Morgunblaðið - 27.05.1989, Side 17

Morgunblaðið - 27.05.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 17 Gleymdist UmhveriSsmálaráð? Enn sorglegri er þó sú stað- reynd, að Umhverfismálaráð borg- arinnar var aldrei spurt álits á þessari umdeildu lokun olíufélag- anna. Þó er algerlega ótvírætt, að borgarkerfinu ber að leita eftir skoðun ráðsins áður en endanleg- ar ákvarðanir sem varða skipulag borgarinnar eru teknar. Þetta er skýlaust tekið fram í samþykkt borgarstjómar um hlutverk ráðs- ins. Hugsunin að baki þessu er vitanlega sú, að veita framtaks- sömum einstaklingum og fyrir- tælqum aðhald og koma í veg fyr- ir að athafnagleðin leiði til að gengið sé of nærri útivistarsvæð- um í borginni. Umhverfismálaráð er þannig líka einskonar varð- hundur kerfisins gagnvart sjálfu sér, það á fyrir hönd borgarinnar að gæta þess að aðrar stofnanir hennar kunni sér hóf í umgengni við náttúru borgarlandsins. í þessu tilviki var hins vegar gengið algerlega framhjá Um- hverfismálaráði. Það var aldrei spurt. Það er því vafasamt, að lokunin á norðurhluta eyjarinnar sé formlega rétt. Miðað við þann ágæta skilning sem hefur ríkt í Umhverfismála- ráði á þessu kjörtímabili á um- hverfísmálum, þá dreg ég raunar mjög í efa að ráðið hefði sam- þykkt lokunina einsog hún hefur nú verið ákveðin. Skilningxir olíufélaganna Það er að sönnu umdeilanlegt, hvort það hafí í upphafi verið vitur- leg ráðstöfun að vista olíufélögin í Orfírisey. Sjálfur tel ég það hafa verið rangt. En þangað eru þau einu sinni komin, og munu víst ekki hafa hratt á hæli úr þessu. Ég get heldur ekki neitað því, að tankamir vaxa undarlega vel inn í landslagið. Þegar þá ber upplýsta við rökkvaðan kvöldhimin og fjallahringurinn bakvið, þá skynja ég í þeim vissa fegurð, líkt og rússnesku fúturistamir sem ortu um fegurðina í stálinu. En ég vil samt geta gengið minn hring í Örfirisey einsog ég er búinn að gera nokkmm sinnum í viku um Ný plata með Stuðmönnum eftir tveggja ára hlé Hljómsveitin spil- ar í öllum lands- flórðungum í júlí NÝ hjjómplata er væntanleg frá Stuðmönnum en um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því síðast heyrðist frá hljómsveit- inni. Platan, sem hlotið hefur nafnið „Listin að lifa“, kemur út á vegum Skíftinnar hf. í fyrri- hluta júní. Stuðmenn munu kynna lögin á plötunni í þjóðhá- tíðardagskrá á Stöð 2 þann 17. júní en í júlí mun hljómsveitin koma fram í öllum landsfjórð- ungum. Við gerð þessarar hljómplötu hafa allir þeir komið við sögu, sem samið hafa fyrir Stuðmenn frá því þeir komu fyrst fram á sjónarsvið- ið. Á plötunni kennir ýmissa grasa en í tónlist hljómsveitarinnar hefur gætt fjölbreyttra stílbragða. Fyrstu smáskífur Stuðmanna - komu út árið 1974 og næstu tvö árin sendu þeir frá sér hljómplöt- umar „Sumar á Sýrlandi“ og „Tívolí“. Hlé varð á starfi hljóm- sveitarinnar frá 1976 til 1981, en þá stóð hún að gerð kvikmyndar- innar „Með allt á hreinu“ og hljóm- plötu með sama nafni. Hafa Stuð- menn starfað nær óslitið síðan. Upptökur á nýju plötunni hafa staðið yfir s.l. tvo mánuði. _ • S árabil. Það hlýtur að vera vilji olíufé- laganna að búa í Örfirisey í góðu nábýli við aðra Reykvíkinga. Og það ættu þau auðveldlega að geta. Hvað mælir á móti því, að þau opni aftur hringinn um Örfíri- seyna, að minnsta kosti fyrir fót- gangandi og skokkara? Ef til vill myndi það kosta þau svolítið af peningum, en sá herkostnaður yrði vel þess virði til að halda sátt við góða granna. Púlsinn á reykvísku mannlífí er einfaldlega hvergi hægt að taka einsog með því að ganga einn hring á Örfirisey og setjast svo inná Kaffívagninn á eftir. Það hljóta olíufélögin að skilja, og vonandi er því hægt að ná við þau sátt í þessu óþarfa ágreínings- máli. Sölutjöld 17. júní 1989 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöidum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1989 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða að Fríkirkjuvegi 11, opið ki. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afla viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi mánudaginn 5. júní kl. 12.00. Höfundur situr í UmhverBsmála- r&ði Reykjavíkur. V. GMDHUSG Fyrsta sendingin af NOVA-garðhúsgögnunum seld- ist upp á svipstundu enda býður enginn vandaðri garðhúsgögn á eins góðu verði. Nú er ný sending komin. NOVEUA STOLLINN ER KONIINN AFTUR AÐEINS ms kr. stk. 1989 BEST UNDIR SÓLINNI Til viðskiptavina sem lagt hafa inn pantanir: Þeir, sem hafa tök á að sækja pantanir sínar, ættu vinsamlegast að gera það hið fyrsta. Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 Kannt þú nýja símanúmerið? Steindór Sendibílar ama ar -s- y 3 6: 7 | ! i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.