing- og for-
setakosning-
unum sem fram fóru 'í landinu á
sunnudag. Samkvæmt opinberum
tölum unnu stuðningsmenn
Manuels Antonio Noriega her-
foringja stórsigur í kosningunum
en alþjóðlegar eftirlitsnefndir sem
fylgdust með kosningunum segja
engan vafa leika á því að stjómar-
andstæðingar hafí sigrað. Kosn-
ingarnar voru síðan lýstar ógildar
á fimmtudag en sama dag ákvað
Bush Bandaríkjaforseti að auka
viðbúnað Bandarflqahers í Pa-
nama með því að senda um 2.000
hermenn til landsins.
Flugslys í Svíþjóð
Sextán manns fómst er flugvél
af gerðinni Beechcraft 99 hrapaði
til jarðar við Oskarshamn í Suð-
ur-Svíþjóð á mánudag. Á meðal
þeirra sem fórust voru þrír kunn-
ir þingmenn og borgarfulltrúi í
Stokkhólmi. Vélin, sem var á leið
frá Arlanda við Stokkhólm til
Oskarshamn, ofreis er hún var
að koma inn til lendingar og féll
til jarðar.
Áskoranir írana
fordæmdar
Evrópu-
bandalagið
hefur for-
dæmt þau
ummæli Ali
Akbars
Rafsanjanis,
forseta
íranska
þingsins, að
Palestínumönnum beri að myrða
óbreytta borgara á Vesturlöndum
til að leggja áherslu á kröfur sínar
um sjálfstæði. Evrópubandalagið
bar hins vegar lof á viðbrögð
hinna ýmsu fýlkinga Palestínu-
manna sem hafa vísað þessari
áskorun á bug. Rafsanjani lýsti
því hins vegar yfir á fimmtudag
að ummæli sín hefðu verið mis-
túlkuð.
Einhliða afvopnun hafiiað
Framkvæmdastjóm breska
Verkamannaflokksins samþykkti
á þriðjudag að fallið skyldi frá
einu helsta stefnumáli flokksins á
undanfömum átta ámm; einhliða
kjamorkuafvopnun Breta. Talið
er þetta mál hafí vegið þungt í
ósigmm flokksins í þingkosning-
um í Bretlandi.
Rúmensk kjarnorkuvopn?
LÍKUR eru á að vestur-þýsk fyrirtæki hafi veitt stjóm Nicolais Ceauses-
cu í Rúmeníu aðstoð við að smíða meðaldrægar eldflaugar sem geta
borið kjarnavopn. Timaritið Der Spiegel segir að gerð hafi verið afrit
af framleiðsluteikningum vopnaverksmiðjunnar Messerschmidt-
Bölkow-Blohm (MBB) í Miinchen, er notaðar voru til að reisa eldflauga-
verksmiðju í Argentínu. Afritunum hafi síðan verið komið í hendur
stjómvalda í Irak og Egyptalandi og þaðan til Rúmena.
DDer Spiegel segir að Rúmenar
hafí árið 1987 greitt Egyptum
117 milljónir Bandaríkjadollara (6,3
milljarða ísl.kr.) fyrir „þróunarverk-
efni“ sem ekki hafí verið nánar skil-
greint og í síðastliðnum mánuði hafí
Rúmenar gert samkomulag við íraka
um aukna samvinnu á sviði her-
gagnaframleiðslu. í apríl lýsti Ceau-
sescu Rúmeníuforseti yfir því að
landið gæti framleitt kjamavopn.
Umræddar flaugar eru af Cond-
Kosningar í
Argentínu
Buenos Aires. Reuter.
BÚIST er við að Carlos Menem,
frambjóðandi perónista, leiði flokk
sinn til sigurs í kosningum í Arg-
entinu í dag sunnudag en samtím-
is er kosið um forseta landsins um
helming þingsæta. Þetta er í
fyrsta skipti í 37 ár sem kosningar
eru haldnar í landinu á meðan
lýðræðisleg stjórn er við völd.
Samkvæmt skpðanakönnunum
hefur Menem 8% forskot á Edu-
ardo Angeloz frambjóðanda Róttæka
flokksins, flokks Rauls Alfonsíns for-
seta. Brýnasta verkefni nýrrar
sq'ómar í landinu verður að ráða bót
á einni mestu efnahagskreppu í sögu
Argentínu. Verðbólga er nú 50% á
mánuði, skortur er á nauðsynjavör-
um og vextir eru yfír 1000% á ári;
or-gerð og að sögn tímaritsins sá
samsteypa margra fyrirtælq'a í Sviss,
Austurríki og Vestur-Þýskalandi,
Consen, um að koma teikningunum
frá Argentínu til fyrmefndra landa
en menn, sem áður gegndu ábyrgðar-
stöðum hjá MBB, eru nú háttsettir
hjá nokkrum fyrirtælq'anna í Consen.
Talsmenn MBB og vestur-þýskra
stjómvalda sögðust aðspurðir ekki
kannast við að þessi eldflaugavið-
skipti hefðu átt sér stað.
Reuter
Allsh erjarverkfall
boðað íPanama
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Panama hafa boðað til allsheijar-
verkfalls í landinu í næstu viku til að mótmæla valdníðslu Noriega
hershöfðingja og liðsmanna hans. Kaþólska kirlq'an hugðist láta lesa
upp yfirlýsingu í öllum kirkjum landsins í dag, sunnudag, þar sem
stjórnin er gagnrýnd fyrir kosningasvik og ofbeldi gegn saklausu
fólki. Nokkur ríki Rómönsku Ameríku hafa, ásamt Bandaríkjamönn-
um, kallað sendiherra sína heim. Á myndinni sést olíuskip á leið um
Panamaskurðinn á föstudag; enn sem komið er hefur ekki orðið
nein truflun á siglingum um skurðinn þrátt fyrir óöldina í landinu.
Sjá ennfremur Mannsmynd af Manuel Noriega á bls. 13.
Leiðtogafundur Kína og Sovétríkjanna:
Sættír eftír þriggja
áratuga Qandskap
VESTANÁTTIN hefur blásið hressilega í Peking og Moskvu síðan
' leiðtogar Kína og Sovétríkjanna hittust síðast fyrir nærri þrjátíu
árum. Þá varð öllum ljóst að djúp gjá hafði myndast milli þess-
ara tveggja risa í heimi kommúnismans. I næstu viku hefst í
Peking fundur hins aldurhnigna leiðtoga Kína, Dengs Xiaopings,
og Míkhaíls Gorbatsjovs, Sovétleiðtoga. Þá á að binda enda á
þriggja áratuga Qandskap.
egar Maó Tsetung og Níkíta
Khrústsjov hittust árið 1959
hélt hvor um sig því fram að
kommúnisminn væri að sigra
kapítalismann. Maó sagði að aust-
anáttin réði yfir vestanvindinum.
Khrústsjov sagðist myndu jarða
Vesturlönd. Núna horfa þeir Deng
og Gorbatsjov óumdeilanlega fyrst
og fremst til vestrænna ríkja um
innblástur, tækniframfarir og
samstarf til að rétta efnahaginn
við. Báðir eiga
þeir líka við óróa
að etja heima
fyrir sem á sér
engin dæmi.
Fyrir fundinn
árið 1959 töluðu
leiðtogar í Peking og Moskvu um
„órofa vináttu og einingu reista á
bjargi“. Reyndin var þó önnur.
Kínveijar vantreystu þeirri stefnu
Khrústsjovs að leita sátta við hinn
kapítalíska heim og Sovétmenn
felldu sig ekki við kommúnisma
Maós, kenningar hans um óum-
flýjaniegt stríð og blóðuga bylt-
ingu. í Kína stærðu menn sig af
„stóra stökkinu frammávið" þegar
Kína átti að hafa eflst og þróast
um 20 ár fram í tímann á nokkrum
mánuðum.
Kínveijar átti um þær mundir í
eijum við Bandaríkjamenn. Banda-
ríski flotinn var á siglingu í kring-
um Taiwan en þar höfðust við
kínverskir þjóðernissinnar sem her
Maós hafði hrakið af meginl-
andinu. Það var því ekki góðs viti
að Khrústsjov kom beina leið af
fundi með Eisenhower, forseta
Bandaríkjanna, til að hitta Maó.
Kínveijum tókst þó að halda bræði
sinni leyndri allt þar til Khrústsjov
steig niður úr flugvél sinni. Þegar
Sovétleiðtoginn hafði tekið í hönd
Maós og ætlaði að beygja sig fram
til að kyssa hann vék gestgjafínn
sér undan eins og hnefaleikari sem
reynir að veijast höggi. Heimsókn-
in var daufleg og
sambúð ríkjanna
fór hríðversn-
andi.
Bæði ríkin við-
urkenndu að
hugmyndafræði-
lega ættu leiðir þeirra ekki lengur
saman. Árið 1969 kom meira að
segja til vopnaðra átaka á landa-
mærum ríkjanna við Amur-fljót og
tugir manna féllu. Samskipti hátt-
settra ráðamanna ríkjanna fjöruðu
smám saman út.
Undanfarin ár hefur breytinga
í fijálsræðisátt orðið áþreifanlega
vart bæði í Kína og Sovélrikjunum.
Efnahagsumbætur hafa borið
árangur í Kína en pólitískar breyt-
ingar orðið á eftir. Sú er skýringin
á hinum miklu óeirðum stúdenta
fyrir skemmstu. Gorbatsjov er ein-
mitt ein af hetjum námsmannanna.
í Sovétríkjunum má segja að efna-
hagsumbyltingin hafi misheppnast
enn sem komið er en pólitískar
umbætur verið stórstígar.
Mikhail Gorb- Deng Xiaop-
atsjov. ing.
Fundur Gorbatsjovs og Dengs
sem stendur frá 15.-18. maí mark-
ar ekki einungis tímamót _í sam-
skiptum ríkjanna tveggja. í fyrsta
skipti frá stríðslokum má segja að
samskipti Bandaríkjanna, Sov-
étríkjanna og Kína hvert við annað
séu ekki fjandsamleg. f Banda-
ríkjunum hafa menn velt því fyrir
sér hvort batnandi sambúð Kína
og Sovétríkjanna kunni að fela í
sér hættuna á því að upp rísi nýr
og voldugri andstæðingur en
nokkru sinni fyrr. Kínveijar hafa
lagt sig í líma við að sannfæra
Bandaríkjamenn um að ekki sé
hætta á hemaðarbandalagi Kína
og Sovétríkjanna. Bent hefur verið
á að bætt sambúð Kína og Sov-
étríkjanna geti þvert á móti hjálp-
að til við að leysa svæðisbundnar
deilur. Slfkt hefur þegar komið í
ljós hvað varðar Kambódíu.
í viðtali við fréttatímaritið Time
var Edúard Shevardnadze utanrík-
isráðherra Sovétríkjanna spurður
hvers konar tengsl Sovétmenn
vildu hafa við Kína í framtíðinni.
Hann sagðist fyrst og fremst sjá
fyrir sér eðlileg samskipti ná-
granna. Að sjálfsögðu yrði ekki
aftur snúið til sjötta áratugarins
þegar hnífurinn gekk ekki á milli
og heldur ekki til hins sjöunda
þegar allt ætlaði í bál og brand.
Baksvió
eflir Pál Þórhallsson