Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SIVÍAsi\nudaglk 14. MAÍ 1989
ATVIN NUA UGL YSINGAR
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVlK
Deildarþroskaþjálfar
Sambýli í miðbænum óskar eftir deildar-
þroskaþjálfum. Annars vegar eru eingöngu
morgunvaktir frá miðjum júní og hins vegar
síðdegis-, kvöld- og helgarvaktir strax eða
eftir samkomulagi.
Aðrir með uppeldismenntun koma til greina.
Upplýsingar gefur Sóley í síma 13005.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
Austurlandi
Forstöðumaður
óskast
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Austurlandi
auglýsir stöðu forstöðumanns við þjónustu-
miðstöðina Vonarland lausa til umsóknar frá
1. sept. nk.
Markmið þjónustumiðstöðvarinnar er að
veita átta fötluðum langtímavistun og jafn-
framt er eitt skammtímavistunarpláss. For-
stöðumaður ber ábyrgð á faglegri og rekstr-
arlegri stjórnun heimilisins í samráði og sam-
starfi við svæðisstjórn. Forstöðumaður skal
hafa menntun og reynslu í þjálfun og umönn-
un fatlaðra. Aðstoð er við útvegun húsnæðis.
Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. og óskast
umsóknir sendar á skrifstofu svæðisstjórnar
j Austurlands, pósthólf 124, 700 Egilsstöðum.
Nánari upplýsingar eru veittar af forstöðu-
manni Vonarlands, sími 97-11577 frá kl.
8.00-16.00 eða á skrifstofu svæðisstjórnar í
síma 97-11833 frá kl. 13.30-17.00 alla virka
daga.
Laus staða við
Fróðskaparsetrið í
Færeyjum
(Háskólann í Þórshöfn)
Staða aðstoðarkennara (adjunkts/gistilektors)í
matvæla- og næringarfræði við Raunvísinda-
og tæknideild háskólans í Þórshöfn er laus til
umsóknar. Gert er ráð fyrir að viðkomandi
taki til starfa 15.6. 1989 eða sem fyrst eftir
það. Staðan er veitt til 1.8. 1990. Starfið felur
bæði í sér kennslu og rannsóknir. Viðkomandi
kemur til með að hafa með höndum samræm-
ingu kennslu í matvæla- og næringarfræði á
BS-stigi sem fyrirhugað er að hefja.
Umsóknarfrestur rennur út 1. júní 1989.
Færeyskir háskólakennarar og norrænir sendi-
kennarar munu einnig annast kennsluna.
Takmarkaður fjárhagur gerir það að verkum
að tæpast er unnt að sinna rannsóknum sem
krefjast flókins tækjabúnaðar.
Nánari upplýsingar um stöðu þessa veita
starfsmenn skrifstofu Raunvísindadeildar
háskólans í síma (09 298) 15306.
Laun samkvæmt samkomulagi Landsstjórn-
arinnar og Félags færeyskra háskólamanna.
Flutningsstyrkur er greiddur samkvæmt regl-
um þar að lútandi.
Nánari upplýsingar veita starfsmenn Seturs-
skrifstofunnar í síma (09 298) 15302.
Umsóknir ásamt upplýsingum um feril og
fyrri störf (curiculum vitae), prófskírteinum,
útgefnum fræðiritgerðum og öðru því sem
að gagni kann að koma við mat á hæfni
umsækjenda, skal senda:
Fróðskaparsetur Föroya,
Debesartröð,
FR 100 Tórshavn.
Húsvörður
Félagasamtök í miðbænum óska eftir að
ráða húsvörð frá 1. júní nk. Húsnæði fylgir.
Umsóknum skal skilað fyrir 19. maí nk.
merktar: „Hús - 1546“ á auglýsingadeild
Mbl.
„Au pair“
Spennandi ár í Danmörku
Dönsk fjölskylda, sem er nýflutt til Dan-
merkur eftir 6 ára dvöl á íslandi, óskar eftir
„au pair“ heimilishjálp.
Ef þig langar til að: Dveljast erlendis, breyta
til, vera sjálfstæð/ur, læra dönsku, annast
börn og heimilisstörf höfum við: Danmörku
og Kaupmannahöfn við húsdyrnar með öllum
sínum tækifærum til að nota tómstundirnar
og reyna eitthvað nýtt.
Við erum fjögurra manna fjölskylda sem talar
íslensku: Pabbi, mamma, Casper 41A> árs og
Caroline 3ja ára. Okkur langar öll til að hafa
hjá okkur lífsglaða heimilishjálp með bein í
nefinu í eitt ár frá u.þ.b. 1. júlí.
Sé þetta eitthvað fyrir þig talaðu þá við:
Dorthe eða Christian Steenberg Dam milli
kl. 12 og 14 mánudaginn 15. maí á skrif-
stofu Vikurvara hf. í síma 680066.
Byggingatækni-
fræðingur
með B.Sc. próf og 3ja ára starfsreynslu óskar
eftir starfi á verkfræðistofu, hjá verktaka-
fyrirtæki eða stærra sveitarfélagi.
Svar sendist til auglýsingadeildar Mbl. merkt:
„B - 2386“.
Bifvélavirki
eða maður vanur bílaviðgerðum óskast til
starfa á bílaverkstæði í Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 652840 virka daga frá
kl. 8.00-18.00.
Öll viðtöl verðurfarið með sem trúnaðarmál.
Laus staða við
Fróðskaparsetrið í
Færeyjum
(Háskólann íÞórshöfn)
Staða aðstoðarkennara (adjunkts/lektors) í
eðlisfræði við Raunvísinda- og tæknideild há-
skólans í Þórshöfn er laus til umsóknar. Gert
er ráð fyrir að viðkomandi taki til starfa 1.8.
1989 eða sem fyrst eftir það. Staðan felur í
sér rannsóknir og kennslu í eðlisfræði sem
er kennd sem sjálfstæð námsgrein við háskól-
ann. Viðkomandi mun einnig koma til með að
kenna BS-nemum eðlisfræði og jarðeðlisfræði.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 1989. Starfs-
menn skrifstofu Raunvísindadeildar veita
nánari upplýsingar í síma (09 298) 15306.
Laun samkvæmt samkomulagi Landsstjórn-
arinnar og Félags færeyskra háskólamanna.
Flutningsstyrkur er greiddur samkvæmt nán-
ari reglum þar að lútandi.
Nánari upplýsingar veita starfsmenn Seturs-
skrifstofunnar í síma (09 298) 15302.
Umsóknir ásamt upplýsingurn um feril og
fyrri störf (curiculum vitae), prófskírteinum,
útgefnum fræðiritgerðum og öðru því sem
að gagni kann að koma við mat á hæfnj
umsækjenda, skal senda:
Fróðskaparsetur Föroya,
Debesartröð,
FR WOTórshavn.
Vélvirkjameistari
óskar eftir framtíðarstarfi í Reykjavík eða
nágrenni.
Upplýsingar í síma 94-4624.
Tilvonandi
innanhússarkitekt
í námi á Ítalíu óskar eftir vinnu í sumar í júlí,
ágúst og september.
Vinsamlega sendið svör fyrir 21. maí til auglýs-
ingadeildar Mbl. merkt: „Inni - 100“.
RÁDCJÖF OC RADNINCAR
Viltu afgreiðslustarf
ífallegri sérverslun með fatnað?
- Sérverslun með fatnað á alla fjöllskylduna.
Fullt starf. Vinnutími kl. 10-18.30.
- Sérverslun með barnafatnað og kvenfatn-
að. Vinnutími eftir hádegi.
Æskilegur aldur 30-45 ára.
Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099.
Opið frá kl. 9-15.
Útiverkamaður
Stórt fyrirtæki í borginni vill ráða traustan
og samviskusaman verkamann til fjölbreyttra
framtíðarstarfa. Góð aðstaða og mötuneyti
á staðnum.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
17. maí nk. merktar: „S - 7048“.
Húshjálp óskast
Óska eftir góðri manneskju til húshjálpar
einu sinni í viku.
Ester Pétursdóttir,
Reynimel 26,
sími 18937.
Skrifstofustarf
Framtíðarstarf
Heildverslun í austurborginni óskar eftir
starfskrafti til símavörslu, vélritunar og ann-
arra almennra skrifstofustarfa.
Reynsla æskileg, vinnutími frá kl. 9.00 til
17.00.
Þarf að geta hafið störf fljótlega.
Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
fyrir 20. maí merktar: „Framtíð - 8114.
R^ÐCJÖF OC RÁDNINCAR
Ert þú að leita
að starfi?
Við leitum nú að fólki í eftirtalin störf:
-Skrifstofustarf í launadeild hjá opinberri
stofnun. Viðkomandi þarf að vera töluglögg-
ur og nákvæmur og geta unnið sjálfstætt.
Góð vinnuaðstaða.
-50% starf f fatahreinsun. Vinnutími kl. 2-6.
Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099.
Opiðfrákl. 9-15.