Morgunblaðið - 27.05.1989, Qupperneq 10
I
ÍO
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAl 1989
ALLIR í KOLAPORTIÐ! 1
í DAG KL.10-16
Frábær kaup og
góð fjölskylduskemmtun.
Barnatívolí og ýmsar
skemmtilegar uppákomur.
Hlustið á
Útvarp Kolaport
á FM 106,8!
(Milli kl. 10-15)
KOLA PORTIO
Mar=tKaÐStO£‘T
... undir seðlabunkanum.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 488. þáttur
Að vera dolfallinn merkir að
verða steinhissa, þar sem stein
er áhersluforskeyti eins og í stein-
búinn og steinóður.
Dol er hins vegar ekki áherslu-
forskeyti, heldur er líking fóigin
í samsetningunni dolfallinn. Dol
er slappleiki, að dolsa er að dunda
eða slæpast.
Nóg er af sambærilegum orðum
í skyldum málum: Norsk máll.
dolma = lægja (um vind), sama
orð í sæ. máll. = liggja í móki;
frísn. dulmen = syfja; í ýmsum
norrænum máll. dolsa = dratt-
ast áfram. í íslensku má svo nefna
náskyld orð eins og dul, dula,
duld og lýsingarorðið dylminn
=hugsunarlaus, léttúðugur; und-
anbragðasamur, sá sem leitast við
að fela. Dolfallinn hefur uppruna-
lega merkt fallinn í dofa eða mók.
Síðan hafa menn lýst áhrifum
mikillar undrunar sinnar með
þessu líkingamáli.
★
Orðið metfé merkti upphaflega
það sem svo var verðmætt, að
ekki var á því fast verðlag, heldur
varð að meta það til §ár hverju
sinni. Mjög oft er þetta orð haft
um góða gripi, einkum lifandi
pening. Framúrskarandi góður
stóðhestur er metfé, kyngott naut,
svo og frábær mjólkurkýr. Hins
vegar fínnst mér hæpið að fara
með orðið metfé yfir merkinguna
hærri upphæð en áður hefur
þekkst í einhvetju sambandi. Mér
fínnst hæpið það fréttamál að
segja að hestur hafí verið seldur
fyrir metfé, í merkingunni methá
upphæð.
Þá finnst mér einnig alveg á
takmörkunum, þegar talað er um
menn sem „stunda æðarvarp" eða
„framleiði grásleppuhrogn". Enda
þótt til muni vera Félag grá-
sleppuhrognaframleiðenda, hygg
ég að grásleppan sjálf „framleiði“
hrognin.
Oþarflega oft segja stjórn-
málamenn að ýmislegt sé „í pípun-
um“. Einkum er þeim tamt að
taka svo til orða, þegar eitt og
annað hefur ekki fengið eðlilegan
gang eða framrás, heldur verið
stöðvað með einhveiju valdboði.
Eins og nærri má geta, er þetta
þegið úr ensku: „In the pipeline".
Hins vegar veit ég ekki ennþá
hvaðan það er eða hvenær til orð-
ið, þegar menn, sem eitthvað þykj-
ast eiga undir sér, stagast á því
sýknt og heilagt að þetta eða hitt
hafi ekki komið „inn á þeirra
borð“. Mönnum barst ýmislegt
áður fýrr eða barst ekki. Þá hef
ég vanist því, og þekki ekki ann-
að, fyrr en úr fréttum nýlega, að
blindað sé úti, en ekki „blint“,
þegar snjór liggur yfir öllu, þann-
ig að erfitt er að átta sig, svo að
notuð sé skilgreining Orðabókar
Menningarsjóðs.
★
Alkunna er að ýmsir hafa lagt
sig eftir að þýða úrvalskveðskap
íslenskan á helstu tungur heims-
ins, og verða hér tekin örfá dæmi:
Fjallaskauða foringinn,
fantur nauðagrófur.
Er nú dauður afi minn
Oddur sauðaþjófur.
Bjærges-Jöde fórer rar,
fanten röd med kniven.
Er nu död min bedstefar
Odd den söde-tyven.
Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
sækja bæði sykur og brauð,
sitt af hvoru tagi.
My grandfather went on Red
south to city
to buy sugar and bread
fifty fifty.
Og á þýsku:
Opa mein ritt auf dem Rot,
Richtung náchstes Stádchen;
holte Wein und Honigbrot
Hellesbier und Mádchen.
Og helgarvísan efnisríka, sem
birtist í næstsíðasta þætti, hefur
jafnvel verið færð til þýskrar
tungu:
Ein er vika á enda nú,
ýtar mega það reyna.
Aftur kemur önnur sú,
ekki er því að leyna.
Ein’ ist Woch’ zu Ende noch,
alle wissen's Leute.
Eine wieder aber doch
obwohl kommt, nicht heute.
Og þá er hér kafli úr frétta-
bréfí frá Vilfríði vestan. Hún
kvað:
Þó Stefán sé erfingi að Æreyjum,
er hann auðmýktin sanna og slær ei um
sig. Á þó villu
og vill gera út trillu
á vertíð frá Þórshöfn í Færeyjum.
★
Af baksíðu Dags 19. þessa
mánaðar:
1. „Hollustuvemd ríkisins gaf
grænt ljós á innflutta smjörlíkið."
2. „Fiskveiðisjóður gefur loks
grænt ljós á lánveitinguna."
3. „Loksins grænt Ijós á slátr-
un.“
Þetta þykir umsjónarmanni
meira en nóg í senn, enda þótt
gott geti verið að menn temji sér
líkingamál í hófí, og „allt sé það
vænt sem vel er grænt“.
★
Auk þess legg égtil að nemend-
ur, sem hverfa úr skóla eftir loka-
áfanga, nefnist burtfarendur, en
ekki til dæmis „útskriftarefni",
eins og heyrst hefur og sést í.
kjaradeilunni löngu.
Su ma rbústaða lóði r
Vel skipulagt eignalóðasvæði með frábærum frágangi
samanber neðantalið:
• Landið er afgirt, rörahlið fylgir.
• Tvöfalt skjólbelti fylgir meðfram girðingu.
• Vegir eru lagðir um allt hverfið, 3 bílastæði verða fyrir hverja lóð.
0 Tvöfalt frárennsliskerfi verður lagt að hverri lóð og sameiginleg rotþró byggð.
0 Kalt vatn verður lagt 1 metra inn í hverja lóð.
0 Sameiginlegt svæði fylgir innan lóðamarka.
Hitaveitu er hægt að fá lagða að hverfinu nú í sumar
og er afnotagjald um ókomin ár innifalið í stofngjaldi.
Landið er þurrt og grjótlaust og hentar því sérlega vel til skógræktar.
Stærð lóða er ca. 5000-7000 fm.
Afhending:
Öllum framkvæmdum verður lokið í sumar.
Hægt er að fá lóðir afhentar ca. í júlí.
Greiðslukjör - Verð:
Verð er sérlega hagstætt og greiðslum má skipta
að einhverju leyti á eitt til tvö ár eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 98-64418 frá kl. 16-20 daglega.
Til sýnis laugardag og sunnudag frá kl. 14-18.
Kannt þú nýja símanúmerið?^ /3x67
Steindór Sendibílar XJmmm
Látinna
alnæmis-
sjúklinga
minnst
Minningarguðsþjónusta um
látna alnæmissjúklinga verður
haldin í Langholtskirlgu næst-
komandi sunnudag kl. 11.00.
Prestur er séra Sigurður Haukur
Guðjónsson, en séra Jón Bjarman
sjúkrahúsprestur predikar.
Minningarguðsþjónustan er
haldin í tilefni af alþjóðlegum
minningardegi um þá sem látist
hafa af völdum alnæmis og er
þetta í fyrsta skipti sem íslend-
ingar taka þátt í honum.
Að sögn séra Jóns Bjarman er
þetta sjötta árið sem alþjóðlegi
minningardagurinn er haldinn.
Hann var fyrst haldinn í San Frans-
isco í Bandaríkjunum en nú er
þeirra, sem látist hafa af völdum
alnæmis, minnst víða um heim
þennan dag. Haldnar eru guðs-
þjónustur, minningarathafnir eða
göngur í tilefni af deginum. Sam-
eiginlegt tákn þessara samkoma er
logandi kerti.
Minningarguðsþjónustan í Lang-
holtskirkju á sunnudaginn er haldin
að frumkvæði Samtaka áhugafólks
um alnæmisvandann og Samtak-
anna ’78. Að sögn séra Jóns Bjar-
man er tilgangurinn með minning-
ardeginum, að veita þeim sem smit-
ast hafa af alnæmi og aðstandend-
um þeirra stuðning, auk þess að
minnast þeirra, sem látist hafa af
sjúkdómnum.