Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 iltargi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Hvítasunna Postulasagan greinir frá því er heilagur andi kom yfir lærisveinana. „Þeir urðu fullir af heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla,“ segir þar. Hér verður ekki gerð tilraun til guðfræðilegrar útlistunar á þessum atburði. En í helgri bók er haft eftir Pétri postula, þá hann var spurður, hvern veg skuli brugðist við atburðum hvíta- sunnunnar: „Gjörið iðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, og þér munuð öðlast gjöf heilags anda.“ Ef grannt er gáð talar lífs- reynsla fólks og umhverfi þess til okkar á „öðrum tungum“ eða táknmáli, sem vert er að ljá eyru og augu. Hægt er að tíunda mörg dæmi þessa. Eitt er þó e.t.v. öðrum augljósara. Þrátt fyrir langan og strangan vetur lifum við þessa dagana það árvissa kraftaverk í nátt- úrunnar ríki er hækkandi sól og vaxandi hlýja leysa landið úr klakaböndum og vekja gróðurríkið til nýs lífs af vetr- arsvefni. Þessi upprisa gróðurríkisins í umhverfi okkar fellur e.t.v. betur að boðskap páskanna en hvítasunnunnar. Hún er engu að síður hluti af því táknmáli sem höfundur tilverunnar talar til okkar dag hvern með einum eða öðrum hætti. Þann boð- skap má m.a. lesa út úr þessu táknmáli umhverfisins, að það er engin nótt svo dimm að hún endi ekki í dagrenningu, að það er enginn vetur svo harður að hann renni ekki af hólmi fyrir vorinu, sem flytur betri tíð með blóm í haga. Hliðstæðu þessa hafa fjölmargir kristnir menn reynt á lífsferli sínum. Það er máske kjami hins kristna boðskapar, sem svo ríkulegt erindi á til sérhverrar manneskju, að hún leyfi sól kærleikans að rísa í eigin hug- arheimi, og búa því góða, sem þar er að finna, skilyrði til vaxtar og þroska. Þann veg varðar einstaklingurinn bezt veg sinn í leitinni að ljósi og sannleika, þeirri „gjöf heilags anda“, sem Postulasagan greinir frá. Morgunblaðið árnar lesend- um sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hvítasunnu- hátíðar. Húsakostur þingsins Hugmyndin um að kaupa Hótel Borg er vissulega ein af þeim leiðum sem tiltæk- ar eru til að koma betri og hagkvæmari skipan á húsa- kost Alþingis en nú er. „Við, sem að þessu nefndaráliti stöndum, erum þó andvíg því að í þau kaup verði ráðist nú og án frekari athugunar.“ Svo segir í nefndaráliti fjárveit- inganefndarmannanna Pálma Jónssonar, Alexanders Stef- ánssonar og Málmfríðar Sig- urðardóttur um tillögu til þingsályktunar um heimild til handa forsetum Alþingis að ganga til samninga um kaup á Hótel Borg. Þremenningarnir telja Hótel Borg „dýra bráðabirgðalausn“ á húsnæðisvanda þingsins. I annan stað sé hyggilegt að huga að öðrum kostum í hús- næði við Vonarstræti, Póst- hússtræti og Austurstræti. I þriðja lagi hafi borgarráð Reykjavíkur lýst áhyggjum sínum yfir hugmyndum um að leggja niður hótelrekstur í mið- borg Reykjavíkur. Alþingi sýnist hafa öðrum hnöppum að hneppa síðustu starfsdaga þessa þings en eyða takmörkuðum tíma í tillögu um kaup á Hótel Borg. Það mál þolir nokkra bið, að ekki sé fastar að orði kveðið. For- setar þingsins geta síðan notað sumarið til að kanna „hvaða möguleikar kunni að vera til þess að koma við aukinni hag- kvæmni í húsnæðismálum Al- þingis með leigu eða kaupum á húsnæði í grennd Alþingis- hússins og skila skýrslu til formanna þingflokka á næsta haustþingi", eins og segir í til- vitnuðu nefndaráliti. í GREIN JÓNS • Sigurðssonar sem birtist í XXIX árg. Nýrra Félagsrita, 1872, Pijónakoddi stjómarinnar, er kafli um íslenzka tungu. Þar er í upphafi minnzt á hið sama pg í Andvara-ritgerðinni, Um rétt íslenzkrar túngu, að einungis séu „hérumbil hundrað manns sem talizt geta verið Danir að þjóðerni og túngu og skilji þó allflestir íslenzku" — og sé ástæðulaust að þýða þingmál á dönsku fyrir þessar fáu hræður sem á íslandi búi. „Eigi að síður heldur þó stjómin áfram í þaula, að hafa sem mest í löggjöf iandsins og stjómarathöfn á Dönsku". Það sem hin íslenzka stjórnardeild í Kaupmannahöfn sendi frá sér ætti að vera ritað á íslenzku en þó sé frumritað á dönsku og þýtt af íslenzkum starfs- mönnum, þótt þeir einir ættu að starfa þar sem kynnu íslenzku til hlítar. Síðan bendir Jón forseti á að konungur hafi frá 1859 skrifað undir hinn íslenzka texta laganna handa íslandi og verði það því ekki lengur sagt að danski textinn sé hinn löggildi eða skuldbindandi texti. Hann sé því óþarfur „og ekki nema til að gjöra vafa og villur, og spilla málum manna“. Eigi að síður haldi stjómin áfram að senda al- þingisfrumvörp á dönsku með íslenzka textanum og láta lögin handa Islandi koma út á dönsku. Þá bendir Jón á að venja hafi verið --------------------- frá því konungur hóf að skrifa undir hinn íslenzka texta laga- boðanna handa ís- iendingum „að íslenzki textinn hefur verið settur á undan, en hinn danski á eptir“. Loks bend- ir hann á það sama og nefnt er í ritgerðinni Um rétt íslenzkrar túngu, að með bréfi Kristjáns kon- ungs VIII sé fyrir lagt 1844 að „hver sá, sem vill verða embættis- maður á Islandi, skuli sanna með áreiðanlegum vitnisburði, að hann sé orðinn svo leikinn í íslenzkri túngu að hann að minnsta kosti geti skilið mál manna, og geti talað svo vel á túngu landsmanna, að hann geti gjört sig þeim skiljanleg- an“ (einsog vikið sé að í VII ár- gangi Fjölnis) — og er þetta einnig tíundað síðar í Andvara-greininni, Um rétt Islenzkrar túngu. Skuli væntanlegir embættismenn sanna þessa kunnáttu sína með því að gangast undir próf. Þetta hafí þó ekki farið eftir og danskir em- bættismenn á Islandi kunni ekki „viðsæmandi" íslenzku. EN SNÚUM OKKUR ÞÁ AÐ • Andvara-greininni. I hana get- um við sótt leiðsögn um það hveijar kröfur við eigum að gera til okkar sjálfra þegar réttur tungunnar er annars vegar. Allt er þetta mál í miðþyngdarstað nú um stundir og því ekki úr vegi að láta herhvötina fyrir 100 árum dynja á þeirri samtíð sem nú stendur ráðalítil andspænis erlendri ásókn sem gæti borið okk- ur ofurliði, eyðilagt tungu okkar og þar með þann íslenzka arf sem er frelsi okkar og fjöregg. Jón for- seti taldi tunguna einhverja mikil- vægustu málsvörn okkar í sjálf- stæðisbaráttunni. Án hennar byggi um sig í landinu önnur þjóð og ókunnug. Ástæðan til þess að greinin Um rétt íslenzkrar túngu var skrifuð og birt í 3ja árgangi Andvara 1876 var sú, að mikið hafði á skort að íslenzkan væri látin njóta réttar síns og því var þess óskað í álits- skjali Alþingis 1863 til konungs að íslenzk tunga verði við höfð í öllum bréfaskiptum milli íslendinga og stjórnarinnar. En afsvar hennar er í auglýsingu til alþingis 1865. En í 4. gr. stjómarskrárinnar sem birt er í Andvara 1874 með rækilegum hugleiðingum og athugasemdum Jóns Sigurðssonar segir að „kon- úngur veitir öll þesskonar embætti, sem hann hefir veitt híngaðtil. Breytíngu má á þessu gjöra með Iagaboði. Engan má skipa embætt- ismann á íslandi, nema hann hafí hin almennu réttindi innborinna manna, og þar á ofan hafí fært sönnur á, að hann hafi fullnægt því, sem fyrir er mælt í hinum gild- andi ákvörðunum um kunnáttu í máli landsins." Þetta er að sjálfsögðu hið merk- asta ákvæði þótt lágt fari og segir mikla sögu. M. (meira næsta sunnudag HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR 14l MAÍ 1989 ISÍÐASTA REYKJAVÍKURBRÉFI var þess minnst, að 10 ár eru liðin frá því að Margaret Thatc- her varð forsætisráðherra Breta. í umræðum á Bretlandi í tilefni af starfsafmælinu kom fram, að einmitt hinn langi tími, sem Thatcher hefur setið að völdum, er orðinn að einum hættulegasta andstæðingi henn- ar. Mörgum finnst nóg komið af svo góðu og eiga raddir um það bæði hljómgrunn innan flokks ráðherrans og hjá kjósendum almennt. Verður forvitnilegt að sjá, hvem- ig Thatcher bregst við andróðri af þessu tagi, sem á eftir að magnast er nær dreg- ur kosningum. Frá því að upp úr viðreisnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks slitnaði hér á landi 1971, sem stóð samfellt í tólf ár, höfum við ekki kynnst því í almennum stjómmálaumræðum hér, að of löng stjóm- arseta og festa í landsstjóminni verði flokkum eða stjórnmálamönnum fjötur um fót. Framsóknarflokkurinn hefur að vísu verið í ríkisstjóm nær samfellt í 18 ár en á þessum tíma hefur ekki tekist að skapa þannig aðstæður í stjórnmálum, að menn fengju sig fullsadda af stefnufestu. Þvert á móti má segja, að það sé eitt helsta ein- kenni á stefnu Framsóknarflokksins á þessu tímabili, hve oft hann hefur skipt um skoðun eða stefnu til þess eins að halda í ráðherrastóla. Einna skýrast kom þetta fram í vamarmálunum sumarið 1974, þegar flokkurinn hafði um vorið þá skoðun að semja bæri við Bandaríkjamenn um brottför varnarliðsins en um haustið stóð flokkurinn að samkomulagi við Bandaríkjamenn um framhald á dvöl varn- arliðsins. Svipað er uppi á teningnum núna varðandi lánskjaravísitölu og vaxtamál en núverandi skipan þeirra mála má rekja til laga, sem kennd em við Ólaf heitinn Jó- hannesson, forvera Steingríms Hermanns- sonar, enda var verðtrygging Ijárskuld- bindinga honum sérstakt kappsmál. Steingrímur Hermannsson er ákafasti and- stæðingur þessarar verðtryggingar. Um þessar mundir er töluverð spenna innan Atlantshafsbandalagsins vegna ólíkra viðhorfa til skammdrægra kjam- orkuflauga í Evrópu og viðræðna við Sov- étmenn um endurnýjun og fækkun þeirra. Sé unnt að benda á einn upphafsmann þessara umræðna nú er það Hans-Dietrich Genscher, sem hefur verið utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands í 15 ár og jafn- framt forystumaður flokks frjálsra demó- krata, miðjuflokksins í landinu, sem á sam- starf til hægri og vinstri, eins og Fram- sóknarflokkurinn hér, með um og innan við 10% atkvæða á bak við sig. Hafa þær raddir heyrst, hvort ekki sé næsta undar- legt, svo að ekki sé meira sagt, að smá- flokkur sem þessi og þaulsætinn utanríkis- ráðherra hans geti þannig stofnað til millirílqadeilna meðal bandamanna. Hveijar skoðanir sem við höfum á ein- stökum málum og mönnum, sem hér hafa verið nefndir, hljótum við, trú lýðræðinu, að verða að sætta okkur við áhrif þeirra og völd hafí þeir fengið þau eftir lýðræðis- legum leiðum. í þessu felst síður en svo að við afsölum okkur rétti til að beijast fyrir eigin skoðunum og reyna eftir lýðræð- islegum leiðum að koma þeim á framfæri. Við eygjum að minnsta kosti von í næstu kosningum. Hið sama verður ekki sagt um þá, sem beijast fyrir sannfæringu sinni í einræðisríkjunum austan tjalds. Nú eygja þeir að vísu von um einhveija breytingu til dæmis í Ungveijalandi og Póllandi. Ekki eru mörg ár síðan litið var til Rúm- eníu sem þess lands í Austur-Evrópu, þar sem helst væru líkur á breytingum til batnaðar, taldi Alþýðubandalagið sér það meðal annars til sérstaks gildis að hafa náið bræðraflokka-samband við Rúmeníu. Það er ekki haft í hámæli núna af skiljan- legum ástæðum. Nicolae Ceausescu, ein- ræðisherra í Rúmeníu, er dæmi um valds- mann sem valdið hefur gjörspillt, en hann varð aðalritari kommúnistaflokksins 1965 og var þá látið með hann á Vesturlöndum næstum eins og Mikhaíl Gorbatsjov núna. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. maí Bréftil Ceausescu I NYLEGU HEFTI af breska tímarit- inu Spectator birt- ist bréf frá Doina Comea, sem er bú- sett í Rúmeníu en er sjálfboðaliði í heimssamtökum Rúmena, er beijast fyrir frelsi í landi sínu. Þetta er annað bréfíð sem Doina Comea sendir Ceausescu Rúmeníuforseta og lýsir það vel ógnarástandinu í Rúmeníu. Það birtist hér í heild: Hr. forseti. Orðsendingin sem ég sendi yður að þessu sinni er skýr og ótvíræð, hörmuleg lífskjör okkar um þessar mundir krefjast þess. Ég bið yður að líta á þessa orðsend- ingu eins og ég stæði úti á götu, úti á „Frelsistorgi“ í Cluj, méð spjald í hendi og á það væri ritað: Hættið að ofsækja föður- landsvini sem hafa látið skoðanir sínar í Ijós opinberlega. Skoðanir þeirra em okkar skoðanir. Þeir eiga stuðning okkar og okkur er hlýtt til þeirra. Þér þröngvið okkur undir kæfandi stjórn sem ógnar tilveru okkar, siðferðilega og líffræðilega. Við þolum þetta ekki lengur. Þér hafið lagt í rúst ástkærar, gamlar kirkjur. Þér hafíð rofíð grafarró fyrmrn stjómenda okkar. Þér hafíð hafíst handa við að eyðileggja þorpin í landi okkar, sum þeirra em margra alda gömul. Þér gerið þetta til þess að eyðileggja lífíð í þeim. Þér hafið brotið á bak aftur viljastyrk fólksins, niðurlægt það og komið í veg fyrir að það láti í ljós réttmæta reiði yfír þjáningum sínum. Þér lítilsvirðið samvisku þess, neyðið það með þvingunum og ógnar- verkum að samþykkja lygi sem sannleika og sannleika sem lygi. Á þennan hátt neyð- ið þér það til að sætta sig við siðferðilegt skipbrot. Er nú kominn sá tími, að skáld og heim- spekingar eiga að þjást? Þarf að útskýra það fyrir einhveijum að skáld og heimspek- ingar em sál þjóðarinnar? Já, þeir em það, en ekki hin andlausa hugmynda- fræði, sem þér neyðið yfir okkur. Hvað hefði orðið um menningu okkar ef Karl I konungur hefði þaggað niður í Eminescu af því að hann var oft gagnrýn- inn á stjómina í ljóðum sínum og greinum? En Karl konungur var upplýstur konungur. Bindið enda á þessa kúgunarstefnu sem eyðileggur meira en efnahagshörmungarn- ar sem þér hafið leitt yfir okkur. Ana Blandiana, Dan Desliu, Mircea Dinescu, Andrei Plesu, þetta em skáldin okkar. Þau em heimspekingar allrar þjóðarinnar. Þau em ekki einkaeign yðar. Eins og allir sem koma auga á sannleikann og láta hann í ljós í listrænni sköpun sinni em þau í senn skapendur og veijendur tilvem okkar sem þjóðar. Að þagga niður í þeim er aðför að andagiftinni. Þér getið ekki refsað þeim, lítillækkað þau eða stöðvað listræna sköpun þeirra nema með sviksamlegri árás á sjálfar þjóð- arræturnar. Við hyllum þessi skáld. Við hyllum þessa heimspekinga. Hættið að refsa ritstjómm sem leggja starf sitt að veði og birta það sem þeir vilja vegna þess að þeir unna sannleikanum og því sem fagurt er. Hættið ofsóknum með uppblásnum ákæmm og málaferlum. Enginn trúir því að skáld stundi ólögleg viðskipti með gjald- eyri. Slík viðskipti em sérréttindi þeirra sem selja brauð, mjólk og kjöt til útlanda, og taka þannig matinn frá bömunum. Veitið þeim blaðamönnum og prenturum frelsi sem hafa unnið það eitt til saka, að þeir gátu ekki lengur búið við lygina. Við hyllum þá. Hættið að ofsækja hina fyrrum voldugu kommúnistaforingja, sem gagnrýna yður réttilega fyrir að eyðileggja efnahag og skipan þjóðfélagsins: fyrir að eyðileggja álit Rúmeníu á alþjóðavettvangi og fyrir þijóskulega framkvæmd yðar á þrúgandi og úr sér gengnum sósíalisma. Yður væri nær að taka mark á tillögum þeirra ef það mætti verða til þess að bjarga landinu úr fúamýrinni. Eitt er deginum ljósara: fólkið hafnaði sósíalisma yðar algerlega fyrir löngu. Þeg- ar árið 1977 gerðu 33.000 námuverka- menn í Jiu-dal yður þetta ljóst. Þúsundir verkamanna og almennir borgarar sögðu yður þetta afdráttarlaust í Brasov. Nokkr- ir heiðarlegir menntamenn tóku gífurlega áhættu þegar þeir sögðu yður þetta sama með því að mótmæla hver með sínum hætti (fornleifafræðingar, sagnfræðingar, arkitektar, rithöfundar og margir fleiri). Nöfn þeirra eru kunn og í heiðri höfð meðal íbúa Rúmeníu. Við förum þess á leit við yður, að þér virðið mannréttindi okkar eins og þau eru tíunduð í stjórnarskrá landins og í alþjóða- samningum sem ritað hefur verið undir af ríkisstjórn Rúmenínu. Ég vísa sérstak- lega til síðasta samningsins um þetta efni, sem var ritað undir í Vínarborg. A meðan þér eruð á lífi og á meðan okkur, fólkinu, er haldið niðri af öryggis- lögreglu yðar, Securitatea, hafið þér vald til að þagga niður í okkur og gefa heimin- um ranga mynd af því sem raunverulega er að gerast í Rúmeníu. En enginn trúir yður lengur. Og þér gétið verið þess full- vissir, að sagan mun ekki fyrirgefa yður, þegar þér ráðið engu lengur um gang hennar, sagan mun dæma yður af verkum yðar. Fyrir það sem þér hafið gert gegn þjóðmenningu okkar en ekki fyrir risavax- in og oftast ljót mannvirki úr steinsteypu, sem þér hafið látið koma í staðinn fyrir uppbyggingu andans. Dojna Cornea KJARNINN í þessu bréfi er ákall , í þágu þeirra Rúm- andaglftina ena sem leggja stund á andlega iðju, skálda og heimspekinga. Eftir að einræðisherrann hefur svipt þjóðina öllum veraldlegum Að drepa gæðum og ætlar að leggja þúsundir sveita- þorpa í rúst og rífa fólkið upp með rótum, þykir bréfritara hámarkinu náð með því að ráðist sé á þá sem hafa hugrekki til að beita andlegu þreki sínu í þágu sannleik- ans. Okkur sem búum við veraldlegar alls- nægtir hættir til að gleyma því, hve mikil- væg störf hugsjónamanna og baráttu- manna á hinu andlega sviði hafa verið til að skapa okkur þau kjör sem við njótum og eru í raun einstæð í sögu mannkyns. Þar skiptir hinn kristni trúarboðskapur miklu. Saga þessarar aldar í Evrópu sýnir okkur, að þar ríkir mest velmegun þar sem kristin trú og lýðræðislegir stjórnarhættir hafa fengið að þróast og dafna. í hinum hluta álfunnar þar sem trúariðkun hefur verið hneppt í fjötra og réttindum fólks til að að láta í ljós skoðanir sínar ýtt til hliðar ríkir stöðnun og örbirgð. Fer vel á því að minnast þess nú á hvítasunnu, stofn- degi kirkjunnar, þegar lærisveinarnir fyllt- ust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn inngaf þeim. í þessu sama hefti af Spectator birtist lesandabréf vegna þess að áður hafði í tímaritinu verið fundið að ofríki og grimmd Ceausescu. Telur sá bréfaritari sem er Breti og formaður bresks félags um rúm- ensk fræði, að ekki sé réttmætt að gagn- rýna þjóðaríeiðtoga, sem unnið hafí það afrek að borga upp allar erlendar skuldir þjóðarinnar, sé eðlilegt að slíkt afrek kosti fómir. Við höfum áhyggjur af erlendum skuld- um okkar og ekki að ástæðulausu. Von- andi tekst okkur að halda þannig á mál- um, að ekki þurfí að gripa til samskonar aðferða og í Rúmeníu til að létta þeim bagga af þjóðinni. Þótt Ceausescu verði reist minnismerki fyrir að hafa látið þjóð- ina líða, svo að unnt væri að borga allar erlendar skuldir hennar, verða þau rifín „Við höfum áhyggj- ur af erlendum skuldum okkar og ekki að ástæðu- lausu. Vonandi tekst okkur að halda þannig á mál- um, að ekki þurfi aðgrípatil sams- konar aðferða og í Rúmeníu til að létta þeim bagga af þjóð- inni. Þótt Ceauses- cu verði reist minn- ismerki fyrir að hafa látið þjóðina líða, svo að unnt væri að borga allar erlendar skuldir hennar, verðaþau rifin skömmu eftir að hann er allur. Þannig fer æði oft fyrir andlausum valdsmönnum, að steinsteypan reyn- ist endast skemur en andi þeirra sem á móti þeim börðust í nafiii sannleik- ans.“ skömmu eftir að hann er allur. Þannig fer æði oft fyrir andlausum valdsmönnum, að steinsteypan reynist endast skemur en andi þeirra sem á móti þeim börðust í nafni sannleikans. Skuldavíxla er hægt að framlengja en ekki líf þeirra sem farast í holskeflu rúmenska þjóðerniskommún- ismans. Nú á tímum peningahyggjunnar, þegar fjárhagsleg mælistika er notuð við allt gildismat í okkar ágæta landi, ættum við að minnast þess að með hana að vopni eigum við á hættu að fjarlægjast hin and- legu gildi, sem eru þó forsendan fyrir til- veru okkar sem þjóðar eins og hinna skuld- lausu Rúmena, sem nú er verið að eyði- leggja í nafni peninga- og valdahyggju. Er til að mynda réttmætt að leggja aðeins fjárhagsleg atriði til grundvallar, þegar rætt er um störf kennara og hlutverk skóla? Það er alls ekki verið að segja, að kennarar eigi að vera illa launaðir, þegar minnt er á hugsjónalegt og andlegt gildi kennara- og skólastarfs. Langvinnar deilur um kaup og kjör kennara og skortur á markvissri stefnu í skólamálum eru hins vegar að grafa siðferðilega undan kenn- arastarfinu og gera skólana að þjóðfélags- legu vandamáli. Þá valdsmenn sem nú sitja í ríkisstjóm íslands skortir því miður hæfi- leika til að geta bætt úr þessu. Sú spum- ing verður raunar sífellt áleitnari, hvort menntun æskunnar yrði ekki betri ef hún væri ekki jafnháð yfirstjórn ríkisvaldsins og nú er. Þar sem ríkisvaldið er mest er andlegum verðmætum, menntun og menn- ingu hættast eins og enn einu sinni er að sannast í Rúmeníu — og víðar. Kennara- starfið miðar að andlegri uppbyggingu. Það er því hugsjónastarf fyrst og síðast. Mikilvæg yrkja vegna þess hve akurinn er dýrmætur. Og verður er verkamaðurinn launa sinna. En hann þrífst ekki, ef hand- afl ríkisforsjár á öllu að ráða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.