Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 26

Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAÓUR 27. MAÍ 1989 Alexander Solzhenítsyn. Sovétríkin: Solzhenítsyn leyfður á ný VERK rússneska rithöfundar- ins Alexanders Solzhenítsyns verða gefín út í Sovétríkjunum á næsta ári. Vikuritið Litera- tumaja Rossíja skýrði frá þessu í gær. Meðal verka Solz- henítsyns sem gefín verða út á næsta ári er skáldsagan Dagur í lífi Ivans Denisovítsj, sem fyrst var gefín út í Sov- étríkjunum 1962 þegar nokk- urt frjálslyndi ríkti um skamma hríð á valdatíma Níkíta Khrústsjovs. Útgáfa á verkum Solzhenítsyns hefur oft borið á góma að undan- fömu í sovéskum fjölmiðlum í skjóli glasnosts Míkhafls Gor- batsjovs Sovétleiðtoga. Solz- henítsyn, sem er sjötugur að aldri, býr ný í útlegð í Verm- ont í Bandaríkjunum. Solz- henítsyn, sem hlaut Nóbels- verðlaun árið 1970 fyrir Gu- lag-eyjaklasann, var sviptur sovéskum borgararéttindum árið 1974. Danmörk: Hefla við- skipti við sovéskt rík- isfyrirtæki Kaupmannhöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FORSVARSMENN danska fiskútflutningsfyrirtækisins Rahbakfísk og sovéska ríkis- fyrirtækið Mosryba-Complex hafa gert með sér gagnkvæ- man samning um fiskvinnslu til fimm ára. Samningurinn felur í sér að Sovétmenn sjá danska fyrirtækinu fýrir hrá- efni og fá til baka fullunna sjávarrétti. Poul Rahbek Hansen sagði í viðtali við Ritz- au-fréttastofuna að þetta væri í fýrsta sinn sem danskt fyrir- tæki í sjávarútvegi gerði slíkan samning við Sovétmenn. Tyrkland: Mannfall í átökum Kúrda ogTyrkja 33 manns, þar af átta tyrk- neskir hermenn, hafa fallið í átökum aðskilnaðarsinna Kúrda og tyrkneska hersins, sem geisað hafa undanfama fimm daga í suðurhluta Tyrk- lands, að sögn embættis- manna. Þeir sögðu að hermenn berðust við uppreisnarmenn á tveimur stöðum nærri ianda- mærum írans, íraks og Sýr- lands, en þar hafa einhverjir blóðugustu bardagar frá því að Marxistaflokkur kúrdískra verkamanna, PKK, hófu skæruhemað í Tyrklandi. Tal- ið er að hátt í 1,450 manns hafí fallið í baráttu PKK fyrir sjálfsforræði til handa Kúrd- um, sem em átta milljónir tals- ins, í Tyrklandi. Gorbatsjov um gagnrýni á störf sín: Brezhnev var þakinn orðum — en ég skömmtunarseðlum Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. HÖRÐ orðaskipti urðu á fyrsta fundi hins nýja fulltrúaþings Sovétrílq- anna á fímmtudag og mátti Mikhaíl Gorbatsjov, sem kjörinn var fyrsti forseti landsins á fundinum, sitja undir þungu ámæli nokkurra full- trúa. Hann viðurkenndi að sér hefðu orðið á nokkur alvarleg mistök í baráttu sinni fyrir efnahagslegum umbótum og vísaði til skopteikning- ar, þar sem fyrirrennari hans, Leoníd Brezhnev, er þakinn orðum á bringunni, en Gorbatsjov skömmtunarseðlum. Einn fulltrúanna sagði að Gorb- atsjov hefði hafíð baráttu sína fyrir efnahagslegum umbótum, Perestroj- ku, af miklum eldmóði árið 1985, en bætti við að sér virtist sem Sovét- leiðtoginn væri ekki jafn skorinorður og áræðinn í málflutningi sínum og áður. Gorbatsjov sagði að ekkert væri athugavert við slíka gagnrýni, hún væri lögð fram af góðum hug, og viðurkenndi að sér hefðu orðið á „nokkur alvarleg mistök" í baráttu sinni fyrir umbótum. Hann vísaði á bug fullyrðingum um að samband hans við almenning væri ekki jafn _gott og áður og bætti við að hann hefði ekki farið varhluta af baknagi almennings. Hann hefði ti! að mynda heyrt sögu um að tveir fyrrum her- menn hefðu verið í lest og hlegið dátt að skopteikningu, þar sem Brez- hnev hefði verið hlaðinn orðum á bringunni en hann sjálfur skömmt- unarseðlum. Kona frá Eistlandi vakti máls á árás sovéskra hermanna á mótmæl- endur í Tíflis, höfuðborg Georgíu, í síðasta mánuði. „Viltu svara því hvort rétt sé að beita hemum tii að refsa eigin þjóð?“ spurði hún, en fékk ekkert svar. Fulltrúi frá Ge- orgíu benti á að yfirmaður hermann- anna, sem réðust á mótmælenduma í Tíflis, ætti sæti á þinginu og krafð- ist þess að honum yrði vikið af þingi. Fulltrúi frá Ríga í Lettlandi hrifsaði hátalarann og krafðist þess að fund- armenn minntust mótmælendanna sem biðu bana í árásinni. Hann krafðist þess einnig að fulltrúamir fengju upplýsingar um hveijir hefðu gefið fyrirmæli um árásiría og að upplýst yrði hvers konar eiturgas hefði verið notað. Nóbelsverðlaunahafínn Andrej Sakharov lýsti þvi yfír að hann gæti ekki greitt Gorbatsjov atkvæði í forsetalqörinu þótt hann bæri fulla virðingu fyrir honum. Hann mót- mælti því að einungis einn skyldi fá að vera í framboði í kjörinu. Fulltrúi frá Litháen beindi spjótum sínum að þekktum rússneskum skurðlækni og sagði hann lýðskmmara og hugsa eins og nýlenduherra. „Við emm að þreifa okkur áfram í lýðræðisátt," sagði Jegor Jakovljev, fulltrúi félags starfsmanna í kvik- myndaiðnaði. „Lýðræðið okkar er alls ekki fullkomið, en þetta lofar góðu,“ bætti hann við. Fulltrúi frá námafyrirtæki í Úkraínu, sem átti I BREFI til norska sendiráðsins í Moskvu segir sovéska utanríkis- ráðuneytið að kjarnaofn sovéska kafbátsins sem sökk nærri Bjamarey 7. apríl síðastliðinn hafi verið af hefðbundinni gerð. Knut Gussgard, forstöðumaður Iqamorkueftirlits Noregs, segir að ef þær upplýsingar sem koma fram í bréfínu séu réttar sé litlar líkur á því að keðjuverkandi Míkhaíl S. Gorbatsjov. sæti í Æðsta ráðinu, var ekki hrifinn af breytingunum. „Allir þessir menntamenn, sem em aðeins með kjamaklofnun fari af stað verði reynt að bjarga kafbátnum af hadfsbotni. í fjölmiðlum hafa menn velt því fyrir sér hvort kjamaofn sovéska kafbátsins hafí verið af nýrri gerð sem gengur fyrir sérstakri tegund úrans. í bréfi sovéska utanríkis- ráðuneytisins er þetta borið til baka. Þar er fullyrt að lqamaofninn hafí skrípalæti og rembast við tala gáfu- lega, gera ekkert annað en að halda okkur frá verki,“ sagði hann. „í hans huga er það aðeins vinna að rétta upp hönd til samþykkja tillögur að ofan,“ sagði ungur sovéskur þing- fréttamaður. Þingsköpin vom einnig gagnrýnd harðlega. Fundarstjórn Gorbatsjovs þótti á köflum vandræðaleg. Eitt sinn gerði hann hlé á fundinum og sagði að fulltrúar gætu rætt sín á milli um tillögur varðandi kjör full- trúa í Æðsta ráðið. Þegar fulltrúarn- ir vom á leiðinni út úr fundarsalnum kallaði hann til þeirra og bað þá að koma aftur. „Afsakið, herrar rnínir," sagði hann vandræðalega. „Ég hef víst ekki kynnt ykkur tillögurnar.“ „Við ætlum okkur að læra á lýð- ræðið á einum degi eftir að hafa misst af þróun, sem tók aldir hjá öðmm þjóðum," sagði sagnfræðing- urinn Roj Medvedev, baráttumaður fyrjr mannréttindum og fulltrúi fyrir Moskvu. verið vatnskældur en ekki málm- kældur eins og menn hafa velt fyr- ir sér. Einnig segir að tekist hafi að kæla kjarnakljúfinn niður í 40 gráður áður en kafbáturinn sökk. Samkvæmt sovéska utanríkis- ráðuneytinu er nú áformað að bjarga flaki kafbátsins af hafsbotni en það liggur á 1.700 metra dýpi um það bil 180 km suðvestur af Bjarnarey. Sovéska utanríkisráðuneytið: Kjamaeldsneytí kafbáts- ins reyndist hefðbundið Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Stúdentarnir í Kína: Gjörólíkir rauð- um varðliðahópum Maos formanns Kínverskir stúdentar, sem standa fyrir mótmælum gegn stjóm- völdum, eru áfláðir í að ganga með litskrúðuga borða skreytta slag- orðum og festa upp spjöld þar sem þeir útskýra sjónarmið sín. Þeir hæðast óspart að pólitiskum leiðtogum og lýsa fyrirlitningu sinni á óheiðarlegum fjölmiðlum sem þeir telja seka um að af- skræma raunveruleikann. Ofangreind lýsing hefði einnig átt við rauðu varðliðana sem hófu uppreisn gegn valdhöfunum, öðram en Mao Zedong, árið 1966. Fréttamenn, sem voru í Kina á sjöunda áratugnum, eru þó sammála um að reginmunur sé á varðliðunum, sem Mao notaði sér í valdabaráttunni i Peking, og stúdentum nú. Stúdentarnir vinna markvisst og eru vel skipulagðir, að sögn Verg- ils Bergers, fréttamanns Reuters, þeir beija ekki fólk eða drepa það. Undanfamar fimm vikur hefur stúdentaleiðtogum tekist að hafa hemil á æstustu róttæklingunum, sem ganga vilja milli bols og höf- uðs á afturhaldsseggjum harðlínu- aflanna og oftast hafa þeir komist hjá því að bijóta gegn ákvæðum stjómarskárinnar. Á þetta hafa þeir lagt áherslu í áróðri sínum til lögregiu o g hermanna. Rauðu varð- liðamir tóku hir.s vegar lögin I eig- in hendur. Margír rauðir varðliðar voru komungir og í fyrstu fannst útlend- ingum sum uppátækin hálfgerðir brandarar. Breytt var götuheitum í Peking, m.a. var gatan, sem sov- éska sendiráðið stóð við, kölluð „Gatan til baráttu gegn endurskoð- unarstefnunni." Þeir breyttu um- ferðarreglum, rautt ljós merkti nú: „Af stað“ en grænt:„Bíðið.“ Frétta- mönnum sýndist að fleiri vegfar- endur hlýddu varðliðunum, er sífellt veifuðu litlu rauðu bókinni með slagorðum Maos formanns, en lögreglunni. Varðliðamir þóttust greina sovésk áhrif í þjóðsöngnum og bönnuðu hann. En þegar Mao lét setja upp spjöld í Peking-háskóla með hvatning- unni: „Sprengið aðalstöðvamar í loft upp!“ tóku varðliðamir öldung- inn á orðinu. Helstu skotspónar menningarbyltingarinnar urðu Liu Shaoqi, hvíthærður og öldurmann- legur forseti Kína, og Deng Xiaop- ing, sem þá var aðalritari komm- únistaflokksins. Liu dó í fangelsi og Deng var sendur í „endurhæf- ingu“ upp í sveit. Fjöldi fólks var hæddur og svívirtur á götum úti, þ. á m. sovéskir og vestrænir sendi- ráðsmenn, milljónir manna týndu lífi eða voru fangelsaðar án dóms og laga í ofsóknum gegn meintum og raunverulegum andstæðingum Maos. Reuter Kínversk rokkhljómsveit Ieikur fyrir andófsmenn á Torgi hins himneska friðar. Þott varðliðamir nytu öflugs stuðnings valdamanna leiddu að- gerðir þeirra fljótt til stjómleysis og 1967 settust þeir um sovéska sendiráðið. Það tókst með naum- indum að fá þá til ieyfa brottför starfsfólksins. Sama ár kveiktu þeir í breska sendiráðinu í hefndar- skyni fyrir aðgerðir lögreglunnar í bresku nýlendunni Hong Kong gegn þarlendum varðliðum. Um sama leyti klofnaði hreyfíngin og andstæðir hópar fóru að beijast innbyrðis með vopnum sem stolið hafði verið frá hemum. Mao varð að kalla út herlið til að stilla til friðar og þúsundir varðliða voru sendir upp í sveit - í endurhæfingu. Aðgerðirnar sem stúdentar syóma og skipuleggja núna eru með allt öðru yfirbragði. Aginn er í góðu lagi og oft hafa fjöldafund- imir fremur minnt á glaðværa kjöt- kveðjuhátíð en pólitískar samkom- ur. Úndanfama daga hafa stúdent- arnir í reynd haft völdin í miðborg Peking. Þeir hafa stjórnað um- ferðinni, séð um að matvæli og lyf komist til mótmælendanna, haft yfímmsjón með læknishjálp og öll- um heilbrigðismálum auk þess sem þeir hafa handtekið óeirðaseggi, m.a. þá sem klíndu málningu á mynd Maos við Torg hins himneska friðar. Margir stjómmálaskýrendur telja að vísu að stúdentar njóti beins eða óbeins stuðnings ein- hverra valdamanna en samt verður að telja skipulagningu þeirra og aga meiri háttar afrek.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.