Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 15
með íslenskt ríkisfang og hafa verslunarmenntun. Ef menntunar- skilyrðið er ekki uppfýllt, er hægt að sækja um undanþágu til við- skiptaráðuneytisins, og sú undan- þága er yfirleitt veitt, hafi menn einhverja aðra menntun eða geti sýnt vottorð um að þeir fái bók- haldsaðstoð. Samkvæmt nýja frumvarpinu verður sú lágmarkskrafa sett, að menn hafi skráð firma eða hlutafé- lag, áður en verslunarleyfi er veitt. Einnig geta menn ekki orðið fram- kvæmdastjórar verslunarfyrirtækja í tvö ár eftir að bú þeirra hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Keppur í sláturtíð Málaferli vegna gjaldþrotamála eru timafrek, erfíð og kostnaðar- söm. Ráða þarf endurskoðendur til að fara í gegnum margra ára bók- hald fyrirtækja, og það kostar sitt. Ef þrotabúið er ofan í kaupið eigna- laust, þá er spumingin: hver vill kosta slíka rannsókn? Kröfuhafar vita ekki hvort sú rannsókn skilar nokkru, og þá er hætt við því þeir hugsi sig tvisvar um. Af sömu ástæðu eru gjaldþrota- mál sjaldan rannsökuð með tilliti til þess hvort þar hafi verið framið refsivert athæfi. Skiptaráðendur geta óskað eftir því að ríkissaksókn- ari skoði gjaldþrotamál með þetta í huga, nýlegt dæmi er Hafskips- málið, en þær óskir koma sjaldan fram. Og það mun einnig vera erf- itt að sanna, að um einhverskonar misferli sé að ræða. Jafnvel þótt dæmi séu um, að menn hafi eytt fé fyrirtækja í eigin þágu, meðan fýrirtækin hafa haldið eftir sölu- skatti, og þannig misfarið með opin- bert vörslufé, þá hefur það opinbera ekki verið farið út í málarekstur vegna þess. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagði: „Eitt sinn sagði ónefndur og gagnmerkur innheimtumaður ríkis- tekna: hvað munar um einn kepp í sláturtíð. Það er auðvitað til þess að líta að í Reykjavík er verið að innheimta verulega háar upphæðir til ríkisins. Ein milljón í vangoldnum söluskatti hjá fyrirtæki, sem komið er í gjaldþrot og eigandinn er búinn að stofna nýtt, er keppur í slát- urtíð.“ Það mætti þó hugsa sér, að slík mál væru rekin í aðhaldsskyni, frek- ar en að ríkið hafi beina hagsmuni af hveiju máli fyrir sig. En ríkis- stofnanir eru mannfáar, og á tímum samdráttar, er spuming hvað þær vilja leggja mikið i svona málarekst- ur. Snorri Olsen, deildarstjóri í fjár- málaráðuneyti, viðurkenndi, í sam- tali við Morgunblaðið, að þessi mál væru mjög þung í vöfum og dóm- stólar hefðu ekki tekið á þeim. Hins vegar væri verið að huga að breyt- ingum á meðferð þeirra mála, þeg- ar augljóst væri að menn bæru sök að einhveiju leyti, og m.a. væri rætt um sérstakan skattadómstól í því sambandi. Gjaldþrot ekki lengur grýla Til hvaða niðurstöðu leiðir það sem hér hefur verið sagt. Það er sjálfsagt varhugavert að draga miklar ályktanir en þó virðist það vera ljóst, að viðhorf manna til gjaldþrota hefur breyst. Áður þótti það hin mesta skömm að fara með fyrirtæki á hausinn. Á meðan það viðhorf ríkti, hafa núverandi gjald- þrotalög sennilega dugað. En þessi tími er greinilega liðinn, og gjald- þrot virðast vera hætt að virka sem grýla til að allir passi ijármuni fé- laga og fyrirtækja sem þeir eru í forsvari fyrir, og gæti hófs í rekstri. Af hveiju þessi viðhorfsbreyting stafar er annað mál. Sennilega er þetta eðlileg þróun. Tíðarandinn breytist, lög úreltast og þau þarf að endumýja með tilliti til breyttra tíma. Og kannski er viðhorfsbreyt- ingin gagnvart gjaldþrotum um leið afleiðing af því að gjaldþrotalögin hafa ekki fylgt tímanum. En kannski er íslenskt efna- hags-, atvinnu- og viðskiptalíf ein- faldlega þess eðlis, að það hefur kallað á þessa viðhorfsbreytingu til | að geta þrifist. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 um atvinnurekstri þrátt fyrir að hafa áður farið í gegnum gjaldþrot. Sú spurning hlýtur þó að vakna, hvort ekki sé hægt að gera út á gjaldþrotalögin í ábataskyni og yfir- lýsingar stjómvalda benda a.m.k. til þess. Þannig hefur Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra ítrekað sagt, að menn leiki það í stómm stíl, að safna upp stómm skuldum við ríkissjóð, svo sem söluskatt- skuldum og staðgreiðsluskattskuld- um, geri fyrirtækin sín gjaldþrota en stofni ný og losni þannig við skuldirnar. Og í nýlegri yfirlýsingu forsætisráðherra vegna kjarasamn- inga segir, að ríkisstjórnin vinni að mótun almennra reglna, um veit- ingu atvinnuleyfa, til að girða fyrir misnotkun, t.d. stofnun gervifyrir- tækja til að komast hjá eðlilegum skyldum gagnvart launafólki og opinbemm gjöldum. Viðmælendur Morgunblaðsins vom ekki allir sammála þessu, og töldu að enginn færi af stað í fyrir- tækjarekstur með þann tilgang ein- an að fara á hausinn. En hins veg- ar reyndu æ fleiri að tryggja sig fyrir hugsanlegum áföllum, með því að notfæra sér göt í gjaldþrotalög- unum og fleiri lögum, og fengju við það lögfræðilega aðstoð. Sú spuming hlýtur að vakna hvort ekki þurfi að endurskoða lög og reglur um fyrirtæki og gjaldþrot í heild sinni. Markús Sigurbjömsson sagði við Morgunblaðið, að íslend- ingar byggju við heldur vanþróaða gjaldþrotalöggjöf samanborið við nágrannalöndin. Á öðrum Norður- löndum, sérstaklega í Svíþjóð, gildi strangar reglur um að hafi maður lent í gjaldþrotaskiptum, éða verið forráðamaður hlutafélags sem farið hefur i gjaldþrot, þá missi hann rétt til að gegna starfi stjórnanda í atvinnurekstri á eftir. Að því leyti sé séð við því, að menn kasti fyrir- tæki í gjaldþrotaskipti, stofni nýtt og kaupi eignir gamla félagsins. Markús sagði að uppi væm ráða- gerðir í dómsmálaráðuneytinu að semja lagafmmvarp í þessum dúr. Ragnar H. Hall sagði við Morg- unblaðið, að setja yrði skýrar og afdráttarlausar reglur um persónu- lega ábyrgð stjórnenda fyrirtækja. Hann nefndi, að í Þýskalandi giltu þær reglur, að komi það í ljós við athugun á gjaldþrota félagi, að stjórnendur þess hafi haldið áfram rekstri í 18 mánuði eftir að þeim gat verið Ijóst að skylt var að óska eftir gjaldþrotaskiptum samkvæmt lögum, þá beri sá sem stofnað hafi til ijárhagslegra skuldbindinga fyrir hönd félagsins persónulega ábyrgð á þeim, sem og öll stjórn félagsins. Víða hugað að endurskoðun laga Við athugun kom í ljós, að víða í kerfinu er verið að huga að endur- skoðun á lögum og reglugerðum um fyrirtæki og gjaldþrot, þótt það sé ekki beint með skipulögðum hætti. Til viðbótar endurskoðun gjaldþrotalaganna, sem áður er nefnd, sagði Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafi ijármálaráðherra, við Morgunblaðið, að verið væri að skoða hlutaíjárlögin, með það fyrir augum að hækka þröskuldinn fyrir fyrirtælq'astofnun. Nú er lágmarks- hlutafé 20 þúsund krónur, eins og verið hefur í 11 ár, og fjórðungur- inn á að greiðast við skráningu, en afgangurinn í síðasta lagi innan þriggja ára frá stofnun. Þá sagði Már, að einnig væri verið að endurskoða lög um ríkis- ábyrgð á launum í þá átt að setja þar ákveðið þak, svo ekki væri mögulegt að stofna fyrirtæki með 20 þúsund króna hlutafé, gerast stjórnandi og greiða sér mörg- hundruð þúsund krónur í laun, en greiða engum öðrum starfsmönnum laun. Setja síðan fyrirtækið á haus- inn eftir sex mánuði og senda launareikninginn til ríkisins. Fyrir liggur einnig frumvarp um verslunaratvinnu á vegum við- skiptaráðuneytisins, þar sem hert er á skilyrðum fyrir veitingu versl- unarleyfis. Nú er sótt um verslunar- leyfi til fógeta, og til að fá það þarf umsækjandi að vera íjárráða, Viðmælendur Morgunblaðsins sögðu, að svo virtist sem hægt yrði að gefa viðskiptalífinu ótrúlega langt nef með þessum hætti. Sagt er að ein aðalforsenda þess sé að hafa góðan talanda og vera sann- færandi. Einnig að gæta þess að standa alltaf í skilum við ákveðinn hóp viðskiptavina þrátt fyrir gjald- þrot, sem haldi þá áfram viðskiptum þótt vafasamt orð fari af viðskipta- manninum. Þetta sjá aðrir og taka áhættuna til að missa ekki af ábata- sömum viðskiptum. Þegar þetta var borið undir Árna Reynisson framkvæmdastjóra Fé- lags íslenskra stórkaupmanna við- urkenndi hann að fyrirtæki í heild- verslun væru ekki nógu varkár í viðskiptum. Þau lánuðu of mikið án þess að setja næg skilyrði um tryggingar. Því hefði félagið hug á að koma upp upplýsingastofu sem kannaði fjárhag þeirra sem óska eftir viðskiptum við innflytjendur. Einnig væri félagið að vinna að því að koma á viðskiptaábyrgðum hér innanlands á borð við þær sem eru þekktar í milliríkjaviðskiptum og hjálpa fýrirtækjum þannig að koma upp forvömum. Árni sagði þó að stórkaupmenn hefðu brugðist við stórum gjald- þrotum í matvöruverslun með því að krefjast staðgreiðsluviðskipta af þeim kaupmönnum sem héldu áfram verslunarrekstri eftir gjald- þrot. Þar væri lagt út á nýja braut í rekstri smásöluverslana sem er löngu komin á í nágrannalöndum okkar. „Smásöluverslunin notar ekki lengur heildverslunina sem banka. Hún útvegar peninga á ann- an hátt, og nýtir sér staðgreiðslu- viðskiptin með því að ná fram af- slætti á vörur og lækka heildsölu- verðið," sagði Árni. Tékkhefti leiðir til tugmilljóna skuldar Upplýsingar hafa ekki legið á lausu um það hjá bönkum hvað þeir tapa miklu árlega á gjaldþrot- um viðskiptavina sinna. Skuldir fyr- irtækja virðast ná að hlaðast upp í bönkum, án þess að nægar trygg- ingar séu fyrir hendi. Bankar hafa undanfarið stundum brugðist við þessu, gagnvart stærri fyrirtækjum sem skulda mikið, með því að setja gæslumenn inn í fyrirtækin, til að reyna að tryggja hagsmuni bank- anna. Þó er sagt, að eftirliti með af- komu fyrirtækja í bönkum, sérstak- lega minni útibúum, sé mjög ábóta- vant. Sjaldan sé kallað eftir árs- reikningum fyrirtækja, sem fara fram á fýrirgreiðslu, og þótt það sé gert sé mat á þeim tilviljana- kennt. Því fái fyrirtæki fyrir- greiðslu langt umfram það sem eðlilegt megi teljast. Einn viðmælenda Morgunblaðs- ins lýsti þessu þannig, að bankafyr- irgreiðsla gæti byijað með því, að lítið fyrirtæki fengi tékkhefti í banka. Eftir nokkurn tíma færi bankinn að taka við viðskiptavíxlum frá fyrirtækinu, og skömmu síðar væri óskað eftir yfírdráttarheimild. Þá væri farið að huga að trygg- ingum, og fyrirtækið legði kannski fram tryggingar fyrir 2-3 milljón- um. En vaxtarhraði fyrirtækja, og um leið skuldanna, væri oft ótrúleg- ur og því gæti fyrirgreiðslan í bank- anum oft verið komin upp í tugi milljóna þótt tryggingarnar væru enn þær sömu og í upphafi. Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri Landsbankans sagði um þetta, að það væri breytilegt frá banka til banka hvernig unnið væri í þessu efni. Aðalreglan væri þó að gæta þess að tryggingar félaga væru í lagi. Þær gætu verið alls- heijarveð í stórum fyrirtækjum með góða eiginfjárstöðu án þess að eign- ir væru tilgreindar sérstaklega, en ef um verulega fyrirgreiðslu í lengri tíma væri að ræða, væri yfirleitt leitað eftir fasteignaveði. Þegar Brynjólfur var spurður, hvort, og þá í hvaða tilfellum, menn gætu fengið áframhaldandi banka- fýrirgreiðslu þótt bankar hefðu áður tapað fjármunum á öðrum fyrir- tækjum sama aðila, sagði hann að þá yrðu að koma til utanaðkomandi viðbótartryggingar. Og ef um væri að ræða hlutafélag sem hefði keypt, eða leigt, rekstur annars gjaldþrota fyrirtækis, myndi varla þýða að bjóða hlutafé sem veð eða aðrar lausar eignir því þeim væri öllum þegar ráðstafað. í sumum tilfellum væri þó hugsanlegt að sveitarfélög eða jafnvel ríkissjóður sæju sér hag í því að koma að einhveiju leyti inn í dæmið með ábyrgðum. Gert út á gjaldþrot? Það er ljóst af framansögðu, að menn geta á fullkomlega löglegan hátt haldið áfram sama, eða svipuð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.