Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 25 ATVIN NUAUGIYSINGAR Kranamaður Vantar nú þegar kranamann á byggingar- krana. Góður aðbúnaður á vinnustað. Upplýsingar í símum 84542 og 685583 frá kl. 9.00-17.00 virka daga. <£PSteintak hf VERKTAKI BÍLDSHÖFÐA 16, 112 REYKJAVÍK Framtíðarstörf Við leitum að góðu fólki í eftirtalin framtíðarstörf hjá opinberum aðilum: Símavörður í almenna símasvörun ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Ritari í ritvinnslu og önnur almenn skrifstofustörf. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Magnús- dóttir fyrir hádegi næstu daga. RÁElGAraXJR RÁÐNINGAMIÐLUN NÓATÚNl I7,105 REYKJAVÍK.SÍMI (91)686688 Matreiðslumaður óskast Olafsvík Umboðsmann vantar til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar í síma 91-83033. Siglufjörður Blaðbera vantar í miðbæ Siglufjarðar. Upplýsingar í síma 96-71489. Kennarar Kennara vantar að Ketilsstaðaskóla í Mýrdal. Sveigjanlegt skólastarf - spennandi kennsla. Húsnæði: Einbýlishús. Upplýsingar veita Kolbrún Hjörleifsdóttir, skólastjóri, í símum 98-71286 og 98-71287 og Guðmundur Elíasson, formaður skóla- nefndar, í síma 98-71230. Trésmiðir óskast Patreksfjörður Umboðsmann vantar til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar í síma 91-83033. Trésmiðir Viljum ráða trésmiði til starfa á Reykjavíkur- svæðinu. Upplýsingar í síma 622700 á skrifstofutíma. ÍSTAK Húsvarðarstarf Húsvörð (einstakling/hjón) vantar í hús aldr- aðra á Hjallabraut 33, Hafnarfirði. 40% starf fyrst um sinn. Æskilegt er að umsækjendur hafi iðn-/hæfnimenntun og/eða kunnáttu í umönnun aldraðra. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf í júní-júlí nk. Umsóknir berist til Einars Inga á félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 fyrir 22. maí nk. en hann veitir jafnframt nánari upplýsingar. Stjórn húsfélagsins, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Hótel Bjarkarlundur óskar að ráða mat- reiðslumann í sumar. Þarf að geta unnið sjálf- stætt. Mikil vinna. Góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar í síma 93-47736 eða 93-47786. Tæknifræðingur - mælingamaður Tæknifræðingur eða maður vanur mælingum og stjórnun óskast til starfa í nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar um aldur menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. maí merktar: „T - 2389“. Byggingatækni- fræðingur óskar eftir áhugaverðu og vel launuðu starfi. Tveggja ára starfsreynsla á stofu auk reynslu í vega- og gatnagerð. Önnur ólík störf koma til greina. Tilboð merkt: „A - 9991 “ sendist auglýsinga- deild Mbl. Vörukynning Líflegt og öðruvísi starf Traust heildsölufyrirtæki sem vinnur að markaðssetningu þekktra erlendra matvara hér á landi, leitar að 4-5 einstaklingum til að annast kynningu þeirra í helstu matvöru- verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Vinnutími fimmtudaga og föstudaga eftir hádegi. Laust strax. Nánari upplýsingarveitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjönustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktum: „Vörukynning - 166“. Hagvangur h f Grensásvegi 13 Reykjavík | Sími83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Vantar nú þegar þrjá til fjóra smiði í uppslátt á 10 raðhúsum í Kópavogi. Upplýsingar veita: Trésmiðjan Askur, sími40415, heimasímar 40367 og 41279. Gjaldkeri Stórt fyrirtæki óskar að ráða nú þegar gjaid- kera. Viðkomandi þarf að hafa góða bókhalds- þekkingu og vera vanur gjaldkerastörfum. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 17. maí merktar: „B - 2984“. Norræni genbankinn - deildarstjóri Staða deildarstjóra við NGB er laus til um- sóknar. Deildarstjórinn er ábyrgur fyrir söfn- un erfðaefnis, varðveislu þess og dreifingu og að skipuleggja „inn situ“ varðveislu sér- stæðra plöntusamfélaga með verndun verð- mætra gróðurlenda í samráði við genbanka- nefndir á Norðurlöndum. Norræni genbankinn er ein af stofnunum Ráðherranefndar Norðurlanda með aðsetur á Skáni í Svíþjóð. Hlutverk genbankans er að varðveita erfðabreytileika nytjaplantna í norrænni jarðrækt og garðrækt. Norræni genbankinn sér einnig um skráningu erfða- efnis, þjónustu við plöntu, kynbótamenn og aðra sem vinna að plönturannsóknum. Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun á sviði líffræði með aðaláherslu á landbúnað, grasafræði eða erfðafræði. Doktorspróf og reynsla af plöntukynbótum eða öðrum plönturannsóknum er æskileg. Staðan er veitt til fjögurra ára og er mögu- leiki á framlengingu. Laun eru á bilinu 15.000-22.500 sænskar krónur á mánuði. Að auki fá útlendingar staðaruppbót sem nemur 2.000-4.000 sænskum krónum á mánuði eftir fjölskylduaðstæðum. Nánari upplýsingar um starfið veita Ebbe Kjellquist, forstjóri genbankans, sími +40 - 41 50 00, og Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, sími 82230. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Nordiska Genbanken, Box 41, S-230 53 Alnarp, fyrir 15. júní nk. Skrifstofustarf Óskum að ráða nú þegar í starf við síma- vörslu og vélritun. Nánari upplýsingar á skrifstofu Vb., Suður- landsbraut 30. Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík. Járniðnaðarmaður Vanan járniðnaðarmann vantar strax til starfa! Upplýsingar um starfið eru veittar hjá verk- stjóra á járnsmíðaverkstæði OLÍS, virka daga, í síma 689800. Garðyrkjá Óskum að ráða garðyrkjumenn til starfa nú þegar. Mikil vinna. Garðaval hf. Skrúðgarðaþjónusta. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. maí nk. merkt „ G-660". Snyrtifræðingur (156) Þekkt heildverslun leitar að snyrtifræðingi, sem hefur löngun og getu til að takast á hendur ögrandi sölustarf á þekktum með- ferðarvörum sem á að markaðssetja hér á landi. Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Við leitum að snyrtifræðingi sem hefur góða framkomu, söluhæfni, löngun til að starfa sjálfstætt og er eldri en 25 ára. Framtíðar- starf. Nánari upplýsingarveitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Snyrtifræðingur - 156“ Hagvangur hf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.