Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 14

Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 Yerktakastarfeemi á Keflavíkurflugvelli eftirHrein Loftsson Að undanfömu hefur mikið verið rætt í fjölmiðlum um tilhögun verkta- kastarfsemi á Kefiavíkurflugvelli. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hefur sagt, að hann hafi sem fulltrúi ríkisvaldsins fullan hug á því að auka eignarhlut þess í ís- lenskum aðalverktökum, sem hafa svo sem kunnugt er einkarétt á öllum nýframkvæmdum á vegum vamar- liðsins. Hugmynd Jóns Baldvins felst í því að fyrirtækinu verði skipt í eign- arhaldsfyrirtæki annars vegar og eiginlegt verktakafyrirtæki hins veg- ar. Verkefnum fyrmefnda félagsins lýsir hann svo í viðtali við Morgun- blaðið 18. maí sl. að það væri til þess að skila uppsöfnuðum auði til eigenda íslenskra aðalverktaka, en síðamefnda félagið sæti áfram eitt að nýframkvæmdum fyrir vamarlið- ið. Rökin fyrir þeirri skipan mála eru þau, samkvæmt fyrrgreindu viðtali, að ríkið ákveði að það sé ekki rétt að standa að almennum útboðum meðal verktaka í landinu og því sé eðlilegt að það sé ráðandi aðili í ís- lenskum aðalverktökum. Jón Baldvin hafnar þeirri leið að nýframkvæmdir verði boðnar út og telur að það muni leiða til þess, að opna verði þennan markað fyrir er- lendum aðilum, en það samræmist ekki hagsmunum íslensku þjóðarinn- ar. Hann óttast að slíkt muni auka á hagsveiflur í efnahagslífinu og á það sé vart bætandi. Hann vill að ákvarðanir séu teknar á „pólitískum" grundvelli um ráðstöfun þess hagn- aðar, sem er af rekstri fyrirtækisins, en vill afnema þá forréttindaaðstöðu, sem einstökum fjölskyldum hafi ver- ið sköpuð á sínum tíma af „forystu- sauðum" Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarfiokksins. Hermang Alþýðuflokksins Þessar tillögur Jóns Baldvins eru ekki skynsamlegar. Þær myndu að- eins leiða til þess að stjórnmálamenn fengju enn einn sjóðinn til að ausa úr fjármunum til vanhugsaðra verk- efna. Þótt gagnrýni Jóns Baldvins geti átt rétt á sér, varðandi það að óeðlilegt sé að svo miklir gármunir safnist upp í skjóli einokunar, sem ríkið hefur tryggt félaginu á undan- gengnum áratugum, þá efast ég um, að heppilegra hefði verið að stjórn- málamenn hefðu ráðstafað þessu íjármagni í stað þess að láta það liggja í bankakerfinu og skapa þann- ig möguleika til eðlilegrar lánastarf- semi. Hugmyndir Jóns Baldvins miða ekki að því að koma í veg fyrir að þessir fjármunir myndist, með þeim hætti sem verið hefur, þær miða að þvi að auka vald stjómmálamanna yfir ráðstöfun þeirra og opna fulltrú- um Alþýðuflokksins leið inn að þess- um fjársjóði og ráðstöfun hans. Svo einfalt er það mál. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins hefur mótmælt hug- myndum Jóns Baldvins og telur að eðlilegt sé, að opna framkvæmdir fyiir vamarliðið fyrir öðmm innlend- um verktökum, jafnframt því sem fyrirtækið væri gert að almennings- hlutafélagi. Þessu hefur Jón Baldvin mótmælt og hann segir, að reglur mannvirkjasjóðs Atlantshafsbanda- lagsins séu með þeim hætti, að al- mennt útboð yrði að ná til verktaka í öllum aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Slíkt þjóni ekki hags- munum íslendinga. En á móti má þá spyija hvemig standi á því að mannvirkjasjóður Atlantshafsbanda- lagsins geti sætt sig við einokun eins innlends fyrirtækis á þessum fram- kvæmdum, sem safnar gífurlegum gróða, en geti ekki þolað samkeppni nokkurra innlendra fyrirtækja, sem óhjákvæmilega hefði í för með sér minni kostnað fyrir sjóðinn? Svarið er einfalt: Engin könnun hefur farið fram á afstöðu mannvirkjasjóðsins til breyttrar tilhögunar og ekkert bendir til þess, að ekki væri unnt að fá sjóðinn til að samþykkja fyrir- komulag, sem væri á allan hátt skyn- samlegra og eðlilegra en það sem verið hefur. Við höfum hingað til ráðið með hvaða hætti verktöku er háttað á Keflavíkurflugvelli og hafa banda- menn okkar í Atlantshafsbandalag- inu sætt sig við þá skipan mála. Flestir virðast sammála um, að það skipulag sem nú er hafí á síðustu árum leitt til gífurlegrar eignamynd- unar í bönkum og annars staðar, sem hafi vissar hættur í för með sér fyr- ir efnahagslífið í landinu. Hvérs vegna ætti mannvirkjasjóður Atl- antshafsbandalagsins að leggjast gegn breytingum, sem miða að því að koma þessum málum í svipað horf og gildir í öðrum löndum Atl- antshafsbandalagsins ef menn hyrfu frá hreinni einokun íslenskra aðal- verktaka og til fijálsari viðskipta- hátta. Verktakastarfsemin er ekki auðlind Á sínum tíma tókst íslendingum að knýja fram breytingar á flutning- um með skipum fyrir vamarliðið. Bandarísk lög kváðu á um, að væru Hreinn Loftsson „Staðreynd er, að það er tímabært að endur- skoða verktakastarf- semi á Keflavíkurflug- velli og koma þar á skipulagi sem tekur mið af aðstæðum eins og þær eru í dag. “ bandarísk skip í siglingu milli Norð- ur-Ameríku og landa þar sem væru bandarískar flotastöðvar ætti undan- tekningarlaust að flytja vaming með þeim. Þetta leiddi til þess, að íslensk skip væru útilokuð frá flutningum, sem þau þó höfðu sinnt um áratuga skeið, vegna þess eins að dönskum aðilum hugkvæmdist að stofna skipafélag í Bandaríkjunum til að notfæra sér þetta ákvæði. Þessu mótmæltu íslendingar og fyrirkomu- laginu var breytt með sérstökum milliríkjasamningi sem leiddi til nið- urstöðu, sem íslendingar sættu sig við, enda lítum við svo á að vamarlið- ið hér þjóni ekki aðeins bandarískum heldur og íslenskum hagsmunum. Þetta dæmi sýnir, að bandamenn okkar eru reiðubúnir til að taka tillit til sérstöðu íslands og komast að samkomulagi við okkur um fyrir- komulag viðskipta vegna samstarfs- ins. Ég er því ekki í nokkrum vafa um það, þegar sest verður niður til að ræða málefni verktakastarfsemi fyrir vamarliðið, að bandamenn okk- ar verði reiðubúnir til að endurskoða þau mál og búa til fyrirkomulag sem tekur mið af hagsmunum allra aðila. Hugmyndir Jóns Baldvins geta ekki verið efniviður í þá umræðu vegna þess að þær ganga út frá því sjónarmiði að framkvæmdir fyrir varnarliðið séu auðlind, en ekki óhjá- kvæmileg afleiðing af stefnu okkar í öryggis- og vamarmálum. Jón Bald- vin er á móti „hermangi" ef hann sjálfur fær ekki að vera með. Það er hægt að býsnast yfír ráðherrabíl- um þegar maður er utan ríkisstjórn- ar og tala fjálglega um það, að rétt- ast væri fyrir ráðherrana að aka á ódýrum bílum, en þegar menn eru sestir í ráðherrastólana er freistandi að njóta lystisemda valdsins og gleyma fyrri yfirlýsingum. Staðreynd er, að það er tímabært að endurskoða verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli og koma þar á skipulagi sem tekur mið af aðstæðum eins og þær eru í dag. Bandamenn okkar hafa gert athugasemdir við núverandi skipan mála og líklega eiga kröfurnar frá þeirra hálfu um breytingar eftir að verða enn hávær- ari. Hvaða leið væri skynsamlegast að fara í þessum efnum? Ég hygg að við getum lært af öðrum ríkjum, sem búa við svipaðar aðstæður og við, þótt stærri séu og voldugri. Áður en ég svara spurning- unni um það, hvemig við eigum að skipa þessum málum í framtíðinni, vil ég lýsa í nokkrum orðum hvemig viðskiptum þýskra aðila við Atlants- hafsbandalagið og bandaríska varn- arliðið et' háttað, að því er varðar framkvæmdir á vegum þessara aðila í sambandslýðveldinu og ýmis mál þeim skyld. Framkvæmdir mann- virkjasjóðs I V-Þýskalandi Framkvæmdir á vegum Atlants- hafsbandalagsins í Vestur-Þýska- landi má greina í tvennt, annars vegar þær, sem eru á vegum banda- lagsins og greiddar af mannvirkja- sjóði þess og hins vegar þær, sem Bandaríkjamenn sjá um sjálfír og greiddar eru beint af fjárlögum Bandaríkjanna. í stórum dráttum koma í fyrri flokkinn stórar fram- kvæmdir svo sem flugvellir, skot- pallar fyrir eldflaugar og birgða- stöðvar fyrir herlið, sem sent yrði á vettvang á stríðs- eða hættutímum. Minniháttar framkvæmdir sem ekki falla undir þennan flokk eru síðan framkvæmdar af Bandaríkjamönn- um sjálfum. Framkvæmdir undir fyrri liðnum eru skipulagðar af Vest- ur-Þjóðveijum, sem eru svokölluð „gistiþjóð" gagnvart mannvirkja- sjóðnum. Þess má geta að Banda- ríkjamenn eru „gistiþjóð" gagnvart mannvirkjasjóði Atlantshafsbanda- lagsins að því er varðar framkvæmd- ir á íslandi. Bandaríkjamenn leggja fram fyrstu tillögur, en mjög er misjafnt hversu vel þær eru undirbúnar'á því stigi. Æðstu hermálayfírvöld Átl- antshafsbandalagsins („SHAPE") fara yfír tillögumar og veita þeim stuðning, en áður en þær fara áfram til sérstakrar greiðslunefndar í Atl- antshafsbandalaginu fær þýska vamarmálaráðuneytið tiliöguna til umsagnar. Greiðslunefndin tekur svo endanlega ákvörðun um tillögumar og ráðstöfun fjár til framkvæmd- anna. Eftir það fara svo fram útboð, sem byggingaryfirvöld í hinum ein- stöku löndum lýðveldisins annast. Þar er um 150 aðila að ræða. Þær geta þurft að vinna misjafnlega mik- ið að undirbúningnum allt eftir því hversu góð forvinnan hefur verið, en það er eins og áður segir misjafnt. Getur það verið allt frá því að fara yfír fullhannað verk og í að taka við grófum tillögum og hanna verkið að fullu. Fyrir þetta fá þessi yfírvöld greitt. Hvorki þessi yfírvöld eða nokkur annar opinber aðili taka hins vegar þátt í framkvæmdum sjálfum heldur eru þær allar á vegum einka- fyrirtækja. Ekki er sjálfgefíð, að tillögur Bandaríkjamanna um framkvæmdir Atlantshafsbandalagsins séu sam- þykktar að fullu og getur komið fyr- ir að þær séu skomar niður. í sumum tilvikum vilja Bandaríkjamenn ekki sætta sig við slíkt og taka þá þann kost að greiða af eigin fé til viðbótar svo óskum þeirra um framkvæmdir sé fullnægt. Þá getur það einnig komið fyrir, að Þjóðverjar ákveði að greiða viðbótarkostnað fram úr sam- þykktum framkvæmdum. Þjóðveijar greiða sjálfír þann umframkostnað, sem af slíku hlýst. Allar byggingar- framkvæmdir NATO verða að upp- fylla þýskar kröfur og ganga yfír- völd mjög eftir því að út af því verði ekki bmgðið. Snýr þetta einkum að umhverfisvemdarmálum og greiðir Atlantshafsbandalagið þann kostn- að, sem af því hlýst að þær kröfur séu uppfylltar. Framkvæmdir Banda- ríkjamanna í V estur-Þýskalandi Framkvæmdin er nokkuð ólík framangreindu þegar um er að ræða framkvæmdir á vegum Bandaríkja- manna sjálfra í Vestur-Þýskalandi. Þar telja Þjóðveijar að þeir geti ekki þvingað Bandaríkjamenn til að fylgja eins stíft þýskum reglum og þeir krefjast af Atlantshafsbandalaginu og hefur m.a. komið til þess, að samningar hafí ekki tekist milli þý- skra stjómvalda og bandarískra t.d. vegna krafna um umhverfisvernd í sambandi við byggingaframkvæmd- ir. Þjóðveijar hafa þá stundum sjálf- ir greitt viðbótarkostnað til að upp- fylla þýskar reglur. Þegar umer að ræða framkvæmd- ir, sem Bandaríkjamenn standa að einir má skipta þeim í tvennt. Ann- ars vegar framkvæmdir, sem þýsk byggingaryfirvöld undirbúa og bjóða út og er það mikill meirihluti þessar- ar tegundar framkvæmda, en hins vegar annast bandaríkjamenn sjálfir um tiltekin útboð. Þýsk stjómvöld reyna sem mest að hindra það, að Bandaríkjamenn fari sjálfir á mark- aðinn og hefur tekist það að mestu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst þær, að tryggja með því að farið sé að þýskum lögum og reglum um byggingarframkvæmdir t.d. í sam- bandi við umhverfísvandamál. Und- antekning er þó ef um er að ræða viðhaldsframkvæmdir eða stækkanir RAFGEYMAMARKAÐUR Rafgeymar fyrir öll farartæki Rafgeymar fyrir báta Rafgeymar fyrir sumarbústaði Aðeins í dag laugardag kl. 10-16. Hagstætt verð Ótrúleg gæði SKORRIHF., Bíldshöfða 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.