Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27.' MAÍ 1989
9
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu
mig meÖ heimsóknum, gjöfum, skeytum og
blómum á sjötugs afmœli mínu 19. maí sl.
Kcer kveðja.
Þorsteinn Magnússon,
Byggðavegi 92,
Akureyri.
KOPAVOGSVOLLUR
2. deild
BREIÐABLIK - LEIFTUR
BYKO
ídag
kl. 14
frá Ólafsfirði
RAFORKAN
þarf ekki
aðvera
staðbundin
EX1000 rafstööin frá HONDA
er hentug fyrir sumarbústaði,
hjólhýsi, báta og handverk-
færi. Hún gefur frá sér bæði
220V og 12V straum.
Handhæg, nett, hljóðlát og
auðveld í notkun.
HOIMDA
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
RmmHjdoguí 25. mol 1989 93. ttlutotað 54. ðtpo 1
Hnin hjá ferðaskrifstnfum
Slefnirí20% -25% sarruíráa íutanUtndsferOum íslendinga miöað við síðuslu ár. ÁsUrðan mun n
aupmáttur almennings. Á móli veröa erlendirferðamenn aldreifleiri. Ferðaskrifslofumfjölgaöi ui
á síðustufjórum árum úr23 i33. Bjóða sólarlandaferðir á vildarkjörum
Brýnast að auka
þjóðartekjurnar
Það er meginniðurstaða í „Agripi úr þjóð-
arbúskapnum", að brýnasta verkefni fs-
lendinga sé að „treysta undirstöður at-
vinnulífsins", efla verðmætasköpun,
auka þjóðartekjurnar, skiptahlutinn.
Staksteinar staldra við það efni sem og
frétt Þjóðviljans um „hrun hjá ferðaskrif-
stofum" vegna „mun minni kaupmáttar
almennings" o.fl.
Undir vinstri
stjórn
Það hefur verið stolt
Islendinga um langan
aldur að tekizt heftir að
tryggja atvinnuöryggi í
landinu, með örfáum
stað- og tímabundnum
undantekningum. Þetta
hefiir illa breytzt hin
síðari misserin. Skráðir
atvinnuleysisdagar sam-
svara því að um 2.500-
3.000 einstaklingar gangi
atvinnulausir. Astæða:
versnandi rekstrarstaða
undirstöðugreina með
tilheyrandi fyrirtækja-
dauða.
Lífskjör, sem iandinn
hefiir tamið sér, byggð-
ust að hluta til á löngum
vinnudegi, þ.e. yfirvinnu
fólks. Hagræðing og að-
hald í rekstri fyrirtækja
og stofhana, sem „krepp-
an“ kallar á, hafa þrengt
verulega að þessari „bú-
bót“ launamannsins.
Samhliða því sem krónan
hefúr skroppið saman að
kaupmætti hafa heildar-
tekjur einstaklinganna
skerzt að þessu leyti.
Opinber skattheimta —
bæði tekjuskattar og
eyðsluskattar [þ.e. skatt-
heimta í verði vöru og
þjónustu] — hefúr hækk-
að mjög. Þannig tekur
hið opinberra til sín
stærri og stærri hlut
þjóðartekna og skilur
' minna og minna eftir til
skipta milli almennings
og atvinnuvega.
Ytri aðstæður segja að
sjálfsögðu til sín í lífekjör-
um þjóðar. En það er
engin tilvifiun að afkomu-
lægð er „fastur fylgifisk-
ur“ vinstri ríkisstjóma.
Fastir liðir
eins og venju-
iega
Fimm dálka forsíðu-
frétt í Þjóðviljanum:
„Hrun þjá ferðaskrifetof-
um“. Undirfyrirsögn:
„Astæðan mun minni
kaupmáttur".
„Hrunið þjá ferðaskrif-
stofúnum" er aðeins eitt
dæmi af mörgum hlið-
stæðum, sem sýnast
fastir fylgifiskar vinstri
stjónm — fyrr og síðar
Ný þjóðhagsspá fyrir
árið 1989 spannar heild-
armyndina. í frétt Morg-
unblaðsins af spánni seg-
ir m.a.:
„Helztu niðurstöður
eru þessar: spáð er 1,5%
minnkun landsfram-
leiðslu frá síðasta ári og
að landsframleiðslan
muni samtals dragast
saman um 3% á þessu og
síðasta ári . . . Þvi er
Vjóst að eitt brýnasta
verkefiiið framundan er
að auka framleiðsluna,
ef takast á að viðhalda
sambærilegum lífskjör-
um hér á landi og meðal
þeirra þjóða sem fremst-
ar standa."
Staksteinar staðhæfa
að slíkt gerist ekki nema
atvinnulifinu séu búin
önnur og betri starfeskil-
yrði en felast í núverandi
stjórnarstefiiu.
Enn segir í frétt af
þjóðhagsspánni:
„Spáð er 21% verð-
bólgu frá upphafi til loka
ársins á mælikvarða
framfærsluvisitölu.
Kaupmáttur atvinnu-
tekna á mann gæti orðið
6-7% minni en hann var
í fyrra . . . Samkvæmt
því yrði kaupmátturinn
10% lakari en 1987 . . .
Atvinnuhorfiir eru ó]jós-
ar . . . Þjóðhagsstofnun
spáir því að atvinnuleysi
verði um 1,5% af vinnu-
afli . . .“
Komið aftan
aðASÍ
Alþýðublaðið hefúr eft-
ir Pétri Sigurðssyni, for-
seta Alþýðusambands
Vestfjarða:
„Pétur segir að ríkis-
stjórnin hafi í raun komið
aftan að Alþýðusamband-
inu, sem er nú með
bundna samninga út árið.
„Við sem vorum taldir í
uppreisnarhóp, Qór-
menningarnir innan
Verkamannasambands-
ins, vildum gera samn-
inga tíl lengri tima, alveg
1 eins og BHMR hefiir
núna gert. Eg held að
næsta skrefið hjá al-
mennu verkalýðsfélögun-
um hljóti að vera að gera
samninga til 5 ára. Slíkur
samningur þarf ekki að
vera margir bókstafir.
Það væri nóg að hafa í
honum, að kaup og kjör
hjá almennu verkafólki
hækki í samræmi við það
sem BHMR kemur til
með að næla sér í vegna
viðmiðunar við fijálsa
markaðinn . . .
Eg er ipjög ósáttur við
framvindu mála. Við
töldum að við værum að
taka mið af þjóðfélags-
ástandinu, efnahags-
ástandinu. Okkar fólk
reiknaði ekki með að ein-
hveijir aðrir hópar tælgu
miklu stærri sneið af kök-
unni. En svo virðist sem
þeir sem alls ekki hafa
bakað kökuna ætli sér
að éta hana.“
Skattaflóran
Rikisstjórnin er ekki
aðgerðarlaus, enda erfið-
ir tímar sem stundum
áður. Hemiar vorverk
eru á fólkvangi skatt-
heimtunnar.
I eina tíð vóru „nef-
skattar" svonefiidir felld-
ir inn í staðgreiðslu og
hlutfall hennar hækkað
sem þeim nam. Nú skal
taka einn þeirra, sérskatt
í framkvæmdasjóð aldr-
aðra, upp aftur, kr. 2.500
á hvert nef, eldra en sext-
án vetra, án þess að
lækka tekjuskattinn sam-
svarandi. Og að sjálf-
sögðu á bróðurpartur
„sérskattsins" að renna
beint í ríkissjóð, fram hjá
framkvæmdasjóði aldr-
aðra.
Þá virðist efet á baugi
hjá skattmeistara ríkis-
stjómarimiar að hækka
eina ferðina enn svokall-
að benzíngjald, endar
spanna ríkisskattar ekki
nema 70% í benzínverð-
inu! Frumlegheitin em
söm við sig.
TVÍ
Háskólanám í kerfisfræði
- •• in 1989
Innritun í kerfisfræðinám á haustönn 1989 í Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands fer fram á skrifstofu skólans dagana 22.-31. maí kl. 8.00-16.00. Markmið námsins er að útskrifa kerfisfræðinga sem geta unnið við öll stig hugbúnaðargerð- ar, skipulagt og séð um tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og annast kennslu og þjálfun starfsfólks. Hægt er að hefja nám í janúar og september. Stúdentar af hagfræðibraut Ijúka námi á þrem- ur önnum en aðrir stúdentar geta þurft að sækja tíma í fornámi við öldungadeild. Áhersla er lögð á að fá til náms fólk sem í dag starfar við tölvuvinnslu og í tölvudeildum fyrirtækja, auk nýstúdenta. Nemendur sem vilja halda áfram að vinna hluta úr degi jafnframt námi þurfa að
ræða við kennslustjóra um möguleika á því.
Eftirtaldar námsgreinar eru kenndar:
Fornám: Fyrsta önn:
Bókfærsla Vélamál
Rekstrarhagfræði Forritahönnun
Tölvufræði Pascal-forritun
Stærðfræði Kerfisgreining og -hönnun
Vélritun Stýrikerfi Verkefni
Önnur önn: Þriðja önn:
AS/400-umhverfið Lokaverkefni
Gluggakerfi Hugbúnaðargerð
Gagnasafnsfræði Málþing
Cobol-forritun Stutt námskeið í ýmsum greinum svo sem:
Gagnaskipan Tölvufjarskipti, forritunarmálið ADA,
Málþing hlutbundin forritun, þekkingarkerfi,
Verkefni UNIX-stýrikerfið og kennslufræði.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verslunarskólans,
Ofanleiti 1. Kennslustjórinn verður til viðtals á skrifstofu skólans
meðan á innritun stendur og í síma 688400.
TÖLVUHÁSKÓLI V.Í.