Morgunblaðið - 27.05.1989, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAI 1989
Myndskreytingar Ilon
Wikland í Norræna húsinu
________Myndlist_____________
Einar Hákonarson
í sýningarsölum Norræna húss-
ins eru nú til sýnis myndskreyting-
ar sænsku listakonunnar Ilon Wik-
land, en hún er fædd og uppalin í
Eistlandi og kom sem flóttamaður
til Svíþjóðar 1944. Ilon Wikland er
orðin heimsþekkt fyrir myndskreyt-
ingar við barnabækur og sérstak-
lega hefur samvinna hennar og hins
þekkta barnabókahöfundar Astrid
Lindgren orðið fræg um víða ver-
öld. Fjölprentun bóka þeirra hefur
átt drýgstan þátt í hve bækumar
hafa farið víða og verið góður boð-
beri sænskrar menningar og
þjóðlífs.
Þessi sýning er vissulega fagnað-
arefni öllum, sem unna fallegum
barnabókum og í raun stórviðburð-
ur og ætti að virka sem hvatning
öllum þeim sem vilja vanda útgáfu
bamabóka.
En vel gerðar bamabækur em
vissulega jafn áhugaverðar full-
orðnu fólki sem og bömum.
Teikningamar bera með sér
sterka tilfinningu fýrir viðfangsefni
og hinn innilegi stíll Iion Wikland
þar sem hvert atriði er á sínum
stað nær að samlagast textanum
óaðfinnanlega.
í skemmtilegum formála að sýn-
ingunni ritar forstöðumaður Mill-
es-safnsins Staffan Carlén um Ilon
Wikland og teikningar hennar við
sögur Astrid Lindgren. „Ilon Wik-
land kom sem flóttamaður frá Eist-
landi og ef til vill er það eistneskur
uppmni hennar sem hefur valdið
því að í myndum sínum dregur hún
fram smáatriðin í sögum Astrid
Lindgren, sem oft em svo sérlega
sænskar.
Ilon fór að teikna í langri legu á
sjúkrahúsi og frænka hennar, sem
var listamaður, sýndi Akke Kumlin
nokkrar teikningar hennar. Hann
varð stórhrifínn og kom því í kring
að Ilon gat hafið nám í skóla þar
sem kennd var bókamyndaskreyt-
ing og auglýsingagerð. Samstarf
Ilonar og Astridar Lindgren hófst
1954. Ilon var „staurblönk" og
þurfti peninga.
Hún tók teikningar sem hún
hafði gert á listaskólanum og fór
að finna Lindgren útgáfustjóra sem
sá um bamabækur hjá Rabén og
Sjögren. Astrid Lindgren hafði þá
rétt Iokið við Elsku Míó minn og
vantaði teiknara. Henni leist geysi-
vel á teikningar Ilonar og upp úr
því fóm þær að starfa saman. Síðan
hefur Ilon myndskreytt næstum
allar bækur Astridar Lindgren
nema bækumar um Emil, Rasmus
og Línu langsokk. Henni þykir það
stórkostlegt að teikna myndir í
bækur Astridar Lindgren og segir:
„Astrid skrifar þannig að ég að
minnsta kosti sé sífellt myndir fýrir
hugskotssjónum mér. Það er gríðar-
leg hjálp fyrir teiknarann að fá síkar
sögur.“
Fyrirmyndirnar að persónum
sínum fínnur Ilon oftast í næsta
nágrénni. Yngsta dóttir hennar
Anna, var fýrirmyndin að Lottu í
Víst kann Lotta að hjóla. En
Kalli á þakinu vafðist fyrir henni.
Hún gat ekki sýnt hann á mynd
eins og hann birtist í textanum. Svo
var hún eitt sinn á ferðalagi í París
og gekk þar um gamlan kjötmark-
aðinn. Þá sá hún allt í einu mann
í köflóttri skyrtu og smiðsbuxum
með uppstætt hárstrý yfir stráks-
legu andliti.
Því má segja að Kalli sé Frans-
maður.
Þegar Ilon teiknar myndir sínar
er það fmmatriði hjá henni að lifa
sig inn í persónur sínar. Hún finnur
til Og sér eins og þær. Það er heill-
andi að skoða þroska Ilonar frá
myndunum í Elsku Míó mínum til
myndanna í Skinna Skerping. í
Elsku Míó mínum hefur hún ein-
beitt sér að mannamyndunum og
skapað umhverfí sem er næsta óháð
tíma og rúmi, þetta gerir hún oft-
ast með fíngerðum línum. í Bróður
Endurskin úr norðri
Tónlist
Jón Asgeirsson
Um þrjátíu ára skeið bjó Jón
Leifs í Þýskalandi og hafði bæði
notið þeirrar menntunar í tónlist,
sem einkenndi allt tónlistarlíf
Evrópu og allan tímann verið þátt-
takandi í þeim umbrotum á sviði
listsköpunar er síðar blómstruðu
í nýsköpun listar eftir seinni
heimsstyijöldina. í listsköpun
sinni hafnaði hann öllum fræðileg-
um og menningarlegum gildum
Evrópu og sneri sjónum sínum að
menningarerfð, sem bæði var
heiðin og fomeskjuleg, og ekki
var með nokkm móti hægt að
aðhæfa margra alda fagurfræði-
legri ögun og tónfræðilegri þekk-
ingu tónlistarmanna. Þessu mark-
miði fylgdi Jón Leifs og reyndi
aldrei þá sátt að aðhæfa þessi
fomu gildi hefðbundinni tónfræði,
er olli því að margir þeir, sem
höfðu aflað sér hefðbundinnar
kunnáttu, töldu verk hans sér-
viskuleg og jafnvel ófagmannlega
unnin.
Nú em spádómar Jóns Leifs
að rætast, enda fækkar þeim er
enn muna stormsveipi þá er stóðu
af þessum kraftmikla persónu-
leika og við taka þeir sem aðeins
geta kynnst tónverkum hans og
það fólk mun segja sögu Jóns
Leifs, sögu spámanns, er sá þar
bál brenna og boðun nýs tíma,
sem fyrir öðmm var albmnnin,
koluð og gleymd fortíð.
Flutt vom sex verk eftir Jón
og það var snillingurinn Zukofsky
sem stjómaði tónleikunum. Stjóm
hans var stórkostleg, því honum
tókst að gera flutninginn áhrifa-
ríkan og skáldlegan og draga
bæði fram þau sérkennilegu blæ-
brigði hljómskipta og þungan
hryn, sem á stundum nær því að
minna á þverhnípt standberg.
Hljómsveitin, sem fylgdi meist-
ara sínum og Karlakór Reylqavík-
ur, sem hefði þurft að vera tvö-
falt ijölmennari, áttu þama hlut
að menningarviðburði, sem mun
ekki ólíklega marka tímamót í
íslenskri tónlistarsögu.
Oft hefur efnisskrá tónleika
gefið tilefni til aðfinnslu en aldrei
sem nú.Það lýsir meiri háttar
menningarfátækt að ekki er ijall-
að sérlega um tónverkin, né held-
Jón Leifs
ur vitnað til þess sem tónskáldið
sagði um gerð verka sinna. í stað
þess getur aðeins að lesa þar berg-
málað (þýtt) efni eftir einhvem
sænskan tónlistargagnrýnanda,
sem vel hefði sómt til viðbótar við
faglega umijöllun á viðfangsefn-
um tónleikanna. Þama var, væg-
ast sagt, illa að verki staðið.
í verkinu Landsýn er, til að
nefna dæmi, ekki minnst á texta-
höfund, né heldur nokkuð um til-
urð tónverksins. Til er hástemmd
frásögn höfundar, að hugmyndina
hafi hann fengið er hann kom
heim til Islands 1945 og sá landið
rísa úr sæ í morgunskímunni.
Þama falla í eina mynd fomar
frásagnir um landsýn, kvæðið og
hughrif þau er Jón lýsir með tón-
list sinni.
Öll verkin; Endurskin úr norðri,
Þijár myndir, Landsýn, Geysir,
Hekla og Fine II em meira en
frásagnir í tónum. Þar er ekki
síður um að ræða persónulega
upplifun og skáldsýn listamanns-
ins og slíkar frásagnir geta haft
þýðingu fyrir hlustandann, miklu
fremur en fræðiiegar útlistanir.
Undirritaðar hefur haldið því
fram að flytja eigi sum verka
Jóns nokkuð hraðar en upp er
gefið og það gerði Zukofsky í
nokkmm tilfellum, miðað við það
sem áður hefur tíðkast hér á
landi, t.d. í miðþætti „Þriggja
mynda“, sem var einkar skemmti-
lega fluttur. í „Geysi“ og „Heklu"
Paul Zukofsky
leikur Jón með upplifun sína af
nærvem sinni bæði við Geysi og
Heklu. Til em frásagnir um, að
mönnum hafi þótt nóg um, hversu
tónskáldið hætti sér nærri spú-
andi eldfjallinu og víst er, að hann
nær því að túlka þennan háska á
yfirþyrmandi hátt. Fine II er eins
konar andlátsorð listamannsins,
þar sem hann kveður án þess að
æðrast, án sorgar en í einlægri
trú á að listin sé Guðamál og í
túlkun þess máls hafí hann verið
allur þar sem hann var séður.
Þessir tónleikar vom mikill
listaviðburður, flutningurinn mjög
góður og á Zukofsky þar stóran
hlut að máli, bæði með nákvæmni
í vinnubrögðum og sterkri tilfinn-
ingu fyrir sérkennum tónlistar
Jóns Leifs, eins og með því að
láta strengina leika „non vibrato“,
svo að nú vom tónleikagestir í
raun að heyra verk hans í fyrsta
sinn. Þetta gefur fyrirheit um að
gert verði átak til að flytja öll
verk Jóns Leifs og Zukofsky feng-
inn til að vinna það verk.
Vonandi er að íslenskir tónlist-
armenn þurfi ekki í framtíðinni
að láta erlenda sérfræðinga segja
sér til um ágæti Jóns Leifs, held-
ur kunna þar manna best um að
gera, sem varðar flutning og túlk-
un á þessari stórkostlegu og sér-
kennilegu tónlist. Með því móti
er ekki aðeins verið að minnast
góðs listamanns, heldur einfald-
lega að vera íslendingur.
------------—- -‘•f.fa.-.I-----------
Úr bókinni Bróðir minn Ljónshjarta, teikning eftir Ilon Wikland.
mínum Ljónshjarta er dramatísk
víðátta í landslagsmyndunum og
þar er þróttur sem kemur að fullu
til skila í Ronju ræningjadóttur.
í bókunum um Ólátagarð og
SaJtkrákuna sjáum við eins konar
sælureit þar sem börnin era kát og
glöð og yfir hvílir friður jafnt í
borg sem í sveit.
Það sem einkennir allar myndir
Ilonar er alvaran gagnvart við-
fangsefninu. Hún lætur aldrei kylfu
ráða kasti.
íslenskir bókaútgefendur leggja
oft lítið upp úr góðum myndskreyt-
ingum í bækur. Af og til koma þó
út myndskreyttar bækur, en afar
misjafnar að gæðum. Hið ritaða og
talaða orð virðist eiga sér miklu
dýpri rætur í okkur, en myndræn
tjáning. Þar kemur sennilega til hve
myndlistin em ung listgrein á ís-
landi.
Oft finnst manni að frændur
okkar á Norðurlöndum séu að ná
frá okkur fornsögunum, vegna þess
hve duglegir þeir em að gefa út
sögurnar myndskreyttar eftir
marga af sínum bestu myndlistar-
mönnum.
Vissulega er hér enn mikill áhugi
á bókmenntum þó hann lýsi sér
mest í kaupum á bókum til jóla-
gjafa. Vill þá oft brenna við að fljót-
fæmisleg vinnubrögð einkenni
bækurnar til þess að missa ekki af
jólabókavertíðinni.
Hér á landi koma út árlega all-
margar bækur, ætlaðar bömum.
Mikið er af svokölluðum fjölþjóða-
bókum, en það em bækur prentaðar
í stómm upplögum erlendis og sett-
ur inn texti á tungu viðkomandi
þjóðar. En sárafáar íslenskar
barnabækur, sem em myndskreytt-
ar af íslenskum myndlistarmönn-
um, koma út.
Helst em það bækur nú í seinni
tíð, sem hafa verið myndskreyttar
af erlendum mönnum, sem sest
hafa að á íslandi og horfa á
mannlífið hér með augum aðkomu-
mannsins.
Myndir þeirra virka oft ankanna-
lega og framandi á mann og em
ekki sprottnar úr íslenskum jarð-
vegi eins og myndir Ilon Wikland
úr sænskum, þó hún sé af eistnesk-
um uppmna enda um margt líkari
menningarsvæði að ræða.
Síðdegisnámskeið
fyrir kennara
Á undanfórnum árum hefur
verið lögð áhersla á að halda sem
flölbreyttust sumarnámskeið fyr-
ir kennara á vegum endurmennt-
unardeildar Kennaraháskóla ís-
lands. Einnig hafa kennarar átt
kost á að stunda fjarnáni og
sækja stutt námskeið og fræðslu-
fúndi á starfstíma skóla.
Síðastliðinn vetur var boðið
upp á námskeið í íslensku sem
hófst og lýkur með sumarnám-
skeiði en byggist að verulegu
leyti á fjarnámi þátttakenda á
starfstíma skólanna. Mæltist
þetta námskeiðsform vel fyrir.
Hliðstætt námskeið verður hald-
ið á næsta skólaári, og hefst það
í ágúst nk. Þátttakendur verða
um 70, og eru þeir úr öllum
fræðsluumdæmum.
Næsta haust verður boðið upp á
tvö síðdegisnámskeið í Reykjavík
sem metin verða til háskólaein-
inga. Hefjast námskeiðin í septem-
ber og lýkur í desember. Verður
kennt einn dag í viku. Hliðstæð
námskeið er fyrirhugað að halda
seinna fyrir kennara víðar af
Iandinu og verður þá að hluta til
um Ijarnám að ræða.
Á námskeiðinu Uppeldisfræði
og skólastarf verða m.a. kynntar
kenningar um uppeldi og menntun,
fjallað um sögulega þróun uppeldis-
fræðinnar, tengsl uppeldisfræðinn-
ar við aðrar fræðigreinar og tengsl
við starf uppalenda og kennara.
Á námskeiðinu Þróunarsálfræði
og skólastarf verður annars vegar
fjallað um almenna þætti í þróunar-
sálfræði og hins vegar um af-
mörkuð svið hennar, m.a. samspil
samfélags og persónuleikamótunar,
þróunar siðgæðisvitundar og
ábyrgðarkennar og kynbundna
félgasmótun.
Auk ofantalinna námskeiða verð-
ur haldið eitt síðdegisnámskeið í
september, Ritun kennara og
nemenda. Verður þar m.a. fjallað
um byggingu ritgerða og blaða-
greina, einföld lögmál í framsetn-
ingu ritaðs máls og leiðir til að
hefja og ljúka ritsmíð.
Umsóknarfrestur fyrir þessi
námskeið er til 1. júní nk.
Nánari upplýsingar um nám-
skeiðin er að finna í bæklingi Kenn-
araháskóla íslands, Endurmenntun
1989.
(Fréttatilkynning)
I
i
\
I