Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 29

Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 29
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAI 1989 2£ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Ráðvillt stjórn með ranga skattastefiiu Fjármálastjóm ríkisstjórnar Steingríms Hermannsson- ar gengur þvert á þá starfs- hætti sem stjórnir annarra landa eru að tileinka sér. Ann- ars staðar er verið að leita leiða til þess að minnka hlut ríkisins og auka svigrúm einstaklinga og fyrirtækja þeirra. Hér er hins vegar lagt höfuðkapp á að hrifsa sífellt meiri fjármuni til /íkisins og nota ríkissjóð til að færa fé úr einum vasa í annan. Ríkisstjórnin hafði í ársbyijun aukið skattheimtu um rúma sjö milljarða. Síðan hefur pinklunum fjölgað. Þuríður Pálsdóttir söngkona ritar grein í Morgunblaðið í gær, þar sem hún segir meðal annars: „Og svo er það júlí- glaðningur ríkisstjómarinnar sem fann upp á því á jólaönn að sjálfsagt væri nú að byija upp á nýtt að skattleggja margskattlagðar eignir ein- staklinga. Sá illræmdi eignar- skattur hefur verið nefndur „ekknaskatturinn“ vegna þess að hann leggst með meira en tvöföldum þunga á ekkjur og ekkla.“ Hér í blaðinu hefur oftar en einu sinni verið vakið máls á þessari ranglátu skattheimtu og hún gagnrýnd. Fyrir kosn- ingar 1987 áttu menn að geta séð að hveiju stefndi í þessu efni, ef vinstri flokkarnir næðu undirtökunum í landsstjóm- inni. Þá lá fyrir, að þeir töldu allir réttmætt að stórhækka eignarskatta. Það stóð ekki heldur á framkvæmdinni, þeg- ar fjármálaráðuneytið komst í hendur Alþýðubandalagsins. Með hjásetu Kvennalista og stuðningi Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur úr Borgaraflokki var eignarskatturinn sam- þykktur. Þingmenn Sjálfstæð- isflokks reyndu síðan að ná því fram að eftir lát maka skyldi reikna eignarskatt eftirlifandi eins og bæði væm á lífi. Því var hafnað en á hinn bóginn var samþykktur fimm ára um- þóttunartími fyrir þann, sem situr í óskiptu búi. Æskilegast hefði að sjálfsögðu verið, að þessum illræmda skatti hefði verið ýtt alveg til hliðar. Reiðin sem fram kemur í grein Þuríðar Pálsdóttur end- urspeglar viðhorf, sem setur mikinn svip á umræður um stjórnmál líðandi stundar og kemur fram í vantrú almennra kjósenda á ríkisstjórninni í skoðanakönnunum. Þuríður lýsir nýafstöðnu þingi með þessum orðum: „í mínum huga er þetta þingtímabil eins og holskefla náttúruhamfara sem skilur eftir sig hrun, eyðilegg- ingu og ráðvillt fólk. Fyrirtæki farin á hausinn, einstaklingar gjaldþrota, allir að sligast und- an skattabyrði, fólki sagt upp vinnu, milljarðatap á Sam- bandsstórveldinu, en forstjór- arnir halda sér enn í reiðann á meðan forsætisráðherra þeirra stendur í brúnni. Mann- orðsmorð orðin að dægrastytt- ingu almennings, skólarnir í upplausn, nemendur próflaus- ir, kennarar launalausir, sjúkl- ingar sendir heim og vona að þeir lifi það af að bíða eftir því að komast í aðgerðir. Jú, Fram- sókn bjargaði fiskeldinu, enda miklu mikilvægara en blóð- banki og hjartadeild.“ Við þetta er því einu að bæta, að Framsóknarflokkurinn bjarg- aði ekki einu sinni fiskeldinu, eins og fram kemur í frétt Morgunblaðsins í gær. Nýgerðir kjarasamningar hafa losað ríkisstjórnina út úr þeim vanda, sem felst í því að standa í deilum um kaup og kjör. Þeir hafa á hinn bóginn engu breytt um þá staðreynd, að stjórnin sér ekki aðra leið við stjórn landsmála en leggja auknar byrðar á borgarana, taka lán erlendis og færa fjár- muni úr einum vasa í annan. Peningatilfærsla dugar ekki til að skapa atvinnuvegunum við- unandi starfsskilyrði, hins veg- ar frestar hún því að fyrirtæki sem starfa við óviðunandi að- stæður leggi upp laupana. í lok greinar sinnar í Morg- unblaðinu í gær hvetur Þuríður Pálsdóttir þá sem eru komnir á efri ár til að hverfa frá hlé- drægni og ijúfa þögn sína, þeir þurfi sjálfir að standa á rétti sínum. Lágmarkskrafan hljóti að vera sú að hafa leyfi til að búa óáreitt á sínu eigin heimili svo lengi sem fólk treystir sér til þess. Að stjórn sem kennir sig við félags- hyggju skuli standa þannig að málum, að fólk þurfi að rísa upp til að setja fram slíka kröfu, er ekki annað en tímanna tákn. Vill hún ekki gera sem flesta eignalausa? Hvað ætli verði síðan skatt- lagt? Þeir semja um vopna- hlé við sjálfa sig Guðjón Magnússon formaður Rauða kross íslands sæmir Maríu Pét- ursdóttur Florence Nightingale orðunni María Pétursdóttir sæmd Florence Nightingale orðunni MARÍA Pétursdóttir skólastjóri var sæmd Florence Nightingale orð- unni við hátíðlega athöfh að Hótel Lind þann 24. þessa mánaðar. Guðjón Magrtússon formaður Rauða kross íslands sæmdi hana orð- unni að viðstaddri stjórn RKÍ og gestum. eftir Þorstein Pálsson Fyrir um það bil tveimur mánuð- um vakti það nokkra athygli þegar Steingrímur Hermannsson setti sinni eigin ríkisstjórn úrslitakosti. Hann gaf henni tveggja mánaða frest til þess að skila einhveijum árangri. Sennilega hafa flestir látið þessi ummæli eins og vind um eyru þjóta og flest bendir til þess að hún hafi verið meiningarlaus með öllu. Þó að allur almenningur í landinu taki yfirlýsingar sem þess- ar ekki hátíðlega rifjaði hún upp fyrir þá sem hlut eiga að máli svip- uð atvik úr tíð fyrri ríkisstjórna. Ef einhveijir forystumenn Fram- sóknarflokksins hefðu á hinn bóg- inn metnað til þess að taka um- mæli forstætisráðherra í alvöru getur verið hollt að rifja upp nokkra einfaldar staðreyndir. Nú er uppi djúpstæður ágrein- ingur um stefnu í efnahags- og atvinnumálum, m.ö.o. Það er ágreiningur um það hvort hér eigi að fylgja fijálslyndri stefnu eða forsjárhyggju vinstri flokkanna. Ég ætla að þessu sinni að leiða þann ágreining hjá mér en að gefnu tilefni minna á hver árang- urinn hefur orðið af breyttri stjórn- arstefnu. Frestur á frest ofan Afkoma sjávarútvegsins er fyrsta viðfangsefnið. Leiðir skyldu síðastliðið haust með Sjálfstæðis- flokknum annarsvegar og Fram- sókn og krötum hins vegar vegna ágreinings um leiðir til þess að bæta stöðu útflutningsframleiðsl- unnar Samstarfsflokkarnir fyrr- verandi vildu láta reyna á hrein- ræktaða vinstri stefnu. Afleiðingin fyrir sjávarútveginn og íslenskt atvinnulíf er sú að rekstrarstaða sjávarútvegsins hef- ur í engu breyst. Þó hafa þau umskipti orðið að verð er hætt að falla á erlendum mörkuðum eins og það gerði á síðasta ári og dollar- inn er tekinn að stíga í stað þess að falla og lokst hefur vertíð verið einmuna góð það sem af er þessu ári. Þrátt fyrir hagstæð ytri skilyrði á öllum sviðum hefur ríkisstjórn- inni ekki tekist á bæta almenn rekstrarskilyrði í sjávarútvegi. I stóryrtu yfirlýsingunum við stjórn- armyndunina átti þetta þó að geta gerst á örfáum vikum. Og eftir neyðarfundinn í nóvember hjá samtökum fiskiðnaðarins átti þetta að gerast eftir langan ríkisstjórn- arfund sem þá var boðaður. Þá átti eitthvað að gerast með ráðstöf- unum í byijun þessa árs. Loks voru gefin fyrirheit um eitthvað í tengslum við kjarasamninga. En niðurstaðan er enn óbreytt ástand. Stefán hafiriar strútsaðferðinni Helsta ádeilduefni vinstri flokk- anna á Sjálfstæðisflokkinn voru bankalögin sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Þau áttu að hafa valdið atvinnuvegunum óbætan- legu tjóni vegna of hárra vaxta. Þetta átti svo að leiðrétta á einu augabragði með nýrri miðstýring- arstefnu. Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann hafa verið að halda því að þjóðinni að raun- vextir séu nú komnir niður í 6% og muni lækka niður í 5% í næsta mánuði. En guðfaðir ríkisstjórnar- innar, Stefán Valgeirsson, býr yfir þeirri hreinskilni að hann hefur sagt beint framan í forsætisráð- herrannn í sjónvarpsumræðum að vextirnir séu 7,25 og upp í 9,25%. Og nafnvextir fara nú hækkandi með vaxandi yerðbólgu. Þetta veit allur almenningur í landinu. Þetta vita stjórnendur at- vinnufyrirtækjanna, en ríkisstjórn- in lokar augunum. Jafnvel forsæt- isráðherrann sem í orði kveðnu gaf sjálfum sér tveggja mánaða frest til þess að ná árangri lokar augun- um og stingur höfðinu í sandinn eins og strúturinn. Einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins sagði í þingræðu undir lok þinghaldsins að gert hefði verið vopnahlé við ríkisstjórnina en hann gæti fullvissað menn um að það vopnahlé stæði ekki lengur en til haustsins. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort vopna- hléssamningarnir verða haldnir eða brotnir upp á haustdögum. Eða ætli það sé svo að framsóknarmenn séu að setja sjálfum sér enn einn gálgafrestinn án þess að meina nokkuð með því? Kjarasamningar sviknir Einn af helstu forystumönnum í verkalýðshreyfingunni, Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi brotið sitt eigið boðorð í kjarasamningunum með því að semja um flestar krón- ur í launahækkun til þeirra sem hæst laun höfðu fyrir. Og hann segir að í framhaldi af þessu hljóti verkalýðshreyfingin að innheimta þetta allt saman í lok ársins. Hér talar sá foringi úr verkalýs- stétt sem hvað lengst hefur gengið í því að aðstoða ríkisstjórnina við að ná hagstæðum kjarasamning- um. Blekið er ekki þornað á samn- ingum fyrr en ríkisstjórnin hefur svikið. Það er ekki lengur talsmenn stjórnarandstöðuflokka sem draga þessa staðreyndir fram í dagsljós- ið. Helstu áhrifamenn stjórnar- flokkanna, þeir sem sýnt hafa for- ystumönnum þeirra mest traust og trúnað, koma nú og afhjúpa veruleikann fullir vonbrigða. Og formaður Alþýðubandalagsins var nægjanlega hygginn til þess að leyfa forsætisráðherrann að verk- stýra þessum lokaþátt kjarasamn- inganná. Erlendar skuldir hækka um 120 þúsund kr. á mann Og ritstjórar Tímans draga ekki af sér í þessum efnum. í vikunni birtu þeir ítarlega og greinagóða frétt um það hver umskipti hafa orðið eftir að Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, tók á nýjan leik við verk- stjórn efnahagsmála í ríkisstjórn íslands. Tíminn segir að þessi umskipti hafi leitt til þess að er- lendar skuldir þjóðarinnar hafi hækkað úr 105 milljörðum króna á síðastliðnu ári upp í rúmlega 135 milljarða á þessu ári. Aukningin sé hvorki meira né minna en 120 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu. Bragð er að þá barnið finnur. Og Tíminn greinir frá því að lausatökin í efnahagsstjórninni séu á þann veg að á sama tíma og landsframleiðslan eykst um 14% af landsframleiðslu í samanburði við 41% á síðasta ári. Og skulda- söfnunin nálgist ískyggilega fyrra met frá þeim tíma er núverandi formaður Framsóknarflokksins var í hið fyrra sinn verkstjóri við stjórn efnahagsmála í ríkisstjórn íslands. Áfangasigur sjálfstæðismanna í skattamálum Eitt versta verk ríkisstjórnarinn- ar í skattamálum gerðist þegar Alþýðubandalagið knúði fram stór- hækkun á eingnarsköttu. Sérstakt nýtt eignaskattsþrep lagðist ofan á almenna skattahækkun. Þessi nýja eignaskattsstefna kom með mestum þunga niður á einstæðing- um og fyrst og fremst ekkjum og ekklum. Þrátt fyrir harða gagnrýni var órofa samstaða um það meðal vinstri flokkanna að keyra þessa skattkerfisbreytingu fram í nafni félagshyggjunnar. Sérstakur ekkju- og ekklaskattur varð þannig eitt af táknum félagslegra viðhorfa núverandi ríkisstjórnar. Ragnhildur Helgadóttir flutti frumvarp í nafni sjálfstæðismanna sem gerði ráð fyrir því að afnema þetta hróplega ranglæti sem þessi Þorsteinn Pálsson „Nú er uppi djúpstæður ágreiningur um stefnu í efnahags- og atvinnu- málum, m.ö.o. Það er ágreiningur um það hvort hér eigi að fylgja frjálslyndri steftiu eða forsjárhyggju vinstri flokkanna. Eg ætla að þessu sinni að leiða þann ágreining hjá mér en að geftiu tilefiii minna á hver árangur- inn hefur orðið af breyttri stjórnarstefnu“ nýja skattastefna hafði í för með sér. Þingflokkur sjálfstæðismanna gerði þá kröfu þegar samið var á milli þingflokka um þinglok að stigið yrði verulegt skref í þá veru að koma til móts við frumvarp Ragnhildar Helgadóttur um þetta efni. Áfangasigur vannst með því að stjórnarflokkarnir þorðu ekki ann- að en að viðurkenna í nokkru þær alvarlegu afleiðingar sem skatta- stefnan hafði í för með sér að þessu leyti. Þetta var árangur af ein- arðri en um leið málefnalegri stjórnaranstöðu. En við lítum á þetta sem fyrsta skref. Þess ér ekki að vænta að meiri árangur náist fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn fær aðild að ríkisstjórn á ný. Að nota aldraða til skattheimtu Annað dæmi um ófyrirleitni stjórnarflokkanna í skattamálum birtist í frumvarpi um málefni aldr- aðra sem afgreitt var nú undir þinglokin. Um það var víðtæk sam- staða að nauðsynlegt væri að semja ný lög um þennan mikilvæga málaflokk. En hitt var í meira lagi vafsamt að læða breytingu á stað- greiðslulögum skatta inn í þessa lagabreytingu með því að leggja aftur á nefskatt vegna fram- kvæmdasjóðs aldraðra. Það var eitt meginatriðið við kerfisbreytinguna sem gerð var með staðgreiðslulögunum að af- nema smá skatta af ýmsu tagi, þar á meðal nefskatta sem lögðust þyngst á þá efnaminnstu og fella þá inn í staðgreiðslukerfið. Þetta var eitt af aðaláhugamálum verka- lýðshreyfingarinnar í tengslum við þessa skattkerfisbreytingu sem sjálfstæðismenn höfðu forystu um. Nú ákvað ríkisstjórnin hins veg- ar að taka þennan nefskatt upp á nýjan leik og leggja 200 milljónir króna á í nýjum sköttum. Stað- greiðslukerfið gerir ráð fyrir því að framkvæmdasjóður aldraðra fái sinn hlut óskertan eins og áður var. Síðan kemur ný skattlagning, endurvakinn ' nefskattur. Skatt- heimtan er tvöföld. Mað hagsmuni aldraðra að fyrirvarpi en Olafur Ragnar Grímsson tekur helming- inn af skattpeningunum og setur í hít ríkissjóðs til allt annarra verka. Með aðgerðum af þessu tagi er verið að bijóta gegn meiginhug- myndum þeirra mikilvægu skatt- kerfisbreytingar sem átti sér stað með staðgreiðslulögunum. En hin siðferðilega hlið málsins er í sjálfu sér miklu ógeðfelldari. Ríkisstjórn félagshyggjunnar er að nota aldr- aða til þess að leggja tvisvar sinn- um á skatt til sömu þarfa og tekur helminginn af skattpeningnum í almenna eyðslu ríkissjóðs. Lágu siðferði félagshyggju núverandi vinstri stjórnar virðast því éngin takmörk sett. Kratarnir segjast vera á'Tnóti en kyngja öllu og greiða atkvæði eins og Ólafur Ragnar mælir fyrir um. Höfundur er formaður Sjálfstæðis- flokksins. Alþjóðaráð Rauða krossins veitir orðuna sem er æðsta heiðursmerki sem hjúkrunarkonum veitist og er úthlutað annað hvert ár eftir til- nefningum frá landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Þijár íslenskar hjúkrunarkonur hafa hlotið orðuna, Sigríður Eiríks- dóttir 1949, Sigríður Bachmann 1957 og Bjarney Samúelsdóttir 1977. María Pétursdóttir lauk prófi frá Hjúkrunarskóla íslands 1943 og stundaði framhaldsnám í barna- hjúkrun, geðhjúkrun og hjúkruna- rkennslu í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 1943-1945 og kenndi síðan við Hjúkrunaskóla ísj_ lands í mörg ár. María sat í stjórn Hjúkrunarfé- lags íslands frá 1945 og var for- maður félagsins 1964-1974. Hún hefur verið skólastjóri Nýja hjúkr- unarskóláns frá stofnun hans 1972. Auk þessa hefur María starfað fyr- ir Rauða krossinn og verið í stjórn Bandalags íslenskra kvenna, Kven- félagasambands íslands, BSRB og fyölda annarra félaga. María var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1973 og stórriddara- krossi sómu orðu árið 1988 fyrir störf sín að félagsmálum. Innflutningsbann er tímaskekkja eftir Þorvald Gylfason I Vinnudeilur og verkföll hafa ver- ið landlæg hér um langt skeið og valdið miklum skaða. Það hefur gerzt oftar en einu sinni á liðnum árum, að kjarasamningar hafa hleypt verðbólguskriðu af stað. Ein- mitt nú vofir slík hætta yfir þjóð- inni eina ferðina enn. Ein ástæðan til þessa er einfald- lega sú, að í landinu býr fjöldi fólks við miklu krappari kjör en efni standa til. Launþegar vita það mætavel, að starfsbræður þeirra í mörgum stéttum búa við mun betri efnahag til dæmis á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum en tíðkast hér heima, jafnvel þótt þjóðarfram- leiðsla á mann sé áþekk í þessum löndum. Þetta fólk reynir eðlilega að knýja fram kjarabætur í samn- ingum, eftir því sem aðstæður leyfa. Það segir sig sjálft, hversu miklu friðvænlegra ástandið væri á vinnu- markaði hér og hversu miklu minni verðbólguþrýstingurinn væri, ef heimilin í landinu væru leyst undan því oki að þurfa að greiða 34.000 krónum of mikið hvert um sig á hveiju ári að meðaltali fyrir kartöfl- ur, egg og kjúklinga vegna innflutn- ingsbanns, að ekki sé minnzt á önnur matvæli. Það er líka um- hugsunarvert í þessu samhengi, að samtök launþega hafa aldrei mót- mælt innflutningshöftum, jafnvel þótt þau hafi efnt til verkfalla hvað eftir annað gegnum tíðina vegna ágreinings við vinnuveitendur eða stjórnvöld um kjarabætur, sem eru miklu minni í raun og veru en frjáls innflutningur kartaflna, eggja og kjúklinga myndu færa launþegum á silfurfati. II í umræðunni að undanförnu hef- ur fjórum efnislegum röksemdum verið teflt fram gegn fijálsum inn- flutningi kartaflna, eggja og kjúkl- inga. Engin þessara röksemda er þó skynsamleg að mínum dómi. Fyrsta röksemdin er sú, að hrein- lætis- og heilbrigðissjónarmið út- heimti bann við innflutningi kjúkl- inga og eggja. Hér virðist vera um einberan fyrirslátt að ræða. Hví skyldi íslenzkum neytendum vera hættara við erlendum afurðum en innlendum? Það segir sig sjálft, að það væri enginn vandi að hafa sams konar heilbrigðiseftirlit með inn- fluttum afurðum og nú er haft með innlendri framleiðslu. Önnur röksemdin er sú, að land- búnaður í nálægum löndum njóti svo mikilla hlunninda, að íslenzkum bændum væri ókleift að keppa við erlenda bændur á jafnréttisgrund- velli. Þessi röksemd er ógild vegna þess, að tiltækar upplýsingar benda til þess, að íslenzkir bændur njóti enn meiri hlunninda en erlendir bændur, þegar allt er skoðað. Til dæmis veijum við Islendingar til- tölulega mun meira fé til land- búnaðar samkvæmt fjárlögum en Evrópubandalagsþjóðirnar. Ef er- lendir framleiðendur reyndu að leggja íslenzkan markað undir sig með óeðlilegum viðskiptaháttum, til dæmis í skjóli tímabundinna niður- Þorvaldur Gylfason greiðslna, þá væri hægt að bregð- ast við þeim vanda með því að leggja toll á slíkan innflutning til mótvægis. Þriðja röksemdin er sú, að inn- lend framleiðsla kartaflna, eggja og kjúklinga spari erlendan gjald- eyri. Þessi röksemd er reist á mis- skilningi. Ef innflutningur þessara vörutegunda væri fijáls, myndi af- koma heimilanna batna til muna, „Hitt er alveg víst, að heilbrigð samkeppni myndi hvetja til margvíslegrar hagræð- ingar í íslenzkum land- búnaði, bæta fram- leiðsluna og lækka kostnað. Oheftur og tollfrjáls innflutningur landbúnaðarafurða til íslands frá öðrum lönd- um myndi auka flöl- breytni og lækka mat- vöruverð.“ svo að stjórnvöld fengju þá svigrúm til þess að draga verulega úr halla- rekstri ríkissjóðs og meðfylgjandi skuldasöfnun erlendis. Þannig væri hægt að spara gjaldeyri til mótvæg- is með tímanum. Hvað sem því líður, myndi innflutningur þessara vörutegunda kosta innan við 200 milljónir króna á ári í erlendum gjaldeyri, sem er aðeins örlítið brot (0,2%) af heildarinnflutningi þjóðar- innar á þessu ári. Fjórða röksemdin gegn fijálsum innflutningi er á þá leið, að það sé varhugavert að leyfa innflutning kartaflna, eggja og kjúklinga, nema stjórnvöld séu reiðubúin til þess að fara þessa leið á enda og gefa inn- flutning annarra landbúnaðaraf- urða fijálsan líka. Stjórnvöld virð- ast hugsa sem svo, að úr því að það komi ekki til greina fyrir þeirra parta að leyfa innflutning á kjöti, smjöri og osti, þá sé það eins gott að láta kné fylgja kviði og halda áfram að banna innflutning kart- aflna, eggja og kjúklinga líka. Þarna skýtur skökku við. Einmitt vegna þess að litlar líkur virðast vera til þess, að innflutningur á kjöti, smjöri og osti verði gefinn fijáls á næstunni, ber brýna nauð- syn til þess, að mínum dómi, að afnema núgildandi bann við inn- flutningi kartaflna, eggja og kjúkl- inga smám saman til þess að bæta afkomu heimilanna í landinu og auðvelda stjórnvöldum að leysa verðbólguvandann. Öðrum kosti bendir ýmislegt til þess, að efna- hagsmál þjóðarinnar hjakki í sama fari enn um sinn. III Hvaða vit er annars í því að leggja blátt bann við innflutningi á kjöti, smjöri og osti frá útlöndum, eins og við gerum nú? ísland er trúlega einsdæmi í okkar heims- hluta að þessu leyti. í Færeyjum geta neytendur til dæmis valið milli færeysks, íslenzks og ný-sjálenzks lambakjöts í búðum auk annars, og þykir engum mikið þar. Grænlend- ingar flytja líka landbúnaðarafurðir inn, að ekki sé talað um Norðmenn, Svía og Dani. Hvejjs vegna skyldu íslenzkir neytendur ekki mega sitja við sama borð? Kjarni þessa máls er sá, að mat- vöruverð hér á landi myndi lækka til muna, maturinn batna og úrval- ið aukast, ef innflutningur land- búnaðarafurða yrði gefinn frjáls í áföngum. Þannig væri hægt að bæta lífskjörin í landinu mjög veru- lega með einföldum hætti. Bann við innflutningi landbúnaðarafurða er tímaskekkja. Allur annar innflutn- ingur til landsins er frjáls og hefur verið fijáls í næstum 30 ár. Hvergi í nágrannalöndum okkar er það til dæmis bannað að flytja ost inn frá útlöndum, svo að ég viti, þótt bænd- ur framleíði ost í öllum þessum löndum. Sjálfir nýtum við íslending- ar okkur innflutningsfrelsi í öðrum löndum með því að flytja ost, smjör og kjöt út í stórum stíl. IV Það er alkunna, að Island er erf- itt ábúðar að ýmsu leyti. Framleiðni í flestum greinum hefðbundins landbúnaðar hér á landi er þess vegna minni en gengur og gerist í flestum Evrópulöndum, þar sem ýmis náttúruskilyrði henta betur til landbúnaðar. Það er því ekki víst, hversu vel íslenzkum landbúnaðar- afurðum myndi reiða af í sam- keppni við innfluttar afurðir á inn- lendum markaði. Frjáls samkeppni á innlendum búvörumarkaði ætti þó auðvitað ekki að ganga í gildi á einni nóttu, heldur á löngum tíma. Atorka, hug- vit og hæfileikar íslenzkra bænda gætu dugað þeim mjög vel til þess að búa sig undir samkeppni við erlendar landbúnaðarafurðir á inn- lendum markaði, fengju þeir nægan umþóttunartíma. Þar að auki væri það bæði sanngjarnt og skynsam- legt við þessar aðstæður að styrkja bændur af almannafé til enn frek- ari búháttabreytinga og fram- leiðsluhagræðingar af ýmsu tagi. Nálægð íslenzkra bænda við inn- lendan markað gæfi þeim mikil- vægt forskot fram yfir erlenda keppinauta hér heima. Það gefur augaleið, að flutningskostnaður íslenzkra bænda væri miklu lægri en útlendinga. íslenzkir búvöru- framleiðendur gerþekkja íslenzkan smekk og eru því í miklu betri að- stöðu en útlendingar til þess að laga framleiðslu sína að breytilegum þörfum íslenzkra neytenda. Hitt er alveg víst, að heilbrigð samkeppni myndi hvetja til marg- víslegrar hagræðingar í íslenzkum landbúnaði, bæta framleiðsluna og lækka kostnað. Óheftur og tollfijáls innflutningur landbúnaðarafurða til íslands frá öðrum löndum myndi auka fjölbreytni og lækka matvöru- verð til mikilla hagsbóta fyrir al- menning. Fijáls innflutningur myndi líka veita bændum heilbrigt og æskilegt samkeppnisaðhald, líkt og aðrar íslenzkar atvinnugreinar hafa búið við um langt skeið og þjóðin hefur notið góðs af. Höfundur er prófessor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.