Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ iSUNNUDAGUR W MÁf • 1989
Tilvist tröllsins
Sólin skein inn um gluggann
minn í morgun og allt í einu
laukst upp fyrir mér að vorið
er komið. Innilukt milli grárra hús-
veggja götunnar hafði ég ekki orðið
vorsins vör, en þegar ég leit yfir garð-
blettina við húsin sá ég grænar nálar
teygja sig móti sólinni — grænar nál-
ar sem smám saman stækka og verða
öflugri. Og vegna gróðrarmáttar
moldarinnar og undrakrafts sólar-
geislanna verða þessar litlu grænu
nálar smám saman stærri, þéttari og
öflugri og ná að mynda samfellda
grasbreiðu. Nei, ég hafði ekki orðið
vorsins vör fyrr en ég sá litlu grænu
nálarnar og þá varð mér hugsað til
þess hve menn hljóta að skynja vor-
komuna á mismunandi hátt eftir þvi
hvar heimkynni þeirra eru, hvort þau
eru í bæ eða sveit.
Ég fór að hugsa upphátt og riijs
upp vorin frá æskuárunum þegar allt
var skemmtilegt.- Það er nefnilega eir
af þeim gjöfum sem okkur er gefin.
að gleyma fremur því sem erfitt er,
og liðin tíð virðist þá því sælli sem
hún er fjarlægari.
Það er undursamlegt að skynja og
lifa vorkomuna í íslenskri sveit. Vakna
við að komin er hláka — hlýr sunnan-
þeyr strýkst um fjöll og flatlendi og
snjórinn sígur. Þúfnakollar og móa-
börð gægjast smám saman undan
snjónum, börðin dökk og gróðurvana,
sinan á þúfunum grá og bæld.
Hægt og hægt færist landið úr vetr-
arbúningnum. Leysingavatnið sytrar
og niðar um móa og hlíðar, einn þýð-
asti og glaðasti tónninn í vorkliðnum.
En tónninn breytist þegar sunnan-
áttin fer hamförum, fannimar hjaðna,
vatnsflaumurinn brýst fram, ár og
lækir ryðja sig með fossaföllum og
þungum gný líkt og sjávardyn. Einn
daginn er vetrarsnjórinn horfinn, ekk-
ert minnir á fannbreiðu vetrarins nema
drefjar á fjöllum og heiðum. Straum-
urinn í ánni gjálfrar við bakkann sem
grænkar fyrst af öllu. Farfuglamir
koma 'yfir hafið og gera sér hreiður í
óða önn. Móamir kveða við af kátum
söng. Náttúran öll er vöknuð til nýs
lífs á nýju vori. Og á hlýju björtu vor-
kvöldi synda hávellurnar á ánni með
langdregnu kvakinu a — á — a og
urriðarnir vaka í vatnsborðinu. Jörðin
er algræn. Enn á ný ræður máttur
sólarljóss og gróðurmoldar ríkjum á
landinu okkar. Þannig em liðin vor í
ljóma minninganna. Gleymd era
hrafnahret, lóuhret og lambadauði.
Myndin sem hugurinn geymir af vor-
inu forðum er kyrrlát og blíð eins og
málverkið hans Ásgríms Jónssonar —
málverkið sem hann sagði sjálfur að
væri af veröldinni eins og hún hefði
verið „fyrir stríð“.
í gróanda vorsins skynjum við hið
undursamlega, hvernig lífið kviknar
af fijóu skauti moldarinnar, og það
minnir okkur á að í trúarbrögðum
flestra þeirra fornþjóða sem við þekkj-
um til er kona, fijósemisgyðja tákn
vorsins, árstíðar gróandans. Menn
virðast þannig frá því fyrsta hafa
skynjað samsvöran milli fijósemiseðiis
konunnar og jarðarinnar. Því er það
mjög ríkjandi í menningu þjóða —
a.m.k. svokallaðri framstæðri menn-
ingu, að telja landið — jörðina lifandi
og þá er hún jafnan kvenkennd —
móðir jörð. Þessi sterka
hefð, að líta á jörðina
sem lifandi, máttuga
vera, knúði menn til að
sýna henni virðingu og
nærgætni og vera fagn-
andi og þakklátir fyrir
það sem hún gaf.
í borgarsamfélögum
síðari alda hafa tengslin
rofnað við hina lifandi
jörð, og of margir
skynja ekki lengur hver
er hin eina uppspretta
alls sem við njótum af
efnislegum gæðum.
Langt aftur í tímum
áður en forfeður okkar
fóra að stunda land-
búnað, höfðu karlmenn-
irnir verið veiðimenn en
konumar safnarar um
aldaraðir. Karlmennimir veiddu dýr
og fluttu þau heim til matar. Konurn-
ar gengu um sléttur og skóga, söfn-
uðu beijura og rótum, laufum og jurt-
um. Þeim hefur án efa lærst í tímans
rás að ganga ekki of nærri gróðrinum,
troða ekki lyngið svo berin skemmd-
ust ekki — bijóta ekki rannana, vera
ekki of aðgangsharðar við jurtirnar í
söfnuninni og sýna náttúrunni nær-
gætni. Þær hljóta að hafa lært hvaða
einstakar jurtir og tré gáfu mest af
sér, hlúa þá að þeim til að eiga afrakst-
urinn vísan. Það má telja eðlilegt
framhald af þessu að konur hafí orðið
fyrstar til að sá fræjum.
Og kona sem fann móðuriaust ung-
viði hefur e.t.v. tekið það með sér
heim og alið það og þannig hafi verið
upphaf búfjárhalds, og því hafi konur
verið fyrstu bændur jarðarinnar.
Þekking kvenna á náttúrunni birtist
okkur í mörgum myndum. Það er
nærtækt að álíta að það hafi verið
konur sem fundu upp á því að nota
jurtir til klæðagerðar svo sem baðm-
ull og hör, og nota síðan aðrar jurtir
til litunar og skrauts. Konur hafa einn-
ig svo langt aftur sem saga mannkyns
greinir haft víðtæka þekkingu á lækn-
ingamætti jurta. Þann-
ig hafa konur frá alda
öðli unnið með náttúr-
unni, hlúð að henni,
gefið og þegið. Og virð-
ing fyrir náttúranni og
þekking á henni er sam-
ofin menningu kvenna
frá fyrstu tíð.
Hvar eram við stödd
jarðarbúar núna á þess-
um vordögum? Enn á
ný búumst við til að
þiggja gjafir frá náttú-
ranni — frá jörðinni,
móður okkar, gjafir
sem nægi okkur til
lífsviðurværis. Og við
þráum þær eins og barn
jólagjafirnar sínar, án
þess að hugsa eða
spyija hvort gefandinn
HUGSAÐ
upphAtt
í dagskrifar
Málmfríbur
Sigurbardóttir
pingkona Kvennalista.
hafi ráð á þeim.
Höfum við glatað tengslunum við
hina lifandi jörð? Höfum við glatað
skilningnum á því að gróður jarðar,
auðlindir jarðar, þar með talinn fískur-
inn í sjónum, er það sem líf okkar og
tilvera byggist á? Margt bendir til
þess að svo sé. Við tökum meira og
meira frá jörðinni án þess að gefa
henni tíma til að endumýja — byggja
upp á ný. Árlega breytast regnskóga-
svæði — hundrað þúsunda ferkíló-
metra — í eyðimörk. Borgir, vegir og
flugvellir þenjast út og leggja undir
sig gróðursvæði. Tæknin hefur lagt
undir sig landbúnaðinn í heiminum,
menn segja það nauðsyn en hvert leið-
ir það okkur? Landbúnaðarafurðir
heimsins nýtast að meiri hluta í stór-
borgunum og úrgangnum er veitt í
hafið. Gróðurlendið fær hann ekki
aftur og þannig er hringrás náttúrann-
ar rofin en höfín mengast.
Menn nota orku til framleiðslu land-
búnaðarvéla og síðan til notkunar
þeirra. Menn knýja moldina til afurða
með tilbúnum áburði sem einnig þarf
orku til að framleiða. Á þennan hátt
m
TÖLVUSKÓLI GÍSLA J. JOHNSEN
Þú getur hannað eyðu- blöð, auglýsingar, frétta- bréf, handbækur o. fl.
ENTURA skrifborðsútgáfa Á námskeiðinu eru kennd: • Fjölbreytt uppsetning fyrirsagna, texta og mynda • Margvísleg verkefni í útlitshönnun • Meginreglur sem gilda um umbrot • Notkun leysiprentara við úttak
Stund og staður 22. - 26. maí, kl. 1300 - 1700 að Nýbýlavegi 16, Kópavogi.
Leiðbeinandi: Jón B. Georgsson
SKRÁNING í SÍMUM 621066 og 641222
SNAPPER býður mikið úrval sláttuvéla og snjóruðningstækja
sem framleidd eru af einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna
á þessu sviði.
ÓSKUM EFTIR SÖLUMANNI
FYRIR VÖRUR FRÁ
SNAPPER
Snapper-tækin - garðsláttuvélar,
tætarar, trjáklippur og snjó-
blásturstæki - eru seld víða í
Evrópu og hafa verið fáanleg í 150
verslunum í Noregi á undanförnum
árum. Við leitum að dugmiklum
sölumanni á íslandi.
Við bjóðum:
• Gæða vörur á góðu verði
• Góða þjónustu -
góð kjör
• Aðstoð við
markaðssetningu
Hafið samband og fáið
nánari upplýsingar.
*■. -m
1M P0RT
Bergensvn. 39, 0963 Oslo 9.
Tlf. (02) 25 74 58-25 9892.
Telefax (02) 3922 56.
KVÖLDNÁMSKEIÐ í HUGARÞJÁLFUN
HUGEFLI
Bolholti 4
19. maíkl. 19.00.
Námskeiðið byggir á nýjustu
rannsóknum í dáleiðslu,
djúpslökun, tónlistarlækningum
og beitingu ímyndunaraflsins.
Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a.:
A Opnað aðgang að öflugustu hlut-
um undirmeðvitundarinnar.
A Náð djúpri slökun og sofnað á
nokkrum mínútum.
A Fyrirbyggt taugaspennu, kvíða
°g áhyggjur.
A Hætt reykingum og ofáti.
A Auðveldað ákvarðanatöku og
úrlausn vandamála.
Námskeiðið verður haldið á hverju
fimmtudagskvöldi í 4 vikur.
Leiðb. er Garðar Garðarsson NLP
pract. Skráning og nánari
upplýsingar fást í
síma:
3 00 55
Sendum bækling
ef óskað er.
☆
ÆSIR
Ka"nt JJ sílna^nn,, iiýia jrið?
a e Í7
Steindór Sendibflar