Morgunblaðið - 27.05.1989, Síða 24
INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAI 1989
Alusuisse 100 ára:
Stækkun ÍS AL
andi. Verður það í fyrsta sinn
sem Islendingur stýrir fiindi
ráðherranefndarinnar, en vara-
formenn á fundinum verða frá
Belgíu og Kanada.
Á fundi ráðherranefndar OECD
verður að þessu sinni rædd mótun
efnahagsstefnu til að tryggja
áframhaldandi atvinnuskapandi
hagvöxt án verðbólgu, og jafn-
framt ýmis alþjóðleg vandamál,
meðal annars á sviði umhverfis-
máia, milliríkjaviðskipta og þróun-
armála. Að fundinum loknum verð-
ur gefin út fréttatilkynning, sem
verður nokkurs konar stefnuyfir-
lýsing og ársskýrsla Efnahags- og
framfarastofnunarinnar. Jafn-
framt munu Jón Sigurðsson, sem
formaður ráðherranefndarinnar,
og framkvæmdastjóri OECD, Je-
an-Claude Paye, halda frétta-
mannafund til þess að skýra frá
gangi umræðna á fundinum.
Fyrir íslands hönd munu auk
Jóns Sigurðssonar sitja fund rðher-
ranefndarinnar þeir Birgir Áma-
son, aðstoðarmaður viðskiptaráð-
herra, Jón Ögmundur Þormóðsson,
skrifstofustjóri viðskiptaráðuneyt-
isins, Ingimundur Friðriksson, for-
stöðumaður alþjóðaráðs Seðla-
banka íslands, Þorsteinn Ólafsson,
efnahagsráðunautur forsætisráð-
herra, Albert Guðmundsson, sendi-
herra og Benedikt Jónsson, sendi-
ráðunautur.
Lamaðir og fatlaðir:
STYRKTARFÉLAG lamaðra
og fatlaðra og Kiwanisklúbbur-
inn Viðey efna til fjölskylduhát-
íðar á Hótel íslandi sunnudag-
inn 28. maí kl. 15.00. Öllum
ágóða af hátíðinni verður varið
til byggingarframkvæmda að
Reykjadal í Mosfellssveit, þar
sem starfrækt er sumardvalar-
heimili fyrir fötluð böm.
Sumardvalarheimilið hefur ver-
ið starfrækt um margra ára skeið
og munu 72 börn dveljast þar í
sumar. Hátíðin er þáttur í átaki
líklegur kostur
Ztiurich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbiaðsins.
YFIR þrjúhundruð karlmenn og
örfóar konur héldu upp á stóraf-
mæli Alusuisse í Neuhausen við
Rínarfljót í gær, 26. maí. Svissn-
eska álfyrirtækið hóf starfsemi
sína þar fyrir eitthundrað áram
og bauð til glæsilegs hádegis-
verðar í álklæddu hátíðartjaldi
af því tilefni. Jean-Pascal Dela-
muraz, forseti Sviss þetta árið,
og dr. Jóhannes Nordal, sem
átti fund nteð ATLANTAL-
hópnum í vikunni, voru meðal
gesta auk fjölda gamalla og
nýrra samstarfsmanna fyrir-
tækisins. Fyrrverandi stjórn-
endur þess, sem stóðu meðal
annars fyrir smiði álvers Alusu-
isse á íslandi á sínum tíma, voru
ekki í afmælisboðinu.
Af samtölum við starfsmenn
Alusuisse má ráða að þeir hallast
nú að því að álver ÍSALs verði
stækkað og nýir aðilar teknir inn
í rekstur þess frekar en að alveg
nýtt álver verði byggt á íslandi.
Framleiðsla verði aukin um
120.000 tonn og verði um 200.000
tonn á ári. Ef þessi valkostur verð-
ur ofan á þá þykir ekki ólíklegt,
eins og málin standa nú, að fram-
kvæmdastjóm álversins verði
áfram í höndum Svisslendinganna
þar sem þeir hafa langa reynslu
af starfsemi í landinu. Reynsla
hefur sýnt að það er hagkvæmara
að stækka gömul álver en byggja
ný ef sá möguleiki er fyrir hendi.
Þó er ekki endanlega búið að af-
skrifa þann valkost að reisa nýtt
álver í Straumsvík og verið að at-
huga hvaða kosti það hefur í för
með sér að meiri raforka fyrir það
verður fáanleg fyrr en áður var
ætlað.
Austurríkismenn eru enn aðilar
að ATLANTAL-hópnum en heldur
ólíklegt þykir að þeir muni taka
þátt í framkvæmdum þegar að
þeim kemur þar sem þeir hafa nú
snúið sér að Ástralíu og Kanada.
Hollendingar og sérstaklega Svíar
sýna mikinn áhuga á álframleiðslu
á Islandi og Alusuisse á fastlega
von á samvinnu við þá í Straumsvík
í framtíðinni.
. Morgunblaðið/Sverrir
lngimundur Fnðnksson, forstöðumaður alþjóðaráðs Seðlabanka Islands, Jón Ögmundur Þormóðsson,
___________________ skrifstofústjóri viðskiptaráðuneytisins og Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra kynna væntan-
legan ráðherrafúnd OECD fyrir fréttamönnum.
Jón Sigurðsson formaður ráðherranefiidar OECD
Hagvöxtur án verðbólgn
er meðal markmiða OECD
JÓN Sigurðsson, viðskipta- og
iðnaðarráðherra, mun gegna
formennsku á árlegum fúndi
ráðherranefiidar Efnahags- og
framfarastofnunarinnar.OECD,
sem haldinn verður í París dag-
ana 31. maí og 1. júní næstkom-
*
Aðalfundur Skáksambands Islands:
Einar S. Einars-
Aðildarríki OECD eru nú 24
talsins, 19 ríki í Vestur-Evrópu og
að auki Bandaríkin, Kanada, Jap-
an, Ástralía og Nýja-Sjáland, en
aðsetur stofnunarinnar er í París.
Stofnunin var sett. á laggirnar árið
1961, og hefur ísland átt aðild að •
henni frá því hún tók til starfa.
OECD hefur frá upphafi verið vett-
vangur fyrir samráð iðnríkjanna
um alþjóðleg efnahagsmál, og fer
það fram í ráðherranefndinni, sem
er æðsta stjóm stofnunarinnar, í
framkvæmdaráðinu, sem mótar
starf stofnunarinnar á grundvelli
ákvarðana ráðherranefndarinnar,
og í ýmsum embættismannanefnd-
um sem starfa á afmörkuðum svið-
um. Starf íslands á vettvangi
OECD hefur meðal annars verið
fólgið í þátttöku í hinum árlegu
fundum ráðherranefndar stofnun-
arinnar, en þar hafa íslendingar
lagt ríka áherslu á eflingu fríversl-
unar og að dregið verði úr hömlum
í milliríkjaviðskiptum, til dæmis
fyrir fisk og fiskafurðir. Þá sækja
íslenskir embættismenn einnig
reglulega fundi ýmissa nefnda á
vegum OECD.
Kiwanisklúbbsins Viðeyjar og
Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra til að ljúka við byggingar-
framkvæmdir þar. Fjölmörg fyrir-
tæki hafa stutt átakið en tekið
er við framlögum á gíróreikningi
nr. 59 hjá Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis.
Fjölskylduhátíðin á Hótel ís-
landi hefst kl. 15.00 á sunnudag-
inn og verður þar boðið upp á fjöl-
breytt skemmtiatriði. Áðgangs-
eyrir er kr. 500 fyrir fullorðna en
kr. 300 fyrir böm.
Á sunnudaginn verður haldin fjölskylduhátíð á Hótel íslandi til
styrktar sumardvalarheimili fyrir fötluð böra.
son kjörinn forseti
EINAR S. Einarsson var einróma
kjörinn forseti Skáksambands
íslands næsta árið á aðalfiindi
sambandsins fyrir skömmu. Ein-
ar hefúr áður verið forseti Skák-
sambandsins í flögur ár, árin
1976-1980.
„Það er ákaflega mikilvægt á
þessum tímum að efla skákiðkun
og skákstarfsemi, sérstaklega fyrir
unglinga. Vegna þeirrar símötunar
sem viðgengst í þjóðfélaginu í dag
er ákaflega mikilvægt að efla sjálf-
stæða hugsun og heilastarfsemi,
sem skákin gerir,“ sagði Einar í
samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að mikið yrði um að
vera í skákinni á næstunni. Skammt
væri til einvígis Margeirs Péturs-
sonar og Jóns L. Ámasonar um
íslandsmeistaratitilinn og íslands-
mótið í atskák yrði eftir mánuð.
Þá yrði Norðurlandamót unglinga
og Evrópumót félagsliða seinna í
sumar, auk annarra atburða.
Stærsti atburðurinn framundan
væri Reykjavíkirskákmótið í febrú-
ar á næsta ári og hugsanlegur und-
anfari þess, keppni milli tíu manna
sveita frá Sovétríkjunum, Banda-
ríkjunum,.Bretlandi og Norðurlönd-
unum. Löndin hefðu lýst áhuga
sínum, en óljóst væri hvort tækist
að fjármagna keppnina. Hann ætti
von á að það myndi skýrast í sumar.
Atelja fréttamennsku
útvarps og sjónvarps
INGA Jóna Þórðardóttir for-
maður útvarpsráðs og Magnús
Erlendsson útvarpsráðsmaður
létu bóka mótmæli á fiindi ráðs-
ins í gær vegna fréttaflutnings
útvarps og sjónvarps í fyrradag
af 60 ára afinæli sjálfstæðis-
flokksins.
Bókunin var í tilefni frétta útvarps
og sjónvarps þar sem vitnað var
til frétta Pressunnar af svokölluð-
um leyniskjölum um innri málefni
Sjálfstæðisflokksins og er svo-
hljóðandi:
„Undirrituð mótmæla umfjöllum
fréttastofu hjóðvarps og sjónvarps
um innri málefni Sjálfstæðisflokks-
ins sem tekin var gagnrýnislaust
upp úr Pressunni í fréttum í gær.
Efnismeðferð frettastofunnar á
þeim tveggja ára gömlu upplýsing-
um sem hér um ræðir getur með
engu móti talist eðlileg út frá
fréttalegum sjónarmiðum. Af
málsatvikum er ekki hægt að
draga aðra ályktun en þá að „frétt“
þessi hafi verið flutt í annarlegum
tilgangi. Vinnubrögð í máli þessu
verða að teljast stórlega ámælis-
verð“. Undir þessa bókun rita Inga
Jóna Þórðardóttir og Magnús Er-
lendsson.
Kári Jónasson fréttastjóri út-
varps sagði aðeins að þetta væri
bókun tveggja nefndarmanna af
sjö í útvarpsráði um viðbrögð
fréttastofunnar. Bogi Ágústsson
fréttastjóri sjónvarpsins kvaðst
aðspurður ekki ræða einstakar
fréttir sjónvarps.
Fj ölsky lduhátíð
á Hótel íslandi